Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Qupperneq 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Vandræðabarnið í Mónakó Bill Cosby fyrirmyndarfaðirinn, er varla í miklum fjárhagsörðugleikum um þessar mundir. Þættir hans hafa slegið allrækilega í gegn og vinsældir hans í Ameríku eru ótrúlegar. Nú fyr- ir stuttu fitnaði bankareikn- ingur hans enn meir því hann fékk þá greiðslu fyrir þætti sína sem seldir hafa verið til annarra landa. Upphæðin sem Cosby fékk voru litlir 4 milljarðar ísl. króna. Það er engin furða að hann sé alltaf í góðu skapi. Priscilla Presley er víst alvarlega að hugsa um að láta pússa sig saman við brasilíska kvikmyndatöku- manninn, Marco Garibaldi. Er þessi möguleiki ræddur fram og aftur í Hollywood og sýn- ist sitt hverjum. Þau hafa þekkst núna í meir en eitt ár og verið mikið saman. Er víst haft fyrir satt að hjónaleysin hafi kynnst við upptöku á Dallasþáttunum. Simon le Bon söngvari hljómsveitarinnar Duran Duran og siglingaá- hugamaður, þykir hárprúður mjög og er til búinn að borga dýru verði skerðingar á hári sínu. Þegar hann lét klippa sig nú að aflokinni sinni síðustu sjóferð kostaði það um 22. 000 kr. og sagði söngvarinn það ódýrt sloppið! er orðið fullorðið! Stefanía Mónakóprinsessa hefur alltaf verið vinsælt umræðuefni blaða og tímarita um allan heim. Prinsessan hefur sjálf verið mjög hjálpleg við að koma sér í heims- fréttirnar með alls kyns uppátækjum og hneysklismálum. En nú finnst henni sjálfri nóg komið. Hún vill gifta sig, eignást börn og segist vera að leita að manni sem elskar hana vegna þess hvernig hún er en ekki hver hún er. Stefanía segir það erfitt að vera dóttir furstans af Mónakó. Hún er nýorðin 21 árs og segir um fortíð sína: „Ég hef lifað lífinu og reynt allt, ég sé ekki eftir neinu og þó ég fengi tækifæri til að endurlifa einhverja atburði myndi ég ekki breyta neinu. Ég hef gert ýmis mistök en af þeim hef ég lært. Að vera í sviðsljósinu er erfitt, þú getur ekki komið nálægt karlmanni án þess að það standi í blöðunum daginn eftir. Undir slíku álagi er manni hætt við að láta hlutina fara úr böndunum." Stefanía bendir á að Karólína systir hennar hafi þótt heldur óróleg hér áður fyrr en hafi svo róast og það sama eigi við um hana sjálfa. Ætlar að flytja að heiman Stelpan hefur í hyggju að flytja að heiman og standa á eigin fótum. Hún hefur góðar tekjur sem fyrirsæta og hefur nú þegar þénað 5 milljónir fyr- ir fatahönnun. Einnig á hún von á peningum fyrir plötu sína, Hvirfil- bylur, sem er mikið keypt í Frakk- landi. Mónakóprinsessan segist vera mikill Dynasty-aðdáandi og henni finnst Sylvester Stallone myndarleg- ur sem Rocky og Rambo. Eina raunverulega ástin hingað til segir hún að hafi verið Paul Belmondo en því miður lágu leiðir þeirra ekki sam- an. Hann vildi verða kappaksturs- hetja og Stefanía sagði ltonum að velja á milli sín og íþróttarinnar. Hann valdi kappaksturinn og hafn- aði prinsessunni. Gleymir ekki móður sinni Stefanía er orðin stór stúlka sem vill sýna hvers hún er megnug sjálf en ekki sem prinsessa. Hún hefur ákveðið að breyta um lífsstíl og seg- ist vera sátt við fortíð sína. Hún mun þó aldrei gleyma móður sinni, Grace furstaynju, sem fórst á sviplegan hátt í bílslysi en Stefanía slapp við illan leik. Tvisvar í viku heimsækir prinsessan leiði móður sinnar og leggur blóm á það. Hún segist enn sakna móður sinnar og muni sjálf- sagt alltaf gera það. Stefanía hefur getið sér gott orð sem fatahönnuður; þennan kjól hannaði prinsessan. Allra myndarlegasta stúlka - synd ef hún skyldi ekki ganga út. Eina ástin hingað til hefur verið Paul Belmondo. Mitt næsta bragð... Nautaat hefur verið vinsæl íþrótt um langan aldur á Spáni og er smábær- inn Castellon de la Plana engin undantekning þar á. Nautin verða sífellt erfiðari viðuieignar, eru orðin bæði illari og útsmognari en áður. Nautið hér á myndinni má segja að hafi algerlega flippað er það sýndi nýjasta bragð sitt. Það stóð glæsilega á haus og fór síðan laglegan kollhnís. Var því klapp- að lof í lófa af áhorfendum en nautabaninn veit varla hvaðan á sig stendur veðrið enda ekki vani reiðra nauta að ,sýna fjöllistir. Þrátt fyrir þessa kunn- áttu fór nautið sömu leið og fávísari meðbræður þess og innan skamms voru kollhnísar þess taldir. Nokkrir stúdentar við Nihon-háskólann í Tókýó voru ekkert að hika við það þegar sjónvarpsfyrirtæki eitt bað um aðstoð við að byggja dómínókubba- braut. Það fór yfir 1 milljón dómínókubba í brautina og talið er að hún hafi vegið um 6 tonn. Stúdentarnir höfðu brautina alls ekki einfalda heldur röðuðu henni í 50 ólik og glæsileg munstur. Það tók kubbana um 45 mínút- ur að falla og segja fróðir menn að það þýði að dóminókubbar falli með 80 metra hraða á sekúndu. Stúdentarnir voru að vonum ánægðir eftir á en sögðu að verkið hefði tekið á taugarnar því engu mátti skeika í útreikn- ingum þeirra. WmWfiHllWUMiHw mi —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.