Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Síða 7
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987.
7
Verð á loðnumjöli
mun fara að hækka
- vegna fyrirsjáanlegs hruns í ansjósuveiðum S-Ameríkumanna
Talið er víst að þegar líður á árið
munu loðnumjöl hækka mjög í verði
á heimsmarkaði vegna þess að fyrir-
sjáanlegt hrun er í ansjósuveiðum
Perúmanna og Chilemanna. Hinn dul-
arfulli straumur, sem kallaður er „E1
Nino“ eða drengurinn, er kominn af
stað og hann veldur því að hrun verð-
ur í ansjósuveiðunum. Þessi straumur
kemur á nokkurra ára íresti, ekkf
reglulega en á svona 2ja til 7 ára fresti
og hefur hann alltaf sömu aíleiðingar
fyrir ansjósuveiðamar. Það ræðst svo
af þeim hvert heimsmarkaðsverðið er
á fiskimjöli.
Jónas Jónsson, forstjóri Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjunnar á Kletti,
sagði í samtali við DV að verð á mjöli
væri enn mjög lágt. Nú fengist 5,70
doliarar fyrir próteineininguna, sem
þætti ekki hátt i dollurum, hvað þá
nú eftir hið mikla fall hans. Hann
sagðist telja að ef ansjósuveiðarnar
bregðast í Perú og Chile hafi það áhrif
strax um mitt árið og komi okkur til
góða þegar ný loðnuvertíð hefst í
ágúst. Aftur á móti fæst lítið sem ekk-
ert lýsi úr ansjósum, þannig að það
hefur engin áhrif á lýsisverð þótt veið-
amar bregðist. Varðandi lýsisverð nú
sagði Jónas að það væri 212 dollarar
fyrir tonnið en var lægst í haust 145
dollarar. Til samanburðar má geta
þess að 1985 var verðið 340 dollarar
fyrir tonnið.
-S.dór
„El Nino“ straumurinn
og afleiðingar hans
Það þykir jafnan fréttnæmt þegar
hinn dularíúlli straumur, „E1 Nino“
eða Drengurinn, fer af stað. Þetta ge-
rist með nokkurra ára millibili,
óreglulega en svona á 2ja til 7 ára
fresti. Aíleiðingar hans efu miklar.
Hann hefúr mjög mikil áhrif á veður-
far í heiminum og svo veldur hann
hruni í fiskveiðum, einkum ansjósu-
veiðunum við strendur Perú og Chile.
En hvaða fyrirbæri er þetta? Þessa
spumingu lögðum við fyrir Svend
Aage Malmberg haffræðing.
Svend sagði að flestir könnuðust við
hinn kalda og mikla Humbolt straum
sem kemur úr suðri og fer upp með
ströndum Perú og Chile. Hann er
kaldur og rótar upp æti af hafsbotni
en það veldur aftur góðum lífsskilyrð-
um í sjónum fyrir ansjósuna og fleiri
fiska. Humbolt straumurinn á bæði
bræður og systur við strendur Kalifor-
níu, Norðvestur-Afríku og Suðvestur-
"El Nino" hafstraumurinn.
Afríku og víðar.
Svo gerist það einstöku sinnum að
„E1 Nino“ straumurinn verður til um
miðbaug og á Kyrrahafi en þar koma
saman stærstu fletir lofts og lagar í
heiminum. Úr þessu verður óskaplegt
orkuflæði. Sjórinn hitnar og straum-
urinn fer suður með strönd S-Ameríku
á móti Humbolt straumnum. „E1
Nino“ flæðir ofan á og stöðvar upp-
streymi Humbolt straumsins og skaðar
um leið lifsskilvrði sjávardýra í sjón-
um. „E1 Nino“ fer alltaf af stað um
iólaleytið og því kalla S-Ameríkumenn
hann eftir Jesúbaminu eða „E1 Nino“.
Þær miklu hitabreytingar sem verða
í Kvrrahafinu vegna „E1 Nino“ valda
því aftur að uppstrevmi sjávar í and-
rúmsloftið breytist og veldur þetta
veðurfarsbreytingum um allan heim.
Ekkert munstur eða regla er á því
hvemig veður brevtist þegar „E1
Nino“ fer af stað. Hitt er þó staðrevnd
að gangur lægða og hæða um heiminn
tekur breytingum en engin leið er að
segja til um livemig þær verða.
-S.dór
-segirGeir Gunnlaugsson um kostnaðvið kísilmálmverksmiðju
„Ef borið er saman við umfang
verksins og þá áhættu sem menn em
að taka þá held ég að þetta sé ekki
svo rosalegt," sagði Geir Gunnlaugs-
son, framkvæmdastjóri Kísilmálm-
vinnslunnar hf„ um kostnað þann sem
orðið hefur við undirbúning kísil-
málmverksmiðju á Reyðarfirði.
„Vissulega em þetta stórar tölur á
íslenskan mælikvarða. En þetta em
kannski 4% af heildarstofúkostnaði
verksmiðjunnar og það finnst fyrir-
tækjum erlendis ekki mikið áður en
þau taka endanlega ákvörðun.
Við höfum mörg dæmi um að menn
hafi rokið í verk án nægilegs undir-
búnings með þeim afleiðingum að það
hefur kostað þjóðfélagið miklu hærri
upphæðir en hér er um að ræða,“ sagði
Geir.
DV skýrði frá því í síðustu viku að
framreiknaður kostnaður íslenska rík-
isins væri orðinn um 130 milljónir
króna. Fjölþjóðafyrirtækið Rio Tinto
Zink, sem staðið hefur í viðræðum við
íslendinga í hálft annað ár, hefúr einn-
ig lagt í umtalsverðan kostnað.
„Við höfum engar opinberar tölur
um kostnað Rio Tinto Zink. Gera má
ráð fyrir að þeir hafi varið einhverjum
tugum milljóna. af þe|m kostnaði sem íslendingar hafa
Ef samið verður við fyrirtækið má lagt { þetta,“ sagði Geir.'
reikna með að það taki á sig eitthvað -KMU
Ríkissjóður hefur varið 130 milljónum króna til að undirbúa byggingu kisilmálm-
verksmiðju á þessum stað í Reyðarfirði.
Ekki mikið borið saman
við umfang og áhættu
TIL SÖUJ
Toyota Camry 1800 DX árg. ’85, Toyota Tercel 4x4 special series,
ekinn 50.000 km, grænn, sans. árg. ’87, ekinn 3.000 km. Verð
Verð 450.000,- 570.000,-
Toyota Hiace dísil árg. ’84, ekinn
114.000 km, blár. Verð 580.000,-
Toyota HiLux dísil turbo árg. ’85,
ekinn 35.000 km, plasthús, klæddur
að innan, ranco tjaðrir, læst drif
o.fl., steingrár. Verð 870.000,- Skipti
ath.
VW Passat CL árg. ’86, ekinn 8.000
km, blár, sans. Verð 560.000,-
Toyota Corolla DX árg. ’86, ekinn
3.000 km, blár, sans. Verð 380.000,-
Toyota Tercel 4x4 árg. ’84, ekinn
58.000 km, m/mælum, tvilitur, brúnn
m/sóllúgu. Verð 420.000,-
Suzuki Alto árg. ’83, ekinn 32.000
km, brúnn. Verð 210.000,-
Toyota Crown Super Saloon árg.
’82, ekinn 98.000 km, rauður, álfelg-
ur. Verð 550.000,-
Toyota Corolla GL árg. ’82, sjálf-
skiptur, ekinn 40.000 km, grásans.
Verð 270.000,-
Toyota Carina liftback, árg. ’86, ek-
inn 8.000 km, blár, sans.
Verð 540.000,-
Toyota HiLux bensin, árg. ’85, ekinn
24.000 km, rauður. Verð 590.000,-
Daihatsu sendibíll 4x4 árg. '86, ek-
inn 16.000 km, blár. Verð 390.000,-
Willys CJ 7 árg. ’78, ekinn 45.000
milur, 6 cyl., rauðbrúnn.
Verð 400.000,-
Verð
Toyota Carina STW árg. '83, ekinn 50.000 km, blár 360.000,-
Toyota Carina 1800 GL árg. '83, ekinn 60.000 km, rauður 350.000,-
Toyota Cressida DX árg. '80, ekinn 80.000 km, blár 220.000,-
Toyota Camry 1800 GL árg. '83, ekinn 86.000 km, grár 395.000,-
Toyota Corolla STW árg. ’82, ekinn 77.000 km, rauður 240.000,-
Peugeot 305 árg. '82, ekinn 49.000 km, grænn 260.000,-
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 13-18.
Höfum ýmsar tegundir bifreiða á söluskrá
i v i
iS
SALAN
P. SAMÚELSSON & CO. HF.
SKEIFUNNI 15 108 REYKJAVÍK SÍMI (91) 687120
/WKLAHAIaT