Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Side 26
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 4 herbergja íbúð, miðsvæðis í Reykja- vík, til leigu frá 1. september nk. til 1. júní 1987. Tilboð sendist DV, merkt „9 mánuðir", fyrir 7.ágúst. Leiguskipti. fbúð á ísafirði er til leigu í skiptum fyrir íbúð á Reykjavíkur- svæðinu. Uppl. í síma 94-3660. Barnlaust par óskar eftir l-2ja herb. íbúð sem fyrst. 14 árs fyrirfram- greiðsla möguleg. Reglusemi og góð umgengni. Sími 994341 e. kl.18. Ama. Litil, snotur, 2 herbergja íbúð með eld- húskrók i miðbæ Reykjavíkur til leigu frá l.ágúst nk. Svör berist DV strax merkt „Reglusemi 456“. Rétt við Borgarspítalann er til leigu 2ja herb. íbúð, eldhús og baðherbergi á jarðhæð. Tilboð sendist DV, merkt „Austurbær 578“. Herbergi með séreldhúsi og baði til leigu í vesturbæ á'8000 þús. á mán- uði. Tilboð sendist DV merkt „V 8“. Litil 3ja herb. ibúð til leigu, frá og með september. Tilboð ásamt uppl. um fjöl- skyldustærð sendist DV, merkt „Vest- urbær 607“. 3ja herb. íbúð til leigu frá 1. nóv., er í neðra Breiðholti. Tilboð sendist DV, merkt „Breiðholt 596“. ■ Húsnæði óskast Reglusaman nema vantar íbúð frá 1. sept. nk, sem næst miðbænum. Rúm- gott herbergi með aðgangi að eldhúsi og baði kæmi til greina. Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 77779 og 53663. 3 þroskaþjálfanemar óska eftir að taka á leigu 4-5 herb. íbúð frá 1. sept. Reglusemi og góð umgengni. Með- mæli ef óskað er. Sími 96-21209 eftir kl. 19. Hafnarfjörður - Garöabær. Ung hjón utan af landi, með eins árs bam, hann í námi, óska eftir lítilli íbúð eða 1-2 herbergjum fram að áramótum, heim- ilishjálp kemur til greina. Uppl. í síma 97-2977 eða 2975 eftir kl. 18, Dagmar. Húseigendur, athugið. Vantar herbergi og íbúðir á skrá. Opið 9-14, s. 621080. Húsnæðismiðlun stúdentaráðs H.f., Stúdentaheimilinu v/Hringbraut. Kona um sextugt óskar eftir að hjálpa gamalli konu eða karlmanni gegn lít- illi íbúð eða góðu herbergi. Uppl. í síma 20184 eftir hádegi á þriðjudag. Leiguskipti eða eignaskipti. Óskum eft- ir 3-4 herb. íbúð til leigu eða skiptum á 4 herb. íbúð á Sauðárkróki. Erum 4 í heimili. Uppl. í síma 35936 og 618031. Námsmaður frá Akureyri óskar eftir að taka á leigu l-3ja herb. íbúð í Reykja- vík. Skipti á 3ja herb. íbúð á Akureyri möguleg. Uppl. í síma 39900 og 42789. Reglusamur karlmaður óskar eftir ein- staklingsíbúð á stór Reykjavíkur- svæðinu frá 15. ágúst, rúmgott herb. með hreinlætis og þvottaaðstöðu kæmi til greina. Tilboð sendist DV, merkt „Húsnæði 586“. Frá fundinum á milli íbúanna og DV-mynd GVA Hafa nýir ibúar forgang í Kópavogi? „Þessi fundur olli mér vonbrigðum. Mér fundust forkólfar bæjarins sýna lítinn skilning á okkar sjónarmiði og þvi vandamáli sem við teljum þetta rvera. Þeir fengu frest til að athuga kröfúr okkar og leita leiða til úrbóta. Meira vil ég ekki segja að svo stöddu," sagði Jón Skaftason yfirborgarfógeti sem er einn af forvígismönnum íbú- anna við Sunnubraut í Kópavogi. Eins og sagt var frá í DV á föstudaginn eru deilur uppi milli íbúanna og Kópa- vogsbæjar vegna frágangs á nýlagðri skolpleiðslu. Höfðu íbúamir sent bæj- arfélaginu undirskriftalista og bæjar- stjómin óskaði eftir fundi um þessi mál. Þessi deila kemur ekki öðrum íbúum vesturbæjarins á óvart en þeir tóku í sama streng og íbúi við Sunnubraut sem sagði: „Við sem höfum búið héma lengi erum orðin mjög pirruð yfir því hvemig sífellt er verið að reyna að laða nýja íbúa að á kostnað eldri hverfa, þeir hafa alltaf forgang. Þetta hefúr verið áberandi við gatnagerð og þetta sjónarmið virðist eiga að ráða ferðinni í þessu líka. Þeir tengja nýja íbúa við klóak en hugsa ekkert um hvar þetta lendir." íbúunum leist ekki vel á frestinn sem bæjarfélagið bað um. Þeir bentu á að forsvarsmenn bæjarfélagsins höfðu ekki viljað setja nein tímatakmörk. í Kópavogi er fjárhagsáætlun endur- skoðuð um miðjan ágúst og ætla íbúamir að tekin verði afstaða í máli þeirra. Ef ekki óttast þeir að málinu verði þvælt fram og aftur og að lokum drepið á dreif. JFJ „Málinu verður ekki kastað út í hom“ Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sagðist telja fundinn hafa verið gagnlegan og að báðir aðilar hafi staðið upp með það að markmiði að leysa málið með friðsemd. „Til- gangur fundarins var tvíþættur. I fyrsta lagi kynntum við alla holræsaá- ætlunina og áframhald hennar fyrir íbúunum en holræsið mun fara vestur fyrir þessa byggð eftir 2 ár. í öðm lagi hlýddum við á viðhorf íbúanna i þessu máli,“ sagði Kristján. Hann segir að þeir hafi alveg getað tekið undir sumt af því sem íbúamir segðu en staðan væri erfið. „Við getum lítið gert án þess að það bitni á öðrum framkvæmd- um eða neyðumst til að taka lán. Fjárhagsáætlun bæjarins er ákveðin í janúar og því er ekki mikið olboga- rými til breytinga á þessum tíma árs eins og gefúr að skilja," sagði Kristj- án. Kristján sagði að erfitt væri að gefa upp ákveðinn tíma, til þess væri svigrúmið of þröngt og ekki hægt að ræða hugsanlegar leiðir fyrr en fjár- hagsáætlun bæjarins hefði verið endurskoðuð. „Við viljum skoða þetta með jákvæðum huga og þetta verður rætt strax á fundi hjá okkur á mið- vikudaginn. Við munum gera það sem við getum og málinu verður ekki kast- að út í hom,“ sagði Kristján Guð- mundsson. JFJ Blönduóssbarnið á leið til Noregs „Við erum mjög ánægð með að þetta mál leystist þó ýmislegt hefði mátt fara örðuvísi. Ýmislegt í meðferð fé- lagsmálastofnunar á málinu mátti telja undarleg vinnubrögð en ég held að við getum meðal annars þakkað umfjöllun DV það að okkur tókst að ia úr málinu skorið í tæka tíð,“ sagði fósturmóðir „Blönduóssbamsins" svo- ne&ida, er hún stóð á skipsfjöl Norrönu, í þann mund að leggja upp í ársferð til Noregs. Fósturforeldrun- um var dæmdur forráðaréttur yfir baminu og búast þau nú til að dvelja ár í Noregi. -S.Konn. Datt í sjóinn þar sem klóakið vall út „Klóakmál hér í Garðabæ em í hreinasta ólestri og sérstaklega er þetta slæmt þegar æska bæjarins er látin svamla í þessu,“ sagði Garð- bæingur nokkur sem hafði samband við DV. Hann sagði frá því að þar sem siglingaklúbburinn Vogur hefði aðstöðu sína væri ástandið ekki geðslegt. „Ég get sagt ykkur frá dreng sem kom heim til sín dag eftir dag úr siglingaklúbbnum dmllugur uppfyrir haus. Þegar móðir hans fór að grennslast fyrir um hverju þetta sætti komst hún að því að stráksi æfði sig í að hvolfa bátnum beint fyrir framan útrennsli á klóakröri því þar var sjórinn heitastur," sagði Garðbæingurinn. Ungur Garðbæingur, sem mikið hefur starfað í siglingaklúbbnum, sagði að vegna þessa hefði siglinga- klúbburinn færst utar með sína starfeemi og hefði nú sett upp flot- bryggju til að ástandið yrði skaplegt. Hann sagði að vegna byggingar hafnar út frá Stálvík hefðu straumar breyst og straumurinn sem hefði tek- ið það versta kæmi nú ekki inn að ströndinni í jafhríkum mæli. Annar sagði: „Við sem siglum á sundunum getum hæglega séð matseðla heilu hverfanna. Kristján Óli Hjaltason, formaður siglingaklúbbsins, vildi lítið segja um málið en sagði þó að mengun væri öllum til ama. „Við hins vegar ræðum við okkar bæjarfélag og höf- um skilning á því hver eru forgangs- verkefni," sagði Kristján Óli. „Sýklar lifa stutt í íslenskum sjó“ Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri í Garðabæ, tók fúslega undir að ástandið væri slæmt í skolphreins- unarmálum en sagði átak framund- an í þeim málum. „Straumamir virðast hafa breyst þegar við lengd- um garðinn fyrir framan höfnina. Það ber meira á mengun en áður. Ég hef þó tvisvar farið að skoða vegna þessara ógurlegu sagna sem berast og þetta var alveg tært eins og drykkjarvatn á kantinum þannig að þetta er greinilega eitthvað mis- Stráksi velti sér i klóaki því þar var sjórinn heitastur. munandi. Hins vegar vitum við ekki til þess að nokkrum manni hafi orð- ið meint af enda lifa sýklar stutt í íslenskum sjó. En ástandið er slæmt og það vita allir. Við erum þátttak- endur í átaki í holræsamálum sem var skipulagt af skipulagsstofu höf- uðborgarsvæðisins," sagði Jón Gauti. Hann sagði að þegar væri hafinn undirbúningur 1. áfanga þessa verkefnis sem felst í að tengja saman útrásir, setja grófhreinsun á þær og koma þeim utar. Jón Gauti sagði að þessu ætti að ljúka fyrir lok kjörtímabilsjns. JFJ Ferðahugur í ísfirðingum Bjami Guðmaisscn, DV, fsafixði: Það er kominn ferðahugur í ís- firðinga eins og aðra landsmenn enda mesta ferðahelgi ársins fram- undan. Að sögn Kristínar Karls- dóttur, hjá ferðaskrifetofú Vest- fjarða, hafa verið töluverðar bókanir vegna helgarinnar. Mest hefúr verið pantað á útihátíðina í Skeljavík við Hólmavík en ferðaskrifetofa Vest flarða og flugfélagið Emir ætla að halda opinni loftbrú á milli tsafjarö- ar og Hólmavíkur alla helgina. Þá sagði Kristín allmarga ísfirðinga ætla að hætta sér út fyrir fjórðung- inn, til dæmis á þjóðhátíð í Eyjum. Töluverður straumur ferðamanna hefúr legið til ísafjarðar í sumar og virðist hann aukast ár frá ári. Frá bænum bregða menn sér svo í rútu- ferðir um nágrennið eða skoða Vestfirði úr lofti. Enn aðrir fara með MS Fagranesi um djúp eða norður á Strandir. BSRB styrkir hópuppsagnir Stjórn Bandalags starfemanna ríkis og bæja samþykkti á fundi i gærkvöldi að beita verkfallssjóði bandalagsins til styrktar þeim aðildarfélögum sem vilja beita hópuppsögnum í kjarabaráttu sinni. Má segja að með því hafi stjóm- in viðurkennt hópuppsagnir sem kjarabaráttutæki. f ályktun, sem stjóm BSRB sam- þykkti á fundinum, segir meðal annars: „Sú afetaða fjármálíiráðuneyt isins til samningsréttar opinberra starfsmanna sem ljóst kemur fram í sérsamningi við Landssamband lög- reglumanna kallar á skjót viðbrögð aðildarfélaga BSRB og heildarsam- takanna og nýja starfshætti."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.