Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1987, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987.
15
Eru reiknivélamar bil-
aðar... eða hvað?
c,aviT,oo ^’ToToc NAFN/HEIMIU
2.947 V"'*T.03? 0<«ffl»u" 2.000 Oflol 300 Hutningía "^36.166
OPToTooo 1 ' TTl 56 300 347 MOtuntjli 3.17C 15.100 ffMf M* 30.073
ÚTBORGUN SKV. OFANGREINDRI SUNOURLIDUN HEFUR VERIO GRSIDD ÞANNIG
uppsOfnun frA AramOtum
94.671 I 11.257
Ath. Sundurliðun þessi gildir sem kvittun
fyrir tilgreindum frádrætti.
IVI REVKJAVÍKURBORG
2 S S LAUNAOEILO
LANDSB.I5L.AUSTURB.HL
HF. HAMPIÐJAN
LAUNABÓKHALD
Launaseðill
Aigretösiun* ÍAIn*n»ngaftl !Tj>ðfng*fdagu< I Nalnnumef
16.1987 949997 12.01.1933
niafaummnguf SfafttaWuf [Tilayf‘**i *K»u'
BCRGARSTARFSMENN 06.1965
VAf-NSTJCRI :.v>
«VWWVtAA?n
104 P. FYKJAVIK
UTBORGUN
.TU.Kgunanj*gu< W*if>
01.01.1987 |
\<>.917
Launategund | j G^e>ösluliftiat>n | Emingafv#rð | EmmgalioKJi Algremnu kr Frá áramotum. ki
STRÆTISVAGNAR SAML.KDSTN M&NAOARLAUM 056-8 010187-310187 31.525 1,0000 31.525 31.525
LAUN OG AORAR GREIOSLUR SAMTALS 31.525 31.525
A-LIF.SJ.STARF SM.REYKJAVIKUftBCRGAR STaRFSMANN-AF^L.RcYKJAVIKUR VAGNSTJ-s- - — — 1.261 347 1.261 —- 3 47
FRADRATTUR SAMTALS 1.608 1.60?
Launaseðlar venjulegs vinnandi fólks.
Launakjör á íslandi um þessar
mundir munu örugglega verða rann-
sóknarefhi sagnfræðinga framtíðar-
innar.
Á sama tíma og Hagstofa íslands
gefur út tölur um framfærslukostnað
og segir að vísitöluflölskyldan, sem
telur 3,66 einstaklinga, þurfi kr.
87.900,00 til að lifa af á mánuði er
samið um 26.500,00 krónur í lág-
markslaun.
Þetta er venjulegu fólki óskiljan-
legt. Verkalýðshreyfingin og stjóm-
málamenn ganga út frá því sem vísu
að tveir einstaklingar vinni fyrir
heimilinu, einnig að allir geti stund-
að ótakmarkaða aukavinnu.
í áraraðir hafa verkamenn um all-
an heim barist fyrir að 8 stunda
vinnudagur nægði til að framfleyta
-áðurnefiidri visitöluQölskyldu. Ó-
talin verkfóll hafa verið knúin fram
kjörum verkamanna til stuðnings,
ekki síður hér á landi en annars
staðar.
Við höfum því færst langt aftur í
þessum efhum og er það til skammar
fyrir alla aðila í þessu máli.
En fleira kemur til. Það er virðing-
arleysi við þær stéttir, sem vinna
erfiðisvinnu, að greiða svo lítil laun.
Það er aðför að mannréttindum að
fólk skuli ekki geta séð heimili sínu
farborða með eðlilegum vinnutíma.
Vinnuþrælkun er siður liðinna alda
og á ekki að eiga sér stað í nútíma-
þjóðfélagi.
Samningslaun
Sagt er að mörg einkafyrirtæki
greiði starfsfólki laun sem eru tvö-
falt á við það sem hinn samnings-
bundni launamaður má láta sér
lynda. En stærsti hópurinn fær greitt
samkvæmt samningum.
KjaUaiinn
Anna Kristjánsdóttir
i framboði fyrir
Bandalag jafnaðarmanna
Ég hef hér fyrir framan mig þrjá
launaseðla.
Eigendur þeirra eru: Starfsmaður
í Hampiðjunni, starfsmaður á
sjúkrahúsi og starfsmaður hjá
Strætisvögnum Reykjavíkur (vagn-
stjóri). Tökum fyrst starfsmann
Hampiðjunnar.
Launaseðillinn er frá desember
1986 en mér er sagt að hækkun, sem
samið var um í desembersamningun-
um, sé þar meðtalin og er dagvinnan
kr. 26.888,00.
Launaseðill vagnstjórans er dag-
settur 01.01.1987. Á seðlinum kemur
fram að starfsaldur er 22 ár og fasta-
kaup kr. 31.525,00. Lengra er víst
ekki hægt að komast í þeirri starfs-
stétt. (Dygði skammt fyrir bílakaup-
um.) En stór hluti starfsmanna hjá
SVR er með um kr. 27.000.00 í mán-
aðarlaun.
Þá er komið að starfsmanni
sjúkrahússins og er sá launaseðill
dagsettur 01.01. 1987. Fastakaup kr.
28.957,00.
Það er áberandi hjá ríkisstjórnar-
flokkunum að þeir reyna að telja
fólki trú um að allir séu yfirborgað-
ir, sárafáir fái greitt eftir samning-
um. Eins og sjá má af framangreind-
um tölum er þetta alrangt.
Ekki matvinnungar
Sú staðreynd verður ekki umflúin
að verkafólk á íslandi er ekki mat-
vinnungar og það þótti lélegt í gamla
daga.
Og til samanburðar má líta á hvað
matur kostar.
Verð á eftirtöldum vörum er fengið
hjá starfefólki Hagkaups og kann
ég þvf bestu þakkir fyrir lipurð og
hjálpsemi.
1 kg lambalæri kr. 356,90
1 kgsúpukjöt, valið kr. 315.90
1 kg nautahakk kr. 350,00
1 kg nautagúllas kr. 687.00
I kg hvalur kr. 268.00
II mjólk kr. 39.00
1 stk. smjörl. kr. 45.50
1 kgmjólkurostur 312.00
1 pakki kaffi 92.90
Meðalhúsaleiga fyrir 3ja her-
bergja íbúð er 23.000 til 25.000 á
mánuði.
Ég læt lesendum eftir að reikna
út hvað fæst mikið af mat fyrir tíma-
kaupið.
Mér er hulin ráðgáta hvemig
reiknimeistarar verkalýðsfomst-
unnar geta útfært það dæmi sem
endar á 26.500,00 kr. í mánaðarlaun.
Samt virðist ekki skorta peninga á
íslandi. Nægir þar að minna á marg-
umtalaða risnu embættismanna.
óunna yfirvinnu, nefndarstörf sem
unnin em á venjulegum vinnutíma
og bílakaup borgarstjóra sem hann
hefur nýlega kynnt íslensku þjóð-
inni.
Vesældarhljóðið í verkalýðsforv-s-
tunni og ríkisstjómarflokkunum er
slíkt að manni kemur í hug hvort
við ættum ekki bara að sækja um
fátækrastyrk til annarra þjóða...
Svo
Það vill svo til að öryrkjar þurfa
líka að borða og þeir geta ekki sofið
undir berum himni. Mánaðar-
greiðslur þeirra, sem em það sem
kallast yfir 75%, em: Örorka kr.
7.227,00 - tekjutrygging kr. 10.589,00
- heimilisuppbót kr. 4.265,00. Sam-
tals kr. 22.081,00.
Og kæm ráðherrar, embættismenn
með nefhdarstörf og alþingismenn:
Örvrkjar eiga enga möguleika á yfir-
vmnu né aukatekjum af nokkm tagi.
Anna Kristjánsdóttir
—:------------ ----------:
„Mér er hulin ráðgáta hvernig reikni-
meistarar verkalýðsforystunnar geta
útfært það dæmi sem endar á 26.500 krón-
um í mánaðarlaun. Samt virðist ekki
skorta peninga á íslandi. Nægir þar að
minna á margumtalaða risnu embættis-
manna, óunna yfirvinnu, nefndarstörf sem
unnin eru á venjulegum vinnutíma og bíla-
kaup borgarstjóra, sem hann hefur nýlega
kynnt íslensku þjóðinni.“
Sérkennsla á landsbyggðinni
Menntamálaráðherra hefúr vik-
ið fræðslustjóranum á Norðurlandi
eystra úr starfi. Það hefur vart farið
fram hjá neinuin. Ekki verður héma
Qallað um það mál sérstaklega að
þessu sinni enda hefur ráðherra gef-
ið starfemönnum sínum ótvírætt í
skyn að betra sé að hafa hægt um
sig. Á þetta ekki hvað síst við um
fræðslustjóra.
Á hinn bóginn hafa sérkennslumál
blandast mjög inn í þessa umræðu
og verður nokkuð um þau fjallað í
þessu greinarkorni.
Sérkennsla -
stuðningskennsla
Til skamms tíma var hugtakið sér-
kennsla lítt notað utan Reykjavíkur
og næsta nágrennis. Böm sem þurftu
á slíku að halda vom annaðhvort
hjálparlítil í sínum heimaskóla,
fluttust til Reykjavíkur eða voru
höfð í heimahúsum án kennslu.
í stað stuðningskennslu tíðkuðust
svokallaðir hjálpartímar og þótti svo
sem engin upphefð að þiggja slíkt.
Þessi hjálparkennsla var yfirleitt
unnin á óskipulegan hátt, kennarar
sem áttu lausa tíma á kennsludegin-
um tóku hana að sér eða þá skóla-
stjórinn, sem oft hafði knappan tíma,
og þetta var þá talið mega missa sig
fremur en reglubundin kennsla.
Þetta hefur sem betur fer breyst.
Mismunur á sérkennslu og stuðn-
ingskennslu er óljós fyrir mörgum
og skal því leitast við að skýra hann
í stuttu máli.
Sérkennslu eiga þau börn að fá
sem eru talin víkja frá eðlilegum
þroskaferli svo þau nýta sér ekki
venjulega kennslu. Er þetta oft var-
anlegt ástand eða atgervi og metið
eða greint af sérfræðingum, barna-
læknum eða sálfræðingum. Eftir
þeirri greiningu er síðan metinn rétt-
ur til kennslustunda, samkvæmt
skýrum ákvæðum í reglugerð.
KjaUaiinn
Pétur Bjarnason
Kennsla fer fram í sérdeildimi
grunnskóla eða sérskólum. Stuðn-
ingskennsla er hins vegar ætluð til
að koma „venjulegum" nemendimi
til aðstoðar vegna timabuiidinna erf-
iðleika i námi, í einni námsgrein eða
fleiri. Stuðningskennsla getur farið
fram í kennslustund með samvinnu
tveggja kennara eða i lesveri eftir
atvikum.
Reglugerð um sérkennslu
Árið 1977 var gefin út reglugerð
um sérkennslu sem síðan hefur verið
höfð til hliðsjónar, þrátt fyrir að hún
hafi aldrei komið til framkvæmda
að fullu utan sérstofnana. vegna
þess að ekki hefur verið heimilað
nægilegt kennslumagn út í umdæm-
in.
Þrátt fyrir það hefur hægt og bit-
andi hnikast í rétta átt og þessi
þiónusta farið batnandi úti á lands-
byggðinni. i Revkjavík var hún
þegar fyrir hendi við setningu reglu-
gerðaiánnar.
Jafnframt því sem sérkennsla hef-
ur smám saman komist á úti imi land
hefur sífellt fækkað þeim nemendum
sem flytja utan af landi til Reykja-
víkur af þeim ástæðimi sérstaklega.
Kröfiir til sérkennslu á landsbyggð-
inni hafa þri stóraukist.
Af þessu leiðir að Reykjavík og
nágrenni hennai- njóta tiltölulega
meiri þjónustu af hálfu sérskóla og
sérdeilda á vegum ríkisins, sem þar
starfa, en önnur landsvæði. Verður
að hafa þetta sérstaklega í huga
þegar borið er saman kennslumagn
úr einstökum umdæmum. eins og
óspart hefrir verið gert, einkimi síð-
ustu daga. Vegna nálægðar t.d.
Revkjanesumdæmis við séi’stofnanir
á vegum ríkisins er því alrangt að
liera saman sérkennslu á Norður-
landi og Reykjanesi eins og neðan-
greind tafla ber skýrt með sér.
Hvar eru sérstofnanirnar?
Visað er til svars menntamálaráð-
heira við fyrii'spm-n Steingiims J.
Sigfússonar um stuðnings- og sér-
kennslu sem sjá má á þingskjali 319
í 10. hefti þingtíðinda 1986.
Arið 1980 skiptust nemendm- í sér-
skólum og sérdeildum á vegum
ríkisins. sem starfandi vom í Reykia-
vík og Kópavogi. þannig eftir búsetu:
Skólinn rfð Hvanmishlíð á Akur-
eyri er einnig talinn með sem sér-
stofhun og hafði hann 34 nemendur
árið 1980 og 31 nemanda 1985. Einn-
ig eru taldar 2.5 kennarastöður við
Vonarland á Egilsstöðiun utan
kvóta umdæmis. nemendafiöldi ekki
tilgreindur.
Aðrar stofnanir á landsbvggðinni.
svo sem Egilsá í Skagafirði. Bræðra-
tunga á ísafirði. svo og ýmsar
sérdeildir aðrar. em taldar með í
stundafjölda vmidæmanna. Þetta er
nauðsvnlegt að hafa í huga þegar
lesinn er samanburður milli um-
dæma.
Það brautryðjendastarf sem unnið
var á Revkjavíkursvæðinu og sú sér-
fi-æðiþjónusta sem við njótum af
hálfu margra sérhæfðra stofnana er
vissulega mikils virði og ekki má
skilja orð mín svo að slíkt sé van-
þakkað.
Hvað um peningamálin?
Hitt verða menn að gera sér ljóst
að við það verður ekki unað að þess-
ar stofnanir byggist upp á lands-
gmndvelli og sæki fjármagn í
opinbera sjóði til þess á sama tíma
og börnin sem ættu að njóta þessa
em komin heim til sín og fá þjón-
ustuna þar.
Má til dæmis minn á að uppbygg-
ing þessara stofnana í Reykjavík
heldur áfram i nafni landsbyggðar-
innar þrátt fyrir það að börnum
þaðan fækki stöðugt. Öskjuhlíðar-
skóli fckk til dæmis 15 milljónir úr
Framkvæmdasjóði fatlaðra á síðasta
ári til bvggingaframkvæmda eða
nær finmitung þess fiár sem til ráð-
stöfunar var úr sjóðnum. Þá má geta
þess að samkvæmt fiárlögum þessa
árs em 136.5 milljónir króna ætlaðar
til reksturs fimm þessara stofhana á
Revkjavíkursvæði í ár og er þá
smærri stofhunum sleppt. Dreifbýl-
inu er aftur á móti ætlað að sækja
kennsluheimildir og fiármagn með
kennslukvóta sínum á hverju ári og
liggur hreint ekki á lausu.
Hér þarf að snúa við blaði og fylgja
eftir þeirri þróun sem hafin er, að
sérkennsla verði heimiluð úti á landi
til jafns við höfúðborgarsvæði og
uppbyggingu hagað í samræmi við
það.
Pétur Bjarnason
fræðslustjóri i
Vestijarðaumdæmi
„ Jafnframt því sem sérkennsla hefur smám
saman komist á úti um land hefur sífellt
fækkað þeim nemendum sem flytja utan
af landi til Reykjavíkur af þeim ástæðum
sérstaklega. Kröfur til sérkennslu á lands-
byggðinni hafa því stóraukist.“
Reykjavik.......................176 nem. þar af i Öskjuhliðarskóla 68 nem.
Reykjanes.......................107 nem. 43-
Vesturland-Suðurl................22 nem. 8-
Hin4umdæmin..................... 34 nem. 16-
Samtals:........................339 nem. 135-
Árið 1985 var skiptingin sem hér segir:
Reykjavik.......................167 nem. þar af i Öskjuhliðarskóla 63 nem.
Reykjanes...................... 95 nem. 43 -
Vesturland-Suðurl............... 23 nem. 10-
Hin4umdæmin..................... 18 nem. 3-
Samtals.........................303 nem. 119-