Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Page 16
56 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Kuldastígvél á herrann Hér á myndinni má sjá vönduð ítölsk herrastígvél úr leðri og fást þau í versluninni SKÆÐI, Laugavegi 74, simi 17345. Stígvélin eru fáanleg svört, vínrauð og brún og kosta þau frá 3.295 krónum. Í Skæði er mjög mikið úrval af góðum herraskóm, jafnt fyrir ungu mennina sem þá eldri. Loðfóðraðir kínaskór í versluninni SKÆÐI, Laugavegi 74, sími 17345, fást þessir sérstöku nýju, loðfóðruðu leðurskór sem kallaðir eru kínaskór. Þeir eru til í mörgum litum og gerðum og kosta frá 2.590 krónum. Þessir nýju skór eru ákaflega vinsælir hjá ungu stúlkunum og það ætti alveg að vera óhætt að setja þá í jólapakka þeirra. Gjafavörur í Domus í versluninni DOMUS, Laugavegi 91, sími 19004, er mikið úrval af hvers kyns gjafavöru til jólagjafa. Á myndinni er smásýnishorn af hvítum vörum sem eru mjög vinsælar. Það er kona sem kostar 760 krónur, vasi með svörtum röndum á 1.305 krónur og hring- laga vasi á 590 krónur. Peysur og bolir i fatadeildinni í DOMUS, Laugavegi 91, sími 19004, er mikið úrval af fatnaði á börnin á mjög góðu verði. Á myndinni má sjá sýnishorn af bolum og peysum sem kosta frá 595 krónum. Hægt er að velja um mjög margar gerðir, bæði fyrir stráka og stelpur. Nýtísku dömuskór í skóversluninni SKÆÐI, Laugavegi 74, sími 17345, er geysimikið úrval af faliegum dömuskóm. Þessir á myndinni eru nýir ítalskir spariskór sem fáanlegir eru í brúnu, bláu, svörtu og svartlakki. Ökklaskórnir kosta 2.990 krónur en þeir lægri eru á 2.750 krónur. Barnaskór í Skæði Í skóversluninni SKÆÐI, Laugavegi 74, sími 17345, er ekki einungis úrval af skóm á eldra fólkið. Það yngra fær líka skó við sitt hæfi. Hér á myndinni má sjá skó fyrir stráka og stelpur. Þessir skór eru fáanlegir í stærðum frá 21 og eru í svartlakki og hvítu lakki. Einnig er mikið úrval af mokkasínum í barnastærðum. Legokastali í leikfangadeildinni í DOMUS, Laugavegi 91, sími 19004, fæst mikið úrval af leikföngum, til dæmis hið vinsæla Lego frá Reykjalundi sem til er frá 90 krónum upp í 3.000 krónur. Kastalinn kostar 1.350 krónur. Playmo space kassinn kostar 2.240 krónur en Playmo er til í næstum tvö hundrum gerðum og kostar frá 118 krónum. Einnig eru til snjóþotur, með eða án stýris, frá 480 krónum upp í 5.420 krónur. Borðklukkur Hjá GUÐMUNDI HANNAH úrsmið, Laugavegi 55, sími 23710, er geysilega mikið úrval af alls kyns borð- klukkum sem eru skemmtilegar jólagjafir. Til vinstri á myndinni er borðklukka í gleri á 4.695 krónur, sem hentar kannski betur eldra fólkinu, og hvít klukka með svörtum vísum sem væri frekar að smekk yngra fólksins. Hún kostar 5.930 krónur. Litskrúðugir spariskór Hver segir að spariskórnir eigi bara að vera svartir? Slíkt er búið að vera því hælaskórnir á myndinni eru til í öllum litum og einnig í mismunandi hælahæðum. Þeir fást í skóversluninni SKÆÐI, Laugavegi 74, sími 17345, og kosta frá 1.559 krónum og upp í 2.495 krónur. Dömugötuskór Þessir fallegu götuskór fást í skóversluninni SKÆÐI, Laugavegi 74, sími 17345. Þeir eru reyndar fáanlegir í fimmtán mismunandi gerðum í svörtu, brúnu og vínrauðu. Götuskórnir eru ítalskir og kosta um 3.500 krónur. Allt eru þetta nýjar og spennandi gerðir. Versl- unin Skæði sendir í póstkröfu um allt land. Uppáhaldsdúkkurnar Þær hafa verið í uppáhaldi lengi, þessar dúkkur, og margar stúlkur, sem eitt sinn léku sér með þær, eru nú orðnar mæður sjálfar. Barbie kostar 378 krónur, Sindy kostar 463 krónur, Ken kostar 978 krónur og sófinn, sem er í kassa með ýmsu smádóti, kostar 961 krónu. Þessi leikföng fást í leikfangadeildinni í DOM- US, Laugavegi 91, sími 19004. Úr-úr-úr-úr Það er GUÐMUNDUR HANNAH úrsmiður, Lauga- vegi 55, sími 23710, sem býður upp á allt þetta úraval og langtum meira en þetta. Frá hægri talið á myndinni er Orient kvenúr, reyndar eru þau öll af sömu gerðinni og kosta 9.850 krónur, 4.950 krónur og 7.800 krónur. Næst er hvítt táningaúr sem kostar 2.450 krónur, Adec herraúr sem kostar 5.290 krónur og gyllt Seiko úr á 10.700 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.