Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 35
DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986.
47.-
Utvarp
Sjónvarp
Úhrarpið, rás 1, kl. 23.00:
Af stúdentum fyrr og síðar
Frjólsar hendur heitir þáttur sem
hóf göngu sína síðasta föstudag og er
öðru sinni ó dagskránni í kvöld.
Stjómandi er Illugi Jökulsson.
Nafn þáttarins segir í raun alla sög-
una um hann - hann ó að vera mjög
frjáls í sniðum - farið er á milli himins
og jarðar og víða komið við á leið-
inni. í þessum þáttum verður fjallað
um alvörumál á gamansaman hótt eða
gamanmál á háalvarlegan hátt, í
stuttu máli er markmiðið að hlustend-
um leiðist ekki og að ekki komi þögn!
í kvöld ætlar Illugi að íjalla um fyrir-
bæri sem einkum verður vart við á
þessum tíma árs, nefnilega stúdenta
og þá merku athöfn útskriftina. Þama
verður rætt um stúdenta fyrr og síðar,
m.a. spjallað við einn 50 ára stúdent,
Ævar R. kvaran, og tvo nýstúdenta.
Lesinn verður kafli úr bók Péturs
Gunnarssonar sem lýsir því þegar
söguhetjan Andri hlýtur þessa ein-
stæðu reynslu. Leiknir verða stúd-
entasöngvar sem og aðrir söngvar í
léttum dúr... -BTH
Föstudagsmyndin:
Blekkingarvefur
1X11 'enciir oftar en einu sinni i dularfullum lífsháska sem rekja má til morðhótunarmannsins.
Föstudagsmyndin heitir að þessu
sinni Blekkingarvefur (Midnight
Lace) og er bandarísk frá árinu 1960.
Leikstjóri er David Miller og aðalleik-
aramir em líklega flestum að góðu
kunnir en það em þau Doris Day og
Rex Harrison. Með önnur hlutverk
fara John Gavin og Myma Loy.
MFS: Líf í skugga morðhótana
Myndin er samkvæmt kvikmynda-
handbókinni hörkugóður þriller sem
heldur áhorfandanum í taugaspennu
frú upphafi til enda. Þar segir firá ungu
konunni, Kit Preston, sem er eigin-
kona forríks Ameríkana, Tony Pres-
ton, en saman em þau stödd í London.
Kvöld eitt, þegar hún er á leið heim
gangandi í þoku sem liggur yfir borg-
mni, heyrir hún rödd úr óskiljanlegri
átt sem hótar því að drepa hana. Viti
sínu fjær af skelfingu kemst hún heim
til eiginmanns síns sem telur þetta
tóma móðursýki í henni og hefst ekk-
ert að. Þar með byijar martröð vesal-
ings Kit því morðhótanir þessar halda
áfram án þess að hún komist til botns
í þvi hver stendur fyrir þeim og hvers
vegna. Oftar en einu sinni bjargast
hún úr lífsháska sem hún veit að hót-
unarmaðurinn á sök á. Það versta er
þó að enginn tekur hana trúanlega
um að lífi hennar sé ógnað, hún stend-
ur því ein uppi, ráðalaus.
Rex Harrison, í hlutverki eigin-
mannsins, þekkja flestir úr hlutverki
hans í myndinni My Fair Lady þar sem
hann lék á móti Audrey Hepbum.
Myndin sú varð geysivinsæl og að
segja má klassísk, a.m.k. á kvik-
mvndavisu Unrrisrm pr Virpclrur r\a
Það er ekkert sældarlif að
búa við stöðugar morðhótanir og
ekki batnar það þegar hvergi er
hægt að leita hjálpar. Það fær Kit
Preston (Doris Day) að reyna í
föstudagsmyndinni, Blekkingar-
vefur.
einn af virtustu leikurum sem Bretar
eiga, ekki síst sem sviðsleikari. Hann
hefur þó leikið í fjölda kvikmynda við
góðan orðstír. Doris Day (fullu nafhi
Doris Kappelhoff) á ekki síður fjölda
kvikmynda að baki en vinsældir henn-
ar voru hvað mestar á sjötta áratugn-
um þar sem hún varð einkum vinsæl
í hlutverkum sakleysislegra kyn-
bomba í söng og dansamyndum.
Stúdentar eru umfjöllunarefni llluga Jökulssonar með Frjálsu hendurnar í kvöld
og verður rætt við nýstúdenta og 50 ára stúdenta um þessa einstæðu reynslu.
Útvarpið? rás 1, kl. 00.05:
Lagnætti
Á föstudagskvöldum á þessum tíma,
vikulega á næstunni, verður þátturinn
Lógnætti á dagskrá en þetta eru tón-
listarþættir í umsjón Eddu Þórarins-
dóttur.
Hún fær til sín gesti, einn eða tvo,
og spjallar við þá um feril þeirra og
viðhorf til tónlistar en það verða að
jafnaði starfandi tónlistarmenn sem í
þáttinn koma. Þeir velja sín uppá-
haldslög fyrir sig og hlustendur inn á
milli.
í fyrsta þættinum i kvöld mætir
Hjálmar Ragnarsson til leiks en í
lagavali hjá honum kennir margra
grasa og við fáum m.a. að heyra hug-
leiðingar hans um tilgang tónlistar-
innar í samfélaginu. -BTH
Hjálmar Ragnarsson, tónskáld og
fyrrum stjórnandi Háskólakórsins,
spjallar við Eddu Þórarinsdóttur og
velur lög í þættinum Lágnætti.
Veðrið
Allhvöss suðaustanátt víða um land
fram eftir degi en síðar heldur hægari
sunnanátt, rigning sunnalands- og
vestan í fyrstu en skúrir síðdegis.
Norðaustanlands fer að rigna þegar
kemur fram á daginn ; en léttir heldur
til í nótt. Hiti 8-14 stig.
ísland kl. 6 í morgun:
Akureyri skýjað 9
Galtarviti skýjað 8
Hjarðames rign/súld 8
Keflavíkurflugvöllur rigning 8
Kirkjubæjarklaustur rigning 9
Raufarhöfn skýjað 10
Reykjavík rigning 9
Vestmannaeyjar rign/súld 8
Útlönd kl. 6 í morgun:
Bergen rign/súld 9
Heisinki rigning 19
Ka upmannahöfn léttskýjað 13
Osló léttskýjað 12
Stokkhólmur léttskýjað 15
Þórshöfn skýjað 9
Útlönd kl. 18 í gær:
Algarve léttskýjað 28
Amsterdam léttskýjað 15
Aþena hálfskýjað 23
Barcelona léttskýjað 21
(CostaBrava)
Berlín alskýjað 15
Chicago súld 15
Feneyjar rigning 17
(Rimini/Lignano)
Frankfurt skýjað 17
Glasgow rign/súld 13
LasPalmas léttskýjað 23
(Kanarf)
London léttskýjað 18
LosAngeles heiðskírt 21
Lúxemborg skýjað 15
Madrid léttskýjað 29
Malaga skýjað 24
(Costa Del Sol)
Mallorca léttskýjað 21
(Ibiza)
Montreal rigning 15
New York súld 15
Nuuk alskýjað 2
París léttskýjað 17
Róm rigning 20
Vín rigning 11
Winnipeg skýjað 17
Valencía léttskýjað 23
(Benidorm)
Gengið
Gengisskráning nr. 108-12. júni
1986 kl. 09.15
Eining ki. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 41,070 41,190 41,380
Pund 62,700 62,883 62,134
Kan. dollar 29,627 29,713 29,991
Dönsk kr. 5,0139 5,0285 4,9196
Norsk kr. 5,4379 5,4538 5,3863
Sænsk kr. 5,7348 5,7516 5,7111
Fi. mark 7,9786 8,0019 7,9022
Fra. franki 5,8259 5,8430 5,7133
Belg. franki 0,9086 0,9113 0,8912
Sviss. franki 22,4770 22,5427 22,0083
Holl. gyllini 16,4807 16,5289 16,1735
V-þýskt mark 18,5564 18,6106 18,1930
It. lira 0,02701 0,02709 0,02655
Austurr. sch. 2,6424 2,6502 2,5887
Port. escudo 0,2752 0,2760 0,2731
Spá. peseti 0,2904 0,2913 0,2861
Japansktyen 0,24702 0,24774 0,24522
Irskt pund 56,247 56,412 55,321
SDR (sérstök
dráttar-
réttindi) 48,1843 48,3252 47,7133
Simsvari vegna gengisskráningar 22130.
\ MINNISBLAÐ
Muna eftir
I að fá már
I eintak af