Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. íþróttir • Steve Perryman. Penyman til Brentford Steve Perryman, sem lék yfir 700 leiki með aðailiði Tottenham á þeim 19 árum sem hann var hjá félaginu, hefur nú skrifað undir samning við 3. deildar liðið Brentford. Perryman, sem nú er 34 ára gamall, yfirgaf Tottenham í mars sl. og hélt þá til Oxford. Hann mun leika með sínu nýja liði, Brentford, en einnig mun hann hafa titilinn aðstoðarfram- kvæmdastjóri þar. -klp ÞjáKari Atlet. Madrid rekinn Vicent Miera, þjálfari Atletico Madrid, hefur verið rekinn frá fé- laginu. Hann er fimmti þjálfarinn sem er rekinn frá spánsku 1. deild- ar félagi á þessu keppnistímabili þegar aðeins þrettán umferðir eru búnar. Miere var eínnig aðstoðar- maður Miguel Munoz, landsliðs- þjálf'ara Spánverja. Hann var ekki endurráðinn í þá stöðu eftir HM keppnina í Mexíkó. -SOS Rekinn úr landi fyrir lélegan árangur Júgóslavinn Tomislav Ivic, sem m.a. var þjálfari Arnórs Guðjohn- sen hjá Anderlecht í Belgíu, er nú enn eínu sinni atvinnulaus. Hann var rekinn fyrir nokkrum dögum frá hinu fræga gríska fé- lagi Panathinaikos. Hefur gengi þess verið mjög slakt það sem af er og var þeim júgóslavneska þá sagt að taka pokann sinn og koma sér úr landi. -klp Fótbolta-AiD Metsöluplatan á Ítalíu og trú- lega víða um heim næstu jói verður líklega plata með lagi sem ber hið alkunna nafn „Hall- eluja.“ Á þessari plötu, sem tekin var upp nú á dögunum, syngur söng- sveit sem kallar sig Football-Aid. í þeirri söngsveit eru 18 erlendar knattspyrnustjörnur á ftalíu. Má þar m.a. nefna Míchel Platini, Rummenigge, Liam Brady og marga fieiri. Norðurlandaþjóðirnar eiga þar sína fulltrúa, en það eru þeir Dan Corneliusson, Michael Laudrup, Klaus Berggren og Preben Elkj- ær Larsen. Með þessum köppum syngur bamakór sem er þekktur á Ítalíu. Platan á að koma út fyrir jól og gera útgefendur hennar sér vonir um að hún seljist vel. Allur ágóði af henni rennur til hungr- aðra barna í Afríku og Asíu. -klp Stóiteikur Guðjóns er ÍBK yfirspilaði KR - Keftvíkingar sigruðu 87-58 og halda toppsætinu Magnús Gislason, DV, Suöumesjum; „Liðið er greinilega á uppleið og það er allt að smella saman hjá okk- ur. Ég vil þakka þetta sérstaklega góðri einbeitingu sem liðið nær upp fyrir hvefn leik og er þáttur Gunnars Þorvarðarsonar mikill í þessu öllu saman. Hann hefur góð áhrif á liðið og er mjög fær þjálfari," sagði Guðjón Skúlason, leikmaður fBK, í samtali við DV en hann átti stóran þátt í því að Keflvíkingar tóku KR-inga í kennslustund í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í íþróttahúsinu i Keflavík í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 87-58 eftir að Keflvíkingar höfðu haft tólf stiga forystu í hálfleik, 40-28. Keflvíkingar hófú leikinn af miklum krafti og höfðu ávallt forystu í fyrri hálfleik eins og reyndar allan leikinn. Guðjón Skúlason fór á kostum í leikn- um og skoraði þrjár þriggja .stiga körfur og átti þar að auki mjög góðan leik í vöminni en hann varð svo fyrir því óhappi síðar í leiknum að meiðast á kálfa en kom svo reyndar aftur inn á undir lok leiksins. Um miðjan fyrri hálfleik vom Keflvíkingar búnir að ná átta stiga forskoti, 16-8, sem þeir héldu og gott betur en það það sem eftir lifði af hálfleiknum. I seinni hálfleik tóku Keflvíkingar KR-inga heldur betur í bakaríið og gengu algjörlega frá þeim og um miðj- an hálfleikinn voru þeir búnir að ná yfirburða forystu, 63-35, og ekki að spyija að leikskokum. Undir lok leiks- ins fengu leikmenn Keflavíkurliðsins sem lítið fá spila með liðinu að spreyta sig og skiluðu þeir hlutverki sínu með sóma og áður en yfir lauk var yfir- burðasigur í höfh hjá þeim yfir slöpp- um KR-ingum. Eins og áður sagði fóru Keflvíkingar á kostum og var Guðjón fremstur í þeirra flokki en annars átti allt liðið skínandi leik og er efet sem stendur i úrvalsdeildinni. Það er alveg víst að liðið er ekki á því að láta toppsætið af hendi enda fima sterkt um þessar mundir. KR-liðið virkaði óvenju slappt í þessum leik og er eins og það sé alls ekki í góðri æfingu að undanskildum Ástþóri Ingasyni sem var sá eini sem stóð upp úr í liðinu og átti góðan leik. Dómíirar voru Kristbjöm Albertsson og Kristinn Albertsson. Stigin: ÍBK. Guðjón 31, Sigurður 15, Hreinn 9, Gylfi 9, Jón Kr. 6, Falur 6. Ólafur 5, Matti 2, Guðbrandur 2, Ingólfur 2. KR. Ástþór 22, Guðmundur 10, Guðni 9. Matthías 6, Garðar 4, Skúli 2, Samúel 1. Maradona, Lineker og Basten verðlaunaðir - Maradona fékk gullknött en hinir gullskó I gær var Argentínumaðurinn, Diego Armando Maradona útnefndur besti leikmaður síðustu heimsmeistara- keppni í knattspymu í Mexíkó og kemur það víst fáum á óvart. Mara- dona hlaut að launum knött úr skíragulli. Samtals hlaut hann 2.564 stig hjá þeim 920 blaðamönnum sem fylgdust með keppninni. Næstur kom Toni Schumacher, markvörður V- Þjóðveija, með 344 stig og Preben Elkjær Larsen hlaut 236 stig. Yfir- burðir Maradona miklir enda var hann í essinu sínu í Mexíkó og öðrum fremur maðurinn á bak við heims- meistaratitil Argentínu. Hollenski leikmaðurinn Marco Van Basten fékk gullskóinn fyrir að vera' markahæsti leikmaður Evrópu á síð- asta ári. Basten skoraði 37 mörk í 34 leikjum með Ajax. Þá fékk Englend- ingurinn Gary Lineker einnig skó úr gulli fyrir að vera markahæstur allra í heimsmeistarakeppninni í Mexikó en þar skoraði hann sex mörk. -SK. • Morten Frost mátti sætta sig við að tapa úrslitaleik. Svíar loks með í OL í knattspymu Svfþjóð sendir nú í fyrsta sinn í 23 ár lið í forkeppni ólympíu- leikanna í knattspyrnu. Liðið leikur sinn fyrsta leik gegn Spáni í Madrid 19. nóvember nk. Svíar hafa ekki sýnt þessari forkeppni OL í knattspyrnu áhuga fyrr en nú. Hafa þeir eins og margir aðrir talið hana vera hálfgert svindl. Þjóðunum hafi verið bannað að nota atvinnu- menn sína, en það gerðu samt allar þjóðir fyrir austan járntjald. Þar eru allir skráðir áhugamenn, • sama í hvaða íþróttagrein þeir keppa. -klp Badminton: Indónesía tók alla titla á Worid Cup - nema í einliðaleik kvenna. Frost tapaði úrslitaleik Danski badmintonmaðurinn Mort- en Frost varð aftur að láta í minni pokann fyrir Icuk Sugiarto frá Indó- nesíu er þeir áttust við í úrslitaleikn- um í World Cup í badminton sem fram fór í Jakarta í Indónesíu um síðustu helgi. Þeir mættust þar í úrslitaleiknum í einliðaleik karla. Var það hörku- leikur eins og jafnan þegar þeir mætast í leik og spennan mikil. Frost var síst lélegri í þessum leik, en hann hafði alla áhorfendur á móti sér. Þeir stóðu sem einn maður með sín- um manni, enda var hann á heima- velli og badminton nánast þjóðar- íþrótt í Indónesíu. Oddalotu þurfti til að skera úr um sigurvegarann. Frost sigraði í þeirri fyrstu, 15-5, en Sugiarto í þeirri næstu, 15-6, Oddalotan endaði svo með 15-11 sigri hans eftir að Frost hafði verið yfir, 11—10. I einliðaleik kvenna kepptu tvær kínverskar til úrslita. Þar sigraði Li Lingwi stöllu sína Han Aping, 11-8 og 11-3. Þær stöllur sigruðu svo sam- an í tvíðliðaleik þar sem þær kepptu við tvær stúlkur frá Indónesíu. Keppendur þaðan voru alls staðar í úrslitum og unnu allt nema einliða- leik og tvíliðaleik kvenna. -klp • Guðmundur Guðmundsson sést hér í mikl á honum og félögum hans í Víkingi á sunnui nái góðum úrslitum úr fyrri leik liðanna og þa i gegnum tíðina að þeir geta ráðið úrslitum I í Höllina á sunnudagskvöldið. • Battiston aftur með Frökkum. i Fernandez ! ekki með j Frökkum Luis Fernandez, miðvallarspilarinn snjalli, mun ekki leika með Frökkum gegn j A-Þjóðverjum i Evrópukeppni landsliða í ■ Leipzig í næstu viku. Femandez á við I meiðsli að stríða í hné. Henri Michel, lands- ■ liðsþjálfari Frakka, hefur valið landsliðshóp ■ sinn og leikur Michel Platini með Frökkum. Það er reiknað með að Ferald Passi hjá Toulouses taki stöðu Femandez. Þessi 22 I ára vinstrifótarmaður, sem skoraði þrjú mörk gegn Startak Moskva í UEFA-bikar- keppninni á dögunum, hefur leikið mjög vel ■ að undanfömu. Patrick Battiston er orðinn I góður af meiðslum sinum og verður með I gegn A-Þjóðveijum. Einnig miðvörðurinn Yvon Le Roux frá Nantes sem lék ekki með Frökkum gegn Rússum á dögunum. 1 -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.