Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Page 4
4
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987.
Sljómmál
Skoðanakönnun DV:
Sjálfstæðisflokkurinn
vinnur á í Reykjavík
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við
sig í Reykjavík samkvæmt skoðana-
könnun DV um síðustu helgi, bæði
miðað við síðustu þingkosningar og
niðurstöður könnunar DV í desemb-
erbyijun. Þetta er gagnstætt þeim
kenningum að flokkurinn sé að tapa
í borginni vegna niðurstöðu próf-
kiörs þar.
Alþýðuflokkurinn tapar frá des-
emberkönnuninni. Hann fær nú 20
prósent þeirra sem taka afstöðu.
Alþýðuflokkurinn hafði 26,9 prósent
í desember en aðeins 10,8 prósent í
borginni í síðustu þingkosningum.
Framsókn fær nú 5,2 prósent en
hafði 5,8 prósent í desember og 9,4
prósent í kosningunum. Bandalag
jafnaðarmanna hefur nú aðeins 0,9
prósent í borginni. Það hafði ekkert
í desemberkönnuninni en 9,5 prósent
í kosningunum 1983. Sjálfstæðis-
flokkurinn fær nú 47,8 prósent.
Hann hafði 44,4 prósent í desember-
könnun og 43 prósent i síðustu
þingkosningum í borginni. Alþýðu-
bandalagið fær nú 12,2 prósent, hafði
14,3 prósent í deseniber og 19 prósent
Niðurstöður skoðanakönnunar DV um fylgi listanna í
Reykjavík urðu þessar: Til samanburðar eru niðurstöður
DV-könnunar í desember og úrslit síðustu þingkosninga
í borginni: Nú Des. ’86 Kosn.
Alþýðuflokkur 20% 26,9% 10,8%
Framsóknarflokkur 5,2% 5,8% 9,4%
Bandalag jafnaðarmanna 0.9% 0 9,5%
Sjálfstæðisflokkur 47,8% 44,4% 43%
Alþýðubandalag 12,2% 14,3% 19%
Flokkur mannsins 1,7% 1,3% -
Samtök um kvennalista 12,2% 6,7% 8,4%
Aðrir - 0,4% -
í síðustu kosningum. Flokkur
mannsins hefur nú 1,7 prósent en
hafði 1,3 prósent í desember. Samtök
um kvennalista bæta við sig. Þau fá
nú 12,2 prósent en höfðu 6,7 prósent
í desember og 8,4 prósent í kosning-
unum.
Verði þingmenn Reykjavíkur átj-
án í næstu kosningum mundu þeir
skiptast þannig samkvæmt könnun-
iimi: Alþýðuflokkur fengi fjóra,
Framsóknarflokkur eirrn, Sjálfetæð-
isflokkur níu, Alþýðubandalag tvo
og Kvennalisti tvo. -HH
Rannsókn á lækningamætti Bláa lónsins:
Vísbendingar um jákvæðan
„Forrannsókn heftir ekki fært
sönnur á árangur böðunar en gefið
vísbendingu um jákvæðan árangur,"
sagði Ragnhildur Helgadóttir, heil-
brigðis- ogtryggingamálaráðherra, á
Alþingi í svari við fyrirspum frá
Gunnari G. Schram um niðurstöður
rannsóknar á lækningamætti jarð-
sjávarins við Svartsengi, í Bláa
lóninu svokallaða.
Landlæknisembættið hefur frá því
sumarið 1985, að frumkvæði Al-
þingis, staðið fyrir rannsókn á því
hvort soriasissjúklingar fái bót
meina sinna í Bláa lóninu.
Settar voru fram þijár tilgátur um
áhrif böðunar þar. Tilgáta um að
þátttakendum þætti sér líða betur
eftir böðun en fyrir þótti sönnuð.
Bláa lónið við Svartsengi. Rannsókn hefur gefið jákvæðar vísbendingar um
að soriasissjúklingar verði betri.
árangur
Hlutlægt mat á soriasiseinkennum
leiddi í ljós afhreistrun, það er hom-
húðin á útbrotum þynntist. Sam-
ræmi var milli þess og að þátttak-
endum þótti kláði minnka og
útbrotin betri. Roði og útbreiðsla
minnkaði ekki. Minnkun steranotk-
unar var ekki marktæk.
„Landlæknisembættið lítur á þessa
rannsókn sem forrannsókn og því
nauðsynlegt að framkvæma ítarlegri
rannsókn," sagði Ragnhildur.
Hefur landlæknisembættið því
hafið samanburðarrannsókn í sam-
vinnu við húðlækningadeild
Landspítalans. Er gert ráð fyrir að
þeirri rannsókn Ijúki á þessu ári.
-KMU
Enga sterka drykki
í veislum ríkisins
Ríkisstjómin skal sjá til þess að
ekki séu veittir sterkir drykkir í
veislum á vegmn hins opinbera.
Fjórir alþingismenn lögöu fram
þessa tillögu á Alþingi í gær, Kristín
Halldórsdóttir, Kvennalista, Har-
aldur Ólafsson, Framsóknarflokki,
Helgi Seljan, Alþýðubandalagi, og
Karvel Pálmason, Alþýðuflokki.
„Neysla áfengis, þótt lögleg teljist,
er einn mesti skaðvaldur sem við er
að etja í þjóðfélaginu. Erfitt er að
mæla það tjón í krónum og enn erfið-
ara í þjáningum. En víst er að það
tjón er mikið og síst við hæfi að
opinberir aðilar eigi þar hlut að
máli,“ segja flutningsmenn.
Telja þeir að framkvæmd tillög-
unnar falli vel að því markmiði í
stefiiuskrá Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar um heilbrigði fyrir alla
árið 2000, sem ríkisstjóm Islands
hefúr samþykkt, að heildaráfengis-
neysla verði minnkuð um að minnsta
kosti fjórðung fyrir þann tíma.
-KMU
Stjómarfrumvörp
til að auka réttaröryggi
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra hefiir mælt fyrir tveimur
stjómarfrumvörpum sem ætlað er að
auka réttaröryggi í þjóðfélaginu. Em
það frumvarp til stjómsýslulaga og
frumvarp um umboðsmann Alþingis.
Bæði frumvörpin em samin af
hæstaréttarlögmönnunum Eiríki
Tómassyni og Jóni Steinari Gunn-
laugssyni að ósk forsætisráðherra í
samræmi við þá stefriuyfirlýsingu rík-
isstjómarinnar að einfialda opinbera
stjómsýslu.
Tillögur um umboðsmann Alþingis
hafa að minnsta kosti sjö sinnum áður
verið fluttar á Alþingi. Hlutverk hans,
samkvæmt fríimvarpinu nú, er að
hafa, í umboði Alþingis, eftirlit með
stjómsýslu ríkisins og sveitarfélaga.
Leitast hann við að tryggja að jafri-
ræði sé í heiðri haft í stjómsýslunni.
Umboðsmaður getur tekið mál til
meðferðar eftir kvörtun eða að sjálfs
síns frumkvæði. Kvörtun getur hver
sá borið fram við umboðsmann sem
telur stjómvald hafa beitt sig rangind-
um.
Alþingi kýs umboðsmanninn að
loknum hverjum þingkosningum. Skal
hann uppfylla skilyrði laga til að mega
gegna embætti hæstaréttardómara og
njóta sömu launakjara og þeir. Hann
má ekki vera alþingismaður.
1 frumvarpinu til stjómsýslulaga
segir meðal annars að öllum þeim sem
sinna stjómsýslustörfum sé skylt að
leiðbeina mönnum með hverjum hætti
þeir geti gætt réttar síns.
Stjómvald skuli vekja athygli máls-
aðila á því að mál hans sé til með-
ferðar.
Stjómvaldshafi megi ekki taka þátt
í meðferð máls hafi hann hagsmuna
að gæta varðandi málsúrslit eða sé
skyldur einhveijum sem hafi hags-
muna að gæta.
Aðili máls geti krafist þess að mál
hans verði ekki afgreitt fyrr en honum
hefúr gefist kostur á að kynna sér
málsgögn og tjá sig um málsefni. Hann
geti ennfremur krafið stjómvöld um
rökstuðning fyrir ákvörðun sinni.
-KMU
Þjóðhags-
stofnun
verði lögð
niður
Átta þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, með Eyjólf Konráð
Jónsson sem fyrsta flutningsmann,
lögðu í gær fram á Alþingi tillögu
um að ríkisstjóminni verði falið
að láta þegar hefja undirbúning
þess að Þjóðhagsstofiiun verði
lögð niður.
„Þjóðhagsstofiiun hefur nú
staríað á annan áratug og haft með
höndum verkefiú sem eðlilegast er
að Hagstofan annist, auk þess sem
stofrmnin hefúr annast svokallaða
efiiahagsráðgjöf fyrir ríkisstjóm-
ina sem ekki verður séð að orðið
hafi til heilla," segja sjálfetæðis-
mennfrnir í greinargerð. Þeir segja
ennfremur:
„í kerfinu eru nú margar stofii-
anir að bjástra við sömu eða
náskyld verkefiii og er sá frum-
skógur æði flókinn. Úr öllu þessu
ofekipulagi - og þar með skipu-
lagsleysi - þarf að greiða, einfalda
athafiiasemina og minnka."
-KMU
ta
<i verið
að víkja mér
úr þing-
flokknum
- segir Stcfán
Valgeirsson
„Frétt um það að í dag eigi að
ákveða hvort mér verði vikið úr
þingflokki er alveg út í hött,“ sagði
Stefan Valgeirsson alþingismaður
í gær er hann gerði athugasemd
við frétt í blaðinu í gær.
„í fyrsta lagi vegna þess að það
er enginn fúndur í þingflokknum
í dag. Ég veit ekki til þess að það
hafi nokkuð komið til mála nema
það er haft eftir forsætisráðherra
í einhveiju blaðinu að það sé óviss
staða mín í flokknum og þing-
flokksstjómin verði að ákveða
það.
Líka er það alrangt að ég hafi
áfrýjað þessu til framkvæmda-
stjómarinnar. Sannleikurinn í
málinu er sá að kjördæmissam-
bands8tjómin samkvæmt lögunum
geröi þetta sjálf.“
-KMU