Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 28
40
DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986.
Brynjar Guðmundsson lést 4. júní
sl. Hann fæddist í Reykjavík 19. okt-
- óber árið 1916. Hann var sonur
Guðmundar Júlíussonar og konu
hans, Guðrúnar Guðjónsdóttur. Eft-
irlifandi eiginkona hans er Hólm-
fríður Ragnarsdóttir. Þeim hjónum
varð sjö barna auðið. Útför Brynjars
verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju
í dag kl. 15.
Ragnhildur Einarsdóttir lést 4.
júní sl. Hún fæddist 29. maí 1931,
dóttir hjónanna Einars Tómassonar
og Ragnhildar Jónsdóttur. Eftirlif-
andi eiginmaður Ragnhildar er
Þórður Jóhannesson. Þeim hjónum
varð íjögurra barna auðið. Útför
hennar verður gerð frá Bessastaða-
kirkju í dag kl. 13.30.
Sigtryggur Jónsson lést 6. júní sl.
Hann fæddist í Reykjavík þann 11.
febrúar 1916. Foreldrar hans voru
hjónin Jón Halldórsson og Sigurlaug
Rögnvaldsdóttir. Fyrir fjörutíu og
fimm árum hóf Sigtryggur störf hjá
Vinnufatagerð íslands og vann þar
á meðan heilsa leyfði. Eftirlifandi
eiginkona hans er Elín Sigurðardótt-
» ;r. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur
og ólu upp eina fósturdóttur. Útför
Sigtryggs var gerð frá Fossvogs-
kirkju í morgun.
Karitas Ósk Bjarnadóttir, Aðall-
andi 8, sem lést 4. júní, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag,
13. júní, kl. 15.
Kristjana Þórey Tómasdóttir,
Lindarholti 7, Ólafsvík, verður jarð-
sungin frá Ólafsvikurkirkju laugar-
daginn 14. júní kl. 14. Ferð verður
frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9 sama
daS-
Sigurbjörg Tómasdóttir frá Felli,
V Fálkagötu 19, Reykjavík, andaðist í
Landakotsspítala 5. júní. Jarðarförin
verður frá Fossvogskapellu í dag,
föstudaginn 13. júní, kl. 13.30.
Útför Halldórs Árnasonar, Birki-
völlum 1, Selfossi, verður gerð frá
Selfosskirkju laugardaginn 1. júní
kl. 13.30.
Jón G. Sólnes lést 8. júní sl. Hann
fæddist á ísafirði 30. september 1910.
Foreldrar hans voru Guðmundur
Þorkelsson og Hólmfríður Jónsdótt-
ir. Jón starfaði hjá Landsbanka
íslands á Akureyri í ein fimmtíu ár,
síðustu 13 árin sem útibússtjóri.
Hann lét af útibússtjórastarfi árið
1976. Jón var stofnandi Varðar, fé-
lags ungra sjálfstæðismanna á
Akureyri, árið 1929 og var síðar kjör-
inn heiðursfélagi þess. Hann var
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
frá árinu 1946-1978, forseti bæjar-
stjórnar 1962-1966 og 1970-1974.
Hann varð svo aftur bæjarfulltrúi
1982 en gaf ekki kost á sér við síð-
asta kjör. Jón sat á Alþingi sem
varaþingmaður Norðurlandskjör-
dæmis eystra á árunum 1972-74 og
alþingismaður var hann til ársins
1979. Eftirlifandi eiginkona hans er
Inga Pálsdóttir. Þeim hjónum varð
fímm barna auðið. Útför Jóns verður
gerð frá Akureyrarkirkju í dag kl. 16.
Hjónin Rósa Bjarnadóttir og Bogi
Matthiasson létust 8. júní sl. af slys-
förum. Bogi fæddist 29. september
1911 og voru foreldrar hans Matthías
Finnbogason og Sigríður Þorsteins-
dóttir. Rósa fæddist 27. febrúar 1919
og voru foreldrar hennar Bjami Ei-
Verðlaunabókin
Emil og Skundi
Bókaforlagið Vaka/Helgafell hefur
gefið út barna og unglingabókina
Emil og Skundi eftir Guðmund Ól-
afsson, en Guðmundur hlaut ís-
lensku barnabókaverðlaunin á
dögunum fyrir þessa sögu. Dómnefnd
valdi söguna af Emil og hundinum
hans Skunda úr 45 handritum sem
bárust í þessa samkeppni Verðlauna-
sjóðs íslenskra barnabóka og vekur
sérstaka athygli að þetta er fyrsta
bók verðlaunahöfundarins. Álit
dómnefndar var svohljóðandi: „Sag-
an er vel samin og skemmtileg.
Utvarp
Sjónvarp
Ég er mikill útvarpshlustandi og
finnst útvarpið alveg hreint frábært,
þá er ég að tala um rás 1. Ég efast
ekki um að hin rásin er ágæt, hef
bara ekki tíma til að hlusta á báðar.
Það sem mér líkar best við rás 1 er
hvað þeir leggja mikla áherslu á
klassíska tónlist en það er mitt uppá-
hald.
Gærdagurinn var einmitt dæmi um
dag þar sem var spilað sérstaklega
mikið af klassískri tónlist, fyrst var
það þátturinn Samhljómur um
morguninn, þar sem spiluð var
strengjakvartettstónlist, svo voru
það síðdegistónleikamir og loks
fengum við dálitla kammertónlist
rétt fyrir dagskrárlok. Svona á þetta
að vera enda hlýddi ég á þessa dag-
skrárliði með mikilli ánægju og
fannst útvarpsdagskráin í gær mjög
góð.
Það eru líka sérstakir útvarps-
menn sem eru í uppáhaldi hjá mér
Stefan Hörður Grímsson rithöfundur:
Útvarpið er alveg
óaðfinnanlegt
og þá nefiii ég fyrst tónlistarstjórann
Jón Öm Marínóson, tónlistarþætt-
imir hans em sérlega vel gerðir og
hann sjálfur alveg frábær dagskrár-
gerðarmaður. Það sama er að segja
um Knút R. Magnússon og Rögn-
vald Sigurjónsson með þáttinn sinn
Túlkun í tónlist.
Um sjónvarpið hef ég heldur lítið
að segja þar sem ég horfi ekki mikið
á það. Jú, mér finnst gaman að þess-
um fótbolta sem stendur yfir núna
og íþróttum í sjónvarpinu yfirleitt.
Þó finnst mér að það mætti koma
með meira af frjálsum íþróttum, ég
er samt ekkert að heimta það, segi
það bara sisona, mér þætti sú breyt-
ing alveg ágæt. Mér finnst alveg
sjálfsagt að hafa allan þennan fót-
bolta í sjónvarpinu á meðan heims-
meistaramótið stendur yfir, þessir
dagskrárliðir eru ekki það merkileg-
ir að þeir megi ekki víkja um
stundarsakir.
f stuttu máli finnst mér þessir íjöl-
miðlar alveg ágætir og eins og ég
sagði áður þá vil ég engu breyta í
útvarpsdagskránni. Hún getur ekki
orðið betri.
-BTH
íslenskt hárgreiðslufólk
til Wella
Dagana 20.-24. apríl sl. dvaldist 28
manna hópur íslendinga í höfuð-
stöðvum Wella-snyrtivörufyrirtæk-
isins í Darmstadt í V-Þýskalandi. I
hópnum voru 28 þátttakendur frá
ýmsum hárgreiðslustofum í Reykja-
vík og utan af landi, auk 4 aðila frá
ríksson og Guðrún Kristjánsdóttir.
Bogi starfaði sem yfirvélstjóri hjá
fsfélaginu í Vestmannaeyjum í 54 ár.
Þau hjónin láta eftir sig þrjú börn.
Útför þeirra verður gerð frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum í dag kl. 14.
Persónusköpun góð, söguhetjan trú-
verðug og bregst við vandamálum á
rökréttan hátt. Söguþráður er spenn-
andi og umhverfi allt rótfast í ís-
lenskum veruleika." Verðlaunasjóð-
ur íslenskra barnabóka var
stofnaður á sl. ári í tilefni af sjötugs-
afmæli barnabókahöfundarins
vinsæla, Ármanns Kr. Einarssonar.
Fjölskylda Ármanns og bókaútgáfan
Vaka/Helgafell lögðu fram stofnfé
sjóðsins. Megintilgangur sjóðsins er
að örva fólk til að skrifa bækur fyrir
börn og unglinga og stuðla þannig
að auknu framboði íslensks úrvals-
lesefnis fyrir æsku landsins. Verð-
launabókin Emil og Skundi er 120
síður í kiljubandi og er unnin í
Prentstofu Guðmundar Benedikts-
sonar í Kópavogi.
GANGLERI
VOP 'Í06 POS’HO.r :»■/
Gangleri
Út er komið fyrra hefti af Ganglera.
Blaðið kemur út tvisar sinnum á ári
og eru í því greinar um: andlega
menn og reynslu, hugleiðingu yoga,
eðli mannsins, huga hans og vitund,
óskilin fyrirbæri, forna visku og
margs konar annan fróðleik.
Wella-umboðinu á íslandi, Halldóri
Jónssyni hf. Haldnir voru fyrirlestr-
ar og hópurinn fékk sýnikennslu um
ýmsar nýjungar á sviði hársnyrting-
ar, svo sem um permanent, litun,
nýjar vinnuaðferðir og hagkvæm
vinnubrögð. Auk þess fengu þátttak-
endur þjálfun í notkun hinna ýmsu
efna frá fyrirtækinu. Töldu Þjóðverj-
arnir íslensku gestina sýna mikla
faglega kunnáttu og áhuga.
75 ára er í dag, föstudaginn 13. júní,
Þórunn Jóna Þórðardóttir, Skipa-
sundi 38 hér í bænum, en hún er
borin og barnfæddur Reykvíkingur.
Á yngri árum sínum var hún innan-
búðar í búsáhaldaverslun Jóns, á
horni Bankastrætis og Þingholts-
strætis. Um árabil vann hún á
spítölum hér í bænum og á Elliheim-
ilinu Grund. Eiginmaður hennar er
Sigurmundur Guðnason.
60 ára er í dag, föstudaginn 13. júní,
Margrét Guðjónsdóttir hjúkruna-
rfræðingur, Faxatúni 22, Garðabæ.
70 ára er í dag, föstudaginn 13. júní,
Maríanna Eliasdóttir frá Neðri-
Brunná í Saurbæ, Dalasýslu, nú
vistmaður á Hrafnistu, Hafnarfirði,
ásamt eiginmanni sínum, Jóni
Björnssyni vélstjóra. Þau bjuggu
áður á Hjallabraut 25 í Hafnarfirói.
Maríanna er að heiman í dag.
50 ára er í dag, föstudaginn 13. júní,
Jón Levý Guðmundsson, Unufelli
35, Reykjavík. Hann verður að heim-
an.
The Shadows í Broadway (seinni
tónleikar).
Myndlistarsýningar:
Picasso „Exposition inattendue",
Kjarvalsstaðir.
Karl Kvaran. Yfirlitssýning í Lista-
safrú íslands.
Klubbur Listahátíöar:
Tangó - ball kl. 22.30. Leikin tangó-
tónlist og tangóparið David og
Alexandra sýnir tangódansa.
Leiðrétting
í DV síðastliðinn þriðjudag
birtist frétt um að Alþýðubanda-
lagið og listi óháðra á Reyðar-
firði væru í þann veginn að
mynda meirihluta í hreppsnefiid.
Fréttin var á misskilningi byggð.
Rétt er að Sjálfstæðisflokkur og
listi óháðra voru í þann veginn
að mynda meirihluta og hafa nú
reyndar gert það þegar þessi leið-
rétting er skrifúð.