Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Umsjón: Ólafur Arnarson og Hannes Heimisson Duvalier-hjónin dvelja nú í góöu yfirlæti i Cannes á frönsku Rivíerunni og vísa harðlega á bug öllum ásökunum um spillingu og óráðsiu i stjórnartíð sinni. Viljum lifa eins og venjulegt fólk - segja Duvalier-hjónin og segjast vilja snúa heim til Haiti Það hefur ekki farið mikið fyrir fyrrum einræðisherra Haiti, Jean- Claude Duvalier, kannski betur þekktari sem Baby Doc Duvalier, frá því honum var steypt af stóli í Port Au Prince. Duvaher flúði, sællar minningar, ásamt fjölskyldu og nánustu sam- starfsmönnum til Frakklands um borð í bandarískri herflugvél í óþökk þarlendra yfirvalda í febrúar síðast- liðnum. Duvalier-fjölskyldan hafði drottn- að yfir Haitibúum frá því á fimmta áratugnum og löngum beitt lögreglu- og hervaldi til að kæfa hvers konar andstöðu. Á meðan yfirstéttin lifði í vellyst- ingum í skjóli tengsla sinna við Duvalier-fjölskylduna lifði megin- þorri Haitibúa við mikla eymd í sárri fátækt, enda landið verið í áraraðir á meðal fátækustu ríkja veraldar. Yfirvöld í Frakklandi þráuðust í fyrstu við að veita Duvalier og föru- neyti hans landvistarleyfi, en þegar engin önnur ríki buðust til að taka við honum og umfjöllun fjölmiðla um fall einræðisherrans minnkaði var honum veitt landvist til bráða- birgða. Duvalier er enn í Frakklandi og hefur komið sér vel fyrir ásamt fjöl- skyldu og vinum í borginni Cannes á frönsku Rivíerunni. Fyrsta viðtalið Bandarísk sjónvarpsstöð átti fyrir skömmu viðtal við einræðisherrann fyrrverandi á heimili hans í Cannes, fyrsta opinbera viðtal Duvalier eftir að hann var hrakinn frá völdum, og birtist útdráttur úr því á rás stöðvar- innar í dag. I viðtalinu vísar Duvalier á bug öllum ásökunum um stórkostlega spillingu í stjómartíð sinni og segist ekki hafa verið ábyrgur fyrir þeirri óráðsíu er núverandi stjómvöld á Haiti saka hann um. Eina vafaatriðið varðandi fjár- málastjóm sína er deila megi um segir Duvalier að hafi verið er hann notaði fjórar milljónir Bandaríkja- dollara, eða ríflega 80 milljónir íslenskra króna, af fjárveitingum til landvama til að endurskipuleggja og innrétta forsetahöllina í Port Au Prince upp á nýtt. „Þetta var venja í okkar stjómar- tíð, fjárveitingar til endurbóta á forsetahöllinni var hvergi annars staðar að fá,“ segir Duvaher um framkvæmdimar í forsetahöllinni. í viðtalinu segjast Duvalier-hjónin fegin vilja komast aftur á heimaslóð- ir á Haiti til að lifa „eins og venjulegt fólk“. Samviskan hrein Frú Duvalier, sem lengi hefur ve- rið fordæmd fyrir ótrúlega eyðslu- semi og óhóf á innakupaferðum sínum innanlands sem utan, segist í viðtalinu ekki munu óttast um líf sitt ef þau settust aftur að á Haiti. „í hugum okkar er samviskan hrein, ég held að við höfum ekki gert neitt af okkur,“ segir frú Duvalier. Ný ríkisstjóm á Haiti segir að Duvalier og fylgdarlið hafi haft ótaldar milljónir dollara með sér frá landinu og segist staðráðin í því að endurheimta þær með öllum tiltæk- um ráðum. Frú Duvalier svaraði gagmýni er komið hefur fram á mikið óhóf við brúðkaup hennar og einræðisherr- ans fyrrverandi og sagði að kostnað- ur við sérstakan hárgreiðslumeist- ara, er sóttur var til Parísar til að leggja hár hennar fyrir brúðkaupið, hafi verið greiddur af ónafhgreind- um fjölskylduvini. Duvaher segist í viðtalinu hafa lagt sig allan fram um það að bæta hag eyjarskeggja á valdatíma sínum og segist nú ekki vilja tmfla fyrir núverandi valdhöfum með neinum yfirlýsingum um innanríkismál. „Ég held , hvaó sem hver segir, að á ferh mínum hafi ég gert það sem í mínu valdi stóð t’ að berjast fyrir bættum hag ’búa liaiti og í mínum huga ríkir engin sektartilfinning yfir því er hugsanlcga kann að hafa far- ið úrskeiðis,1' segir Duvalier. Inn i tuttugustu öldina Sjónvarpssendingar hefjast frá öldungadeild Bandaríkjaþings Bandaríska öldungadeildin hefur í fyrsta skipti gefið leyfi til sjónvarps- útsendingar frá fundi sínum. Fögnuðu þingmenn þessum áfanga og töldu að þetta gæti orðið til að breyta ímynd þingsins og bandarí- skum stjómmálum. Sögulegur dagur „Það er engin spuming að dagur- inn í dag er að mörgu leyti söguleg- ur,“ sagði Robert Dole frá Kansas, leiðtogi meirihlutans, er hann hóf umræðuna í þinginu á mánudag í síðustu viku. „í dag færumst við inn á tuttugustu öldina." í raun hófú öldungadeildarþing- menn sex vikna reynslutímabil með sjónvarpsútsendingar, en þeir munu greiða atkvæði um það í næsta mán- uði hvort breytingin verður varan- leg. En jafhvel andstæðingar sjónvarpsútsendinga hafa tekið und- ir með Robert Dole er hann segir: „Þessu verður ekki breytt úr þessu. Við erum komnir í sjónvarpið." Eftir nokkrar „upphafsræður" í tilefni dagsins varð þetta að ósköp venjulegum degi í öldungadeildinni, er þingmenn hófu umræður um frumvarp um æðri menntun. Búist er við meiri spennu er frumvarpið um breytingar á skattakerfinu verða teknar til umræðu. Slegið á létta strengi, en und- irtónninn alvarlegur Sumir þingmenn slógu á létta strengi er þeir stigu í ræðustól fyrir framan sjónvarpsmyndavélar í fyrsta skipti. Er John Glenn frá Ohio gekk í ræðustól makaði hann andlitsfarða á sköllótt höfuðið til að ekki glamp- aði eins á það í Ijósi sjónvarps- manna. Menn voru þó almennt sammála Lloyd Bentsen frá Texas sem sagði að sjónvarpið myndi auka gildi öld- ungadeildarinnar „heima í héraði". Menn greindi þó á um það hvemig sú breyting yrði. Sumir sögðu að sjónvarpið myndi auka áhrif nýliða á þingi. En undir Sjónvarpsmenn koma myndavélum sínum fyrir á áhorfendapöllum fyrir ofan þingsal öldungadeildar Banda- rikjaþings, en i siðustu viku var í fyrsta skipti sjónvarpað þaðan. niðri leyndist ótti margra við það að mistökum þeirra og fáfræði yrði sjónvarpað beint til þjóðarinnar. „Það sem þú sérð er það sem þú færð,“ sagði Bentsen. „ Menn munu skemmta sér konunglega við að horfa á mistök þingmanna í sjón- varpi. Fulltrúadeildin ruddi brautina Það eru rök sem þessi sem hafa komið í veg fyrir að sjónvarpsút- sendingar úr öldungadeildinni yrðu hafhar löngu fyrr. Fulltrúadeildin hefúr leyft sjónvarpsútsendingar frá umræðum síðan 1979, og nú geta 25 milljónir manna horft á sendingar frá öldungadeildin í gegnum sjón- varpskapal. Það hefur komið mörgum fulltrúa- deildarþingmönnum mjög á óvart hve mikill áhugi er fyrir sendingum þaðan og hve ákafar sjónvarpsstöðv- ar „heima í héraði" eru í að sýna búta úr þinginu í fréttatímum sínum. Það voru þessar vinsældir sem réðu miklu um það að öldungadeildin ákvað að leyfa sendingar frá fundum sínum. Upp á stjörnuhimininn Howard Baker, fyrrverandi öld- ungadeildarþingmaður, sem lengi barðist fyrir því að sjónvarpssend- ingar yrðu hafhar, sagði að mánu- dagurinn væri einn af merkilegri dögum í sögu öldungadeildarinnar, og að deildin og meðlimir hennar myndu skjótast upp á stjömuhimin- inn í einu vetfangi. Að hans sögn er öldungadeildin eitt af merkilegri fyrirbærum í bandarísku þjóðlífi. Hræðsla við „egoflipp“ Menn eru samt hræddir um að sumir þingmenn muni reyna að ein- oka sviðsljósið með því að halda langat og einskis verðar ræður. En flestir þingmenn sögðu að þrýsting- urinn af sívakandi auga myndavél- arinnar myndi fljótt lækna alla slíka kvilla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 132. tölublað (13.06.1986)
https://timarit.is/issue/190678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

132. tölublað (13.06.1986)

Aðgerðir: