Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Segir útvarp Suður-Afríku í moigun og réttlætir neyðarástandslög Lögregla og öryggissveitir í Suð- ur-Afríku halda áfram fjöldahand- tökum á stjómarandstæðingum í kjölfar yfirlýsts neyðarástands í landinu. Segjast yfirvöld vera að undirbúa sig undir víðtækt andóf og ofbeldisaðgerðir blökkumanna á næstu dögum með skipan laga um neyðarástand. Ríkisútvarp Suður-Afríku, er túlk- ar málstað stjómvalda, segir í morgun að kominn sé tími til að snúast gegn undirróðurs- og bylting- aröflum í landinu er „vilji eyðileggja allt það sem best getur talist í landinu", eins og það var orðað. Útvarpið sagði ennfremur að dæmin hefðu sýnt að lítið þýddi að ganga til samninga við róttæka blökkumenn í landinu, slíkt hefði verið reynt en engan árangur borið og nú væri kominn tími til þess að snúast af hörku gegn byltingaröfl- unum. Blökkumenn í Suður-Afríku halda á mánudag upp á það að tíu ár eru liðin frá miklum óeirðum blökku- manna í Soweto, stærstu byggð blakkra við Jóhannesarborg. For- ystumenn blökkumanna hafa skorað á alla þá er vettlingi geta valdið að óhlýðnast banni yfirvalda við funda- höldum og hafa eindregið hvatt blökkumenn til að leggja niður vinnu á mánudag. Yfirlýsing suður-afrískra stjórn- valda um neyðarástand og aðgerðir hennar í kjölfarið hefur verið harð- lega fordæmd um allan heim. Javiar Peres du Cuellar, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, for- dæmdi Suður-Afríku í gærkvöldi og skoraði á stjómvöld að aflétta neyð- arástandinu. „Allt raunsætt fólk hlýtur að sjá að nú er kominn tími til að snúast af hörku gegn öflum stjómleysis og byltingar," sagði ríkisútvarpið í Suð- ur-Afríku. Búist er við sívaxandi átökum blökkumanna og öryggissveita hvitu minnihlutastjórnarinnar í Suður-Afríku á næstu dögum en á mánudag halda blökkumenn upp á tíu ára afmæli Soweto uppreisnarinnar Kominn tími til að snúast gegn byltingavöflum Vill mótmæla Háttsettur embættismaður í innan- ríkisráðuneyti Hollands lýsti þeirri skoðun sinni í tímaritsgrein í gær að Beatrix Hollandsdrottning ætti að af- lýsa árlegu frí'i sínu í Austurríki vegna kjörs Kurts Waldheims í embætti for- seta þar. Dick Houwaart, aðaltalsmaður ráðuneytisins, skrifaði í vikurit gyð- inga að fólk ætti að senda drottning- unni áskoranir um að hún breyti áætlunum sínum vegna þeirra ásak- ana sem bomar hafa verið á Wald- heim. Talsmaður konungsfjölskyldunnar sagði að það væri einkamál drottning- arinnar hvert hún færi í frí og hann vissi ekki til þess að áætlað væri að hún aflýsti árlegu vetrafríi sínu í Lech í Austurríki. Hann lagði áherslu á að Houwaart, sem skrifar oft greinar í tímaritið, hefði í grein sinni sett fram sínar eigin skoðanir en talaði ekki fyrir hönd rík- isstj ómarinnar. Holland, sem á sárar minningar frá síðari heimsstyrjöldinni, hefúr ekki sent hamingjuóskaskeyti til Wald- heims. Embættismenn segja að þetta geti ekki talist vera mótmæli vegna þess að slík skeyti væm ekki alltaf send og í öllu falli mætti geyma það þar til Waldheim yrði settur í embætti. Skiptar skoðanir em nú um það í Hollandi hvort Beatrix Hollandsdrottning skuli halda áfram að eyða vetrarfríum sínum í Austurríki eftir sigur Waldheims í forsetakosningunum. „Það besta er við gátum gert okkur vonir um“ - sagði Jakob Jakobsson efftir fund hvalveiðiráðsins Gurmlaugur A Jónsson, DV, Malmö: Eftir mikið þref tókst síðdegis í gær málamiðlun á fundi Alþjóða hvalveiði- ráðsins í Malmö. Flestir telja að málamiðlunin sé sig- ur fyrir ísland. „Þetta er hálfúr sigur. Það besta er við gátum gert okkur vonir um eins og málum var komið,“ sagði Jakob Jakobsson, einn íslensku sendinefridarmannanna, við DV í gær. Orðalag málamiðlunartillögunnar er talsvert loðið. Þar segir meðal ann- ars að íslendingar „ættu fyrst og fremst" að neyta heima fyrir kjöts af þeim hvölum sem veiddir eru í vísinda- skyni. „Mín niðurstaða er sú að þessi texti sé ekki hindrun fyrir okkur,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra í samtali við DV er niðurstaðan lá fyrir. Halldór sagði þó að engin. trygging væri fyrir því að Japanir myndu kaupa af okkur hvalkjöt, er íslendingar hafa nú hlotið heimild Alþjóða hvalveiðiráðsins til að selja. En jafnframt væri ekkert er benti til þess að Japanir myndu ekki kaupa. Kristján Loftsson, framkvæmda- stjóri Hvals hf„ sagðist ekki heldur óttast að Japanir myndu ekki kaupa af okkur hvalkjöt. Það virtist almenn skoðun að lokn- um fúndinum í gær, bæði innan íslensku sendinefhdarinnar og á meðal erlendra fulltrúa, að Halldór Ásgríms- son hefði haldið mjög vel á málstað íslands, snúið yfirvofandi ósigri upp í sigur. „Þetta er allt Halldóri að þakka. Hann hefur verið mjög fastur fýrir og málefnalegur," sagði Jakob Jakobsson í samtali við DV. Þrátt fyrir þennan „sigur“ íslands á fúndi Alþjóða hvalveiðiráðsins er því ekki að leyna að Islendingar eru nú mjög einangraðir því nær allar aðrar þjóðir eru hættar hvalveiðum. Vandi íslendinga virðist ekki síst vera fólginn í því hve útbreidd sú skoð- un er að hinn vísindalegi tilgangur hvalveiða íslendinga sé yfirskin eitt. „Nei, ég trúi ekki á vísindalegan til- gang veiðanna," sagði til dæmis Dabonovic, fulltrúi St. Vincent, eins smáríkjanna í Karabíska hafinu er talsvert hafa komið við sögu á fúndin- um. Hann bætti við „en þið hafið haft snjallan talsmann hér á þinginu". Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræð- ingur segist telja að tíminn muni vinna með íslendingum og augu annarra þjóðu muni smám saman ljúkast upp fyrir gildi hvalarannsókna Islendinga. Sex drepnir vegna skipta á borg og landi AIDS skæðari en umferðar- slys Dauðsföll af völdum AIDS gætu verið orðin algengari en dauðsföll af völdum umferðarslysa í Banda- ríkjunum innan fimm ára, var haft eftir embættismanni í bandaríska heilbrigðisráðuneytinu í gær. Dr. Donald MacDonald, aðstoð- arráðherra heilbrigðismála í Bandaríkjunum, segir að ef svo heldur fram sem horfir muni 54.000 manns deyja úr AIDS árið 1991. Nú farast um 46.000 manns á ári í umferðarslysum þar í landi. Öfgasinnaðir sikhar drápu fimm hindúa og öryggissveitir stjómarinnar efldu gæslu á óróasvæðum Norður- Indlands vegna landskipta milli Punjab og Haryana i næstu viku. Haft var efir lögreglu í morgun að reiðir hindúar hefði drepið einn sikha i hefndarskyni fyrir morðin í gær. Óeirðimar koma í kjölfar úrskurðar nefndar um það að Punjab, sem stjóm- að er af sikhum, skuli láta 28.300 hektara af hendi til Haryana, sem stjómað er af hindúum, í skiptum fyr- ir sameiginlega höfuðborg ríkjanna, Chandigarh. Nú hafa 40 manns fallið í Punjab héraði það sem af er þessum mánuði. Lögregla og öryggissveitir eru nú í viðbragðsstöðu í báðum hémðunum til að koma í veg fyrir átök milli öfga- manna og minnka spennu vegna skiptanna sem fram eiga að fara þann 21. júní. Stjómarandstaðan i Haryana hefur boðað allsheijarverkfall til að mót- mæla skiptunum. Ekkja eins af meintum tilræðismönn- um Indiru Gandhi ásamt syni sinum. Hvað ungur nemur, gamall temur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.