Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Page 11
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987.
11
Emmanuel Pelaez, fulltrúi stjórnarinnar í Manilla i viðræðunum við upp-
reisnarmenn, heilsar Nur Misuari, einum af leiðtogum múhameðstrúar-
manna. Simamynd Reuter
Vonast eftir
samkomulagi
Að sögn aðalfulltrúa stjómvalda í
Manila hafa samningaviðræður milli
stjómarfulltrúanna og múhameðstrú-
armanna í suðurhluta Filippseyja
gengið svo vel að vonir um samkomu-
lag hafa vaknað.
Emmanuel Pelaez stjómarfulltrúi
skýrði fréttamönnum frá því í gær að
hann teldi meira en helmings líkur á
að samkomulag næðist við múhameðs-
trúarmenn sem krefjast sjálfstjórnar í
tuttugu og þrem hémðum á suður-
hluta Filippseyja, svæði sem tekur yfir
um þriðjung eyjanna.
I gær lauk samningalotu sem staðið
hefur í tvo sólarhringa,með samkomu-
lagi um sjálfstjóm þrettán héraða.
Um sex milljónir múhameðstrúar-
manna búa á suðurhluta Filippseyja.
Þeir em þó minnihluti íbúa þar því
að á sömu svæðum búa um fimmtán
milljónir kristinna manna.
Mikil spenna hefur ríkt á svæðinu
undanfama daga. Fulltrúar Alþjóða
Rauða krossins lýstu í gær áhyggjum
sínum vegna tveggja svissneskra
starfsmanna sinna og fjögurra filipp-
ínskra hjúkrunarkvenna sem rænt var
á þriðjudag. Stjórnarherinn tilkynnti
að mannræningjarnir hefðu einn sól-
arhring til að skila fólkinu, að þeim
tíma loknum yrðu hersveitir sendar á
eftir þeim. í gærkvöldi var fólkinu svo
sleppt lausu.
_________________________________Utlönd
Flóttamenn kaupa sér eiginkonur
I tmkur L. Haukæcn, DV, Kaupmannahö&i:
Margir flóttamenn, er sækja um hæli
f Danmörku, em svo hræddir um að
verða sendir úr landi að þeir kaupa
gjaman danska eiginkonu fyrir
hundrað og fimmtíu þúsund danskar
krónur.
Útborgun er fimmtíu þúsund og síð-
an borgar eiginmaðurinn fjögur
þúsund á mánuði í tvö ár. Eftir tvö
ár geta hjónin skilið án þess að flótta-
maðurinn eigi á hættu að vera rekinn
úr landi.
Verðið þykir dæmigert fyrir mark-
aðsverð á konum en lögfræðingar
þeir sem annast flóttamenn óttast að
þessar kaupgiftingar séu í örum vexti.
I nokkrum tilfellum em mánaðar-
greiðslumar hækkaðar áður en
tveggja ára markinu er náð. Nýta
konumar sér þannig ótta flóttamann-
anna.
I lögffæðingafélaginu hafa þessi
hjónabönd verið til umræóu en fyrir-
bærið hefúr þekkst í tvö ár. Em það
aðallega einstæðar mæður á félags-
bótum sem selja sig á þennan hátt til
að rétta efnahaginn við. Eins og lögin
em í dag þykir lögfræðingum ekki
ósennilegt að æ fleiri konur velj i þessa
leið út úr Qárhagsörðugleikum sínum.
Konumar em blankar og mennimir
slegnir ótta við brottvfsun.
Lögreglan segist ekki þekkja ýkja
mikið til þessara giftinga. Talsmaður
hennar segist þekkja til nokkurra
hjónabanda þar sem peningar hafa
verið aðalástæðan til þess að til þeirra
var stofhað. Leggur hann áherslu á
að það sé ekki refsivert að borga pen-
inga í hjónabandi. Það sé einungis
ólöglegt ef aðilamir segjast búa sam-
an þó þeir geri það ekki í raun og vem.
KJARNHOLTUM BISKUPSTUNGUM
á eftirfarandi tímabil:
1. námskeiö 24. maí—5. júní
2. námskeiö 6. júní—20. júní
3. námskeið 21. júní—3. júlí
4. námskeið 5. júlí—17. júlí
5. námskeið 19. júlí—31. júlí
6. námskeið 3. ágúst—15. ágúst
Reiðnámskeið, sveitarstörf, íþrótta- og leikjanámskeið, skoðunarferðir
um Biskupstungur sund og kvöldvökur eru dæmi um
það sem er á dagskrá hjá okkur.
innritun fer fram í Skeifunni 3f á skrifstofu S. H. verktaka.
Upplýsingar í síma 687787.
Þar sem aðsókn er mikil er áhugasömu fólki bent á að skrá sig strax,
til að verða ekki af plássi í sumar.
Sjáumst í sveitinni í sumar!
Yerðmæti vinninga aUt að 28 milljónir!
Óvenjuhátt vinningshlutfall!
Við getum það með
ÞÍNUM STUÐNINGI.
ÁFRAM
ÍSLAND!
Kristján Sigmundsson
iandsliðsmarkvörður:
þínum stuðningi
naðum við 6. besta
sæti í heimi á
OL ’84 og HM ’86,
Stefnum að
verðlaunasæti
á ólympíuleikunum
í Seoul.