Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Qupperneq 36
36
FIMMTUDAGUR 7. MAl 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Priscilla Presley
á ekki sjö dagana sæla ef fyrri
kona Marcos Garibaldi hefur rétt
fyrir sér. Joann Nilsen var gift
Garibaldi í eitt ár og fékk skilnað
vegna þess að eiginmaðurinn
sýndi henni ómælda andlega
grimmd í hjónabandinu. Að sögn
Joann breyttist kappinn strax eftir
vígsluna úr aðlaðandi og tillits-
sömum elskhuga í geðvondan og
ofbeldishneigðan fúlhaus. Karl-
greyið er víst ekki einn um að taka
slíkum breytingum að hveiti-
brauðsdögum loknum en Joann
vildi ekki sætta sig við ástandið
og reynir nú allt til þess að fá
Priscillu til að taka til fótanna.
Priscilla er ennþá kyrr og segist
ekki hlusta á gamlar og grút-
spældar fyrrum eiginkonur.
k 'Ú '
Phyllis Gates
hafði það af að vera eina konan
sem Rock Hudson giftist á lífs-
leiðinni og hefur nú fengist til að
segja sitthvað um sæluna þeirra
í milli. Rock var ótrúlega afbrýði-
samur, átti til að gefa henni einn
á lúðurinn i fjölmenni og vildi al-
farið tala barnamál í svefnher-
berginu. Phyllis reyndi á fá
stjörnuna til að tala við sálfræðing
en það varð árangurslaust. Þegar
heimboð hjónanna voru svo
ævinlega til karlmanna, sem sner-
ust í kringum Rock eins og kettir
við rjómaskál, hætti kerlu að lítast
á blikuna. Steininn tók úr eitt
kvöldið þegar hún kom að leikar-
anum kviknöktum í svefnherberg-
inu iðandi um gólfið eins og
kvenmaður í melluhreiðri. Hún
sótti um skilnað og yrti ekki á fyrr-
um eiginmanninn nokkru sinni
framar.
Susan Hanes
er öllum ógleymanleg sem lifðu
af slysið þegar ferjan Herald of
Free Enterprice sökk í hafið. Hún
missti unnusta sinn í slysinu en
lét það samt ekki stöðva sig í
hjálparstörfunum. Flestir farþeg-
anna misstu stjórn á sér og reyndi
hver sem betur gat að bjarga eig'-
in skinni - þannig að konur og
börn gátu ekki vænst neinnar
aðstoðar. Susan hélt ró sinni,
reyndi að róa aðra farþega og
tókst að bjarga fimm börnum frá
drukknun. Börnin eru á aldrinum
ellefu mánaða, átján mánaða,
tveggja ára, fjögurra ára og níu
ára og segja eftirlifendur að for-
dæmi Susan hafi orðið til þess
að sumir áttuðu sig og réttu nær-
stöddum smábörnum hjálpar-
hönd. Þegar börnin voru komin í
hendur björgunarmanna hófst
hún svo strax handa við að leita
meðal likanna að unnustanum
sem hún hafði ekki séð síðan ferj-
unni hvolfdi.
Búkbeygj ur
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
íslandsmeistaramótið í vaxtarrækt
var haldið í Sjallanum á Akureyri
síðastliðið sunnudagskvöld. Keppt
var í nokkrum þyngdarflokkum.
Mikill áhugi var á keppninni og voru
ófá hrópin sem heyrðust frá áhorf-
endum þegar búkarnir voru beygðir
og teygðir. Þessi keppni hefur verið
haldin í Broadway síðastliðin tvö ár
en var í þetta sinnið farið norður
heiðar til Akureyrar. Sigurður
Gestsson, Akureyri, varð íslands-
meistari karla þriðja árið í röð. Asdís
Sigurðardóttir, Reykvíkingur,
hreppti Islandsmeistaratitil kvenna
en þetta er í fyrsta skiptið sem Asdís
tekur þátt í Islandsmeistaramóti i íslandsmeistarar karla og kvenna i vaxtarrækt 1987 - Ásdis Sigurðardóttir frá Reykjavík og Sigurður Gestsson frá
vaxtarrækt. Akureyri.
Þetta er bakhluti búks Sigurðar Gestssonar - Vöðvar i heimskiassa hjá Valbirni Jónssyni frá Marta Unnar - meistari kvenna frá því í fyrra.
sannkallaður stjörnuflokkur. Reykjavik en hann var helsti keppinautur meistar-
ans.
Skriö-
jökla-
stúdíó
J.G. Haukson DV-Akureyri
Hljómsveitin Skriðjöklarnir,
sem gerði lagið Hesturinn vin-
sælt síðastliðið sumar, er ekki af
baki dottin. Þeir félagar, með
Ragnar Gunnarsson (sót) í farar-
broddi, eignuðust sitt eigið
hljóðupptökuver að Óseyrargötu
6 á Akureyri nýlega. Að sögn
Jöklanna er þetta mjög fullkomið
hljóðupptökuver og ætla þeir að
taka upp stóra tólf laga plötu á
næstu dögum. Platan kemur á
markaðinn í júlí. En það eru ekki
aðeins Skriðjöklarnir sem ætla
að nota verið, þetta er dýrt fyrir-
tæki og því verður það leigt þeim
sem vilja taka upp.
„Ef þú skrifar um okkur, segðu
að við séum milljónamæringar,"
sögðu Skriðjöklarnir þegar
Sviðsljósið leit inn til þeirra á
dögunum.
Þrælhressir menn, Skriðjöklarnir, í hinu nýja og glæsilega upptökuveri sínu. Stóra platan kemur á markað í júlí.