Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Síða 28
40 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. Andlát Sigríður Þóra Harðardóttir er lát- in. Hún fæddist á Akureyri 10. apríl 1971, dóttir hjónanna Svanfríðar Larsen og Harðar Þorleifssonar. Si- gríður var þriðja í röð fjögurra systkina. Hún átti við alvarlegan sjúkdóm að stríða síðustu árin. Út- förin fer fram í dag, 1. ágúst, kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Sólveig Dagmar Erlendsdóttir, Laugavegi 162, lést í Borgarspítalan- um þriðjudaginn 29.júlí. Jóhanna Vilhelmína Jónatans- dóttir.Trönuhólum 16, Reykjavík, lést að heimili sínu aðfaranótt 30 júlí. Ingibjörg J. Kaldal andaðist að heimili sínu, Miðleiti 7, fimmtudag- inn 31. júlí. Ólöf M. Guðmundsdóttir lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað 30.júlí. Regína Stefánsdóttir frá Tjamar- lundi, Stokkseyri, er andaðist í Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, 24. júlí verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 2. ágúst kl. 14.00. Garðar Jónsson skipstjóri, Flat- eyri, lést þriðjudaginn 29. júlí í sjúkrahúsi Isafjarðar. Egill Þorsteinsson, Stangarholti 16, andaðist í Landspítalanum 18. júlí síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ferðalög Ferðir um verslunarmanna- helgi 1.-4. ágúst. Brottför kl. 20. föstudag 1) Fjöllin upp af Kálfafellsdal. Gist í tjöld- um. 2) Skaftafell-Þjóðgarðurinn. Gist í tjöld- um. Gönguferðir um þjóðgarðinn. 3) Þórsmörk-Fimmvörðuháls (dagsferð). Gist í Skagfjörðsskála. 4) Þórsmörk og nágrenni. Gönguferðir við allra hæfi um mörkina. Gist í Skagfjörðs- skála. 5) Landmannalaugar-Langisjór-Sveins- tindur-Eldgjá. Ekið í átt að Sveinstindi og gengið á hann, komið við í Eldgjá. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. 6) Álftavatn-Strútslaug-Hólmsárlón. Ek- ið inn Mælifellssand og gengið frá Rauðubotnum meðfram Hólmsárlóni í Strútslaug. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins við Álftavatn. 7) Sprengisandur-Skagafjörður-Kjölur. Gist í Nýjadal, Steinsstaðaskóla og Hvera- völlum. 8) 2.-4. ágúst kl. 13 Þórsmörk - Gist í Skagfjörðsskála. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Tryggið ykkur sæti tímanlega. SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eiris. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. « Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsíngar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 Við birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildln er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 o ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐK.) Utvarp - sjónvarp Guðjón Brjánsson félagsráðgjafi: „Svavar Gests ber af ‘ í gærkvöldi var ég aldrei þessu vant svolítið laus í rásinni og skipti oft á milli rásar eitt og tvö. Klukkan átta var á dagskrá snotur leikgerð Þórdísar Bachmann um Hannes Baldursson, áhugamann um fiðlu- leik. Þar sannaðist gömul saga og ný að þolinmæðin þrautir virmur allar. Ég náði að hlusta á efstu lögin á vinsældalista rásar tvö og gladdist mjög þegar mínir menn að norðan, Jöklamir, skriðu enn ofar á listann, í annað sætið. Það fer allt í sót og ösku ef þeir verða ekki á toppnum næst. Ég hlustaði síðan með öðru eyranu á þáttinn Um náttmál sem mér finnst svolítið misjafii. I gær var hann þó ágætlega afslappaður og notalegur. Ég greip einnig niður i þáttinn Reykjavík í augum skálda sem er enn einn afmælispakkinn til uð athyglisverðir þættir og hafði ég Reykjavíkurborgar. Þetta eru nokk- gaman af. Eg reyni yfirleitt að fylgjast með Svavari Gests í hljóðvarpi. Það er sama hvað hver segir, mér finnst hann bera af í dagskrárgerð þegar um létt efni er að ræða. Öllum nei- kvæðum bylgjum í hans garð vil ég vísa til föðurhúsanna. Þama er vel talandi maður á ferð og er það meira en hægt er að segja um marga aðra útvarpsmenn, sérstaklega á rás tvö. Þar finnst mér voðalega oft pottur brotinn á þessu sviði. Ég treysti mér ekki að greina frá síðustu dagskrárliðunum í gær- kvöldi. Ég hlustaði þó aðeins á Gunnlaug Sigfusson í þættinum Strákamir frá Muswellhæð sem var nokkuð athyglisverður og finnst mér virðingarvert þegar menn taka sig til og rekja sögu popptónlistar- manna. Útivistarferðir Ferðir um verslunarmannahelgina: 1.-4. ágúst: Brottför föstud. kl. 20.00. 1. Þórsmörk-Goðaland. Gist í skálum Útivistar, Básum, og tjöldum. Gönguferðir við allra hæfi. Kvöldvökur. Friðsælt um- hverfi. 2. Núpsstaðarskógar. Stórkostlegt svæði inn af Lómagnúpi. Gönguferðir, m.a. að Tvilitahyl með Núpsárfossi og á Súlut- inda. Veiðimöguleikar. Tjaldað. 3. Eldgjá-Landmannalaugar-Fjallabaks- leiðir. Gist í góðu húsi við Eldgjá og farið í dagsferðir þaðan, m.a. að Langasjó og Sveinstindi, Strútslaug og í Laugar. 4. Snæfellsnes-Breiðafj arðareyj ar-Flat- ey. Skoðunarferðir og léttar göngur. 2.-4. ágúst: Brottför laugard. kl. 8.00. 5. Þórsmörk-Goðaland. Athugið að ferðir eru til baka úr Básum bæði sunnud. og mánudag. Dagsferðir úr Reykjavík kl. 8 í Þórsmörk. Stansað 3-4 klst. 6. Fimmvörðuháls. Gengið frá Skógum í Bása, ca 8 klst. Gist í Básum. 7. Hornstrandir-Hornvík31. júlí-5. ágúst. Góð fararstjóm í ferðunum. Gönguferðir fyrir alla og hressandi útivist. Sumarleyfisferðir Útivistar: a. Lónsöræfi 2.-9. ágúst. Tjaldað við Illa- kamb. Kynnist óbyggðum austan Vatna- jökuls. Hægt að ljúka ferðinni með dagsgöngu yfir í Hoffelsdal. Fararstjóri: Egill Benediktsson. b. Hálendishringurinn 8.-17. ágúst. Fjöl- breytt hálendisferð: Spengisandur-Gæsa- vatnaleið-Askj a-Kverkfjöll-Snæfell- Mývatn. Tjöid og hús. Fararstjóri: Björn Hróarsson. c. Austfjarðaferðin 17.-24. ágúst. Fyrst farið í Mjóafjörð og síðan í Viðfjörð en þar verður tjaldbækistöð með dagsgöngu- ferðum, m.a. á Barðsnes, Gerpi, í Vaðlavík og víðar. Gist í húsum. Tilvalin fjölskyldu- ferð. Veiði, berjatínsla, Hestar. Fararstjóri: Jón J. Elíasson. e. Hornstrandir-Hornvík um verslunar- mannahelgina, 31. júlí-5. ágúst. Tjaldað við Höfn. f. Hornstrandir-Lónafjörður o.fl. 7.-14. ágúst. Góð Homstrandaferð með nýju sniði. Fararstjóri: Gísli Hjartarson. Sum- arleyfisferðir Útivistar em ódýr og góð leið til að kynnast landinu. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist, ferðafélag. Austurleið - Þórsmerkurvök- ur Að gefhu tilefni skal það tekið fram að Húsadalur í Þórsmörk er öllum opinn. Næg tjaldstæði og skálapláss fyrir hendi. Ýmislegt Samtökin Lífsvon opna skrif- stofu Lífsvon er samtök fólks sem telja sér skylt að standa vörð um líf ófseddra bama. Sam- tökin voru stofnuð fyrir rúmu ári og formaður þeirra er Hulda Jensdóttir, for- stöðumaður Fæðingarheimilis Reykjavík- ur. Síðastliðið ár hafa kraftar samtakanna að mestu farið í upplýsingastarfsemi og félagasöfnim auk nokkurrarráðgjafarsem að mestu hefur verið á persónulegum grunni. Nú hafa samtökin opnað skrifstofu að Auðbrekku 2 í Kópavogi og er hún opin kl. 15-17 alla virka daga og er síminn þar 44500. Þar em veittar upplýsingar um samtökin auk þess sem þar er aðstaða til að sjá myndbandasafn sem samtökin eiga. Síðar mun stefiit að því að koma á ráðgjaf- arþjónustu á sama stað í þeirri von að fleiri böm fái að lifa en líf þeirra verði ejcki fljótfæmi og vanhugsun að bráð. íslensk málfreyja í alþjóða- stjórn Þriðjudaginn 22. júlí var Erla Guðmunds- dóttir kjörin í stjórn alþjóðasamtaka málfreyja á ársþingi þeirra í Kansas City, Missouri, í Bandaríkjunum. Ársþingið sátu fulltrúar deilda víðs vegar úr heimin- um. Erla er aðili að málfreyjudeildinni Vörð- unni í Keflavík, fyrstu íslensku málfreyju- deildinni, sem bauð hana fram til embættis varaforseta alþjóðasamtakanna á fimmta svæði. Hnettinum er skipt niður í sex svæði og eru fjögur þeirra í Bandaríkjunum þar sem flestir aðilar hafa verið starfandi fram til þessa en síðan nær fimmta svæði frá aust- urströnd Bandaríkjanna og allt til ísrael og markast rr.illi pólanna í norðri og suðri. Fimmta svæði nær því yfir Evrópu og Afr- íku ásamt ísrael. Sjötta svæði nær síðan yfir Asíu og Kyrrahaf. Innan fimmta svæðis starfa málfreyjur í níu löndum: á Islandi, í Bretlandi, Holl- andi, Lúxemborg, Austurríki, Grikklandi, ísrael, Zimbabve og Suður-Afríku og fiölg- ar ört. ísland er eina landið á Norðurlöndum þar sem málfreyjusamtökin hafa náð að skjóta rótum en viðgangur hér hefir orðið mjög hraður á þeim 11 árum sem liðin eru síðan fyrsta íslenska deildin var stofnuð í Keflavík. Islenskar málfreyjur hafa líka þýtt allt sitt þjálfunarefni og hafa þýðing- amefndir í öllum ráðum sínum og mörgum deildunum. Erla tók við verðlaunum fyrir útbreiðslu á ársþinginu en ísland og austurhluti Ástralíu eru þar efst á blaði með 5 nýjar deildir á árinu. Að auki hefir málfreyjum fjölgað um 90 á fslandi umfram þær sem hætt hafa á árinu og á ísland þar metið yfir veröldina þetta árið. Erla tekur við embætti 1. ágúst og held- ur því til 31. júlí 1987. Hún mun þurfa að sækja stjórnarfundi til höfuðstöðva al- þjóðasamtakanna í Ahaheim í Kaliforníu í Bandaríkjunum tvívegis á þessu tímabili fyrir utan heimsóknir um fimmta svæði og þarf einnig að gefa út fréttablað svæðis- ins. Á morgun, laugardaginn 2. ágúst, eiga bræðumir Olafur Jónsson raf- virkjameistari, Lynghaga 24, Reykjavík, og Ágúst Jónsson skip- stjóri, Nesbala 27, Seltjamamesi, Tóiílist Greifarnir - Blátt blóð Hljómsveitin Greifarnir frá Húsavík sló hressilega í gegn er hún tók þátt í Músík- tilraunum ’86 á vegum Tónabæjar og rásar 2. Greifamir unnu þessa keppni sjálfum sér til mestu furðu. Nú hafa þeir hljóðritað fjögur lög sem hafa verið þrykkt í svart plast. Frumsmíð sína á sviði hljómplötuút- gáfu kalla Greifarnir Blátt blóð og eru þar með trúir hinu sanna aðalsmannaeðli sínu. Lögin sem þessi fyrsta plata félag- anna inniheldur eru: Útihátíð, Ég vil fá hana strax (Kortér í þrjú), Er þér sama og Sólskinssöngurinn, allt lífleg lög við spaugsama texta eins og vera ber. Greif- arnir taka sig svona rétt mátulega alvar- lega og eru staðráðnir í að láta aðra um að frelsa heiminn. Þeir eru engir kross- farar nema ef vera skyldi þegar útihátíðir og sólskin eru annars vegar. Þeir sem skipa hljómsveitina eru: Kristján Viðar Haraldsson (hljómborð), Felix Bergsson (söngur), Sveinbjörn Grétarsson (gítar), Gunnar H. Gunnarsson (trommur) og Jón Ingi Valdimarsson (bassi). Auk þeirra komu Þorsteinn Jónsson, Ólöf Sigurðardóttir og Edda Borg Ólafs- dóttir nokkuð við sögu við gerð plötunnar. Upptökumenn voru Sigurður Bjóla, Ól- afur Halldórsson og Tryggvi Herbertsson sem jafnframt annaðist upptökustjórn. Hljóðritun fór fram í Mjöt og Hljóðrita, Alfa sá um pressun og Prisma annaðist fílmuvinnu og prentunina. Sveinbjöm Gunnarsson hannaði umslagið og Bjarni Jónsson sá um ljósmyndun. Útgefandi er Steinar hf. Pétur og Bjartmar: Þá sjaldan maður lyftir sér upp. Pétur Knstjánsson og Bjartmar Guð- laugsson hafa nú gefið út plötuna Þá sjaldan maður lyftir sér upp. Platan geym- ir 4 lög, tvö eftir Bjartmar og tvö erlend lög. Allir textarnir eru eftir Bjartmar. Þeim til aðstoðar eru valinkunnir menn. Eiríkur Hauksson syngur bakraddir, Jó- hann Ásmundsson annast bassaleikinn, Gunnlaugur Briem sér um trommu- og ásláttarleik, Kristján Edelstein leikur á gítar og hljómborð og raddar að auki og loks er það Eyþór Gunnarsson sem leikur á hljómborð í einu lagi. Lögin sem þeir félagar flytja eru: Fimmtán ára á föstu, Ástaróður, Draumadísin og Ég mæti. Upp- tökur fóru fram í Hljóðrita og önnuðust þeir Sigurður Bjóla og Sveinn Kjartansson hljóðritunina. Sveinbjöm Gunnarsson sá um útlitið en Bjarni Jónsson tók myndim- ar. Alfa pressaði og Prisma sá um prent- verkið. Þeir Pétur og Bjartmar munu fylgja plötunni eftir með hljómleikahaldi og annarri spilamennsku á næstunni. Auk plötunnar kemur út kassetta með lögum Péturs og Bjartmars á annarri hliðinni en fjórum lögum eftir Greifana á hinni. afmæli. Ölafur verður 70 ára og Ágúst 60 ára. Þeir ætla að taka á móti gestum á afmælisdaginn í Od- fellow-húsinu við Vonarstræti kl. 16-19 á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.