Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. í 31 Iþróttir Fréttir „Kominn tími til að breyta til“ Gunnar Þorvarðarson þjátfar Keflavík „Nei, ég óttast ekki að verða stimpl- aður svikari þó ég hafi gengið til liðs við ÍBK. Þetta er allt gert í fullri vin- semd og það vissu allir af þessu. Þó játa ég að ég veit af nokkrum dyggum stuðningsmönnum í Njarðvík sem eiga erfitt með að fyrirgefa mér þetta,“ sagði Gunnar Þorvarðarson, fyrrver- andi þjálfari Njarðvíkinga og nú Keflvíkinga. Körfuknattleiksmenn eru nú að fara að huga sér til hreyf- ings og að sögn Gunnars ætla þeir Keflvíkingar að heíja æfingar eftir verslunarmannahelgina. „Ég hef verið viðloðandi Njarðvík- urliðið undanfarin 20 ár sem leikmað- ur og þjálfari svo að það var kominn tími til þess að breyta til. Ég hef þjálf- að þá síðustu þrjú árin og það tel ég hámarkstíma fyrir körfuknattleiks- þjálfara hjá sama liði. Ég held að bæði strákamir og ég þaríhist til- breytingar," sagði Gunnar og bætti því við að það væri þægilegt að þurfa ekki að flytja sig lengra en til Kefla- víkur til að þjáifa. Þar að auki litist honum vel á Keflavíkurliðið. Gylfi til Keflavíkur „Ég hef mikla trú á Keflavíkurlið- inu, þar er mikið af ungum og efhileg- um leikmönnum. Við erum að vísu að missa einn efnilegan strák til Banda- ríkjanna, Magnús Guðfinnsson, sem er 197 cm á hæð. í staðinn eru miklar líkur á því að Gylfi Þorkelsson komi yfir en hann lék og þjálfaði í Sand- gerði í fyrra,“ sagði Gunnar. Bróðir Gylfa, Hreinn, sem þjálfaði Keflvík- inga í fyrra, mun spila með hðinu næsta vetur en þeir bræður léku með ÍR fyrir tveimur árum. Valur og Njarðvík berjast um titilinn „Ég tel að það verði litlar breytingar i toppbaráttunni frá því í fyrra. Valur • Gunnar Þorvarðarson. og Njarðvík munu berjast áfi"am um titilinn. Þessi lið hafa lítið breyst frá því í fyrra. Ég hef nú reyndar meiri trú á því að Njarðvíkingar vinni. Ann- ars væri óneitanlega gaman ef okkur Keflvíkingum tækist að blanda okkur í baráttuna," sagði Gunnar. Þegar blaðamaður DV spurði hann hvort hann ætlaði að byrja að æfa aftur hló hann við. „Ég gæti það ekki þó ég feginn vildi - árin og kílóin eru orðin það mörg.“ -SMJ Verðum orugglega í toppbarátbmni Þjátfar Valur Njarðvíkinga? „Þetta er nú ekki alveg frágengið ennþá en það má telja næstum því öruggt að ég þjálfi Njarðvíkinga næsta vetur. Iæikmenn eru búnir að sam- þykkja þetta fyrir sitt leyti en stjómin á eftir að koma saman og leggja bless- un sína yfir þetta,“ sagði Valur Ingimundarson í viðtali við DV í gær. Valur, sem hefur verið helsti máttar- stólpi íslandsmeistara Njarðvíkinga undanfarin ár, mun að öllum líkindum þjálfa Njarðvíkinga næsta vetur. Hann mun svo að sjálfsögðu leika með liðinu áfram. „Mér líst bara vel á þetta, ég held að það verði ekkert sérstaklega erfitt að fara að þjálfa þessa stráka þó að ég hafi leikið með þeim í mörg ár. Við byijum líklega æfingar fljótlega í ágúst,“ sagði Valur. Hann hefur ekki komið nálægt þjálfun meistaraflokks áður en hefur þjálfað ungri flokka hjá Njarðvík auk þess að sjá um þjálfun kvennaliðs þeirra. Hins vegar hefur Valur auðvitað gífitrlega reynslu sem leikmaður með landsliðinu og Njarð- víkingum. Deildin verður jafnari en áður „Við verðum örugglega í toppbarátt- unni og ég hef trú á því að Valsmenn verði þar líka. Annars held ég að deild- in verði jafnari en áður og það má búast við því að Keflvíkingar óg KR- ingar verði sterkir," sagði Valur. Njarðvíkingar verða með því sem næst sama lið og í fyrra nema hvað Ellert Magnússon verður ekki með. Hann fer út til náms. Þá hefur heyrst að möguleiki sé á því að Ingimar Jóns- son leiki með liði Tindastóls á Sauðárkróki næsta vetur. -SMJ •Valur Ingimundarson. Blikasigur í 2. | Úrshtaleikur íslandsmótsins í 2 fl. ! kvenna fór fram á Kópavogsvelli sl. þriðjudag. Til úrslita léku Breiðablik og Stjaman. Breiðabliksstúlkumar ! sigmðu með 2 mörkum gegn 1. Leikur. flokki kvenna liðanna var tvísýnn og skemmtilegur. Nánar verður sagt frá leiknum á ungl- ingasíðunni annan laugardag. HH Stórfelldar framkvæmdir eru við Miklubraut vegna jarðganga sem verið er að gera undir götuna. Milljónaframkvæmdir í höfuðborginni „Stærstu framkvæmdir á vegum borgarinnar í ár em tvimælalaust holræsaframkvæmdimar við Skúla- götu og Sætún. í ár verður líka lokið við verkáfanga við Borgarleikhúsið og unnið við undirgöng undir Mi- klubraut. Jafiiframt stendur nú fyrir dyrum breikkun Reykjanesbrautar og byijað er á undirgöngum undir götuna. Að auki em ýmsar minni framkvæmdir í gangi, meðal annars í tengslum við 200 ára afmælið," sagði Þórður Þ. Þorbjamarson borg- arverkfræðingur í samtali við DV um framkvæmdir við gatnakerfi Reykjavíkurborgar í ár. Hvað kostnaðarhliðina varðaði sagði Þórður að framkvæmdir þessar kæmu til með að kosta fleiri hundmð milljónir. Áætlaður kostnaður við Borgarleikhúsið væri til dæmis um 100 milljónir og holræsafram- kvæmdimar við Skúlagötuna kæmu til með að kosta um 60 milljónir. Gert væri ráð fyrir að öllum þessum framkvæmdum yrði lokið með haustinu. „Þetta em heldur meiri fram- kvæmdir en verið hafa undanfarin ár,“ sagði Þórður. „Það stafar fyrst og fremst af því að fjárhagur Borgar- innar er sem stendur frekar blómleg- ur. Unnið hefur verið skipulega við að lækka verðbólgu og peningamir nýtast nú betur en áður.“ -ÞJV Holræsaframkvæmdir borgarinnar við Skúlagötu og Sætún koma líklega til með að kosta um 60 milljónir. Mikill umferðarþungi er nú á Borgartúni þar sem Sætún er lokað vegna holræsaframkvæmda DV-myndir Óskar mií Við Hverfisgötu hafa verið teknar upp gangstéttir vegna viðgerða á raflögnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.