Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986.
Fréttir
Lagt á stað með náðhúsin í Þjórsárdal.
Nokkrir hressir á leið til Eyja í gær.
Hátíðarsvæðið er tilbúiö og bíður komu þúsunda þjóðhátiðargesta.
DV-mynd Grímur Gíslason
Straumurínn liggur til Eyja
Eftir öllum sólarmerkjum að dæma
virðist straumurinn liggja til Vest-
mannaeyja á þjóðhátíð. Þegar í gær
höíðu rúmlega 5000 manns pantað sér
ferð með einhverjum þeirra ferðaaðila
sem bjóða upp á ferðir á þjóðhátíðina.
Farin verður aukaferð hjá Smyrli, en
sú feija tekur þó ekki bíla. Stefnir í
að aðsóknarmet verði sett að sögn
heimamanna og fólk í ferðaþjónustu
segist vart muna eftir annarri eins
aðsókn. Annars ætlar helgin að verða
sannkölluð ferðahelgi og má búast við
að hátt í 40.000 manns verði á faralds-
fæti.
Auk Vestmannaeyja er boðið upp á
skipulagðar hátíðir á 6 stöðum. Gauk-
urinn ’86 virðist ætla að draga til sín
næstmest og einnig Bindindismótið í
Galtarlæk, en þar talaði fólk um rúm-
lega 5000 manns. Á Laugum í Reykjad-
al, Skeljavik við Hólmavík og Vík í
Mýrdal verða hátíðir og í Bjarkar-
lundi verður íjölskylduhátíð. Menn
treystu sér lítið til að spá í aðsókn á
þessum stöðum og heyrðust tölur frá
500 og upp í 2500.
En það verður ekki einungis á skipu-
lögðum útihátiðum sem ferðalangar
munu halda til. Rúmlega 400 manns
munu fara í ferðir með Ferðafélagi
Islands og Útivist og opin tjaldstæði
verða víða. Á ýmsum stöðum verða
svo sveitaböll alla helgina og verður
sjálfsagt slegið upp tjaldbúðum þar í
nánd og á Vindheimamelum verður
hestamannamót. Svo eru það allir hin-
ir sem vilja njóta náttúrunnar í ró og
næði, heimsækja vini eða fara í sumar-
bústaðinn.
Lögreglan hefur mikinn viðbúnað
vegna helgarinnar og mun auk alhliða
eftirlits leggja sérstaka áherslu á að
koma í veg fyrir hraðakstur svo og
ölvun við akstur. JFJ
Heimsmeistaraeinvígið:
Karpov
héltjöfríu
Kasparov, heimsmeistarinn ungi, náði ekki vinningi í annarri skák heimsmeistaraeinvígisins. Þegar skákin fór
í bið var heimsmeistarinn talinn með unna stöðu en Karpov var ekki á sama máli. Myndin var tekin er
Kasparov kom á keppnisstað I fyrstu skákinni. Myndin er einstök fyrir þær sakir að Ijósmyndarinn, Jón L.
Árnason, nýbakaður stórmeistari í skák, skaut allri heimspressunni ref fyrir rass. Hann þekkir inn á þenking-
ar skákmeistara og beið því Karpovs og Kasparovs bakdyramegin á hótelinu þar sem einvígið fer fram.
Tugir Ijósmyndara og sjónvarpsmanna biðu hins vegar við aðaldyr hótelsins og misstu af fengnum.
DV-mynd Jón L. Árnason
Jón L. Ámasan, DV, Lcmdan;
Skákskýrendur í London töldu
Kasparov hafa góða vinningsmögu-
leika er 2. einvígisskák hans við
Karpov fór í bið á miðvikudag en
við nánari aðgæslu kom í ljós að
vamarmáttur stöðu Karpovs var
töluverður. Svo fór að hann hélt
jöfhu eftir 52 leiki og nokkrar svipt-
ingar. Að loknum tveim skákum er
staðan í einvíginu því jöfh, báðir
hafa hlotið einn vinning.
„Karpov tefldi þessa skák ekki vel
og átti tapað tafl um tíma,“ sagði
hollenski stórmeistarinn Sosonko.
„Jafotefli er sálfræðilegur sigur fyrir
hann. Kasparov verður áreiðanlega
ekki upp á sitt besta á morgun og
hugsanlega tekur hann sér frí. Rétt
áður en fyrri tímamörkunum var náð
missti hann af auðsóttum vinningi
en nú getur hann nagað sig í handar-
bökin.“
Annars var skákin þrungin bar-
áttu og spennandi þótt hún væri
ekki sérlega vel tefld. Báðir munu
leggja allt í sölumar í þessu einvígi
og með sama áframhaldi ættu ská-
kunnendur ekki að þurfa að kvíða
neinu.
Þannig tefldist skákin áfram í
gær. Karpov, sem hafði svart, lék
biðleik í þessari stöðu:
41. - Hf2+ 42. Kd3 Rd6 43. Ha7 +
Fyrst var talið að 43. a4 Hxh2 44.
b5 gæfi hvítum góða möguleika en
með 44. - h4 nær svartur að „grugga"
taflið og halda jafavæginu.
43. - Ke6 44. Hh7
Nú gæti virst sem svartur nái að
þvinga fram jafatefli með 44. - Hxh2
45. Rxg4 Hh3 46. Hh6+ Ke7 47.
Rxe5 Hxg3+ og síðan 48. - Hxa3.
En hvítur leikur mun sterkar 45.
Rd5+ Kd7 46. Hxh5 Hxh5 47. Rf6+
og vinnur hrókinn aftur með vinn-
ingsstöðu. Næsti leikur Karpovs
setur undir lekann en hann virtist
koma Kasparov á óvart því hann
hugsaði lengi um svarleik sinn.
44. - e4+! 45. Kc3 Rb5+ 46. Kc4
Eftir 46. Kb3 Hf3 47. Hh6+ Kd7
48. Kc4 Hxe3 49. Kxb5 Hxa3 er
svarta e-peðið afar sterkt og hann
heldur jöfau.
46. - Rxa3+ 47. Kd4 Hxh2 48. Hh6+
Kd7
Þótt Karpov standi við jafateflis-
dymar er margt að varast. Lakara
var t.d. 48. - Kf7 vegna 49. Ke5!
ásamt 50. Rf5 með máthótunum.
49. Rd5
Besta vinningstilraunin. Ef 49.
Kxe4 þá er 49. - Hb2 50. Rd5 Hb3
viðunandi lausn og 49. Ke5 má einn-
ig svara með 49. - Hb2 og svartur
sleppur lifandi. Karpov hugsaði nú
þar til hann átti aðeins fjórar mínút-
ur eftir af umhugsunartímanum á
sjö leiki - og fann réttu leiðina.
Skák
Jón L Árnason
49. - h4! 50. Hxh4 Hxh4 51. gxh4 g3
52. Rf4
Eða 52. Re3 Rc2 + 53. Kxe4 Rxb4
og heldur létt jöfau, eða 52. Ke3
Rc2+ og b-peðið fellur aftur.
52. - Rc2+
Og þeir sættust á jafatefli. Eftir
53. Kxe4 Rxb4 blasir jafateflið við
og lítið er að hafa eftir 53. Kc3 (53.
Kc5 Rel) Re3 54. Re2 (hótunin var
54. - Rd5+) g2 55. h5 Rf5 ásamt 56.
- Ke6 og svartur getur ekki tapað.