Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 30
42
DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986.
kynnir 1. deildar félögin:
„Stefnum að því að taka
bæði deild og bikar‘ ‘
• lan
þjálfari.
• Sævar
Hjálmarsson,
liðsstjóri.
Leikmenn
Vals 1986
Eftirtaldir leikmenn skipa meist-
araflokkshópinn hjá Val í sumar:
• Stefán Amarsson, 23 ára, mark-
vörður.
• Hilmar Harðarson, 26 ára, fram-
herji.
• Valur Valsson, 24 ára, framheiji.
• Snævar Hreinsson, vamarmaður.
• Ámundi Sigmundsson, 24 ára,
framheiji.
• Guðni Bergsson, 21 árs, varnar-
og sóknarmaður.
• Guðmundur Hreiðarsson, 26 ára
markvörður.
• Bergsveinn Sampsted, miðvajlar-
leikmaður. l
• Magni Blöndal Pétursson, 29
ára, miðvallarleikmaður.
A Hilmar Sighvatsson, 27 ára, mið-
vallarleikmaður.
• Jón Grétar Jónsson, 20 ára,
framheiji.
• Helgi Kristjánsson, miðvallar-
leikmaður.
• Ingvar Guðmundsson, 21 árs,
miðvallarleikmaður.
• Guðmundur Kjartansson, 27
ára, vamarmaður.
• Þorgrímur Þráinsson, 27 ára,
vamarmaður.
Óttar Sveinsson, framheiji.
Bergþór Magnússon, 23 ára mið-
vallarleikmaður.
• Ársæll Kristjánsson, 27 ára
vamarmaður.
• Siguijón Kristjánsson, fram-
heiji.
• Ian Ross er 39 ára og þjálfar liðið.
• Ársæll
Kristjánsson.
- segir Hilmar Sighvatsson, fýrirliði Islandsmeistara Vals
„Ég er þokkalega ánægður með byrj-
unina hjá okkur Valsmönnum. Fyrsti
leikurinn á móti Breiðabliki var að
vísu slakasti leikur liðsins í langan
tíma. Aftur á móti náðum við okkur
vel á strik á móti Keflavík og leikur-
inn við Þór var sæmilegur þó hann
hafi tapast. Leikurinn við Fram var
hins vegar dálítið köflóttur. Það má
eiginlega segja að við höfum sýnt á
okkur allar hliðar nú í upphafi fs-
landsmótsins," sagði Hilmar Sighvats-
son, fyrirliði Vals.
- Þrátt fyrir misjafnt gengi í upphafi
móts þá byijið þið Valsmenn mun bet-
ur núna en í fyrra. Áttu von á að það
verði ykkur til góðs?
„Já, ég hef trú á því. Að vísu er er-
fitt að segja til um slíkt fyrirfram en
ef baráttan í liðinu verður í lagi þá
kvíði ég engu,“ sagði Hilmar enn-
fremur.
Bíðum eftir Þorgrími
- Nú hafa orðið miklar mannabreyt-
ingar í herþúðum Vals. Er erfitt að
fylla þau skörð sem leikmenn eins og
Grímur, Guðmundur og Sævar skildu
eftir sig?
„Auðvitað er alltaf erfitt hjá liðum
þegar miklar mannabreytingar verða.
En svona gengur þetta nú 1 fótboltan-
um. Menn koma og fara og það þýðir
ekkert að spá í hvemig hlutimir vom
heldurhvemig þeir em í dag. Við feng-
um nýja menn í staðinn fyrir þá sem
fóm og þessir leikmenn þurfa sinn
aðlögunartima. Meiðsli hafa líka sett
strik í reikninginn hjá leikmönnum
eins og Ámunda og Sigurjóni og þeir
hafa því átt erfitt uppdráttar það sem
af er.
En ég er viss um að þessir nýju leik-
menn eiga eftir að gera góða hluti hjá
Val. Fyrir utan em svo ungu strákam-
ir tilbúnir að koma inn ef eitthvað
bregst."
- Hveijir em veikleikar Valsliðsins í
dag?
„Sóknin hefur verið okkar aðal-
höíúðverkur það sem af er. Okkur
hefur vantað Jón Grétar og Ámundi
hefúr ekki fyllilega náð sér af meiðsl-
um. Guðni heíúr því orðið að spila
írammi. Og þó að hann hafi staðið sig
alveg ágætlega er ég viss um að sókn-
arleikurinn eigi eftir að batna þegar
framlínumennimir verða komnir á
fulla ferð.
Hvað vamaleiknum viðvíkur þá bíð-
um við eftir Þorgrími. Hann hefur
verið mjög óheppinn með meiðsli í vor
en er óðum að ná sér. Hann er byijað-
ur að æfa og á eftir að stvrkja liðið
mikið þegar þar að kemur.“
Meistarapressa?
Setur íslandsmeistaratitillinn
mikla pressu á ykkur?
„Já, ég er ekki frá því. En ég held
að sú pressa sé mest frá okkur sjálfum.
Við erum ákveðnir í að standa okkur
vel. Aðalatriðið er að taka einn leik
fyrir í einu og einbeita sér að ná í öll
þrjú stigin. Hver sigur færir okkur nær
titlinum.
• Hilmar Sighvatsson, fyrirliði Vals, hefur skorað þrjú mörk það sem af
er keppnistimabilinu og án efa eiga þau eftir að verða fleiri áður en lýkur.
Maður verður líka var við að hin
liðin köma tvíefld til leiks á móti okk-
ur. Það er jú alltaf gaman að leggja
meistarana að velli.“
- Hvemig líst þér á deildina í ár?
„Mér líst alveg þokkalega á hana.
Byijunin hefur verið óvenjuleg að því
leyti að þau lið sem spáð var slæmu
gengi hafa byrjað mótið vel. Deildin
er greinilega mjög jöfn í ár en ég held
þó að nokkur lið eigi eftir að skera
sig úr í baráttunni um titilinn."
Setjum markið hátt
- Heldur þú að Ross eigi eftir að ná
enn betri árangri með Valsliðið?
„Já, þvi ekki það. Ross hefur staðið
sig feikilega vel hjá Val. Mannskapur-
inn er mjög ángæður með hann og
sömuleiðis stjómin. Það hefúr verið
góð stígandi í þessu hjá honum.
Fyrsta árið sem hann var með okkur
lentum við í öðm sæti í deildinni. í
fyrra unnum við titilinn og það er
spuming hvort við vinnum bara ekki
tvöfalt í ár! Það þýðir allavega ekki
annað en að setja markið hátt.“
- Þú tókst við fyrirliðastöðunni í ár í
fyrsta skipti. Var það erfitt?
„Nei, ekki myndi ég segja það. Ég
kann ágætlega við að vera fyrirliði.
Ég hef alltaf látið vel í mér heyra inni
á vellinum þannig að fyrirliðastaðan
breytir í sjálfu sér engu fyrir mig. Það
sem mestu máli skiptir er að réttur
andi sé í liðinu í heild. Ef hann verður
fyrir hendi þá hef ég trú á að þetta
verði gott ár hjá Val,“ sagði Hilmar
Sighvatsson.
Mjög miklar
breytingar hjá
Valsmönnum
- þrír sterkir leikmenn hættir
■
Líklega hafa ekki orðið meiri breyt-
ingar hjá neinu liði í 1. deild en Val
frá síðasta keppnistímabili er liðið
varð íslandsmeistari. Þekktir knatt-
spymumenn hafa horfið á braut og
aðrir tekið við af þeim, eins og gengur.
Fyrst skal nefna Grím Sæmundsen
sem var fyrirliði liðsins í fyrra en hann
hefúr lagt knattspymuskóna á hill-
una. Þá er það ekki lítið áfall fyrir lið
að missa leikmenn á borð við Sævar
Jónsson og Guðmund Þorbjömsson
en báðir leika þeir nú erlendis. Sævar
leikur með 2. deildar liðinu Brann í
Noregi en Guðmundur með 2. deildar
liðinu Baden í Sviss. Fleiri leikmenn
má nefna eins og Kristin Bjömsson
_________ _ ........wm.
ían Ross, þjálfari Vals, í leik með 1. flokki Vals ásamt Hilmari Sighvats-
syni til hægri. Ross var og er snjall knattspyrnumaður.
sem skipti yfir í Stjömuna og leikur
með liðínu í sumar í 3. deild.
Þrír sterkir í staðinn
Valsmenn hafa fengið snjalla leik-
menn til liðs við sig og er það nokkur
sárabót. Sérstaklega munar um þrjá
leikmenn sem ekki hafa áður leikið í
Valsbúningnum. Þetta em þeir Sigur-
jón Kristjánsson, sem lék með Kefla-
vík í fyrra, Ársæll Kristjánsson, sem
lék í fyrra með Þrótti, Reykjavík, og
Ámundi Sigmundsson sem í fyrra spil-
aði með Vikingi. Þeir Siguijón og
Ársæll hafa þegar unnið sér fast sæti
í Valsliðinu og Ámundi virðist vera í
þann veginn að feta í fótspor þeirra.
Auk þeirra þremenninga hafa í það
minnsta þrír aðrir leikmenn gengið til
liðs við íslandsmeistarana. Helgi
Kristjánsson, sem í fyrra lék með Vík-
ingi, Ólafsvík, er kominn að Hlíðar-
enda. Sigurður Sveinbjömsson, sem
lék með FH í fyrra, er einnig genginn
til liðs við félagið og loks hefur Ólafur
Sveinbjömsson skipt yfir í Val en
hann er einn af fjölmörgum leikmönn-
um sem hættu að leika með Skalla-
grími frá Borgamvsi eftir keppnis-
timabilið í fyrra.
Gaman verður að fylgjast með leikj-
um íslandsmeistaranna í sumar og sjá
hvort þeir ná að halda titlinum eftir-
sótta.
• Sigurjón Kristjánsson er kominn i herbúðir Valsmanna og hefur unnið
sér fast sæti í liðinu. Hann lék með Keflavík í fyrra og skoraði þá mörg
glæsileg mörk. Hann á örugglega eftir að gera það gott með Val í sumar
og næstu sumur ef að likum lætur. Hér er hann i kröppum dansi í leik Vals
og ÍA.