Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. Útlönd DV Umsjón: Hannes Heimisson og Ólafur Amarson Danir finna þýskan kafbát Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmaraiahöfru Flakleitarmaðurinn Aage Jensen og félagi hans, Thorsten Quist, báðir frá Árósum í Danmörku, hafa verið í sviðsljósi fjölmiðla í Danmörku og víðar í Evrópu undanfama daga. I síðustu viku fundu þeir flakið af þýska kafbátnum U-534 er var sökkt af enskum orrustuvélum í Kattegat §órða maí 1945. Kafbáturinn liggur á sextíu og fimm metra dýpi, um miðja vegu milli Jótlands og Sví- þjóðar, nánar tiltekið um tuttugu kílómetra vestan við eyjuna Anholt. Finnendumir em vissir um að hér sé um hinn eina sanna U-534 að ræða þar sem frásagnir skipverja, sem lifðu árásina af, og orrustuflug- mannanna, sem skutu kafbátinn niður, em samhljóða hvað staðsetn- inguna varðar. Kafbáturinn er af gerðinni 9-C40 en samkvæmt þýskum heimildum var það einmitt þess konar kafbátur sem lestaður var með ellefu dular- fullum kössum rétt fyrir brottförina frá Kiel í Þýskalandi. Þar erum við komin að kjama málsins. Vangaveltur síðustu daga hafa gengið út á það hvort hér sé um stríðsfjársjóð að ræða eða ein- ungis ryðgaðan kafbát. Sögusagnir herma að í kafbátnum sé að finna gífurlega fjársjóði nasista ásamt nokkrum af mestu leyndarmálum Þriðja ríkisins. Hefur verið talað um ellefú stálkassa í því sambandi, fulla af nikkel, wolfram, gulli og eðal- steinum, að verðmæti um þrjú hundruð milljónir íslenskra króna. Auk þessa hefur verið talað um þrjátíu og sjö dularfullar manneskj- ur um borð sem líklega hafa verið háttsettir nasistar og ætlað sér að flýja til Suður-Ameríku. Áttu þeir að hafa komið um borð á síðasta augnabliki og tilsvarandi fjöldi úr áhöfhinni verið settur í land. Þar til kafbáturinn hefur verið Pólitískir flóttamenn streyma til V-Berlínar U-534 var kafbátur af sömu gerð og sá sem hér sést að ofan. Kafarar munu fljótt skera úr um það hvort U-534 er hlaðinn gulli og gersemum eða hvort farmur hans hefur verið kartöflur. hífður upp verða getgátumar að nægja en benda má á að sögufróðir menn hafa enn ekki getað fundið haldbæra sönnun þess að fjársjóði nasistanna sé að finna í U-534 en ekki annars staðar. Meirihluti áhafnarinnar komst af Meirhluti áhafriar kafbátsins komst lifandi af úr árásinni. Fimm fómst í sjálfri árásinni og þrír drukknuðu á leiðinni upp á yfirborð sjávar. Egon Mosler, fyrrverandi yfirmaður á kafbátnum, hefur vísað öllum sögusögnum um fjársjóði og dularfullt fólk um borð á bug. Hann heldur því fram að áfangastaður kafbátsins hafi verið höfn í Norður- Noregi en U-534 var mest á ferð við Noregsstrendur á síðasta ári stríðs- ins. Hafi ferðin verið hrein stríðs- ferð. Segir hann að kafbáturinn hafi verið útbúinn til mánaðarsigling- ar. Styður frásögn Moslers að ein- hverju leyti tilgátur efasemdar- manna og stríðssérffæðinga um að kassamir, ef þá er að finna, inni- haldi vopn og sprengiefni. Var kafbátnum ætlað að fylgja flótta- skipum frá Noregi og þurfti að geta varið sig. Gárungamir hafa haldið því ffarn að í kössunum séu vistir og þá aðallega kartöflur. Ekki hafa þær verið mikill stuðningur við árás- ir eða að borga kampavínið í Suður-Ameríku. Hættuleg björgun Björgun kafbátsins mun kosta ó- grynni fjár en þeir félagar frá Árósum vonast til að geta staðið straum af kostnaðinum með sölu sjónvarpsréttinda. Hafa sjónvarps- stöðvar hvaðanæva óskað eftir að mynda björgunina. Næstu daga mun fjarstýrt vélmenni verða híft niður að kafbátnum og verður hann mynd- aður í bak og fyrir. Er þetta sams konar vélmenni og tók myndir af risaskipinu Titanic á dögunum. Ef einhverjar lúgur em opnar mun einnig verða reynt að komast inn í kafbátinn og taka myndir þar. Finnendumir hafa sótt um leyfi til björgunarinnar til danskra yfirvalda en ekki fengið svar enn. Þykir ekki hættulaust að eiga við kafbátinn þar sem sprengjur og tundurskeyti hans em að öllum líkindum mjög tærð. Því er mikil hætta á sprengingum, ekki síst ef skrölt er með tæki í ná- grenni bátsins er sett geta sprengju- rofa í gang. Ef komist verður inn í kafbátinn mun allt verða látið liggja óhreyft þar til björgunin hefur farið fram. Danska ríkið mun gera kröfu til allra verðmæta sem finnast en víst er að dálaglegur slatti mun koma í hlut finnendanna ef fjársjóði er þar að finna. mæravörðum, sem vísa þeim sem koma án vegabréfsáritunar að landamærunum á bug, væri hún þar með að fara inn á verksvið vestur- veldanna sem í rauninni em æðstu yfirvöldin í Berlín. í ljós hefur komið að allmargir af flóttamönnunum, sem koma ár hvert til V-Þýskalands, em svokallaðir viðskiptaflóttamenn. Þeir flýja ekki land sitt af stjómmálalegum orsök- um heldur vænta þeir betri lífskjara í nýjum heimkynnum. Aðeins 64.800 af 673.000 flóttamönnum hafa fengið pólitískt hæli. Stór hluti af þeim flóttamönnum sem ekki fá hæli verð- ur samt eftir í landinu. í V-Þýskalandi tekur venjulega um það bil eitt ár að fá dvalarleyfi sem pólitískur flóttamaður. Þar sem að- eins vinna 126 manns við mál flótta- mannanna og ekki em líkur á að þeim fjölgi á næstunni bendir allt til þess að umfjöllunartími hvers flótta- manns lengist í tvö ár. Nokkrir stjómmálamenn kristi- legu flokkanna hafa bent á þá lausn að breyta skuli stjómarskránni svo að erfiðara verði fyrir fólkið að fá pólitískt hæli. Andstæðingar þessar- ar tillögu, sem einkum em sósíal- demókratar, segja að með því að breyta umræddum mannréttindaá- kvæðum stjómarskrárinnar séu menn einungis að snúa baki við mikilvægu vandamáli sem ekki að- eins snerti V-Þýskaland heldur öll vestræn lönd. Ekki em samt allir kristilegir pólitíkusar fylgjandi breyttri stjómarskrá. Þar á meðal er Hanna-Renate Laurien, varaborg- arstjóri í V-Berlín. í sjónvarpsviðtali við hana í síð- ustu viku minnti hún á sérstöðu V-Þýskalands eftir seinni heims- styijöldina. V-Þjóðveijum bæri svo að segja skylda til að taka á móti flóttamönnum á sama hátt og ótelj- andi Þjóðverjar flúðu heimaland sitt á sínum tíma. í V-Berlín, þangað sem u.þ.b. 60% af flóttamönnum koma, kom til slagsmála á íþróttavelli þar sem reist höfðu verið tjöld fyrir fótta- menn. Öfgasinnaðir hægrimenn höfðu æst til slagsmálanna. Vara- borgarstjórinn Laurien komst svo að orði ef'tir handalögmálin að nóg væri að hafa einn múr í gegnum borgina. Ekki þyrfti að reisa annan á milli íbúa borgarinnar. Ljóst er að V-Þjóðveijar standa því frammi fyrir allmiklu vandamáli þar sem þeir einir geta ekki stöðvað straum pólitískra flóttamanna frá Austur-Berlín til Vestur-Berlínar. Þeir hafa þess vegna leitað á náðir A-Þjóðveija og farið þess á leit við þá að hleypa einungis fólki með vegabréfsáritanir yfir landamærin til V-Þýskalands. Þessar málaleitanir hafa ekki fengið hljómgrunn í A- Berlín. Samkvæmt heimildum v- þýskra dagblaða hleypa A-Þjóðveij- ar jafhvel fólki með fölsuð vegabréf í gegnum landið og sækir síðan fólk- ið um pólitískt hæli í V-Þýskalandi. Ásgeir Eggerlssan, DV, Minctei: Flóttamenn frá Asíu og Afríku hafa valdið v-þýskum sljómmála- mönnum miklum áhyggjum að undanfömu. Flóttamannastraumurinn til landsins hefur á síðustu dögum verið svo mikill að ekki er til húsnæði fyrir þá 2600 flóttamenn sem leitað hafa hælis i Berlín fyrstu tvær vik- umar í júlí. Gripið hefur verið til þeirra neyð- arúrræða að hýsa flóttamennina í gámum og tjöldum sem komið hefur verið fyrir víða. Flóttamennimir hafa einkum sótt tiLBerlínar vegna þess hve auðvelt er að komast þang- að í gegnum austantjaldslöndin. í Berlínarsamningnum, sem stór- veldin gerðu á milli sín, segir að landamærin skuli vera opin á milli Austur- og Vestur-Berlínar. Ef v- þýska lögreglan kemur upp landa- Meira en 2600 flóttamenn höfðu sótt um hæli sem pólitískir flóttamenn í Vestur-Berlín á tveim fyrstu vikum þessa mánaðar. Hér stendur hluti þeirra fyrir utan skráningarskrifstofu í Vestur-Berlin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.