Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Page 15
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. 15 Bókaþjóðin les vídeó Fyrir nokkru átti ég erindi í sjoppu úti á landi. Ég ætlaði að gera upp reikninga fyrir blaðasölu síðustu mánaða úr því ég var hvort sem er á ferðinni. Sjoppueigandinn, greind og vin- gjamleg kona, sagðist vera að hætta með blaðasölu. Það var nýbúið að endumýja alla sjoppuna, færa til veggi, mála og snurfusa. Að lokinni endurskipulagningu komst konan að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert pláss fyrir íslensk tímarit inni í sjoppunni. Hún sagði mér að það væri mikið umstang í kringum blaðasöluna. Sum blöð seljast vel, önnur illa. Óseldu blöðin hrannast upp. Að vísu bíður sjoppueigandinn ekkert flár- hagslegt tjón þótt tímarit seljist illa því blöð em alltaf seld í umboðssölu. Blöð em svo til eina verslunarvaran nú orðið sem seld er í umboðssölu. Áhætta kaupmannsins er engin. Að lokinni endurskipulagningu í áðumefiidri sjoppu var um helming- ur hennar kominn undir vistlega sælgætis- og veitingasölu. Hinn helmingurinn skiptist á milh bensín- afgreiðlu og vídeóleigu. Vídeó í staö lesturs Um leið og ekkert pláss var lengur til fyrir tímaritin í sjoppunni var vídeóleigan þar stækkuð og endur- bætt. Þessi þróun er tímanna tákn og ekki við sjoppueigandann að sakast. Viðskipti em jú viðskipti og skiljan- legt að menn sækist eftir hámarks- hagnaði. Samt er sárt að sjá íslenskt lestrar- efni þurfa að víkja fyrir erlendum myndböndum. Fjöldi manna heíúr sitt eina lesefni úr blöðum og tima- ritum og litur sjaldan í bók. Hætt er við að sá lestur minnki eða hverfi alveg þegar videóið skipar öndvegi á meðan blöðin em falin undir borð- um eða hreinlega útrýmt. Að visu em flestar vídeómyndimar textaðar. En það er fremur nöturleg tilfinning að vita fjölda manna fá „lestrarefhi" sitt sem neðanmáls- texta með erlendum kvikmyndum. Gjá aö myndast Bókaþjóðin er að klofria. Öðrum megin gjárinnar er minnihlutinn. Þar er fólkið sem notar reglulega alla þætti tungunnar, talar, les og skrifar. Þetta er fólkið sem les mál- vöndunargreinar Morgunblaðsins af áhuga, skrifar bréf og greinar vegna starfsins eða af persónulegum ástæðum og fær islensku jólabæk- umar að gjöf. Hinum megin gjárinnar er stærsti hluti þjóðarinnar. Þetta fólk lítur sjaldan eða aldrei i bók, nema kannski um jólin í eitthvað af létt- ara taginu, helst þýtt. Það les oftast blöðin, að minnsta kosti fyrirsagn- imar. Og það les skýringartextana í sjónvarpinu. Þessi stóri hluti þjóðarinnar skrif- ar aldrei neitt. Síminn, fjölmiðlar og atvinnugreinaskrifarar hafa leyst af hólmi þörf eða löngun fólks til að skrifa. Sendibréf þekkjast vart manna á milli nú orðið. Að visu skrifa námsmenn. En þeir gera það flestir tilneyddir og láta af skrifum um leið og þeir sleppa úr skóla. Uppgjöf Þjóðin hefur gefist upp. Málfars- vöndun, málnotkun og viðhald KjaHaiinn Ólafur Hauksson ritstjóri og útgefandi hjá Sam-útgáfunni tungunnar er aðeins á höndum nokkurra tuga þúsunda íslendinga. Þeir hafa áhyggjur af útlenskuslett- um, þágufallssýki, móðurmáls- kennslu o.s.firv. Þeim finnst Sverrir Hermannsson ábyrgur forystumaður í viðhaldi íslenskunar. Hinir Islendingamir hafa engar stóráhyggjur, enda rekast þeir ekki á vandamáhð í sínu daglega lífi. Þeir geta flett upp í símaskránni nokkum veginn skammlaust, lesið dagblöðin á 7 mínútum og farið eftir leiðbeiningunum í hraðbankanum. Þessi stóri hluti þjóðarinnar horfir á videó í stað þess að lesa sér til afþreyingar. Það er ekkert til að böndum". skammast sín fyrir. En þegar til lengdar lætur kemur það niður á tungumálinu. Þegar þeim sem lesa íslensku fækkar þá fækkar um leið þeim sem skrifa hana. Til að tungan verði ekki að einka- máli menntamanna og embættis- manna þarf að hefja sókn. Skólar verða að leggja alla áherslu á notk- un íslensku í ræðu og riti, þannig að hver og einn hafi trú á getu sinni í þeim efnum. Islenskt lestrarefni verður að vera svo aðgengilegt (les- ist ódýrt) að það freisti ekki síður en vídeóspólumar. Fyrsta skrefið í þá átt er að afriema söluskatt af bókum og þeim tímaritum sem enn bera hann. Ólafur Hauksson. „Þjóðin hefur gefist upp. Málfarsvöndun, málnotkun og viðhald tungunnar er aðeins á höndum nokkurra tuga þúsunda íslend- inga.“ „Þið framtíðarmenn," sagði karl- inn um leið og hann steig upp úr heita pottinum í laugunum og sendi um leið væna vatnsgusu með lófanum að síðasta ræðumanni. Sá var í miðri setningu og svelgdist ógurlega á þar sem góður sopi lenti beint ofaní hann, við gífurlegan hlátur viðstaddra. „Annars ber ég virðingu fyrir bjartsýninni," hélt karlinn áfram yfir handriðið og kom þannig í veg fyrir hefndarað- gerðir ræðumannsins sem mat einingu andans í Einari Ben. „Við - „komandi menn“ - ,“ stundi sá málglaði milli hóstakvið- anna, kinkaði kolli og náði sér brátt aftur á strik í ræðunni um gullna framtíð lands og þjóðar. Hvemig lítur þetta þá út úr heitu pottunum séð núna? Einstakt árferði Svo sannarlega á bjartsýnin við á íslandi. Einstakt árferði til lands og sjávar, æskan mannvænleg sem aldrei áður, tækniframfarir auð- velda lífsbaráttuna, menntun þjóðarinnar með því besta sem ger- ist í veröldinni og velferðarríkið blómstrar í heilsugæslu og al- mannatryggingum. M.a. verða íslenskar kerlingar svo gamlar að helst má ekki minnast á það og þjóðfélagið reynir sitt ýtrasta til þess að koma til móts við þá sem em hallir í lífsbaráttunni og styðja þá minni máttar. öfan á þetta bæt- ist svo góð staða útflutningsat- vinnuveganna á erlendum mörkuðum, skuldirnar lækka með dollaranum, sem stefnir í jafnvægi, og lækkun olíuverðsins hefur ger- breytt innflutningsverðlaginu til stórbóta. Ennþá hefui einnig al- þjóðlega séð tekist að koma í veg fyrir viðskiptastríð milli Banda- ríkjanna, Japans og Efnahags- bandalagslandanna, þannig að markaðirnir standa okkur nánast alfarið opnir. Fyrir þvílíka verslun- arþjóð sem Islendinga er þetta mjög Komandi menn stórt atriði og nánast lítið gjald að greiða þótt við töpum einhverju á lækkun dollarans sem var sátta- bragð Bandaríkjanna við fríversl- un í veröldinni og meðbræður sína á „Hótel jörð“ í austri og vestri. Svo er það blessaður hvalurinn. Sefasýkin um selinn Á sínum tíma tókst friðunar- mönnum nánast að eyða byggðum eskimóa og annarra norðurhjara- íhúa í sefasýkisöldunni um selinn. Þegar filmstjörnum og öðrum vitr- ingum í þessum hóp var bent á Annars ber auðvitað að varast þjóðarrembu og „prósentumenn- irnir", sem sumir andans menn nefria þá sem reyna að brjóta efna- hagsmál til mergjar, verða auðvit- að að reyna að temja sér kalda afstöðu til allra tilfinningamála, - veri það freðfiskmarkaðimir eða langamma Reagans. Undir þá mælistiku sett verður víst langt í doktorinn í vísindaveiðum landans í hvalnum. Stóru málin Mestu máli skiptir þó að fólk al- mennt geri greinarmun á stóru Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræöingur „Svo sannarlega á bjartsýni við á ís- landi. Einstakt árferði til lands og sjávar, æskan mannvænleg sem aldrei áður...“ hverjar afleiðingar gerðir þeirra hefðu fyrir afkomu þessa örfátæka fólks, þá svöruðu þau því einfald- lega til að þau hefðu bara ekki gert sér grein fyrir þessu. Þannig var kvittað fyrir það. Langamma Reagans Þegar hvalfangaramir verða komnir á vonarvöl tilkynnir Ro- nald Reagan þeim ábyggilega að langamma hans hafi verið íslend- ingur eða eitthvað álíka og frænd- ur séu bara frændum verstir. Hvað hefðú Bandaríkjamenn sagt ef ís- lendingar hefðu gert athugasemd við blóðvöll nautgripahjarðanna í Chicago? málunum og leiðréttingarmálum. Auðvitað viljum við frelsi og þá tilfinningu að við ráðum okkur og okkar málum sjálf. En eins og karl- inn sagði „frelsi mitt endar á nefi náungans,“ má heldur ekki gleyma því að við lifum í stórum heimi og velmegun er ekkert sjálfsagt mál. Hungur, fátækt, vanþekking, getu- leysi og vonleysi blasir við stórum hluta mannkyns. Fyrir því fólki öllu er íslenskt þjóðfélag blátt áfram paradís á jörð. Þetta eru stóru málin: velmegun byggð á traustu atvinnulífi, öflug heilsu- gæsla, metnaðarfull menntunar- stefna ásamt sívirkri félagslegri samhjálp og síðan rétt mat á stöðu þjóðarinnar í hinu alþjóðlega sam- félagi. Leiðréttingarmálunum verður þjóðin svo að treysta „pró- sentumönnunum" að sjá fram úr. T.d. hvort við græðum meira á hvalveiðum eða traustum freðfisk- mörkuðum. Sjálfsvirðing þjóða Þá er það spumingin um mann- lega reisn og eðlilegt þjóðarstolt. Sá sem glatar sjálfsvirðingunni lít- ur auðvitað ekki glaðan dag. Fólk á miðjum aldri man líka heims- styrjöldina síðari. Þá bárust þjóðir norðurálfu á banaspjótum. Tugir milljóna lágu í valnum. Þá bar mannlega reisn og þjóðarstolt oft á góma. Nú nálgast íbúar jarðar- innar það hröðum skrefum að verða fimm milljarðar. Vandamál sumra þjóða, svæða og heimshluta eru svo geigvænleg að við í örygg- inu og allsnægtunum hér á Fróni megum ekki til þess hugsa. Við reynum líka að hjálpa þessu fólki, sendum peningagjafir, sérþjálfað fólk og tæki og það rennur upp fyrir okkur ljós; vandamálin eru verri viðureignar en svo að við leysum þau með fingursmelli í heitu pottunum í laugunum. Gott að vera íslendingur Samt gagnar svartsýnin ekki neitt, þá er bara betra að láta það vera að skipta sér nokkuð af þessu. Betra er að leggjast á bæn og biðja um bjartsýni. 1 krafti þess síðan að spreyta sig á öllum vandamálunum á þjóðarheimilinu stóra. „Mörg vandamál á stóru heimili," sagði karlinn. En „hin ungborna tíð“ og „komandi menn“ læra að svo best skín ljósið um eyjuna okkar að heimsfriðurinn og prósentumálin séu í sátt og samlyndi. Af og til er líka hollt að minnast þess með þakklæti að vera íslendingur, þrátt fyrir alla gúlsopana, mistökin í leiðréttingarmálunum og grátleg pólitísk mistök sem hinir málglöðu í heitu pottunum sjá í hendi sér. Þaðan séð lítur þetta allt mjög vel út. „Gjafir þínar, sól og vor.“ Lengi hefur „víkingaþjóðin i norðri þráð „bjarta, heiða nótt“. Á þessum undurfögru sumardögiun er freistingin mikil að eiga þær einu innri kenndir, sem náttúru- fegurð, sólskin og fleiri gjafir og tilhlökkunarefni sumarsins valda. Smella fingri í heitu pottunum og málið er leyst. Svo er bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Stinga sér til sunds og reyna að ná hinum bakkanum án þess að kaffæra náungann. Guðlaugur Tryggvi Karlsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.