Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Side 47
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986.
47
Utvarp - Sjónvaip
Veðrið
Sjónvarp kl. 21.45:
Skolabom
í verkfalli
Helgi Már Baröason, umsjónarmaður
þáttarins Allt og sumt, þar sem hann
mun leika tónlist sem hlustendur á
Suðurnesjum og i Gullbringu- og
Kjósarsýslu hafa beðið um.
Útvarp, rás 2, kl. 16.00:
Hvað velja
Suður-
nesja-
menn?
Þáttur Helga Más Barðasonar, Allt
og sumt, verður á sínum stað á rás 2
í dag klukkan 16.00. Þáttur Helga Más
er óskalagaþáttur með nokkuð sér-
stöku sniði þar sem íbúum á hinum
ýmsu stöðum á landinu gefst kostur á
að velja tónlist sem þeir sakna úr út-
varpi eða gömul uppáhaldslög.
I dag fáum við að heyra tónlist sem
Suðumesjamenn og íbúar Gullbringu-
og Kjósarsýslu halda upp á eða hafa
saknað úr útvarpinu. Það verður
spennandi að heyra hvaða tónlist það
verður en hlustendur geta hringt
óskalög sín inn milli klukkan 12.00
og 13.00 þá daga sem Allt og sumt er
á dagskrá rásar 2.
Eileen Atkins og Bernard Hill í hlutverkum kennarahjónanna, Kitty og Tom
Higgins, í bresku sjónvarpsmyndinni, Uppreisnin í skólanum.
í sjónvarpinu í kvöld verður sýnd
bresk sjónvarpsmynd um sannsögu-
lega atburði í Burstonþoipi í Norfolk-
héraði í Englandi. Myndin nefnist
Uppreisnin í skólanum en atburðimir,
sem fjallað er um í henni, áttu sér stað
árið 1914 þegar kennarahjónum, sem
kenndu við bamaskólann, var vikið
frá störfum. Ástæða þess var sú að
skólanefndinni þótti hjónin of róttæk
í skoðunum en nemendur skólans
vildu ekki sætta sig við brottrekstur-
inn og fóm í verkfall í mótmo laskvni.
Kennarahjónin, Tom og Kitty Higg-
ins, héldu ótrauð áfram kennslu, lýrst
undir berum himni en síðan var reist-
ur sérstakur skóli íyrir þau þai sem
þau kenndu til 1939.
Uppreisnin í skólanum var sýnd í
Bretlandi i febrúar í fyrra og hlaut þá
mjög góða dóma. Með aðalhlutverk
fara þau Eileen Atkins, Bemard Hill
og John Shrapnel en leikstjóri er Nor-
man Stone. Þýðandi er Kristmann
Eiðsson.
Bylgjan kl. 21.00:
Spilað og spjallað
Vilborg Halldórsdóttir sér um
tveggja klukkustunda langan þátt á
Bylgjunni í kvöld sem nefnist Vilborg
Halldórsdóttir spilar og spjallar. Þátt-
urinn hefst klukkan 21.00.
Dagskrá þáttarins er sniðin við hæfi
unglinga á öllum aldri og segir í kynn-
ingu þáttarins að tónlistin verði í góðu
lagi sem og gestir þáttarins. Vilborg
verður með þennan þátt á þriðjudags-
og miðvikudagskvöldum á sama tíma.
Hún er líka með þátt á Bylgjunni á
laugardögum sem heitir einfaldlega
Laugsirdagssíðdegi. Þar leikur hún
notalega helgartónlist og les kveðjur.
Mánudagur
15. september
Sjónvarp
19.00 Úr myndabókinni - 19. þáttur.
Endursýndur þáttur frá 10. sept-
ember.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Poppkorn. Tónlistarþáttur fyrir
táninga. Gísli Snær Erlingsson og
Ævar Öm Jósepsson kynna mús-
íkmyndbönd. Samsetning: Jón
Egill Bergþórsson.
21.10 íþróttir. Frá Evrópumeistara-
mótinu í frjálsum íþróttum í
Stuttgart. Umsjónarmaður Bjami
Felixson.
21.45 Uppreisnin í skólanum. (The
Burston Rebellion). Bresk sjón-
varpsmynd um sannsögulega
atburði. Leikstjóri Norman Stone.
Aðalhlutverk: Eileen Atkins,
Bernard Hill og John Shrapnel.
Árið 1911 voru hjónin Kitty og
Tom Higgins ráðin til að kenna
við barnaskóla í Burstonþorpi í
Norfolkhéraði. Þau reyndust rót-
tækari í skoðunum en skólanefnd-
inni líkaði svo að þeim var vikið
frá störfum. Þá gripu skólabörnin
til aðgerða sem urðu upphaf
lengstu vinnudeilu í sögu Breta.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
23.15 Fréttir í dagskrárlok.
Útvarp rás I
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
Lesið úr forustugreinum lands-
málablaða. Tónleikar.
13.301 dagsins önn Heima og heim-
an. Umsjón: Hilda Torfadóttir.
(Frá Akureyri).
14.00 Miðdegissagan: „Mahaatma
Gandhi og lærisveinar hans“
eftir Ved Mehta. Haukur Sig-
urðsson les þýðingu sína (13).
14.30 Sígild tónlist. Spænsk svíta eft-
ir Isaac Albéniz. Nýja fílharmon-
íusveitin í Lundúnum leikur;
Rafael Friibeck de Burgos stjórn-
ar.
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleik-
ar.
15.20 Landpósturinn. Meðal efnis
brot úr svæðisútvarpi Akureyrar
og nágrennis.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 íslensk tónlist. a. Forleikur og
fúga um nafnið Bach eftir Þórarin
Jónsson. Björn Ólafsson leikur á
fiðlu. b. Trompetsónata eftir Karl
O. Runólfeson. Björn Guðjónsson
og Gísli Magnússon leika. c. Nok-
túrna fyrir flautu, klarinettu og
strengjasveit eftir Hallgrím
Helgason. Manuela Wiesler og
Sigurður Snorrason leika með Sin-
fóníuhljómsveit Islands; Páll P.
Pálsson stjórnar.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpið. Umsjón: Krist-
ín Helgadóttir og Sigurlaug M.
Jónasdóttir.
17.45 Torgið. Þáttur um samfélags-
breytingar, atvinnuumhverfi og
neytendamál. - Bjarni Sigtryggs-
son og Adolf H.E. Petersen.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar. Tónleikar.
19.40 Um daginn og veginn. Úlfar
Þorsteinsson verkstjóri talar.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg
Thoroddsen kynnir.
20.40 Þættir úr sögu Evrópu
1945-1970. Jón Þ. Þór flytur þriðja
erindi sitt.
21.05 Gömlu danslögin.
21.30 Útvarpssagan: „Frásögur af
Þögla“ eftir Cecil Bödker.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Fjölskyldulíf Kynlíf og klám.
Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir
Utvarp rás n
12.00 Hlé.
14.00 Flugur. Þorgeir Ástvaldsson
kynnir ný og gömul dægurlög.
16.00 Allt og sumt. Helgi Már Barða-
son stjórnar þætti með tónlist úr
ýmsum áttum, þ.ám. nokkrum
óskalögum hlustenda í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og kaup-
stöðunum Keflavík, Grindavík og
Njarðvík.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00,
11.00, 15.00, 16.00 og 17.00.
SV ÆÐISÚTV ARP VIRKA DAGA
VIKUNNAR FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
17.03 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík
og nágrenni. Stjómandi: Sverrir
Gauti Diego. Umsjón ásamt hon-
um annast: Sigurður Helgason,
Steinunn H. Lárusdóttir og Þor-
geir Ólafeson. Útsending stendur
til kl. 18.00 og er útvarpað með
tíðninni 90,1 MHz á FM-bylgju.
17.03 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni. Umsjónarmenn:
Finnur Magnús Gunnlaugsson og
Örn Ingi. Útsending stendur til kl.
18.30 og er útvarpað með tíðninni
96,5 MHz á FM-bylgju um dreifi-
kerfi rásar tvö.
Bylgjan
12.00 Á hádegismarkaði með Jó-
hönnu Harðardóttur. Jóhanna
leikur létta tónlist, spjallar um
neytendamál og stýrir flóamark-
aði kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og
14.00.
14.00 Pétur Steinn á réttri bylgju-
lengd. Pétur spilar og spjallar við
hlustendur og tónlistarmenn.
Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00.
17.00 Hallgrímur Thorsteinsson í
Reykjavík síðdegis. Hallgrímur
leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar
og spjallar við fólk sem kemur við
sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00.
19.00 Þorsteinn Vilhjálmsson í
kvöld. Þorsteinn leikur létta tón-
list og kannar hvað er á boðstólum
í kvikmyndahúsum, leikhúsum,
veitingahúsum og víðar í næturlíf-
inu.
21.00 Vilborg Halldórsdóttir spilar
og spjallar. Vilborg sníður dag-
skrána við hæfi unglinga á öllum
aldri, tónlistin er í góðu lagi og
gestimir líka.
Bylgjan
W Ú W
23.00 Vökulok. Fréttamenn Bylgj-
unnar ljúka dagskránni með
fréttatengdu efni og ljúfri tónlist.
Þriðjudagur
16. september
Útvazp zás I
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Hús 60 feðra“ eftir Meindert
Dejong. Guðrún Jónsdóttir les
þýðingu sína (14).
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar.
Tónleikar, þulur velur og kynnir.
9.45 Lesið úr forustugreinum dag-
blaðanna.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragn-
ar Stefánsson kynnir lög frá
liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórar-
inn Stefánsson.
Utvazp zás H
9.00 Morgunþáttur í umsjá Ásgeirs
Tómassonar, Gunnlaugs Helga-
sonar og Sigurðar Þórs Salvars-
sonar. Elísabet Brekkan sér um
bamaefiii kl. 10.05.
Veðrið
I dag verður hæg vestlæg átt á landinu
og skýjað víðast hvar, dálítil súld eða
skúrir verða við vesturströndina og
einnig norðan- og norðaustanlands
þegar líður á daginn en þurrt að mestu
í öðrum landshlutum. Hiti verður 5-10
stig.
Akureyri skýjað 3
Egilsstaðir þoka 1
Galtarviti skýjað 4
Hjarðarncs skýjað 2
KeílavíkurflugvöIIur súld 7
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 5
Raufarhöfh skýjað 2
Reykjavík súld 7
Sauðárkrókur úrkoma 6
Vestmannaeyjar úrkoma 7
Útlönd kl. 6 í morgun:
Bergen skúr 4
Helsinki rigning 9
Ka upmannahöfn léttskýjað 9
Osló skýjað 4
Stokkhólmur rigning 9
Þórshöfn léttskýjað 6
Útlönd kl. 18 í gær:
Algarve skýjað 23
Amsterdam mistur 12
Aþena heiðskirt 25
Barcelona léttskýjað 24
(CostaBrava)
Berlín skýjað 21
Chicagó alskýjað 20
Feneyjar þokumóða 23
(Rimini/Lignano)
Frankfurt skýjað 20
Glasgow léttskýjað 11
London skýjað 14
LosAngeles skýjað 21
Lúxemborg skýjað 17
Madrid skýjað 27
Malaga heiðskírt 24
(Costa delsol)
Mallorca léttskýjað 28
(Ibiza)
Montreal hálfskýjað 12
New York léttskýjað 20
Nuuk skýjað 8
París skýjað 20
Vín skýjað 22
Winnipeg alskýjað 12
Valencia hálfskýjað 26
Gengið
Gengisskráning nr. 173-15. september
1986 kl. 09.15
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 40,610 40,730 40.630
Pund 60,326 60,504 60,452
Kan. doliar 29,301 29,388 29,122
Dönsk kr. 5,2417 5,2572 5,2536
Norsk kr. 5,5490 5,5653 5,5540
Sænsk kr. 5,8791 5,8965 5,8858
Fi. mark 8,2675 8,2919 8,2885
Fra. franki 6,0644 6,0823 6,0619
Belg. franki 0,9582 0,9611 0,9591
Sviss. franki 24,5081 24,5806 24,6766
Holl. gyllini 17,5801 17,6320 17,5945
Vþ. mark 19,8388 19,8974 19,8631
ít. líra 0,02875 0,02884 0,02879
Austurr. sch. 2,8226 2,8309 2,8220
Port. escudo 0,2772 0,2780 0,2783
Spá. peseti 0,3025 0,3034 0,3037
Japansktyen 0,26222 0,26300 0,26272
írskt pund 54,606 54,768 54,641
SDR 49,1744 49,3186 49,1764
ECU 41,6882 41,8114 41,7169
Símsvari vegna gengisskráningar 22190.
06.00 Tónlist í morgunsárið. Fréttir
kl. 7.00.
07.00 Á fætur með Sigurði G. Tóm-
assyni. Létt tónlist með morgun-
kaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin,
og spjallar við hlustendur og gesti.
Fréttir kl. 8.00 og 9.00.
09.00 Páll Þorsteinsson á léttum
nótum. Palli leikur öll uppá-
haldslögin og ræðir við hlustendur
til hádegis. Fréttir kl. 10.00, 11.00
og 12.00.
\ MINNISBLAÐ
Muna eftir
að fá mer
eintak af
r
Urval