Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986. Spurningin Verða Danir heims- meistarar? Magnús Ólafsson nemi: Það ætla ég að vona. Ég tel að þeir séu með besta liðið í keppninni. Anna Björg Viðarsdóttir afgreiðslustúlka: Ég hef nú engan sérstakan óhuga á fótbolta. Ég held þó að Danir vinni ekki. Þorkell Hjaltason bifvélavirki: Nei, þeir vinna ekki. Þeir eru ein- faldlega ekki nógu góðir. Eiríkur Ólafsson frystihússtarfs- maður: Nei, þeir eiga enga mögu- leika. Það verður eitthvert Suður-Ameríkuliðanna sem vinna. Ásgeir Leifsson verkfræðingur: Ég hef bara enga skoðun á því. Ég skil ekkert í mönnum sem eru að elta tuðru út um víðan völl. Sigrún Jónsdóttir kennari: Ég veit það satt að segja ekki. Þeir gætu unnið eins og hverjir aðrir. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Kosningar óheillaráð Sjálfstæðismaður skrifar: Þeir sem nú eru að vekja móls á því að efria til þingkosninga í haust eða á þessu ári hafa ekki þjóðar- hagsmuni að leiðarljósi. Þótt skiptar skoðanir kunni að vera í miðstjóm Sjálfstæðisflokksins um ágæti þess að hafa kosningar sem fyrst, verður því vart trúað að for- ystaþessa stóra flokks sé svo heillum horfin að sjá ekki að þingkosningar myndu stórlega rýra álit lands- manna á stjómmálamönnum yfir- leitt. Ekki er nokkur vafi á því að verði efnt til kosninga á næstunni þá mun Sjálfstæðisflokkurinn stórskaðast bæði í áliti og fylgi. Einhverjir innan forystu flokksins munu segja að það geri lítið til þótt fylgið minnki eitthvað í þessum kosningum. Flokkurinn eigi eftir sem áður að geta verið í næstu ríkis- stjóm, hvort sem hann myndar hana eða ekki. Þetta er þó engan veginn sjálfgefið. Og það er víst að ef flokk- urinn stuðlar að stjómarslitum þá getur hann ekki vænst þess að vera tekinn alvarlega í náinni framtíð. Hér á landi eru stjómarslit alltof tíð og það er í raun merkisviðburður ef stjóm situr heilt kjörtímabil. Einmitt núna ríður á að sama stjórn sitji ófram því hún hefur sýnt að hún sé ó réttri leið, t.d. í bar- áttunni við verðbólguna. Verði haustkosningar má alveg eins búast við að fólk, sem er áð verða fullsatt Hér á landi eru stjórnarslit alltof tið, segir sjálfstæðismaður á loddaraleik vinstri flokkanna, hunsi kosningamar og mæti ekki á kjörstað. „Það verður vatn ó myllu þeirra flokka“ munu einhverjir segja. Svarið við því er einfaldlega: Þá það, því það em æði margir orðn- ir leiðir ó íslenskum stjómmálum yfirleitt og segja að flojíkamir séu hver öðrum líkir. En auðvitað er það ekki svo og það er þess vegna sem Sjálfstæðis- flokkurinn á að hvetja til þess að stjómin sitji út kjörtímabilið. Annað er uppgjöf eða það sem verra er, hreinn leikaraskapur. Sonurinn þjófkenndur Dæmigert íslenskt sumarveöur? Vonlaust veðurfar ívar hringdi: Veðrið hér á landi að undanfömu hefúr verið fyrir neðan allar hellur. Rigning og rok, alveg ekta íslenskt sumarveður. Auðvitað er ekkert við því að gera. Það veit ég manna best enda þurfti maður í sveitinni að taka öðm eins og veðrinu með jafnaðar- geði. Það sem ég vil hins vegar benda á er að mér finnst ekki vera nógu mikið um að vera þegar veðrið er svona slæmt. Mér finnst til dæmis að sjón- varpið gæti vandað dagskrána betur þegsir veður er vont og útvarpið líka. Það ó að flytja eitthvað létt og fjömgt til að hressa fólk við. Annars vorkenni ég bændum mest þegar svona vonlaust veður er á landinu. Það er bókstaflega ekkert hægt að heyja og ef það gengur illa þá verða vetumir erfiðir fyrir bænduma. En það verður auðvitað að gera það besta úr öllu, jafhvel þó að veðrið sé vonlaust. Ásta Egilsdóttir frá ísafirði hringdi: Ég varð fyrir óskemmtilegri reynslu þegar ég var á ferð í Reykjavík um daginn. Ég fór í Miklagarð og hafði son minn með mér. Hann keypti sér bolta og fór með hann að kassanum og borgaði hann. Síðan fór hann fram í kaffiteríuna og beið eftir mér. Ég hafði hins vegar ætlað mér að kaupa á hann buxur og kallaði því í hann til að máta. En hjá mátunarklefanum vatt einhver starfsstúlka sér að honum og ásakaði hann fyrir að hafa stolið boltanum sem hann var með í pokan- Ása Norðberg hringdi: Mig langar að gera athugasemd varðandi grein sem birtist á lesenda- síðunni fyrir stuttu. Þar var verið að finna að við lögregluna fyrir að elta Dísa, Pési, Gunna og Bjarni skrifa: Við viljum koma á framfæri skila- boðum til rásarinnar. Okkur langar að þakka þeim rásarmönnum fyrir Áshildur hringdi: Undanfarið hefur verið mikið um að birtar hafi verið niðurstöður úr ýmiss konar verðkönnunum. Að fenginni reynslu vil ég eindregið hvetja fólk til að fylgjast með niðurstöðum þessara kannana. Það er neytendum fyrir um. Þetta var vitaskuld ósatt því drengurinn hafði keypt boltann og var auk þess með kvittun fyrir því í pokan- um. Ég var og er mjög reið yfir þessari fi-amkomu stúlkunnar. Sonur minn er líka alveg miður sín út af þessu leið- indaatviki sem ekki er nema fúrða því hann var ranglega ákærður. Það var varla að stúlkan bæðist afsökunar á þessum mistökum sínum. Mér finnst alveg ófært að koma svona fram við krakka. Þessi leiðindi nánast eyði- lögðu ferðina suður fyrir okkur. pilt á vélhjóli. Mér er spum: Af hverju stoppaði strákurinn ekki þegar lög- reglan sagði honum að gera það? Það hefði verið öllum fyrir bestu og enginn eltingaleikur hefði þá ótt sér stað. góða sumardagskrá sem í vændum er. Haldiði áfram á sömu braut. Rás 2 - góð rás. bestu ef hægt er að veita þeim kaup- mönnum aðhald sem reyna að okra á viðskiptavinum sínum. Fólk á ein- faldlega að hætta að versla við þá kaupmenn sem verða uppvísir að okri. Við skulum þá sjá hvort þeir læra ekki lexíuna sýna. Við eigum að ráða bót á þessum málum í borginni i sameiningu, segir Reykvíkingur. Hættum öllum sóðaskap Reykvíkingur hringdi: Ég hef verið að sjá ó lesendasíðu DV að undanfömu að fólk hefur verið að kvarta undan sóðaskap í höfuð- borginni. Ég er að mörgu leyti sammála því sem þar hefur komið fram en hef jafnframt þá trú að þeir sem mest kvarta séu ekki bamanna bestir í þessum efnum. í staðinn fyrir að ámæla öðrum held ég að hver ætti að líta í sinn eigin barm. Auðvitað sér maður að Reykja- vík er að mörgu leyti skítug borg: sígarettustubbar, spýtnabrak, blöð og plastdrasl í hverjum krók og kima og þar fram eftir götunum. En það þýðir ekki að vera kenna öðrum um Þetta er sök okkar allra og við eigum í sam- einingu að róða bót, á þessum málum. Óþarfur eltingaleikur HRINGIÐ ISIIVLA 27022 MXLLIKL. 13 OG 15 Sumanás Fylgist með verðkönnunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.