Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 31
DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986. 43 „Valsmenn hafa erft gamla keppnisskapið“ - segir Helgi Númason, fyrrum knattspymumaður, um Valsliðið „Mér líst ágætlega á liðið í dag þó ég hafi séð Valsliðið sterkara en það er núna. Það er greinilegt að liðið hefur erft keppnisskapið sem einkendi Valsmenn hér á árum áður,“ sagði Helgi. Númason, Framari og höfuð- andstæðingur Valsmanna hér í eina tíð. „Mér sýnist að aðall Valsmanna sé léttleikinn. Það er ekki mikið af stjömuleikmönnum í liðinu en það vinnur vel saman sem ein heild. Þegar svo baráttan bætist við þá er liðið til alls líklegt," sagði Helgi. Ekki íslandsmeistarar „Vömin er tvímælalaust sterkasti hluti Valsliðsins. Það sem af er hefur aftur á móti vantað meiri brodd i sókn- arleikinn. En ég held að það eigi eftir að lagast þegar á líður.“ - Hvernig líst þér á nýju leikmennina í herbúðum Vals? „Þetta em allt sterkir leikmenn, það er enginn vafi á því. Valsmenn hafa misst góða leikmenn frá síðasta keppnistímabili og það er spuming hvort þessir nýju leikmenn ná að fylla skörð þeirra. En það er enginn vafi á að þeir koma til með að styrkja liðið mikið." - Hefurðu trú á að Valsmönnum ta- kist að halda titlinum? „Nei, satt að segja þá held ég að þeim takist það ekki. Eg hef trú á að liðið komi tií með að lenda í einhverju af þremur efstu sætunum. Þeim ætti að takast það ef baráttuandinn verður fyrir hendi. En ég vil ekki spá þeim sjálfum meistaratitlinum," sagði Helgi Númason. Verður Valur meistari í tuttugasta skipti? Valsmenn hafa ávallt verið í fremstu röð í 1. deildar keppninni i knatt- spymu. Valur hefur alls nítján sinnum orðið íslandsmeistari í 1. deild og aldr- ei hefur félagið fallið í 2. deild. Þetta er vægast sagt glæsilegur árangur. Það var árið 1930 sem Valsmenn urðu fyrst íslandsmeistarar. Félagið vann mótið aftur 1933 og síðan hvorki meira né minna en sex ár í röð, frá 1935 til 1940. KR vann árið 1941 en síðan komu Valsmenn fram á sjónar- sviðið á ný og urðu íslandsmeistarar í fjögur ár í röð. Félagið varð sem sagt tíu sinnum íslandsmeistari á ell- efu árum og er slíkt einsdæmi í ís- lenskri knattspymusögu og getur ekkert annað félag státað sig af slíkri sigurgöngu. Valsmenn em núverandi íslands- meistarar eins og kunnugt er en þar áður varð liðið Islandsmeistari árið 1976. Víst er að Valsmenn hafa fullan hug á því að bæta tuttugasta titlinum í safn sitt en hvort þeim tekst það kemur ekki í ljós fyrr en í haust. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Torfufelli 27, þingl. eign Guðrúnar Eyjólfsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Hafsteins Sigurðssonar hrl., Ólafs Axelssonar hrl. og Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri mánu- daginn 16. júni 1986 kl. 14.00. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Kríuhólum 2, þingl. eign Baldurs Magnússonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Olafs Gústafssonar á eign- inni sjálfri mánudaginn 16. júní 1986 kl. 13.30. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14., 19. og 23. tbl. Lögbirtingablaðs 1986 á Völvufelli 30, þingl. eign Bjöms S. Jónssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 16. júní 1986 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Þórufelli 6, þingl. eign Lárusar Róbertssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 16. júni 1986 kl. 14.30. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Sólheimum 23, þingl. eign Magneu Kristvins- dóttur, fer fram eftir kröfu Péturs Guðmundarsonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Tryggingastofnunar ríkisins, Hákonar H. Kristjánssonar hdl. og Björns Ólafs Hallgrímssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 16. júní 1986 kl. 10.30. _______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14., 19. og 23. tbl. Lögbirtingablaðs 1986 á hluta í Gnoðar- vogi 44-46, þingl. eign Vogavers hf„ fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hrl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 16. júní 1986 kl. 11.15. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Völvufelli 17, þingl. eign Hauks Hjaltasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykajvík, Baldurs Guðlaugssonar hrl., Sigriðar Jósefsdóttur hdl. og Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudag- inn 16. júní 1986 kl. 14.15. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 132. tölublað (13.06.1986)
https://timarit.is/issue/190678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

132. tölublað (13.06.1986)

Aðgerðir: