Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986. 5 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Agnar Friðriksson - segist ekki vera á leið í stól bæjarstjóra í Garðabæ. Agnar stýrir Arnarflugi til 1. október Agnar Friðriksson hefur fallist á að verða við beiðni væntanlegra hluthafa Amarflugs um að hann gegni starfi framkvæmdastjóra Amarflugs til 1. október næstkomandi. Eins og fram kom í fréttum í vetur hefur Agnar sagt upp starfi sínu. DV spurði hann í gær hvort til greina kæmi að hann héldi áfram fram- kvæmdastjóm hjá Amarflugi eftir 1. október. Agnar svaraði að uppsögn sín væri í fullu gildi. Sá orðrómur hefur gengið að Agnar, sem var efeti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ í bæjarstjómar- kosningunum, væri á leið í sæti bæjarstjóra Garðabæjar. Er DV bar þetta undir Agnar svaraði hann: „Þetta er rangt. Ég hef heyrt þessa sögu. Um þetta hefur aldrei verið við mig rætt eða ég rætt um þetta.“ Kvað Agnar óráðið hvað tæki við eftir Amarflug. Fyrst ætlaði hann að sjá f\TÍr endann á því verkefni. -KMU Erlendir ferðamenn 22% fleiri Ekkert lát er á fjölgun þeirra erlendu ferðamanna sem leið sína leggja til íslands, samkvæmt tölum útlendinga- eftirlitsins. í maímánuði komu til landsins 8.342 útlendingar, sem er 22 prósent fjölgun frá sama mánuði í fyrra þegar 6.836 útlendingar komu. Frá áramótum til maíloka tóku ís- lendingar á móti 24.425 erlendum ferðamönnum eða 13,5 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Flestir erlendu ferðamennimir komu frá hinum Norðurlöndunum eða 2.538, þar af 1.006 Svíar en þeir vom 708 talsins á sama tíma í fyrra. Banda- ríkjamenn voru 2.371 talsins, Vestur- Þjóðverjar 1.589 og Bretar 762. Þreföldun Vestur-Þjóðverja er at- hyglisverð. Á sama tíma í fyrra komu 565 V-Þjóðverjar til landsins. Munar mestu um fjölmenna hópa sem Flug- leiðir hafa fengið til landsins. íslendingar láta sitt ekki eftir liggja í utanlandsreisunum. Frá áramótum til maíloka voru skráðar 27.088 komur íslendinga til landsins eða 6,3 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Aukning- in í maímánuði var 13,7 prósent. -KMU Nýr stjómar- formaður ísfilm Á aðalfrmdi ísfilm hf., sem haldinn var nýlega, var Kristján Jóhannsson, framkvæmdastjóri Almenna bókafé- lagsins, kjörinn stjómarformaður eftir að Indriði G. Þorsteinsson, sem gegnt hefúr starfinu frá 1980, gaf ekki kost á sér. Að ísfilm standa fimm hluthafar, SÍS, Árvakur, Reykjavíkurborg, Haust hf. og Almenna bókafélagið. Aðalfundi Isfilm er þó ekki lokið vegna laga- breytinga í félaginu sem lágu ekki Ijósar fyrir á aðalfúndinum. Verður því haldinn framhaldsaðalfundur bráðlega þar sem lagabreytingamar verða teknar fyrir. -BTH Ný sjónvarpsstöð eftir þrjá mánuði - tveir mánuðir í útvarp íslenska útvarpsfélagsins íbúar þéttbýlisins á suðvestur- homi landsins fá nýja valkosti í hljóðvarps- og sjónvarpsmálum í sumarlok. Útvarpsstöð Islenska út- varpsfélagsins hefur útsendingar eftir rúma tvo mánuði. Sjónvarps- stöð íslenska sjónvarpsfélagsins hefur útsendingar eftir þijá mánuði. Gert er ráð fyrir að útsendingar þessara nýju fjölmiðla muni nást, að minnsta kosti fyrst um sinn, á Reykjavíkursvæðinu, Suðumesjum og á Akranesi. Á þessu svæði búa 152 þúsund manns eða 63 prósent þjóðarinnar. Ahersla á vandaða sjón- varpsdagskrá „Við leggjum mikla áherslu á vandaða dagskrá," sagði Jón Óttar Ragnarsson, stjómarformaður og sjónvarpsstjóri íslenska sjónvarps- félagsins, sem verður til húsa að Krókhálsi í Reykjavík. Með Jóni í stjóm em Hans Kristján Ámason og Eyjólfur K. Sigurjónsson. Jón Óttar sagði að stefnt væri að því að sjónvarpa virka daga frá klukkan 18 síðdegis til klukkan eitt eftir miðnætti. Milli klukkan 18 og 21 gætu allir náð stöðinni en eftir klukkan 21 aðeins þeir sem hefðu sérstakan aftruflara. Aftruflara fá menn gegn stofn- gjaldi og áskriftargjaldi, sem búist er við að verði eitthvað hærra en dagblaðsáskrift. Reksturinn verður ennfremur kostaður af auglýsinga- tekjum. Meðal dagskrárefnis verða fram- haldsþættir eins og Dallas og Dynasty, sakamálaflokkar, þar á meðal Miami Vice, nýjar og nýlegar kvikmyndir, tónlistarþættir, bama- í gömlu Osta- og smjörsölunni eru Einar Sigurðsson og félagar að búa sig undir útvarpssendingar. DV-mynd GVA. efrii, fréttir, íþróttir og menningar- efni ýmiss konar, þar á meðal frá BBC. Á laugardags- og sunnudags- morgnum verður sýnt bamaefni, einkum teiknimyndir. Jón Óttar sagði að samvinna yrði höfð við erlendar gervihnattastöðv- ar. Nefndi hann Music Box, Sky Channel og Film Net. Sjónvarpsstöðin hyggst hafa eigin fréttastofú og ráða til sín frétta- menn. Óljóst er hversu margir þeir verða. Stöðin hyggst byija með lág- marksstarfslið, um fimmtán manns. Formlegar útsendingar hefjast í september. Sex fréttamenn á útvarps- stöðinni íslenska útvarpsfélagið er þessa dagana að koma sér fyrir í gömlu Osta- og smjörsölunni við Snorra- braut. Einar Sigurðsson útvarps- stjóri sagði að stefnt væri að því að hljóðvarpsútsendingar hæíúst um eða eftir miðjan ágúst. í stjóm íslenska útvarpsfélagsins em Jón Ólafsson, formaður, Magnús Axelsson, Sveinn Grétar Jónsson, Ámi Möller, Davíð Scheving Thor- steinsson, Hjörtur Öm Hjartarson, Kristján G. Kjartansson, Óskar Axel Óskarsson og Sigurður G. Pálmason. Einar Sigurðsson sagði að tónlist yrði drjúgur hluti dagskrárinnar. Útvarpað yrði með tveggja kílóvatta FM-stereosendi í tólf til sextán stundir á sólarhring. Fastir starfs- menn yrðu um tíu, þar af sex frétta- menn. Reksturinn yrði íjármagnað- ur með auglýsingum, bæði leiknum og lesnum. -KMU Er bíllinn tilbúinn fyrir sumarið? Kannaðu hvort eftirtaldir hlutir eru í lagi. - Ef svo er ekki hafðu samband við okkur. DEMPARAR GAS- OG VENJULEGIR ORYGGIS- BELTI SECURON - framsæti - aftursæti - barnabelti/stólar - rallbelti KVEIKJU- HLUTIR: Elntermotor - kveikjulok - kerti platínur BREMSU- KLOSSAR & STÝRISENDAR TRIDON DRÁTTAR- BEISLI undir fjölda bifreiða mriTTTr ITk SKRÚFAÐIR TJAKKAR: DR“™R VIFTUREIMAR UPPHÆKKUNARKLOSSAR - hækka bifreiðar upp um 3-10 cm, bráðnauðsynlegt á minni fólksbifreiðar AURHLÍFAR Á SÓLFILMUR efst í framrúðu FÓLKSBlLA OG JEPPA [ með áletruðum bíltegundum \S FELGULYKLAR /\ OG PUMPUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 132. tölublað (13.06.1986)
https://timarit.is/issue/190678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

132. tölublað (13.06.1986)

Aðgerðir: