Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 32
44 DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986. Sviðsljós_____________Sviðsljós_____________Sviðsljós____________Sviðsljós Duran Duran Strákamir guðdómlegu em orðn- ir langþreyttir á orðrómnum um upplausn og lok hljómsveitarinn- ar. Þeir hafa þvi hugsað sér að eyða sumrinu í upptöku á nýrri plötu sem á að taka af öll tví- mæli um að Duran Duran sé enn lifandi og í fullu fjöri. Þeir Nick, Simon, John og Andy verða þó að fara inn í stúdíóið án tromm- arans Roger Taylor sem er víst orðinn dauðuppgefmn á öllu um- stanginu og farinn í frí. Hversu fríið er langt eða hvort það verð- ur varanlegt er erfitt að segja til um en Roger ætlar að nota tíma sinn í að láta gamlan draum ræt- ast. Sá draumur er að sinna bústörfum á bóndabýli og því ætlar trommarinn geðþekki að gerast bóndi. Varamaður Rogers með kjuðana heitir Steve Ferone og er upplagt fyrir Duran- aðdáendur að leggja nafnið strax á minnið. Ekki getur nokkur Dani sofnað nema í landsliðsnáttfötum. Seldi húsið sitt og fór til Mexíkó! Það er kátt í höllinni og víðar í Danaveldi um þessar mundir enda hafa þeirra menn í Mexíkó staðið sig eins og hetjur. I Danmörku rík- ir hreint og beint heimsmeistara- keppnisfár og allir sem teljast vilja menn með mönnum eiga klapp- hatta, landsliðsplötuna eða drekka Heimsmeistarabjór. Preben Elkjær Larsen er nánast kominn í guða- tölu og hinir standa honum skammt að baki hvað vinsældir snertir. Þegar strákamir hans Pi- noteks spila horfa 4 af hverjum 5 á sjónvarpið og hvetja sína menn og að leik loknum er dansað á göt- um og torgum, a.m.k. hingað til. Hætt er þó við að róðurinn þyngist í kvöld en þá munu Danir mæta hinu sterka liði V-Þjóðverja. En þó Danir séu stoltir af knattspyrn- ulöndum sínum eru það þó fleiri. Danir eru nánast hálfopinberir fulltrúar Norðurlanda og flestir Norðurlandabúar telja þá sína menn og má í því sambandi ekki gleyma að þetta eru gamlir landar okkar. Á vellinum í Mexíkó sjást einmitt finnskir og norskir fánar sem blakta við hlið hinna 3000 Dana sem talið er að séu i Mexíkó. Einn þeirra er Frank Moldrup Ni- elsen sem seldi raðhús sitt til að hafa efni á Mexíkóferð. Frank og vinur hans, Jan Blistrup, hafa fengið frí í vinnunni til 1. október og em því í draumaferð lífsins. „Þegar keppninni lýkur og Danir em orðnir heimsmeistarar ætlum við til Hawai og lifa lífinu,” segja Hvað er eitt hús á móti Elkjær, Laudrup og hinum? blaðsölustöðum um allt land. TímarittyriraMa ■f^,“R:^986-VERÐKR'16° , andlit AÐ HAND AN Skop.................... Lófalestur: Merkúrlinan... Sá minna sefur meira lifir. Epli: Ekki bara góð á bragðið Andlitaðhandan. .....13 17 _________ 21 LÓFALESTTO: Hugsun í orðum.••••••... MERKÚRLÍNMí Trúirþúhonum?........ 29 ..-® „ , xtAVhT.LLI Úrvalsljóð...................42 T,TjÆÐANDI »“"-7 Skyldaeiginmannsins....... X JJ*** BLS. 31 Samhljómun. Sjálfsþekking út frá likamanum .50 triri «|) XT RRTjlNN ER SaganafShooShooBaby .... ff O^lUÞURf 1 Búlgaría, aldingarðurEvropu .. 80 - e Q1 Þegar karlinn er konuþurfi. Völundarhús........... BLS. 91 KOSSINN: HIÐ LJÚFA INNSIGLIÁSTARINNAR Úrval LESEFNI VIÐ ALLRA HÆFI í rúminu, flugvélinni, bílnum, kaffitímanum, útilegunni, ruggustólnum, inni í stofu. Áskriftar- síminn er 27022 Það er óhætt að segja að Kjartan hafi fengið stóra ávísun! Bjartsýnis- verðlaunin veittí 6. sinn Bjartsýnisverðlaun Brostes vom veitt í 6. skiptið sl. þriðjudag. Brost- es verðlaunin námu að þessu sinni 150.000 kr. og komu í hlut Kjartans Ragnarssonar. Danski menningar- málaráðherrann, Bertel Haarder, afhenti verðlaunin í nærveru dansks leikhúsfólks og fjölda íslendinga. Hópur íslenskra námsmanna lék jass svo undir tók í Christianshavn, veg- farendum til mikillar ánægju á þessum bjartsýnisdegi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.