Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987.
3
Fréttir
Hræðsla við nýtt Flugleiða-
ævintýri í bankamálunum
Líklegast að Utvegsbankanum verði breytt í hlutafélag
Það verður ólíklegra með hverjum
deginum að Búnaðarbanki og Útvegs-
banki verði sameinaðir. Líklegasti
kosturinn á teikmborðum þeirra sem
nú fjalla um íramtíðarskipulag banka-
málanna fyrir stjómarflokkanna er að
Útvegsbankanum verði breytt í hluta-
félag og að um leið verði stóraukið
frjálsræðið í bankamálunum almennt.
Ekki er grundvöllur fyrir því milli
stjómarflokkanna að Búnaðarbank-
inn gleypi Útvegsbankann með húð
og hári. Þingflokkur framsóknar-
manna lagði þetta til og talsmenn
bankastjómar Búnaðarbankans em á
sömu línu. Sjálfstæðismenn segja nei,
þetta kemur ekki til greina. Stóri
vandinn við sameiningu þessara
banka er sá að hún getur ekki gerst
nema með stórfelldum og langvinnum
málamiðlunum. Menn óttast nýtt
Flugleiðaævintýri sem lami samein-
aða bankann í mörg ár.
Þama er auðvitað átt við 15 ára
baming og baráttu Flugfélagsmanna
og Loftleiðamanna innan Flugleiða
sem drógu vígtennumar úr sameinaða
félaginu lengi vel. Þetta vilja menn
ekki endurtaka í bankamálunum,
enda er það starfsemi sem þolir ekki
slíkt uppgjör milli stjómenda og
starfsmanna til langframa. Það yrði
ekki háð þegjandi og hljóðalaust og
myndi spilla áliti bankans stórlega.
Annað vegur einnig mjög þungt.
Með þeim breytingum sem menn telja
að verði að gera á bankakerfinu og
hefur staðið til árum saman hefur ve-
rið stefht að öflugri bönkum og
hressilegri samkeppni. Ef Búnaðar-
banki og Útvegsbanki lenda í einni
sæng sem ríkisbanki, eða að meiri-
hluta í eigu ríkisins, verður sameinaði
bankinn annar risinn frá í bankaheim-
inum, með Landsbankanum. Einka-
bankamir fjórir sitja þá eftir sem veik
peð og áhrifalítil. Þeir þyrftu að
slengja sér allir saman til þess að hafa
Ýmsar kenningar á lofti um ríkisbankamálin:
Utvegsbankinn við Lækjartorg. Líkiegasti kosturinn í endurskipulagningu banka-
kerfisins þykir nú, að gera Útvegsbankann að hlutafélagi.
roð við ríkisbönkunum. Á því em eng-
ar líkur.
Hugmyndin um Útvegsbanka ís-
lands hf. felur í sér að Iðnaðarbankinn
er enn tilbúinn til þess að íhuga sam-
einingu við annan eða aðra banka.
Hann gæti keypt sig inn í Útvegs-
bankann og þá má segja að Verzlunar-
bankinn og Alþýðubankinn væm
knúnir til þess að taka sömu átt eða
sitja annars eftir eins og rétt þokkaleg-
ir sparisjóðir. Samvinnubankinn hefur
nokkra sérstöðu í málinu en um hann
gilda þó svipuð lögmál.
Loks væm meiri líkur á þvi en ann-
ars að ríkið endurheimti eitthvað af
óhjákvæmilegu framlagi sínu til Út-
vegsbankans nú, 500-900 milljónir ef
bankanum væri breytt í hlutafélag og
hlutaféð allt selt.
-HERB
Slegist við „sjúkrabeðið":
Póiitísk völd þótt
þingmönnum verði
ýtt burtu
Útrýming þingmanna úr banka-
ráðúm ríkisþankanna þýðir ekki
endilega að pólitískum völdum í þess-
um bönkum ljúki. Verði Búnaðar-
banki og Útvegsbanki sameinaðir og
breytt í hlutafélag með 45% eign ann-
arra en ríkisins getur breiðfylking
eigenda úr einum stjómmálaflokki átt
bandalag við einhvem hluta ríkiskjör-
inna stjómarmanna og ráðið stefnu
bankans. Þama er fyrst og fremst átt
við sjálfstæðismenn vegna fjölda
þeirra og almennrar þátttöku í at-
vinnulífinu.
Þetta em viðhorf sumra þeirra sem
nú em að meta bankamálin og móta
bankamálastefnuna fram á næstu öld.
Raunar blasir við að í stjómum eða
bankaráðum hreinna ríkisbanka
verða ekki eintóm pólitísk viðrini,
þótt þingmenn hverfi þaðan.
Annaðhvort verða bankaráðin kosin
áfram af Alþingi eða skipuð með ein-
hverjum hætti af pólitískum ráðherr-
um. Pólitískt kapphlaup um
bankaráðsstólana heldur því áfram.
Þessi staðreynd segja sumir að kippi
raunar fótunum undan þeim mögu-
leika að nokkur maður kaupi hluta-
bréf í banka sem ríkið eigi að
meirihluta. Það breyti engu um póli-
tíska stefiiu í bankamálunum.
í þessum dæmum er ekki átt við að
flokksmenn ákveðinna flokka setjist
um þá til þess að reka þá sem flokks-
banka heldur er um að ræða áhrif á
bankamálastefhuna og peningamála-
stefiiuna í heild. Þar eru viðhorf
flokkanna misjöfii og víða ólík. Það
er einmitt af þessum sökum sem fram-
sóknarmerm vilja alls ekki að einka-
aðilar eignist sameinaða Búnaðarban-
kann og Útvegsbankann alveg eða að
meirihluta.
Viðskiptaráðherra sjálfstæðis-
manna, Matthías Bjamason, hefúr
raunar þegar fallist á meirihlutaeign
ríkisins og virðist því treysta á þá
kenningu að 45% hlutafjáreign einka-
aðíla nægi þeim til þess að ráða
bankanum í reynd þar sem sjálfstæðis-
menn hijóti að eiga minnst einn af
þrem eða fjórum bankaráðsmönnum
ríkisins í fimm eða sjö manna bankar-
áði.
-HERB
Eignir bankanna þriggja:
Hver einasti nagli
metinn til verðs
Matið á eignum Útvegsbanka,
Iðnaðarbanka og Verzlunarbanka,
sem lagt var fram um miðjan mánuð-
inn, rétt áður en slitnaði upp úr
sameiningarviðræðunum, var
bráðabirgðamat. Stjómendur þeirra
ákváðu, þrátt fyrir viðræðuslitin, að
láta fullmeta eignir sínar. Því verki
mun ljúka eftir um það bil mánuð.
Það er Almenna verkfræðistofan
hf. sem annast þetta verkefni.
Nokkrir starfsmenn hennar sinna
því að fullu og verður farið um allt
land og allar eignir þessara þriggja
banka metnar til fjár, hver einasti
nagli, eins og einn bankamannánna
orðaði það.
Ef koma á til sameiningar Útvegs-
banka og Búnaðarbanka, hvað þá
ef selja á hluti í sameinuðum banka,
er líklegt, að sams konar mat verði
að framkvæma á eignum Búnaðar-
bankans.
-HERB
Strax og viðræður hófiist um sam-
einingu Útvegsbankans við ein-
hvem annan eða einhverja aðra
banka byrjaði slagur um hús bank-
ans við Lækjartorg. Fyrst og fremst
vildi ríkisstjómin fa það tU nota fyr-
ir Stjómarráðið.
Samkvæmt heimildum ÐV-vom
og eru uppi ýmsar aðrar hugmyndir
í kerfinu um notkun á Útvegsbanka-
húsinu, sem líklegast er nú raunar
að hýsi bankann áfram. Þar eru á
höttunum ríkisstofnanfr sem þykja
búa þröngt Þær slást þvi um húsið
við einstök ráðuneyti.
Mörgum mun hafa þótt áhugi
sumra í þessu efiú öllu meiri en á
því að tryggja hagsmuni bankans
sjálfs sem er eign ríkisins eða al-
mennings í landinu og befiir nú legið
undir áföllign án viðbragða á annað
ár og tapað stórfé, beint og óbeint.
-HERB
Nú að loknu jólafríi munu;
'JL-byggingavörum byrja
ar vinsælu laugardagsk
Nú skal lotan s
ida óslitii
IKKUN
a vor.
OPIÐ
KL. 8>t
:ynniN'
FSLAT'
2 gódar byggingarvöruverslani
^Austast og vestast i borginni
Stórhöfda, símj 671100
. Hringbrauf, simi 28600
DAGAj^
KLV10-16
LAUGAR-
DAGA^
EUORUNE ELDHOS
n □□ 2 □i