Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986. Líkleg stjóm Amar- fiugs Líklegt er talið að Hörður Einars- son, framkvæmdastjóri Fijálsrar fjölmiðlunar, verði kosinn stjómarfor- maður Amarflugs á aðalfundi eftir hálfan mánuð og að aðrir í stjóm fé- lagsins verði Magnús Gunnarsson, áður framkvæmdastjóri Amarflugs og Vinnuveitendasambandsins, Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri Sambands- ins, Lýður Friðjónsson, fjármálastjóri Vífilfells, og Helgi Þór Jónsson, Hótel Örk. Þess var farið á leit við Lýð Friðjóns- son að hann tæki við af Agnari Friðrikssyni sem framkvæmdastjóri Amarflugs. Lýður mun hafa afþakkað. Er nú leitað að framkvæmdastjóra. -KMU Kosið í Þróunar- félagið Framhaldsaðalfundur Þróunarfé- lagsins er í dag. Eina hlutverk fundar- ins er að kjósa stjóm og endurskoð- endur. Þokkalegt samkomulag virðist hafa náðst um að í stjóm verði kjömir Guðmundur G. Þórarinsson verk- fræðingur, sem fúlltrúi forsætisráð- herra, Jón Sigurðarson, forstjóri Sambandsverksmiðjanna á Akureyri, Ðagbjartur Einarsson, sem fulltrúi sjávarútvegs, Ólafur B. Thors, sem *29fulltrúi þjónustugreina, og Ólafur Daviðsson, sem fulltrúi iðnaðar. Heimildarmaður DV sagði að Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrsti for- maður félagsins, hefði að undanfömu reynt að afla sér fylgis til að komast á ný inn í stjómina. -KMU Xh&l,n op*ne LOKI Þá er velsæminu bjarg- að við Laufásveg! Óhjákvæmilegt að rikið leggi 400-500 mil|jónir í Útvegsbankann: in lögð á hilluna? Hugmyndin um stóran einka- banka, með sameiningu ÍJtvegs- banka, Iðnaðarbanka og Verslunarbanka og ýmsum tilfær- ingum í bankakerfinu, þvælist fyrir mönnum. Svo virðist sem kerfið sé ekki reiðubúið til þess að ganga í þessar breytingar. Er jafnvel talað um að fremur verði af sameiningu Útvegsbanka og Búnaðarbanka og að einkabönkunum verði gefinn kostur á að kaupa sig þar inn. Sameining þessara tveggja ríkis- banka hefur verið á dagskrá í hálfan annan áratug en ætíð stran- dað á andstöðu aðstandenda Búnaðarbankans. Afstaða þeirra er í aðalatriðum óbreytt. Það sem rak stjórnvöld til þess að taka málið upp á ný, eða stofnun einka- bankans, var tap Útvegsbankans vegna Hafskips. Heimildarmenn DV fullyrða að hvemig sem að verði farið koraist ríkissjóður aldr- ei hjá því að bæta það tap sem metið var í vetur á 440 milljónir króna. Einn bankastjóranna, sem DV ræddi við, sagði að kallaður hefði verið saman fundur um einka- bankahugmyndina milli jóla og nýárs. Síðan hefði ekkert gerst í málinu. Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðu- neytinu, sagði þetta ekki rétt og miklar viðræður og athuganir hefðu farið fram. Hann sagði jafn- framt að ekkert lægi fyrir um hvaða tillögur viðskiptaráðherra myndi leggja fram. Samkvæmt heimildum DV hafa forráðamenn Iðnaðarbanka og Verslunarbanka mikinn áhuga á hugmyndinni um stóra einkabank- ann. Þeir telja sig hafa orðið vara við verulega fordóma varðandi hana, einkum hjá tilteknum stjórn- málamönnum og embættismönn- um. Greinilegt er að mikið ber á milli bankamannanna og þessara aðila varðandi upplýsingar og skilning á málinu þótt hálft ár sé liðið síðan skoðanaskipti áttu að heljast. HERB Þeir voru staddir á Akureyri í gær; Kristján frá Djúpalæk, Indriði G. Þorsteinsson og Sverrir Hermannsson. Tilefnið var opnum sýningar í Möðruvöllum, húsi Menntaskólans á Akureyri, á málverkum í eigu Listasafns íslands. Dv-mynd pk A, B og D á Húsavík: Bjarni hætti við að hætta Jón G. Haukssan, Akureyii Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa sameinast um meirihluta í bæjarstjóm Húsavík- ur. Meirihlutinn hefur endurráðið Bjama Aðalgeirsson bæjarstjóra. Hann hefúr gegnt starfinu undanfarin kjörtímabil og haföi ætlað sér að hætta núna. Forseti bæjarstjómar verður Katrín Eymundsdóttir frá Sjálfstæðisflokki en Jón Ásberg Salómonsson frá Fram- sóknarflokki verður formaður bæjar- ráðs. Price á Listahátíð: Heim með einkaþotu Veðrið á morgun: Skin og skúrir Á morgun er útlit fyrir suðvestan- átt um allt land. Skúrir verða um allt vestanvert landið og hiti á bilinu 7-10 stig. Aftur á móti verður þurrt og bjart á Norðaustur- og Austur- landi, hiti 10-14 stig. Margaret Price, sópransöngkona frá Bretlandi, sem syngur á Listahátíð í stað ítölsku söngkonunnar Katia Ricciarelli, er sögð hafa krafist þess að verða flutt til og frá íslandi með einkaþotu. „Það er ekkert nýtt að fengin sé lít- il þota til þess að flytja listamenn til eða frá landinu vegna Listahátíðar. Price kemur með áætlunarflugi til landsins, en það verður fengin flugvél fyrir hana heim, til þess að hún kom- ist tímanlega til vinnu í London. En við verðum sennilega ekki í vandræð- um með að fylla þá flugvél, og litlar líkur á því að hún verði ein um borð,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson, fomiaður framkvæmdaneíndar Listahátíðar. -KB Viðreisn í Bolungarvík Samkomulag hefúr náðst milli Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks um myndun meirihluta í Bolungarvík. „Gamli trausti bæjarstjórinn okkar verður áfram,“ sagði Ólafur Kristjáns- son, Sjálfstæðisflokki. Sjálfetæðismenn hafa þrjá fulltrúa í bæjarstjóm en alþýðuflokksmenn -as I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 132. tölublað (13.06.1986)
https://timarit.is/issue/190678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

132. tölublað (13.06.1986)

Aðgerðir: