Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986.
5
Stjómmál
ión Baldvin á fundi í Reykjavík:
Prófkjör sjáKstæðismanna á Yestfjörðum:
VÍII fiármálaráðuneytið Báflir þingmennimir
J gefa kost á sér aftur
„Alþýðuflokkurinn lætur máleíhin
ráða í afetöðu sinni til mögulegrar rík-
isstjómarsamvinnu við aðra flokka
eftir næstu kosningar," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður
flokksins, á fjölmennum fundi í Múla-
kaffl sL laugardagsmorgun.
Að sögn formannsins berst flokkur-
inn berst fyrir samræmdri launastefnu
þar sem endanlega verði tryggt að lág-
launafólkið fái leiðréttingu mála sinna
og skattakerfið verði endurskoðað í
réttlætisátt. Fyrst og fremst þannig
að skattlausir stóreignamenn taki loks
þátt í sameiginlegum kostnaði þjóð-
félagsins. Þá verði misréttið í lífeyris-
sjóðsmálunum leiðrétt og lánamálum
húsnæðiskerfisins komið í það horf að
fólk fái lánin áður en það er um sein-
an og þeir gangi fyrir sem þurfa á
þeim að halda frá opinberum sjóðum.
Einnig berst flokkurinn fyrir vald-
dreifingu í landinu, þannig að dreif-
býlið fái leiðréttingu mála sinna og
endurskipulagningu í landbúnaðar- og
sjávarútvegsmálum.
Jón Baldvin sagðist alls óhræddur
að hefja samstarf við Sjálfstæðisflokk-
inn um þessi mál, reyndar væri það
álitlegasti kosturinn í stöðunni. Fram-
sóknarmennina í Sjálfstæðisflokknum
myndi þá smám saman daga uppi og
frjálslyndisfnkin í stuttbuxnadeild
flokksins gætu sem best stofhað hrein-
an íhaldsflokk væri þetta stjómarsam-
starf þeim um megn.
Framsóknarflokkurinn væri að
bresta enda skildi þjóðin það alls ekki
að halli þyrfti að vera á erlendum við-
skiptum í mesta góðæri sögunnar og
kæmu þar til sex milljarða króna
vaxtagreiðslur sem stofhað var til út
í loftið á Framsóknaráratugnum.
Framsókn ætti að fara í endurhæfingu
og hugsa málið.
Alþýðubandalagið mætti vera með í
ríkisstjóminni þótt þar í flokki ríkti
reyndar algjör upplausn. Verkalýðs-
armur flokksins, sem væri ekkert
annað en kratar, ættu auðvitað hvergi
annars staðar að vera en í Alþýðu-
flokknum, hitt væri bara hippalið sem
þroskaðist með aldrinum. Um annað
„smáflokkakraðak", eins og Jón Bald-
vin orðaði það, fjallaði hann lítið,
sagði Bandalag jafnaðarmanna vera
að líða undir lok og þeim hefði bara
verið nær að taka í útrétta sáttahönd
Alþýðuflokksins. Kvennalistinn væri
þó búinn að staðfesta sig í íslenskri
pólitík.
I mögulegu ríkisstjómarsamstarfi
sagði formaður Alþýðuflokksins
flokkinn myndi sérstaklega leggja
áherslu á að fá fjármálaráðuneytið
vegna löngu tímabærra breytinga á
skattakerfinu og stofnunar eins lífeyr-
issjóðs fyrir alla landsmenn. Auk þess
myndi flokkurinn gera kröfu í félags-
málaráðuneytið vegna húsnæðismál-
anna og valddreifingar út á lands-
byggðina. Þá yrði eitt atvinnumála-
ráðuneyti nauðsynlega að fylgja með
vegna beinna tillagna flokksins í fram-
tíðaruppbyggingu í landinu og nefhdi
Jón Baldvin sérstaklega landbúnaðar-
og sjávarútvegsráðuneytin.
Eeyrvir Traustagon, DV, Flateyxi:
Níu aðilar ætla að taka þátt í próf-
kjöri sjálfstæðismanna sem fram fer
á Vestfjörðum 11. og 12. október.
Báðir þingmenn kjördæmisins gefa
kost á sér, Matthías Bjamason og
Þorvaldur Garðar Kristjánsson.
Frestur til þátttöku í prófkjörinu
rann út síðastliðinn laugardag. Kos-
ið verður um fjögur efetu sætin á
framboðslista fyrir alþingiskosning-
ar. Allir flokksbundnir sjálfetæðis-
menn hafa rétt til þátttöku, svo og
þeir sem- undirrita stuðningsyfirlýs-
ingu við flokkinn. Þegar hefur verið
verið ákveðin röð nafha á prófkjörs-
seðlinum. Efet nafna verður Hildi-
gunnur Högnadóttir, Isafirði. öðrum
frambjóðendum verður raðað eftir
stafróferöð. Þeir em: Matthías
Bjamason, ísafirði, Óli M. Lúðvíks-
son, Isafirði, Ólafur Kristjánsson,
Bolungarvík, Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, Reykjavík, Einar K.
Guðfinnsson, Bolungarvík, Guðjón
A. Kristjánsson, Isafirði, Guðmund-
ur H. Ingólfeson, ísafirði, og Hall-
grímur Sveinsson, Hrafhseyri.
I síðustu kosningum klofnuðu
sjálfetæðismenn og buðu fram tvo
lista. Sigurlaug Bjamadóttir kenn-
ari var i fararbroddi fyrir öðrum
lLstanum. Nú er ljóst að þessi listi
mun ekki bjóða fram og Sigurlaug
hyggur ekki á framboð.
aítarskóli
•^LAFS GAUKS
Jón Baldvin Hannibalsson talar á fundinum í Múlakaffi. DV-mynd GTK
Innritun allra aldursflokka er hafin og fer fram daglega kl. 2-5
e.h. í skólanum, Stórholti 16, sími 27015. Upplýsingasími á öðr-
um tíma er 685752.
- FISHER
Hönnuöir Fisher hafa lagt sig alla fram við
hönnun þessa stórglæsilega myndbandstæk-
is. Útkoman er, eins og sést, glæsilegt tæki,
hlaðið tækninýjungum. VHS-HQ fullkomið
myndgæðakerfi - þráðlaus fjarstýring - 14
daga upptökuminni - digital teljari - kyrr-
mynd - snertitakkar - leitari með mynd -
sjálfvirk bakspólun.
Fisher tæki eru traust og örugg tæki með
mjög lága bilanatíðni og ekki spillir útlitið.
Tæki framtíðarinnar frá Fisher.
Verð kr.
39.950
Nx\\\!í/V/.
vXVw\il//Áv
SJÓNVARPSBÚDIN
Borgartúni 16 - Reykjavík, sími 62-25-55
Strandgötu 23 - Akureyri,
sími 96-26563
I
íllÍlí t! nllÍ'! SYNTHESI2EO TUNING SYSTEM
PAUSE/STILL REC
II
REVVa--------PLÁY---- ----ÖSFF
...;;" ^ m ;
Sparaðu krónuna og eyrinn. Kauptu Fisher.
Fisher gæði í hverjum þræði.