Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. 9 Systir bandaríska prestsins Lawrence Jenco fagnar honum við komuna til Vestur-Þýskalands um siðustu helgi ettir 18 mánaða vist hans hjá libön- skum mannræningjum. Óvæntir endurfundir fómarlamba mannræningja Bandaríski presturinn Lawrence Jenco, er öfgamenn í Líbanon slepptu úr haldi um síðustu helgi eftir 18 mán- aða gíslingu í Beirút, átti í gær skyndifund með öðrum enskum starfs- bróður sínum, Benjamín Weir, á skrifstofu Runcie, erkibiskups í Kant- araborg. Jenco skrapp til London frá Vestur- Þýskalandi, þar sem hann hefur verið undir umsjá lækna að undanfömu, til að þakka erkibiskupnum persónulega fyrir milligöngu hans í samningavið- ræðunum við mannræningjana. Benjamin Weir og Jenco voru báðir í gíslingu hjá sömu samtökum öfga- manna í Líbanon um hríð og vom vistaðir í sama klefa í prísundinní. Weir var sleppt skömmu á undan Jenco, eftir viðkvæmar samningavið- ræður við öfgamenn múslima. Talsmaður ensku biskupakirkjunn- ar sagði í gær að kirkjuyfirvöld í Bretlandi myndu enn halda áfram milligöngu sinni í samningaviðræðum við mannræningja múslima er • enn halda þrem Bandaríkjamönnum í gísl- ingu í Líbanon. Sænski íhaldsflokkurinn: Harðnandi formannsbaratta Gunnlaugur A. Jónssom, DV, Lundi Stríðið um formannssætið í sænska íhaldsflokknum harðnar. Könnun á vegum sænska sjónvarpsins í vikunni leiddi í ljós að Carl Bildt, hinn 37 ára gamli þingmaður flokksins, er engan veginn eins öruggur um sigur og talið hefur verið og fyrri kannanir hafa gefið til kynna. Könnun sjónvarpsins leiddi í ljós að Inge Gerd Troedsson hefði svipað fylgi og Bildt. Troedsson er 57 ára gömul, vara- þingforseti og fyrrverandi ráðherra. Ef hún yrði fyrir valinu yrði hún önnur konan til að gegna formanns- embætti í sænskum stjómmálaflokki en Karin Söder var sem kunnugt er valin formaður Miðflokksins í sumar. Formaður íhaldsflokksins verður valinn síðar í þessum mánuði. Heiladáin móðir ól stúlkubam HaMór Valdimaisson, DV, DaDas; Á miðvikudaginn fæddist í Kali- fomíu stúlkubam rúmum mánuði eftir að móðir hennar lét lífið. Móðirin var flutt á sjúkrahús í júnímánuði og var úrskurðuð látin skömmu síðar, það er hún var dáin heiladauða. Læknar sjúkrahússins komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að fóstur það er konan gekk með væri á lífi en enn ekki nógu þroskað til að geta lifað utan móðurlífs. Ákváðu þeir því að halda líkama móðurinnar gangandi á lífkerfum þar til fóstrið væri nógu langt á veg komið. Á miðvikudag fæddist stúlkubamið svo. Móðirin verður nú væntanlega tekin af lífkerfum sjúkrahússins og opinberlega úrskurðuð látin og greftmð. Útlönd Takmarkanir á innflutningi og aukning á gullframboði Bandaríkjaþing ræðir efhahagsþvinganir gegn Suður-Afriku Þingmenn demókrata i öldunga- deild bandaríska þingsins reyna nú að koma fram breytingum á nýjum tillögum repúblíkana er kveða á um auknar refsiaðgerðir gegn ríkis- stjórn Suður-Afríku. Telja þingmenn demókrata viss ákvæði tillagnanna um refsiaðgerðir of væg og vilja að öldungadeildin samþykki harðari refsiaðgerðir. Utanríkismálanefnd öldungadeild- arinnar felldi í gærkvöldi tillögu fulltrúadeildarinnar þar sem gert var ráð fyrir að slíta öll viðskipta- og fjárfestingartengsl Bandaríkjanna við Suður-Afríku. Alan Cranston, fyrrum forseta- frambjóðandi og demókrati frá Kalifomíu, var aðalhöfundur tillög- unnar um slit á öllum viðskipta- tengslum en Cranston hefur löngum verið á meðal þeirra bandarísku þingmanna er lengst hafa gengið á Bandaríkjaþingi í baráttunni gegn Suður-Afríkustjóm Eins og búist hafði verið við fyrir- fram var tillaga Cranstons felld í öldungadeildinni þar sem repúblík- anar em í meirihluta. Önnur breyt- ingartillaga Cranstons, er þótti mun vægari, var einnig felld. Búist hafði verið við því að öld- ungadeildin gengi til atkvæða um tillögur repúblíkana um refeiaðgerð- ir gegn Suður-Afríku er formaður nefndarinnar Richard Lugar kynnti þingheimi í gærdag. En ekki gat orðið af atkvæða- greiðslunni í tíma þar sem of mikill tími fór i umræður um ótal breyting- artillögur er fram komu í umræðun- um. Að sögn Lugars er ekki búist við lokaatkvæðagreiðslu öldungadeild- arinnar um refsiaðgerðir fyrr en á mánudag. I tillögum repúblíkana er meðal annars gert ráð fyrir að banna inn- flutning vissra jarðefna frá Suður- Afríku, afturkalla lendingarréttindi suður-afríska ríkisflugfélagsins í Bandaríkjunum og að skora á Reag- an forseta að selja hluta af gull- birgðum Bandaríkjamanna en slík sala myndi leiða til verðfalls á gulli og skaða efriahagslíf í Suður-Afríku. Nú fara árlega yfir 20 miMjón farþegar um Frankfurtflugvöll og um 800 þúsund tonn af frakL Frankfurt- flug- vollur fimm- tugur Nýverið héldu borgaryfirvöld í Frankfurt upp á hálfrar aldar afinæli alþjóðaflugvallarins í borginni með viðhöfh. Alþjóðaflugvöllurinn hefur síðustu áratugi verið einn sá fjölfamasti í heimi og af mörgum talinn mikilvæg- asti flugvöllurinn í samgöngukerfi meginlands Evrópu. Þegar flugvöllurinn i Frankfurt var opnaður árið 1936 fóru um hann 58 þúsund farþegar og 80 tonn af frakt. Nú, hálfri öld síðar, fara árlega um hann yfir 20 milljón flugfarþegar og 800 þúsund tonn af frakt. SUMARTILBOÐ Á P0TTAPLÖNTUM Eigum til takmarkað magn af stórum plöntum fyrir skrifstofur og stofnanir. Grænmeti og ávextir í úrvali

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.