Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Page 30
42
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986.
SM4
SHí f\&
Chris De Burgh -
Lady in Red (A&M)
Við og við koma fram á
sjónarsviðið ballöður sem
bera af öðrum ballöðum á
allan hátt, yfir þeim ein-
hver klassískur keimur
sem heillar mann. Hér er
ein slík, flutt af írska ball-
öðusöngvaranum Chris De
Brugh og ég bið menn bara
vel að njóta.
Aðrar ágætar
Skriðjöklar - tengja
(Jiðskröklar)
Þessi akureyrska bítla-
hljómsveit hefur heldur
betur vakið á sér athygli
að undanförnu og er eigin-
lega synd og skömm að
plata hennar skuli ekki
vera til sölu, hún hefði
vafalaust orðið metsölu-
plata. Þar fyrir utan er
þetta stórgott lag sem á
gott eitt skilið.
Rod Stewart - Every beat
of my heart (WB)
Meiri ballöður, gamli rámi
hjartaknúsarinn og gleði-
maðurinn Rod Stewart,
sem sungið hefur fleiri
hundruð og fimmtíu ball-
öður, slær enn í gegn með
hugljúfu lagi sem er svipað
að uppbyggingu og Sailing,
sællar minningar. Það er
stíll yfir þessu.
Southside Johnny & The
dukes walk away renée
(RCA)
Alveg síðan Bjöggi söng
þetta lag hér um árið undir
nafninu Þó líði ár og öld
hefur íslenska þjóðin elsk-
að það og gerir enn.
Stan Ridgeway -
Camouflage (I.R.S.)
Hvað er svona ekta amer-
ískt lag að gera á breska
vinsældalistanum? Spyr sá
sem ekki veit en hitt veit
ég að lagið er gott, textinn
segir líka skemmtilega
sögu úr Víetnamstríðinu,
allt í svipuðum dúr og lagið
Jón tröll sem Guðmundur
Jónsson söng hér um árið.
Peter Cetera -
Glory of love (WB)
Nýja topplagið vestra,
gamla Chicago brýnið Pet-
er Cetera syngur þónokkuð
gott lag sem óneitanlega
minnir á Chicago en það
er ekkert skrítið og alls
ekki til að skammast sín
fyrir.
Ein afmynduð
Kenny Loggins - Dancer
Zone (CBS)
Ekki veit ég í hvers konar
félagsskap hann Kenny
kallinn Loggins hefur lent,
þessi áður hugljúfi sveita-
maður er nú greinilega
kominn á hættusvæði í
tónlistinni. Hér er verr af
stað farið en heima setið.
-SÞS-
Hefði máttvanda betur
Greífamir - Blátt bloð
Ef hægt er að tala um að einhver
ein hljómsveit hafi slegið í gegn hér-
lendis í vor og sumar, eru það
tvímælalaust Greifamir frá Húsavík.
Þeir sigruðu í Músíktilraunum
Tónabæjar og rásar 2 og hafa í kjölfar
þess leikið á hljómleikum víða um land
og nú á dögum sendu þeir frá sér sína
fvrstu plötu; fjögurra laga, 45 snún-
inga plötu í breiðskífuformi eins og
nú tíðkast mjög.
Lögin á plötunni Blátt blóð eru öll
samin af liðsmönnum Greifanna og
eru þar iðnastir þeir Kristján Viðar
Haraldsson hljómborðsleikari og
Sveinbjöm Grétarsson gítarleikari.
Platan hefst á laginu Útihátíð sem
þegar hefur náð nokkrum vinsældum
enda fer þar saman léttmelt lag og
texti sem er sem sniðinn fyrir sumarið
og þá sérstaklega þá helgi sem fer í
hönd.
Lagið er sem fyrr sagði léttmelt en
samt er að því nokkuð hráabragð sem
á revndar við önnur lög plötunnar líka
og einhvem veginn finnst mér að því
hefði mátt kippa í liðinn með örlítið
meiri vinnu.
Þetta hefði verið skiljanlegt ef Grei-
famir hefðu gefið plötuna út sjálfir en
þar sem þeir eru svo heppnir að hafa
útgefanda hefði að mínu mati mátt
vanda meira til .verka.
Ég vil fá hana strax er annað lag
plötunnar. frekar veik tónsmíð og
textinn ekki uppá marga fiska.
Hlið tvö hefst á laginu Er þér sama?;
þokkalegt lag en fullflatt og vantar í
það afgerandi viðlag sem sker sig úr
laglínunni. Þama hef ég á tilfinning-
unni að hefði mátt bæta úr með meiri
vinnu. |
Platan endar svo á lagi í reggae stíl,
Sólskinssöngurinn heitir það, ágæti-
slag sem lélegur texti fer illa með,
eiginlega skólabókardæmi um hvemig
afleitur texti getur gert það að verkum
að maður fær fljótt leiða á annars
ágætu lagi.
Hljófæraleikur á plötunni er allur í
höndum Greifanna og er hann
hnökralaus en auðheyrt er að þessa
pilta skortir enn nokkra reynslu til
að vel megi vera. Sömu sögu er að
segja um söng.
En mjór er mikils vísir.
-SÞS-
Marvin Gaye - Motown Remembers
Stórsóngvara minnst
Þeir sem sáu tuttugu ára afinælis-
þátt Motown plötufyrirtækisins síð-
astliðið laugardagskvöld hafa
vafalaust tekið eftir því að eitt aðal-
númer þáttarins var soulsöngvarinn
snjalli, Marvin Gaye. Um leið upp-
götvuðu flestir að hér var um gamlan
þátt að ræða því það em nærri tvö
ár síðan Marvin Gaye lést við heldur
leiðinlegar aðstæður á heimili föður
síns.
Motown hefur nú gefið út plötu i
minningu Marvin Gaye, undir nafriinu
Motown Remembers. Það sem er sér-
stakt við þessa plötu er að hún
inniheldur áður óútkomin lög með
Marvin Gaye frá ámnum 1963-1972.
Ekki er mér kunnugt um hvers vegna
þessi lög hafa ekki áður komið út.
Nokkur þeirra em hin sæmilegasta
lagasmíð, þótt ekkert þeirra veki
nokkra eftirtekt. Manni dettur einna
hefst í hug að Marvin Gaye hafi ekki
verið nógu ánægður með lögin og lagt
þau til hliðar. Þá er minningu hans
lítill greiði gerður með útgáfu þeirra.
Lögin hafa öll fengið andlitslyftingu.
Það er að upprunalegi hljóðfæraleik-
urinn hefur verið máður út og spilað
inn aftur til að gera þau boðleg tækni-
lega. Þessi andlitslyfting hefur tekist
furðanlega vel. Lögin minna á þann
tíma sem Marvin Gaye söng þau inn.
Það er til dæmis greinilegur tímamun-
ur á The World Is Rated X sem er frá
1971 og Lonely Lover frá 1965, svo
tekin séu fyrstu tvö lögin á plötunni.
En því miður, það er ekkert lag á þess-
ari minningarplötu sem kemst nálægt
Whats’s Going On að gæðum, svo tek-
ið sé eitt lag sem gert hefúr nafh
Marvin Gaye ódauðlegt meðal soulá-
hugamanna.
Það em margir þekktir Motown
lagahöfundar sem hafa samið þau tólf
lög sem em á plötunni. Má þar nefna,
fyrir utan Gaye sjálfan, „Smokey"
Robinson, Holland, Dozier, Holland,
Martha Reeves og svo sjálfan Berry
Gordy, stofnanda og aðaleiganda
Motown fyrirtækisins.
í heild er þessi minningarplata um
Marvin Gaye frekar litlaus og mæli
ég með henni eingöngu fyrir þá sem
hafa áhuga á tónlist frá þessum árum
og svo að sjálfsögðu aðdáendur soul-
söngvarans mikla, Marvin Gaye. HK
Wax - Magnetic heaven
Dugar í diskótek
Tímamir breytast og mennimir með.
Dúettinn Wax samanstendur af tveim
reyndum jöxlum úr poppbransanum
sem frægir em fyrir margt annað en
harðsnúna danstónlist.
Hér er um að ræða þá Andrew Gold
og Graham Gouldman. Sá fyrmefhdi
hefúr mikið starfað með Lindu Ron-
stadt og Gouldman var lengi meðlimur
í þeirri frægu sveit 10 CC. Það er fátt
á Magnetic heaven sem segir til um
hvað þessir kappar hafa áður fengist
við í poppinu. Á plötunni er fyrst og
fremst að finna danstónlist sem gæti
sómt sér í hvaða diskóteki sem er.
Pfatan hefst reyndar á prýðispopp-
lagi sem heitir réttilega Rigth between
the eyes. Það hittir beint í mark. Þetta
lag er mjög í anda félaganna Hall and
Otes og eitt af þeim skemmtilegri sem
heyrst hafa þetta árið. Framhaldið er
því miður ekki í samræmi við þessa
ágætu byrjun. Lögin sem á eftir fylgja
em allt annars eðlis, taktföst danslög
þar sem hljóðgervlar og rytmagítarar
em allsráðandi. Útsetningar em
íburðarmiklar og í flestum tilvika yfir-
drifriar. Lög eins og Shadows of love
og titíllagið Magnetic heaven skera
sig helst úr þegar Rigth between the
eyes er undanskilið. Hin lögin vinna
lítið sem ekkert á, hugsanlega ágæt í
hjómkerfum diskótekanna en ákaflega
óþægileg til notkunar á einkaheimil-
um.
Magnetic heaven er í alla staði vön-
duð plata. En Gold og Gouldman hafa
samt ekki haft árangur sem erfiði.
Tónlistin er, ef á heildina er litið, afar
ópersónuleg og lítt til þess fallin að
ná hylli hins almenna hlustanda. Slíkt
gæti þó breyst á ljósagólfúm dans-
húsanna. Þar er þessi tónlist á
heimavelli.
-ÞJV
POPP
SMÆLKI
Sæl nú!. . . .Allar sögusagn-
ir um að hljómsveitin Sigue
Sigue Sputnik sé hætt eða
um það bil að hætta hafa
nú verið bornar til baka og
það jafnframt tilkynnt að
hljómsveitin muni taka upp
hijómleikahald á ný þegar
liða fer á haustið. Fyrsta
breíðskifa Sigue Sigue
Sputnik kom út síðastliðinn
mánudag í Bretlandi og heit-
ir platan Flaunt. Upptöku-
stjóri er Georgio Moroder
og sú nýbreytni er tekin upp
á plötunni að stuttar auglýs-
ingar eru leiknar á milli
laga. Eitthvað fyrir islenska
piötumarkaðinn? . . .Johnny
Lydon, áður Rotten að eftir-
nafni, hefur nú í hyggju að
höfða mál á hendur framleið-
endum kvikmyndarinnar Sid
and Nancy en sú mynd fjall-
ar um Sid Vicious heitinn,
fyrrum liðsmann og félaga
Lydons i hljómsveitinni Sex
Pistols. Ástæðan fyrir hugs-
anlegri málshöfðun Lydons
hljóðar uppá ærumeiðingar
og brot á friðhelgi einkalifs-
ins, en herra Lydon er
núorðið heiðvirður borgari
sem er annt um æruna. . .
Steve Strange, fyrrum
söngvari hljómsveitarinar
Visage, maður sem ber nafn
með rentu, lenti i klóm
bresku iögreglunnar á dög-
unum og hefur nú verið
ákærður fyrir þjófnað og
svik og tilraun til enn meiri
svika. Glæpurinn mcinti á
að hafa átt sér stað i útibúi
Bank of Scotiand i
London. . . Þegar lag Ma-
donnu, Papa don't preach,
komst i fyrsta sinn inn á
topp 40 i Bretlandi þurfti
ungfrúin að sjálfsögðu að
koma fram i þættinum Top
of the pops, sem hún og
gerði. Hins vegar fannst
ýmsum sómakærum ábyrgð-
armönnum þáttarins stúlkan
vera full glennulega klædd
ofantil og var því hluti af
framiagi Madonnu til þáttar-
ins ritskoðaður út. . .Bob
kallinn Dylan var að senda
frá sér enn eina breiðskif-
una, Knocked out loaded
heitir sú og þar er að finna,
auk laga eftir Dylan sjálfan,
lög eftir þá Tom Petty, Kris
Kristofferson og leikarann
Sám Shepard. . .Fleiri stór-
veldi en Dylan eru í plötu-
hugleiðingum, Paul Young
er þessa dagana staddur í
M ílanó á ítaliu þar sem hann
vinnur að upptökum að nýrri
plötu sem áætlað er að komi
út i október
næstkomandi. . .Um svipað
leyti kemur út plata sem
eflaust margir bíða eftir,
Alison Moyet vinnur nú baki
brotnu i Los Angeles ásamt
upptökustjóranum Jirnrny
lovine, við að hljóðrita efni
á nýja plötu. . .Tina gamla
Turner lætur ekki sitt eftir
liggja, hún stefnir að þvi að
gefa út nýja plötu i septem-
ber og á platan að heita
Brake every rule. . .Roger
Daltrey, fyrrum söngvari
Who, ætlar að taka sér frí
frá tónlistinni fram aö jólum
á meðan hann starfar sem
leikari hjá BBC en hann hef-
ur fengið hlutverk í þátturn
sem heita The little match
girl. . .bless i bili.
- SÞS-