Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Qupperneq 20
60
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
Spilaborð
í FRÍMERKJAMIÐSTÖÐINNI, Skólavörðustíg 21 a,
sími 21170, fæst vandað spilaborð, 91 x91, sem hægt
er að leggja saman. Það kostar 3.950 krónur. Einnig
fást festingar fyrir glös og öskubakka á 1.230 krón-
ur. Tops er snjöll nýjung, spil úr helstu mótum heims,
og nýjar fyllingar koma tvisvar á ári. Þá fæst auto-
bridge ásamt fyllingum á 1.410 krónur, sagnabox
fyrir bridgespilara á 3.200 krónur og bridgebakkar á
45 krónur.
Spilaf öllumgerðum
Það ætti sannarlega ekki að vera erfitt að finna jóla-
gjöfina fyrir spilamanninn í FRÍMERKJAMIÐSTÖÐ-
INNI, Skólavörðustíg 21 a, sími 21170. Þar fæst
fjölbreytt úrval hvers konar spila og verðið er frá 65
krónum. Nefna má spil fyrir sjóndapra, plastspil, spá-
spil, kapalspil, tarrotspil og öll önnur spil.
Royale dúkkuvagn
Verslunin FÍFA, Klapparstíg 27, sími 19910, hefur
ekki einungis á boðstólum barnavagna heldur einnig
fallega dúkkuvagna og vöggur. Reyndar eru til fimm
gerðir af dúkkuvögnum en þessi á myndinni, sem er
breskur og af gerðinni Royale, kostar 5.800 krónur.
Vaggan, sem er á hjólum, með blúnduskermi, sæng
og kodda, kostar 4.300 krónur en hún er einnig til
minni.
Afmælisspil Reykjavíkur
Hjá FRÍMERKJAMIÐSTÖÐINNI, Skólavörðustíg
21 a, sími 21170, fást leikspil af öllum gerðum. Má
þar nefna hið nýja afmælisspil borgarinnar, sem er
nýkomið á markað, og auk þess hið sívinsæla Trivial
Pursuit sem kostar 2.780 krónur. Afmælisleikurinn
kostar 950 krónur. Einnig fæst Backgammon (kotra)
á 355 krónur og fjölspilakassar frá 285 krónum. Þá
má nefna Matador, Uno, rallspil, Electro, Ludo og
myndabingó.
Töfl og skákklukkur
FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN, Skólavörðustíg 21 a,
sími 21170, selur mikið af töflum og skákklukkum,
enda alltaf vinsælar jólagjafir. Skákklukkurnar kosta
frá 1.275 krónum, taflmenn frá 675 krónum og einn-
ig fæst mikið úrval taflborða á góðu verði. Vanti þig
gjöf handa áhugamönnum um spil þá hefur Frímerkja-
miðstöðin geysimikið úrval.
Stólar og borð frá Gauter
Verslunin FÍFA, Klapparstíg 27, sími 19910, hefur
mikið úrval af borðum og stólum fyrir börn. Borðin
kosta 2.980 krónur, stólar frá 1.450 krónum og barna-
matstóll 4.950 krónur. Einnig eru til skúffueiningar
sem alltaf er hægt að bæta inn í eftir efnum og ástæð-
um.
Handunnin kerti
Handmálað postulín
Chicco leikföng
Verslunin BLÓM OG KERTI, Austurstræti 1, sími
28610, er með fullt hús af kertum, bæði til gjafa og
á jólaborðið. Kertin eru handunnin, t.d. skrautkerti í
mörgum litum, og er hægt að fá margvíslegar áletran-
ir á þau. Stærðirnar eru auðvitað einnig mismunandi
og eru kertin til á allt frá 450-1.350 kr.
Ef þú vilt gefa vandaða og heimilislega gjöf er hand-
málaða postulínið alveg tilvalið. BLOM OG KERTI,
Austurstræti 1, sími 28610, er með mikið úrval af
handmáluðu postulíni. Má þar nefna hluti eins og
eru á myndinni. Jóladiskur með gyllingu kostar 1.500
krónur, platti með æðruleysisbæn 1.200 krónur og
kanna 1.400 krónur.
Hjá versluninni FÍFU, Klapparstíg 27, sími 19910,
er mikið úrval af barnaleikföngum frá Chicco fyrir litlu
börnin. Þetta eru vönduð þroskaleikföng sem börnin
hafa mjög gaman af að leika sér að. Síminn á mynd-
inni kostar 560 krónur, kubbahús kostar 890 krónur
og xilofónn 962 krónur.
Kertastjakar, kerti og
blómahringir
Ef þig langar að leggja áherslu á fallegt jólaborð
færð þú allt til að skreyta það hjá versluninni BLÓM
OG KERTI, Austurstræti 1, sími 28610. Kertastjakar
fást á 185-240 og 340 krónur, blómahringir í öllum
lituin 98-400 krónur, servíettur í stíl og einnig serví-
ettuhringir. Þú getur meira að segja fengið allt í sama
munstrinu ef þú vilt.
Fyrir bílamennina
I versluninni BÍLMÚLI, Síðumúla 3, sími 37273,
fæst allt fyrir bílaáhugamennina, til dæmis þessir
hjólatjakkar og öryggisbúkkar. Tjakkarnir eru til í
þremur stærðum og kosta 5.300, 5.600 og 6.200
krónur. Öryggisbúkkarnir kosta 730 og 1.100 krónur
- ódýr gjöf en sannarlega nytsöm fyrir alla þá sem
eitthvað eru að stússa í bílunum sínum.
Fótstignir og rafknúnir bílar
Þeir eru alltaf mjög hrifnir af slíkum bílum, litlu gutt-
arnir. í versluninni FlFU, Klapparstíg 27, sími 19910,
er mikið úrval af stórum bílum fyrir litlu strákana.
Þeir eru bæði fáanlegir fótstignir og rafdrifnir. Einnig
fást þar hinir vinsælu bobsleðar. Sleðarnir kosta 3.120
krónur en ekki var komið verð á bílana þegar þetta
var unnið. Hins vegar mun verðið vera mjög hagstætt.