Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Page 30
30 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. Valdið er Sverris Stiklað á stóni á viðburðanku ári hjá menntamálaráðherra 1 haust verður liðið ár frá því að Sverrir Hermannsson tók við embætti menntamálaráðherra. Gengið hefur á ýmsu frá því að ráðherrann hóf störf . og mikið verið um átök. Ráðherra á til dæmis yfir höfði sér tvær ákærur, aðra frá Jafnréttisráði vegna stöðu- veitingar sem talin er bijóta í bága við ákvæði laga um jafhan rétt kvenna og karla, hina frá samtökum náms- manna vegna reglugerðar frá því í janúar um frystingu námslána. En þegar mikið gengur á vilja at- burðir eins og þessir gleymast. Lesend- um til fróðleiks eru því rifjuð upp nokkur atvik sem átt hafa sér stað frá því að ráðherrann tók við embætti. Eins og til dæmis þegar sömu stofnun- inni var útvegað nýtt húsnæði tvisvar sama misserið. Hús Mjólkursamsölunnar Um miðjan desember keypti menntamálaráðherra hús Mjólkur- samsölunnar við Laugaveg fyrfr Þjóðskjalasafii íslands. Kaupverð hússins var 110 milljónir króna en hús Mjólkursamsölunnar er 7.400 fermetr- ar að stærð. Ráðherra hafði engin samráð við Alþingi eða fjárveitinganefnd vegna þessara húsakaupa og á Alþingi 19. desember var þeim mótmælt harðlega. I stjómarskránni segir að allar fjár- festingar á vegum ríkisstjómarinnar séu háðar samþykki Alþingis. Menntamálaráðherra studdist hins vegar við lagaákvæði frá árinu 1974 sem heimilar honum að taka lán til fasteignakaupa með samþykki fjár- málaráðherra, þannig að samþykki þingsins þurfti ekki til. Húsakaup þessi þóttu aftur á móti undarleg fyrir þá sök að fyrr um haus- tið hafði menntamálaráðuneytið tekið á leigu 1.200 fermetra húsnæði á Árt- únshöfða gagngert undir starfeemi Þjóðskjalasafiisins. Var gerður bind- andi samningur til níu ára og kveðið svo áum að ríkið greiddi tvær milljón- ir króna á ári fyrir aðstöðuna, sem er í stórhýsi Kristjáns Siggeirssonar. í ♦ framhaldi af því samþykkti fjárveit- inganefrid Alþingis að verða við beiðni frá menntamálaráðuneytinu um 1,6 milljón króna aukafjárveitingu á ár- inu 1986 til að standa straum af leigunni og til endurbóta á hús- næðinu. En það var áður en ráðherra fór út í fasteignakaup. Þegar blaðamaður DV hafði sam- band við menntamálaráðherra 21. desember, til að kanna hvað yrði um leigusamninginn eftir kaupin á húsi Mjólkursamsölunnar, svaraði hann: „Þetta er lygi. Ég svara þér engu um þetta.“ Lauk þannig samtalinu. Sverrir hringdi þó í blaðamanninn klukkustundu síðar og sagðist þá *• „engar áhyggjur hafa af þessum leigu- samningi." Aðspurður sagðist hann hafa vitað um leigusamninginn áður en hús Mjólkursamsölunnar var keypt. Núna er staðan í máli þessu sú að Þjóðskjalasafnið ætlar að vera í leigu- húsnæðinu í þijú eða fjögur ár eða þar til Mjólkursamsöluhúsið verður tilbúið. Hvað gert verður við leiguhús- næðið eftir það veit enginn. Leigu- samningurinn gildir til ársins 1994 og leigan er tvær milljónir króna á ári eins og fyrr segir. Sverrir skipar lektor Eitt fyrsta verk Sverris Hermanns- sonar á nýju ári var að skipa Matthías Viðar Sæmundsson lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands. Gekk þessi ákvörðun þvert á vilja dómnefndar og deildarfundar heim- spekideildar. Meðal umsækjanda um þessa lekt- orsstöðu var Helga Kress, bókmennta- fræðingur og dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla íslands. Dómnefhd mælti sérstaklega með Helgu og Matthíasi í stöðuna en af þeim tveim var þó meira mælt með Helgu. Á deildarfundi heimspekideild- ar fékk Helga einnig flest atkvæði eða 26, þá Öm Ólafsson, sem fékk sjö, og í þriðja sæti var Matthías Viðar Sæ- mundsson með fjögur atkvæði. Sverrir færði þau rök fyrir ákvörðun sinni að lektorsstaða þessi væri ein- ungis laus til bráðabirgða, eða i tæp þrjú ár á meðan Vésteinn Ólason væri í leyfi. Helga væri dósent við Háskól- ann og hefði henni verið veitt lektors- staðan hefði þurft að ráða annan í embættið sem hún gegnir nú. Þá hefðu skapast erfiðleikar þegar Vésteinn sneri aftur til starfa. Einnig væri ástæða til að fá nýja menn, eins og Matthías Viðar, til starfa við Háskól- Ekki féllust þó allir á þessi rök og olli ákvörðun ráðherrans mikilli óánægju innan heimspekideildar. Helga Kress sagði að ákvörðunin væri i samræmi við ríkjandi kynja- misrétti hér á landi og talandi dæmi um valdníðslu. í janúarmánuði kærði Helga stöðuveitinguna til Jafhréttisr- áðs sem úrskurðaði í mars að mennta- málaráðherra hefði brotið ákvæði laga frá árinu 1985 um jafiian rétt kvenna og karla. Var síðan ákveðið að afla frekari gagna og kæra stöðuveiting- una til dómstóla. Hefúr málið legið niðri í sumar vegna réttarhlés en verð- ur tekið upp að nýju með haustinu. Framkvæmdastjóri LÍN rekinn Önnur embættisfærsla menntamála- ráðherra sem þykir varða við lög er brottrekstur Siguijóns Valdimarsson- ar úr stöðu framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Fréttaljós Erling Aspelund Sverrir vék Siguijóni fyrirvaralaust úr starfi 3. janúar síðastliðinn. í við- tali við Morgunblaðið daginn eftir sagðist menntamálaráðherra ekki geta horft upp á sjóðinn rekinn öðru- vísi en undir stjóm þeirra sem hann treysti. „Þau skil sem mér voru gerð af hálfu þessa sjóðs á síðasta ári fylltu mig vantrausti á að vel og skynsam- lega væri á málum haldið," sagði Sverrir. „Mér var ekki gerð grein fyr- ir stöðu mála sem skiptu tugum milljóna króna.“ í ályktun, sem starfemenn Lána- 'sjóðsins sendu frá sér nokkrum dögum síðar, var hins vegar bent á að af lög- um og reglugerð LÍN sé ljóst að stjóm Lánasjóðsins sé ábyrg fyrir þeirri „vanrækslu" sem menntamálaráð- herra sakar Siguijón um, það er að áætlanagerð sjóðsins fyrir árið 1985 hafi ekki staðist, og að Siguijóni hafi því verið vikið úr starfi á röngum for- sendum. Töldu starfemennimir að brottvikningin væri ólögleg. Starfemenn Lánasjóðsins fóru á fund Steingríms Hermannssonar forsætis- ráðherra mánudaginn 6. janúar og skomðu á hann að láta rannsaka embættisfærslu menntamálaráðherra. Forsætisráðherra sagðist ætla að taka málið fyrir á ríkisstjómarfundi, en Sverrir Hermannsson var þá staddur erlendis. Daginn eftir sagðist Steingrímur telja að embættisfærsla Sverris varð- aði við lög. „Það stefnir því í málaferli og skaðabætur út af þeim aðgerðum sem við erum að tala um,“ sagði for- sætisráðherra í samtali við DV. Og þeir voru fleiri sem efuðust um lög- mæti brottrekstursins. Sigurjón taldi sig geta með fullum rétti höfðað mál á hendur ríkissjóði og krafist skaðabóta. Af þeirri máls- höfðun varð þó ekki þar sem sam- komulag náðist um bætur til handa Siguijóni. Miðaðist bótaupphæðin við 13 mánaða laun ásamt orlofi og hluta af yfirvinnu og var samtals að fjárhæð um 960 þúsund krónur. í frétt sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér 11. júrrí síðastliðinn segir: „Við ák- vörðun bóta hefúr verið höfð hliðsjón af niðurstöðu dómsstóla í málum sem áður hafa gengið vegna brottvikning- ar ríkisstarfsmanns úr starfi." Brottreksturinn reyndist því ríkinu dýrkeyptur. Málefni Lánasjóðsins Afekipti Sverris af Lánasjóðnum voru ekki einskorðuð við brottrekstur framkvæmdastjórans. í upphafi árs gaf ráðherra út reglu- gerð um „frystingu" námslána, þannig að þau yrðu framvegis reiknuð miðað við verðlag í september 1985 en ekki samkvæmt hækkun framfærsluvísi- tölu. Vakti þessi ákvörðun mikla reiði meðal námsmanna og áleit Stúdentar- áð að hún jafngilti 30% niðurskurði á framlögum. Reglugerðin var gefin út 3. janúar en tveimur vikum síðar sagðist ráð- herra ætla að draga hana til baka ef hann fengi samþykki flokksmanna sinna og samstarfeflokks í ríkisstjóm um grundvallarbreytingar á starfeemi Lánasjóðsins. í blaðaviðtali sagði hann tillögur til þessara gagngeru breytinga á lokastigi og að hann væri þess fúllviss að hann fengi þær sam- þykktar, jafiivel í næstu viku. Aldrei kom til þess. Tillögumar, sem Sverrir vísaði til, vom aldrei sam- þykktar og ekki gerðar opinberar fyrr en mörgum mánuðum síðar. Nokkrar spurðust þó út, eins og til dæmis tillög- ur um að námsmenn ættu að greiða rúm 3% í vexti og kostnað ofan á verð- tryggingu, endurgreiða lánin á þijátíu árum og njóta ekki þaks á endur- greiðsluhlutfalli. Féllu hugmyndir þessar allar í slæman jarðveg. Á Alþingi 30. janúar fóm fram um- ræður utan dagskrár um málefni Lánasjóðsins. Stóðu umræðumar í rúmar fimm klukkustundir og vom þingpallar þéttsetnir. Menntamála- ráðherra lagði á þáð áherslu að fregnir í fjölmiðlum um breytingar á lögum Lánasjóðsins væm að mestu tómar getsakir. Samstarfehópur, sem hann hefði fengið til liðs við sig, hefði lagt fyrir hann frumhugmyndir um breytta skipan á málum LÍN, en hann hefði sjálfur ekki haft tíma eða tæki- færi til að taka afetöðu til þeirra hugmynda og ekki enn rætt þær við flokksbræður og samstarfemenn í rík- issfjóm. Og það þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. Ingvar Gíslason, fyrrum mennta- málaráðherra og þingmaður Fram- sóknarflokksins, vakti athygli á því í umræðunum að í stjómarsáttmála Sjálfetæðisflokksins og Framsóknar- flokksins er hvergi kveðið á um breytingar á lögum um námslán og námsstyrki. Hann benti á að mennta- málaráðherra hefði sett á laggimar endurskoðunamefnd til höfuðs Lána- sjóðnum og starfsemi hans án þess að nokkurt samráð hefði verið haft við Framsóknarflokkinn. Hér væri því verið að fara á bak við samstarfsaðila í ríkisstjóm í einkar mikilvægu máli. Þingmaðurinn sagðist ætla að beita sér fyrir því innan Framsóknarflokks- ins að barist yrði gegn öllum grund- vallarbreytingum á starfeemi Lánasjóðsins. Viku síðar fól forsætisráðherra Finni Ingólfssyni, formanni SUF og aðstoðarmanni sjávarútvegsráðherra, að kanna frumvarp Sverris um breyt> ingar á lögum Lánasjóðsins. Finnur gerði það og á meðan fengu þingmenn stjómarflokkana ekkert að vita um efni frumvarpsins. ann. Hvað næst, Sverrir? V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.