Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Side 7
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. 7 Viðskipti Loks gátu sjómenn sætt sig við loðnuverð Reykjavík Loksins kom að því að verðlagning á loðnu var með þeim hætti að sjó- menn gátu sætt sig við hana. Á undanförnum árum hefur það verið á allra vitorði, sem nálægt verðlagningu hafa komið, að einstaka verksmiðjur hafa getað greitt hærra verð en það sem Verðlagsráð sjávarútvegsins hef- ur ákveðið. Svo langt hefur þetta gengið að kaupandi einn lýsti því yfir á fundi í ráðinu að það væri alveg sama hvaða verð yrði ákveðið, hann greiddi þeim sem vildu landa hjá sér að minnsta kosti 10% meira en ákveð- ið yrði. Aðferð sú sem oddamaður heför samþykkt hefur leitt til þess að einstaklingar, sem umráð höfðu yfir mörgum stærstu skipunum, misstu þau í gin verksmiðjanna, sem keyptu hvert skipið af öðru þrátt fyrir barlóm. Virtist þeirri stefhu haldið að endur- hæta sem minnst verksmiðjumar og þannig er það í dag að þær eiga nú meginhluta af stærstu skipunum. Venjulega hefur verðið verið um það bil helmingur þess verðs sem staðið heför til boða erlendis. Nú er rekið upp ramakvein sökum þess að þeir sem bestu verksmiðjurnar hafa geta borg- að sæmilegt verð fyrir loðnuna, og allt í vandræðum, en ekki er hægt að breyta verðlagningu sem samkomu- lagi einstaklinga, því setja þarf bráðabirgðalög ef því á að breyta, annars er hætt við að mörg verðlagsr- áð yrðu fljótlega til. Þeir sem keyptu brotajámið frá Noregi fyrir nokkrum ámm og em við það að reka íbúa þorpanna burt þegar þessar fínu verk- smiðiur eru starfandi og stoppa nú veiðimöguleika þeirra skipa sem vel gætu selt aflann erlendis með góðum hagnaði. Fyrir löngu átti ég tal við dr. Þórð heitinn Þorbjamarson um hvaða ráð ættu við til þess að frysti- húsin framleiddu betri vöm. Hann sagði sem svo að á meðan þau græddu þá væri ekki að vænta breytinga. London Billinggate. Síðustu viku júlímánaðar var dauft yfir fiskmarkaðnum á Billinggate og var svo komið síðustu dagana að margar fiskbúðir vom lokaðar og sumar í nokkrar vikur. Verð á laxi var frá 205 krónum smæsti laxinn en stærsti laxinn var á kr. 284 kílóið. Nokkuð var selt af makríl og síld, verðið á þessum tegundum hefur verið nokkuð viðunandi síðustu viku. Verð á rækju heför farið hækkandi að und- anfömu og er gert ráð fyrir að það eigi enn eftir að hækka þar sem ekki er mikið framboð af henni. Þrátt fyrir að margir hafi lokað smásöluverslun- um sínum hefur verðið á ýmsum fiski verið vel í meðallagi, svo sem rauð- sprettu en verðið á henni var síðustu viku 79 til 104 kr. kílóið. Enskur þorsk- ur, hausaður, var á kr. 140 til 190 kílóið, ufsaflök 62 til 82 kílóið. Síld fór á 52 kr. kílóið. Ýsuflök vom seld á Fiskrnarkaðirnir Ingóifur Stefánsson kr. 168 kílóið og skötubörð á kr. 52 þau smæstu, meðalstór á 78 kr. kílóið og stór skötubörð á 140 kr. kílóið. París Á markaði Rungis var gott verð á fiski þrátt fyrir nokkum hita og að margir væm í sumarleyfum en ferða- menn koma í staðinn fyrir þá sem burt fara svo að nokkuð þarf af fiski þrátt fyrir allt. Framboð er nokkuð jafnt og verðið nokkuð gott. Þorskur af frönskum skipum hefur verið frá 112 og allt í 190 kr. en innfluttur þorskur hefur selst á kr. 168 til kr. 206 kílóið. Ufsi hefur verið í sæmilegu verði og heför selst á kr. 63 til kr. 100 en inn- fluttur á aðeins hærra verði. Verð á karfa hefur verið 75 til 98 kr. kílóið. Verð á skötubörðum er frá kr. 100 til 198. Skötubörð em oft í mjög háu verði, en ekki veit ég hvem- ig þeir matreiða skötuna. Verð á smáum laxi hefur verið 174 kr. kílóið. Verð á stórum laxi kr. 384 kílóið. Yfir- leitt var laxinn í góðu ástandi en þó var nokkuð af laxinum gamalt í geymslunum áður en hann var settur í útflutningsumbúðir og var þess vegna ekki eins seljanlegur. England Seldur var fiskur úr gámum frá 21.7. til 25.7, samtals 270 tonn fyrir kr. 15,2 millj. Meðalverð á þorski var 55 kr., á ýsu 59 kr., ufsa 26,70, karfa 22,70 og kola kr. 55,16. Mikið framboð verður á fiski á enska markaðnum næstu daga og allt í óvissu um hvað markað- urinn þolir. New York Aðalfréttimar frá markaði Filtoan em þær að rækja hefur hækkað um 5 til 10 cent pundið, en annað er ekki markvert þar að frétta af fiskmarkað- inum. Talið er að ekki hafi verð á fiski og fiskaförðum verið hærra áður, en fiskverð hefur verið nokkuð gott og stöðugt þar í vor og sumar. Bolongne Nokkrum sinnum hefur verið sagt fi-á markaði í Bolongne í þessum pistl- um en. venjulega hefur markaður þar verið nokkm lægri en í París. Verðið er þó oftast viðunandi fyrir þær teg- undir sem við eigum erfiðast með að selja. svo sem ufsa, karfa og aðrar teg- undir sem em í litlu verði, t.d. í Englandi. Þar heför verið nokkuð um landanir fiystitogara og virðast þeir hafa fengið þar viðunandi verð fyrir frosinn fisk. Þýskaland Nokkuð hefur verið selt af fiski úr gámum á þýska markaðnum að und- anfömu. Verðið hefur verið koli, stór, kr. 40.55. smár kr. 31,80, ufsi kr. 44,00 til 50.21. þorskur kr. 40,55 til kr. 55,00, blálanga kr. 53. Hull Ms. Sólborg landaði 89 tonnum fyrir kr. 2.5 millj. Meðalverð á þorski var kr. 57.55. fiskurinn var allur 1. flokks. Bv. Kambaröst landaði 29. júlí alls 174 tonnum f\TÍr kr. 7.9 millj. Meðal- verð á þorski var 48 kr. kílóið. Grimsby Ms. Haukur landaði 24. júlí. alls 126 tonnum fyrir kr. 3,7 millj. Meðalverð Vá þorski var kr. 59,13 kg. Ms. Börkur landaði 24.-25. júlí, alls 153 tonnum fyrir kr. 9.4 millj. Bv. Snorri Sturluson landaði 24.7.. alls 150 tonnum f\TÍr 7 milij. kr. Hraustleg rýmingarsala í tilefni flutninga höfum við tekið rækilega til á bygginga- vörulagernum. í nýju húsakynnunum á Stórhöfða bjóðum við um þessar mundir alls konar afganga og efnisbúta, flísar, hreinlætistæki, teppi, teppamottur am.fl. með 30—50% afslætti. Þú gerir ósvikin reyfarakaup á þessari rýmingarsölu! BYGGINGAVÖRUR Stórhöföa, Sími 671100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.