Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. Anthony (Feiti Tony) Salemo, núverandi guðfaðir. Carmine Philip Rastelli. núverandi guðfaðir Anthony (Tony Oucks) Corallo, núverandi guðfaðir Persico, núverandi guðfaðir. Paul Gastellano, myrtur 1985. Charmine Galante, myrtur 1979. Carmine Tramunti, fangelsaður 1974, dáinn 1978. Frank (Funzi) Tieri, dáinn 1981. Fallnir guðfeður f'rarn til 1980 Carlo Gambino, dó 1976. Philip Rastelli, fangelsaður 1975-79. Joseph Colombo, hlaut örkuml i skotárás 1971 og andaðist 1978. Thomas Eboli, myrtur 1972. Caetano Lucchese, dáinn 1967. Albert Anastasia, myrtur af Gambino og fleirum úr fjöl- skyldunni 1957. Fallnir guðfeður Vito Genovese, samstarfsmaður Lucianos. Fangelsaður 1959, dáinn 1969. Joseph Bonanno. flæmdur frá 1964. Joseph Profaci, dó 1962. Thomas Gaglíano, dáinn 1953. Frank Costello, settist í helgan stein eftir að Genovese hafði sýnt honum tilræði 1957. Philip og Vincent Mangano, settir af 1951. Philip var myrt- ur af Anastasia. „Lucky" Luciano, dæmdur lí dáinn 1962. Salvatore Maranzano skapaði fimm mafíufiölskyldur í New York, og varð guðfaðir allra, myrtur 1931 Joe guðfaðir Masseria drepinn af Maranzano 1931 m COLOMBO GAMBINO Utlönd Hörð hríð gerð að bandarísku mafíunni Æ ofan í æ hefur réttvísin lagt til atlögu við mafíuna en glæpasamtökin hafa staðið allt af sér. Síðustu fimm árin hafa 2554 mafíubófar sætt ákærum. Nú gera menn sér vonir um að greiða henni högg sem undan kenni. Fimm helstu „fjölskyldumar‘‘ eru undir smásjánni. Lögregla og ákæruvald hafa nú orðið meira bolmagn og ganga harðar fram. Hinir voldugu fimm fingur mafiunnar sem teygja sig um New York John Gotti, núverandi guðfaðir Fimm helstu mafiufjölskyldur Bandarikjanna hafa nú sverð réttvísinnar reitt yfir sér. Aldrei fyrr hefur armur lag- anna haft jafnmíkið bolmagn til þess að glíma við þetta marghöfða skrímsl. Nú skal skraekur skjálfa og skuggi kyssa völl, mundi Skugga-Sveinn segja ef hann sæi atlögu bandarísku réttvísinnar að mafíunni núna. En jafnvel þótt draga eigi alla toppa fimm helstu „fjölskyldnanna'1 til reikningsskila eru fáir trúaðir á að endanlega verði að þessu sinni geng- ið milli bols og höfuðs á La Cosa Nostra. Það er jafnan fljótt að spretta upp aftur nýtt illgresi þótt eldri arfi sé reyttur. Þó var fyrir nokkrum vikum einn öflugur kvistur höggvinn af, sem var Philip Rastelli í Bonanno-fjölskyld- unni. Og jafnframt hafa mafíu-rétt- arhöldin í New York sýnt fram á annað í leiðinni. Þagnarlögmálið (omerta), hræðsluvaldið, hefur verið rofið. Félagar í mafíunni, sem áður þorðu ekki fyrir sitt litla líf að bera vitni eða yfir höfuð talað opna á sér munninn, láta nú orðið tilleiðast að vitna gegn íyrri glæpafélögum til þess að bjarga eigin skinni. En hve lengi endist sú kokhreysti? Og nú er svo komið að loks viður- kenna hinir ákærðu að til sé fyrir- bæri sem kallað er mafía eða La Cosa Nostra. Verjendumir viður- kenna það og ýmsir mafíuforingjar hafa jafnvel skrifað endurminningar sínar. En það er síðan langur vegur til þess að þeir játi á sig lögbrot. Nefndin Enginn veit með vissu hversu umsvifamikil mafían er. Sæmilega kunnugir menn giska á að mafíufjöl- skyldumar hafi í fyrra velt á milli handanna um 150 milljörðum doll- ára, og árshagnaðurinn hafí verið 26 milljarðar. Fjárþvinganir, ólög- legt fjárhættuspil og veðmól, mútur, falskir verktakasamningar, vændi, eiturlvfjasala og morð em hluti þess- ara umsvifa. Til þess að stýra allri þessari at- hafhasemi og deila kökunni „réttlát- lega“ á milli var sett ó laggimar 1931 nefnd sem í daglegu tali kallast einfaldlega „neftidin“. Þetta er æðstaráð yfirmanna fjölskyldnanna í New York. I nefndinni em leyst innbyrðis ágreiningsatriði. Nefhdin varð til upp úr innbyrðis styijöldum sem fjölskyldumar háðu þann blóð- uga septembermánuð 1931. Topp- skarfamir settu sér og öðrum starfsreglur um hvað væri leyfilegt og hvað ekki. Til dæmis varð ekki liðið framar að hóttsettur mafíufor- ingi væri ráðinn af dögum, nema þá með blessun hinna í „nefndinni“. Eða svo sagði eitt vitni, Angelo Lonardo, fyrir rétti á Manhattan á dögunum. Hann valdi að leysa frá skjóðunni til þess að komast hjá lífs- tíðarfangelsi eða 103 ára fangelsi (án möguleika á eftirgjöf). Sé það satt að leyfi nefridarinnar þurfi til að ráða guðföður, eins og æðstráðendur hverrar mafiufjöl- skyldu em kallaðir, þá er Ijóst að nefndin hefur ekki verið nísk á slík- ar undanþágur í gegnum tíðina: 1957 var Albert Anastasia myrtur á rak- arastofu. Hann var jafhan kenndur við skuggalegt fyrirtæki sem kallað var Morð hf. Joseph Colombo var drepinn 1971. Carmine Galante var ráðinn af dögum á matsölustað í Brooklyn 1979. Paul Castellano var drepinn fyrir utan steikarhús á Manhattan í desemher í fyrra. - Og þetta eru aðeins nokkur dæmi. Af þeim átta, sem sitja á sakabekk í New York réttarhöldunum um þessar mundir, mundi útlitsins vegna enginn þeirra þekkjast frá vammlausum borgurum og máttar- stólpum í þjóðfélaginu. Þetta sýnast heldrimenn fram í fingurgóma og sumir kannski starfandi í sóknar- nefiidinni heima. Þama er til dæmis Feiti Tony, höfuð Genovese-fjölskyldunnar, en hennar jdhráðasvæði er Greenwich Village, Austur-Harlem, Brooklyn og New Jersey. Fullu nafni heitir hann Anthony Salemo og er 75 ára að aldri. Annar er Anthony (Tony Ducks) Corallo, yfirmaður Lucc- hese-fjölskyldunnar, sem hefur sig mest í frammi í Bronx og raunar einnig í Brooklyn og Austur-Harlem, enda hefur komið til árekstra milli hennar og Genovese-fjölskyldunnar. Þriðji guðfaðirinn þama á sakabekk er Carmine Persico, sem raunar hef- ur setið í fangelsi í fjórtán ár, en stýrir samt ennþó Colombo-fjöl- skyldunni í Brooklyn og Manhattan. Hann annast sjálfur eigin mólsvöm og ferst það ekki illa af fréttum að dæma. Carmine junior er meðal margra sem bendlaðir hafa verið við morðið á Anastasia en hefur þó aldr- ei sætt ákæm fyrir það. Það er óbreyttur dáti, Anthony (Bruno) Indelicato (þrítugur að aldri) sem er látinn svara til saka fyrir Bonanno- fjölskylduna, en hann hefur raunar stýrt henni mikið til fyrir guðfoður- inn, Philip Rastelli (68 ára), sem dæmdur var í fangelsi 1975 og sat inni til 1979. Meðal ákæruatriða á hendur honum em 25 morð og 24 fjárkúgunartilfelli. Réttarhöldin yfir þessum hafa farið fram ó Manhattan, en voldugasta mafíufjölskylda New York, Gamb- ino-fjölskyldan, svarar til saka í Brooklyn. Þar em guðfaðirinn, John Gotti, og sex aðrir úr fjölskyldunni á sakabekknum. Saksóknin byggist að mestu leyti ó brotum á lögum sem kennd em við Rico og fjalla um fjár- kúgun og spillingu. Seinlegt málaþras Það munu líða margir mánuðir áður en málin verða tekin til dóms. Á þeim tíma verður leiddur fram til vitnis fjöldi liðhlaupa úr mafíunni og lögð fram gögn sem byggjast á hljóðupptökum, símhlerunum auk margs annars. Sækjendumir era bjartsýnir á málalok. Af segulspólum, sem leiknar em í réttarsölunum, má heyra setningar eins og „verður að deyja“, „við ætt- um að drepa þá“, eða „losaðu þig við þá, skjóttu þó“ og svo framvegis. I einni hljóðrituninni heyrist Feiti Tony bera sig upp undan því að það skorti á tilhlýðilega virðingu. Þann- ig hafi einn óbreyttur dáti vogað sér að kalla hann Feita Tona, sem þykir óheyrilegur skortur á aga og hefði fyrrum aldrei liðist af nokkrum guð- fóður. Og þar er komið að einu vandamálinu, sem mafían virðist eiga meira við að stríða í dag en fyrrum. Gamlir siðir em ekki lengur virtir sem fyrr. Þagnarlögmálið er ekki lengur heilagt, og þar í eygir réttvísin sér góðar vonir um meiri framgang í baráttunni gegn maf- íunni. Kerfisbákn þess opinbera getur boðið þeim, sem vitni ber, eftirgjöf saka, vemd og nýtt líf á allt öðrum stað. Hinir ákærðu geta einvörð- ungu haft í hótunum um hefndir. Einn og einn lætur hræðast Fyrir kemur það að hótanimar hrífa. John Turano, vitni saksóknar- ans Michael Chertof, meðgekk blátt áfram að hann þyrði ekki að bera vitni, þegar minnið tók allt í einu að bregðast honum í vitnaleiðslu um morðið á Carmine Galante. En þótt einn og einn láti hræðast, er þó auðfinnanleg stórbreyting á ofsahræðslunni, sem fyrir aðeins fóum árum aftraði öllum, jafht félög- um í mafíunni sem utanscimtaka- mönnum og jafnvel fómardýrum, frá því að veita yfirvöldum nokkrar minnstu upplýsingar. Margt veldur þessu. Öðmvísi er staðið að ráðningu nýrra manna til starfa fyrir fjölskylduna. Hin gamla tiyggð innflytjendanna, sem enga áttu að aðra en hver annan, oggöm- ul tengsl frá fæðingarlandinu (Italíu eða Sikiley) hnýta ekki menn lengur sanian jafhföstum böndum og fyrr. Og með því að ganga að mörgum guðfeðrum í einu sverfur að heildar- samtökunum í sömu andránni. Það veikir mátt þeirra. Mafíósamir em uggandi. Þess gætir að rottumar telji sig þurfa að flýja sökkvandi skipin þegar fyrir- sjáanlegt er að forkólfamir verði dæmdir. Veldi þeirra sýnist vera hnekkt og óttinn, sem menn höfðu af þeim, hverfur með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.