Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNl 1986.
Peningamarkaður
Viðskipti Viðskipti Viðskipti
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn-
stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74
ára með 6 mánaða íyrirvara og 75 ára og eldri
með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru
verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggj0 stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán-
uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á
óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13%
nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið-
réttingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og
15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt-
um. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á
hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk
1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út
tvisvar á hveiju 6 mánaða tímabili án þess
að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06.
og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða
ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 ára afmælisreikningur er verðtryggð-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25%
og breytast ekki á meðan reikningurinn verð-
ur í gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8,
50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6
mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir
18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6
mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún
um hávaxtareikninginn.
18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir
og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða
verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum
sé hún betri. Samanburður er gerður mánað-
arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út
af reikningnum gilda almennir sparisjóðs-
vextir, 8%, þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung. Vextir fsérast fjórum sinnum á
ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf
lausir til útborgunar.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja#mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með
13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist
trorrpvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun
bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður
innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega.
12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél-
stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði,
óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir
eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er
því einnig 15,5%.
18 mánaöa reikningar. Nokkrir stærri
sparisjóðanna eru með innstæðu bundna
óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn-
vöxtum og 15,2% ársávöxtun.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur meö höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfm eru ýmist verðtryggð eða
óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum.
Þau eru seld með afíollum og ársávöxtun er
almennt 12 16% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til
einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 391 þúsund krónur til einstakl-
ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna
fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu
kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns-
tími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað-
ir í einu lagi yfír þann tíma. Séu vextir
reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári
verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður
þá hærri en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma-
bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því
10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu
dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún
getur jafnvel orðið neikvæð.
Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á
10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft-
ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur
og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni
6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan
því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á
mánuði eða 27% á ári.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í júní 1986 er 1448 stig
en var 1432 stig í maí og 1425 stig og í apríl.
Miðað er við gmnninn 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986
er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924
stig á grunni 100 frá 1975.
Húsaleiguvísitala hækkaði ivn 5% 01.04.
en um 10% næst þar áður, frá'01.01. Þessi
vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar
sem við hana er miðað sérstaklega í samning-
um leigusala og leigjenda.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA {%) il,- 20.06 1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÓRUM
SJA sérlista ii il iiliiiíi Jiiiml
INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ
SPARISJÖÐSBÆKUR Öbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0
SPARIREIKNINGAR 3jamán. uppsogn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0
6 mán. uppsögn 12.5 12,9 12.5 9.5 11.0 10,0 10.0 12.5 10,0
12 mán. uppsögn 14,0 14,9 14.0 11.0 12.6 12.0
SPARNAÐUR - LANSRFrTUR Sparað 3S mán 13,0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0
Sp 6mán. ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0
TÉKKAREIKNINGAR Ávisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0
Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0
INNLAN VERÐTRYGGÐ
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0
6 mán. uppsögn 3.5 3.0 2,5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0
INNLÁN GENGISTRYGGÐ
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.0 6.5 6.25
Sterlingspund 11.5 10.5 9.5 9.0 9.0 10.5 9.5 11.5 9.5
Vestur-þýsk mörk 4.0 4.0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5
Oanskar krónur 7.5 7.5 7.0 7.0 6.0 7.5 7.0 7.0 7.0
ÚTLÁN ÓVERÐTRYGGÐ
ALMENNIR ViXLAR (lorvextir) 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 15,25 15,25 15.25 15.25
VIÐSKIPTAVlXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge
ALMENNSKULDABRÉF2) 15,5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5
VIDSKIPTASKULDABRÉF 3} kge 20.0 kge 20.0 kge kge kgc kgc
HLAUPAREIKNINGAR vfirdrAttur 9.0 9.0 9.0 9.0 7,0 9.0 9.0 9.0 9.0
útlAn VERÐTRYGGÐ
SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
útlAntilframleiðslú
sjAnedanmAlsi)
l)Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn-
ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur-
þýskum mörkum 6,25%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er
2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og
viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá
þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum.
Samdráttur í Atiantshafsfluginu:
Sætanýtingin samt
góð hjá Flugleiðum
Ef farþegafjöldi Flugleiða í Atl-
antshafsfluginu nú er miðaður við
það sem hann var á sama tíma í fyrra
er um 14% fækkun að ræða. Hins
vegar hafa Flugleiðir dregið umtal-
svert úr sætaframboði á þessum
leiðum og því verður sætanýtingin
jafhgóð, ef ekki betri, að sögn Sig-
fúsar Erlingssonar hjá Flugleiðum.
„Það sem verið hefur að gerast á
þessum leiðum er að Bandaríkja-
mönnum á leið til Evrópu hefur
fækkað mikið en á síðasta ári voru
þeir um 60% af farþegafjölda okkar
og eru nú komnir niður fyrir 50%.
Á móti kemur að Evrópubúum á leið
til Bandaríkjanna fjölgar nokkuð en
þeir eru seinni að taka við sér. Ann-
ars er gott útlit með bókanir fram í
ágúst og nú síðustu þrjár vikur hafa
þær verulega tekið við sér, sagði
Sigfús.“
Flugleiðir hafa dregið sætafram-
boð saman um 12% miðað við í fyrra
en farþegafjöldi með Atlantshafs-
fluginu hefúr minnkað um 12.300 eða
14,2%. Orsakir þess má rekja til vax-
andi hræðslu Bandaríkjamanna við
ferðalög um Evrópu, kjamorku-
slyssins í Chemobyl og síðast en
ekki síst til gengis dollarans sem
hefur dregið úr Evrópuferðum
Bandaríkjamanna. -S.Konn.
Verðkönnun á hótelum og gististöðum:
Mikill verðmunur
Dagana 6.-11. júní gerði Neytenda-
félag Reykjavíkur og aðildarfélög ASÍ
og BSRB könnun á verði gistingar og
annarrar þjónustu á ýmsum hótelum
og gististöðum landsins.
Vegna fjölda hótela og gististaða nær
könnunin aðeins til hluta þeirra.
Áhersla er lögð á að íburður her-
bergja er mjög mismunandi, t.d. sími,
sjónvarp, ísskápur o.fl., sem og önnur
þjónusta sem í boði er.
Mestur verðmismunur er á gos-
drykkjum sem í boði em. T.d. kostar
ölglasið á Hótel Stykkishólmi 100 kr.
en 21 kr. úr ísskáp á herbergjum gisti-
heimilisins Heimis, Vestmannaeyjum.
-RóG.
1 m. herbV 1 m. herb. 2 m. herb. 2 m. herb. . 2) Aukarúm/ Svefnp. Morgun- M)la- Gos
án baðs m/baói án baðs m/baði dýna, umb. pláss veróur kaffi
Hótel Akranes,Akranesi 1.100 1.500 300 220 45 50
Hótel Bifröst, Borgarfirói 1.150 1.500 1.500 1.950 300 250 250 60 70
Hótel Stykkishólmir, Stykkish. 1.890 2.350 450 250 60 100
Hótel Búóir,Snæfellsnesi 1.100 1.600 250 300 60 ^35 i versl. ^60 i matsal
Hótel Búóardalur,Búðardal 1.000 1.450 300 250 250 50 50
Gistih.Vegamót,Bildudal 1.000 1.500 300 250 200 30 25
Hótel Hólmavik,Hólmavik 850 1.250 250 260 230 50 50
Hótel ísaf jöröur,ísaf. 1.950 2.450 300 250 60 80
-"- heimavist,lsaf. 1.200 1.500 450
Hótel Blönduós,Blönduósi 1.150 1.800 1.500 2.200 350 350 250 60 70
Hótel Tbrg,Sauóárkrók 1.100 1.550 1.550 1.950 300 210 35 30
Hótel Mrlifell,Sauóárkrók 1.250 1.500 1,500 1.950 300 310 250 60 80
Hótel Höfn.Siglufirói 1.050 1.300 200 50 50
Gistih.,Akureyri 800 1.100 300 300 200 40 35
Hótel Akureyri,Akureyri 900 1.200 1.200 1.500 300 180 35 ^25 litiö gl. ^35 st. gl.
Hótel KEA,Akureyri 2.250 3.100 615 300 41/67 35/70 teria/mats.
Hótel Stefania,Akureyri 1.500 2.150 2.000 2.900 350 280 innif. 40
-"- -"- heimavist,A.ey. 1.000 1.500
Hótel Varðborg,Akureyri 900 1.800 1.300 2.200 500 220 40 45
Hótel Reykjahlió, Mývatni 1.060 1.560 250
Hótel Reynihlíó, Mývatni 1.070 1.890 1.680 2.400 440 210 60 55
Hótel Húsavik,Húsavik 1.100 1.700 1.650 2.300 300 250 50 50
Hótel Noróurljós,Raufarhöfn 1.100 1.500 300 450 230
Gistih. Tangi,Vopnafirói 850 1.250 300 250 50 40
Hótel Egilsstaðir,Egilsst. 900 1.200 1.600 300 400 200 50
Hótel Valaskjálf,Egilsst. 1.100 1.500 1.500 1.950 600 250 250 70 60
Hótel Snaefell,Seyöisfiröi 1.300 1.600 250 250 50 50
Hótel Askja,Eskifirði 1.000 1.800 250 250 innif. 50
Hótel Bláfell,Breiódalsv. 1.150 1.500 300 250 250 50 35
Hótel Höfn, Höfn, Homafirði 1.260 1.890 1.770 2.350 500 250 50 80
Gis t ih. Heimir,Ves tm. ey j um 1.000 1.400 1.300 1.600 500 21 úr issk. á
Gistih.Skútinn,Vestm.eyjum 1.000 1.300 500 400 200 75 70
Hótel Gestgjafinn,Vestm. 1.435 1.970 1.750 2.430 400 250 50 50
tótel KS.Vik i Flýrdal 950 1.400 250
Hótel Hvolsvöllur,Hvolsv. 1.150 1.500 1.950 300 450 250 50 60
Gistih. MDsfell,Hellu 1.150 1.500
Hótel Selfoss,Selfossi 1.450 1.950 725 250 60 80
Hótel Þóristún,Selfossi 1.190 1.600 1.600 1.950 330 250 60 40 e.mat
Hótel Vctlhöll, Þingvöllum 1.500 1.680 3) 1.950 300 615 3) 260 60
Bláa lónið,Svartsengi 2.000 60 60
Hótel Keflavik,Keflavik 1.900 2.300 400 200 50
EDDU - hótelin, á 20 stöóum á landinu 1.150 1.500 1.500 1.950 300 250 250 60 40 e.mat 55
Feróaþjónusta baaida, á 72 stöóum á landinu 1.700 3) 250
Hæsta verö 1.500 2.250 2.000 3.100 725 450 300 75 100
Lægsta veró 800 1.200 1.100 1.500 250 250 180 30 21
Minur i kr. 700 1.050 900 1.600 475 200 120 45 79
Minur i % 87,5 87,5 81,8 106,7 190 80 66,7 150 376,2
Mesta tapár í sógu ÍSAL
Tap á rekstri íslenska álfélagsins í
fyrra nam 593,9 milljónum króna.
Heildarvelta félagsins var um þrír og
hálfur milljarður króna. Þetta kemur
fram í nýbirtri ársskýrslu ÍSAL fyrir
árið 1985 en 19. aðalfundur félagsins
var haldinn í Zurich í síðustu viku.
Ragnar S. Halldórsson, forstjóri IS-
AL, sagði í samtali við DV í gær að
árið í fyrra hefði verið mesta tapár í
sögu félagsins í krónum talið. Sagði
Ragnar að skýringarinnar væri að
leita í óhagstaeðum mörkuðum. Að
sögn Ragnars hefur reksturinn verið
óhagstæður það sem af er þessu ári
en þó virtist sem einhver glæta væri
framundan. Staðgreiðsluverð á ál-
mörkuðum í London væri nú hærra
en svokallað þriggja mánaða verð og
benti það til þess að framboð væri
minna en eftirspurn.
Stofnsamningur ÍSAL var undirrit-
aður 28. júní árið 1966 og verður
fyrirtækið því tuttugu ára í þessum
mánuði. Starfræksla álverksmiðjunn-
ar í Straumsvík hófst haustið 1969 og
mun álframleiðsla frá upphafi nema
um einni milljón tonna.
-EA