Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Page 32
48
MÁNUDAGUR 9. MARS 1987.
Andlát
Guðmunda Vilhjálmsdóttir lést 2.
mars sl. Hún fæddist i Vinaminni á
Eyrarbakka 8. október 1907. dóttir
hjónanna Vilhjálms Ásgrímssonar
og Gíslínu Erlendsdóttur. Maður
hennar var Guðmundur Kr. H. Jós-
epsson vörubifreiðastjóri sem lést 13.
september 1969. Þeim hjónunum
varð 10 barna auðið og eru þau öll
á lífi.
Hulda Böðvarsdóttir lést 1. mars
sl. Hún fæddist 24. ágúst 1924 og ól
mestan aldur sinn í Reykjavík. Eftir-
lifandi eiginmaður hennar er Siggeir
Blöndal Guðmundsson og eignuðust
þau fimm börn. Útför Huldu verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Útför Áslaugar Ólafsdóttur, Álfa-
skeiði 82. Hafnarfirði. fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn
10. mars kl. 15.
Bjarni Vilhjálmsson, fvrrverandi
þjóðskjalavörður. verður jarðsung-
inn frá Háteigskirkju þriðjudaginn
10. mars kl. 13.30.
VIKAN
AUGLÝSINGADEiLD
Þverholti 11. sími 27022
F YRIRTÆKI -
ATVINNUREKENDUR!
VIKAN
er ekki sérrit, heldur Qölbreytt, víðlesið
heimilisrit, og býður hagstæðasta aug-
lýsingaverð albra íslenskra tímarita.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni, bílskúr við Vesturbraut 1, Hafnarfirði, þingl. eign
Snjólaugar Benediktsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12.
mars 1987 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 102. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984, og 2. og 8. tölu-
blaði þess 1985 á eigninni Lyngmóum 12, 2. hæð t.v., Garðakaupstað,
þingl. eign Kristjáns Þorgeirs Magnússonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka
Islands, Guðmundar Óla Guðmundssonar hdl. og Gjaldheimtunnar í Garða-
kaupstað á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. mars 1987 kl. 15.00.
Bæjarfégetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 68., 72. og 74. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Stekkjarflöt 17, Garðakaupstað, þingl. eign Þórðar Einarssonar, fer fram
eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. mars
1987 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 110., 114. og 119. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á
eigninni Holtsbúð 45, Garðakaupstað, þingl. eign Jóns Einars Böðvarsson-
ar, fer fram eftir kröfu Baldurs Guðlaugssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudag-
inn 12. mars 1987 kl. 16.00.
________________________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Selbraut 26, Seltjarnarnesi, þingl. eign Kjartans
Jónssonar, ferfram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. mars 1987 kl. 16.45.
____________________Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Laufási 4, n.h., Garðakaupstað, þingl. eign
Gunnars Þórs ísleifssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. mars
1987 kl. 17.30.
___________________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
í gærkvöldi
Eriing B. Snorrason:
„Spennandi og skemmtileg
spurningakeppni“
Það var afarfátæklegt það sem ég
horfði á um helgina þar sem ég var
staddur í Vestmannaeyjum og í gær-
kvöldi fór svo til allt í handaskolun
hvað varðar fjölmiðla. að hlusta og
horfa. En ég sá þátt um Ágúst Sig-
urðsson og fjölskyldu hans í
Kaupmannahöfn og fleiri sem þar
lifa. Sá þáttur var mjög athvglisverð-
ur og merkilegur í marga staði enda
eru margir íslendingar sem lagt hafa
leið sína til Kaupmannahafnar. Að
öðrum þræði var ég að horfa til þess
að athuga hvort þar væri einhver
sem maður þekkti til. Á laugardags-
kvöldið sá ég spumingakeppnina á
milli Fjölbrautaskólans í Breiðholti
og Menntaskólans í Revkjavík sem
var mjög skemmtileg, spennandi og
merkileg. Þessir ungu menn vissu
nánast svör við flestum spumingun-
um og þá hljóta þeir að vita enn
meira um allt annað. Daginn eftir
var svo þáttur Ólafs Ragnarssonar
um þjóðlíf og þjóðtrú okkar íslend-
inga sem var vel unninn og fróðleg-
Erling B. Snorrason.
ur. Það má vera að eitthvað
yfimáttúmlegt sé til þó ekki trúi ég
á huldufólk í steinum og annað þess
háttar.
Það er margt merkilegt í fjölmiðl-
unum og margir fræðandi þættir.
Þar finnast mér Stiklur Ómars
Ragnarssonar hafa borið einna hæst.
Svo em póstar á borð við fréttirnar
sem maður kann ekki að gangrýna
en fylgist alltaf með. Ekki síður hjá
þeim á stöð 2. Páll Magnússon er
léttur og skemmtilegur fréttamaður.
Og ég hef á tilfinningunni að þeir
séu eitthvað að reyna að vera öðm-
vísi en þeir á Sjónvarpinu með þvi
að koma með eitt og annað sem
kannski ekki mundi teljast frétt-
næmt. Ég hef ferðast mikið erlendis
og séð þar af leiðandi mikið af sjón-
varpi og get ekki sagt annað en að
við stöndum okkur vel hér heima
Þorsteinn Kr. Sigurðsson lést 1.
mars sl. Hann fæddist 2. ágúst 1904
og ólst upp á Hellissandi á Snæfells-
nesi. Hann var sonur hjónanna
Steinunnar Magnúsdóttur og Sig-
urðar Þorsteinssonar. Þorsteinn
starfaði lengst af hjá Kol og salt hf.,
eða í um 25 ár. Eftir að fyrirtækið
var lagt niður réðst hann til Eim-
skipafélags íslands þar sem hann
starfaði til ársins 1977. Eftirlifandi
eiginkona hans er Guðmunda Kristj-
ánsdóttir. Þau hjónin eignuðust
fjóra syni. Útför Þorsteins verður
gerð frá Áskirkju í dag kl. 13.30.
Bergný Ólafsdóttir, áður til heimil-
is á Hringbraut 74, andaðist í Elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund
þriðjudaginn 3. mars.
Gísli Andrésson, Hálsi í Kjós, lést
af slysförum sunnudaginn 1. mars.
Jarðsungið verður frá Hallgríms-
kirkju í Reykjavík í dag, 9. mars, kl.
13.30.
Guðrún Guðmundsdóttir, Bala,
Miðnesi, andaðist í Sjúkrahúsi
Keflavíkur aðfaranótt föstudags 6.
mars.
Ingibjörg Jónasdóttir, Garðabraut
24, Akranesi, lést í Vífilsstaðaspítala
5. mars.
Ragnhildur Björg Metúsalems-
dóttir, Þingholtsstræti 21, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 10. mars kl. 15.
Jóhann Kr. Þorsteinsson, Eggja-
vegi 3, Reykjavík, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
10. mars kl. 13.30.
Ýmislegt
Kvenfélag Kópavogs
heldur aðalfund sinn í félagsheimili bæjar-
ins 12. mars nk. kl. 20.30.
Félagsfundur í Heimilisiðnað-
arfélagi Islands
haldinn á hótel Esju 4. mars 1987 sam-
þykkir eftirfarandi ályktun: „Eundurinn
styður framkomna ályktun frá stjórn
Stéttarsambands bænda, þar sem óskað
er eftir að landbúnaðarráðherra láti fara
fram hlutlausa rannsókn á málefnum ís-
lensku ullarinnar." Létu fundarmenn í ljós
þungar áhyggjur yfir því ófremdarástandi
sem ríkir í meðferð og vinnslu ísl. ullarinn-
ar.
Leikdeild á Kirkjubæjar-
klaustri sýnir
„Kötturinn sem fer sínar eigin
leiðir“
I vetur hefur verið starfandi unglingahóp-
ur innan leikdeildar ungmennafélagsins
Ármanns á Kirkjubæjarklaustri. Hóp
þann skipa að mestu leyti unglingar úr
efstu bekkjum Kirkjubæjarskóla. Æfingar
hafa staðið yfir á leikritinu Kötturinn sem
fer sínar eigin leiðir, í leikgerð Ólafs
Hauks Símonarsonar. Leikstjóri verksins
er Guðrún Halla Jónsdóttir. Leikritið
verður frumsýnt í félagsheimilinu Kirkju-
hvoli þriðjudaginn 10. mars kl. 21 og önnur
sýning á verkinu verður einnig þar á sama
tíma fimmtudaginn 12. mars. Einnig er
fyrirhugað að fara í leikferð með sýning-
una og gefa sunnlenskri æsku og öðru
áhugafólki um leiklist færi á að sjá sýning-
„una og verða sýningar á eftirtöldum
stöðum sem hér segir: Föstudaginn 13.
mars í Leikskálum, Vík í Mýrdal, kl. 21.
Laugardaginn 14. mars í Félagsheimilinu
Hvoli, Hvolsvelli, kl. 21 og sunnudaginn
15. mars að Hótel Ljósbrá, Hveragerði, kl.
16.
Hugeflisþjálfun
Þann 13. mars nk. mun Þrídrangur standa
fyrir kvöldnámskeiði í hugeflisþjálfun að
Hótel Loftleiðum. Hugeflisþjálfun kennir
aðferðir til að auka sköpunarhæfni,
minnisgetu og hæfileikann til að finna
úrlausn vandamála. Virkjaðir verða ónot-
aðir möguleikar einstaklingsins með
djúpslökun, sjálfssefjun og notkun ímynd-
unaraflsins til að yfirvinna slæmar lífs-
venjur eins og reykingar og ofát.
Jafnframt verða kenndar aðferðir til að
bæta sjálfsímynd, efla sjálfstraust og yfir-
vinna neikvæða sjálfsgagnrýni. Hugeflis-
þjálfun byggir m.a. á aðferðum búlgarska
vísindamannsins dr. Georgi Lozanov.
Leiðbeinandi er Garðar Garðarsson. Hann
hefur starfað sem framkvæmdastjóri
Þrídrangs frá upphafi og hefur leiðbeint
og túlkað á ýmsum námskeiðum um heild-
ræn málefni. Upplýsingar fást að Tryggva-
götu 18 í síma (91)-622305.
Afnám togveiðibanns
út af Austfjörðum
Síðan 13. febrúar sl. hafa togveiðar verið
bannaðar á allstóru svæði austur af
landinu. Sl. mánudag var svæði þetta
kannað undir eftirliti veiðieftirlitsmanna
sjávarútvegsráðuneytisins og voru niður-
stöður þær að smáfiskur virðist genginn
af svæðinu og afli víðast tregur nema syðst
á því. Með hliðsjón af þessu ákvað ráðu-
neytið að ofangreint togveiðibann félli úr
gildi kl. 12 á hádegi 5. mars sl.
Námskeið í skyndihjálp
Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í
skyndihjálp. Það hefst þriðjudaginn 10.
mars að Ármúla 34 (Múlabæ) kl. 20 og
stendur yfir 5 kvöld. Skráning í síma 28222.
Námskeiðsgjald er kr. 1000. Leiðbeinandi
verður Guðlaugur Leósson. Öllum heimil
þátttaka. Á námskeiðinu verður leitast við
að veita sem almennasta þekkingu um
skyndihjálp. Meðai annars verða kennd
viðbrögð við öndunarstoppi, beinbrotum,
bruna og sýnd myndbönd um ýmsa þætti
skyndihjálpar. Nú er gott tækifæri fyrir
fólk að læra fyrstu viðbrögð við slysum
eða endurbæta fyrri þekkingu. Talið er
nauðsynlegt að fólk fari í gegnum allt
námskeiðið á 3 ára fresti til að halda þekk-
ingunni við. Námskeiðinu lýkur með
verkefni sem hægt er að fá metið í ýmsum
skólum.
Tímaiit
i
s
i
ÆSKAN
Roon 9»t nmtum feaeW bnSttmn tíf (afov.l
Albert Guðmundsson í aðal-
viðtali Æskunnar
2. tbl. Æskunnar 1987 er komið út. Aðal-
viðtalið að þessu sinni er við Albert
Guðmundsson, fyrrum atvinnumann í
knattspyrnu og núverandi iðnaðarráð-
herra. Albert var einn hæstlaunaði at-
vinnuknattspyrnumaður í Evrópu á sínum
tíma. Hann var bæði Frakklands- og ítal-
íumeistari með liðum sínum. I þessu viðtali
rekur hann knattspyrnusögu sína í stórum
dráttum. Fleira má nefna af efni blaðsins.
Litið er inn í djassballettskóla og sagt frá
æfingu 10-12 ára telpna. Spurningaleikur-
inn heldur áfram og í þessu blaði eigast
við Barnaskólinn í Hveragerði og Mýrar-
húsaskóli. í starfskynningunni er íjallað
um nám og starf veðurfræðings. í popp-
þættinum ræðir Jens Kr. Guðmundsson
við liðsmenn hljómsveitarinnar Rauðir
fletir. Sigurður Helgason skrifar um vin-
sæla knattspyrnufélagið Manchester
United. I leikarakynningu er sagt frá Don
Johnson og birt litmynd af honum. Vegg-
mynd af enska knattspyrnuliðinu Arsenal
fylgir Æskunni en það vill svo til að Al-
bert Guðmundsson lék einmitt með því
fyrir nákvæmlega 40 árum. Æskan er 56
síður að stærð og prentuð í Odda hf. Rit-
stjórar eru Eðvarð Ingólfsson og Karl
Helgason en útgefandi er Stórstúka ís-
lands. Blaðið kemur út 9 sinnum á ári.