Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987. Fréttir Síðasta vígiö er fallið fyrir bifreiðaeigendur við Barónsstíg eftir að stööumælum var komið fyrir í portinu við Stjörnubíó. Bílastæði við Barónsstíg: íbúar stofna samtök gegn stöðumælum „Þessi stöðumælaárátta er orðin ansi öfgakennd ef maður getur ekki lagt bílnum sinum við heimili sitt án þess að greiða í mælinn á klukkutíma fresti," sagði Haukur Hlöðver Hjálm- arsson sem býr að Barónsstíg 27 en íbúar þar um slóðir eru orðnir lang- þreyttir á stöðumælum og skorti á bílastæðum við heimili sín. Haukur sagði að íbúar hverfisins hygðust nú stofna með sér samtök í því skyni að fá þessum málum kippt í liðinn enda væri það sjálfsagt rétt- indamál að menn fengju lagt bílum sínum skikkanlega langt frá hýbýlum sínum án þess að borga fyrir það. „Þeir hjá borginni plöntuðu stöðu- mælum um alla Grettisgötu fyrir nokkrum árum en urðu svo frá að hverfa eftir að íbúar götunnar tóku sig saman og mótmæltu mælunum. Við verðum sennilega að grípa til sama bragðs," sagði Haukur Hlöðver. Stöðumælar hafa verið við Baróns- stíginn frá Hverfisgötu og upp að Grettisgötu. íbúamir lögðu því gjam- an inni í portinu við Stjömubíó. En sá griðastaður er ekki lengur fyrir hendi því nú em einnig komnir stöðu- mælar þar. Að stöðumælunum slepptum er svo mikill skortur á bílastæðum á þessum slóðum. Samkvæmt upplýsingum frá íbúum hverfisins verða þeir iðulega að leggja bílum sínum við Sundhöllina eða Austurbæjarskóla ef þeir fá þá stæði þar. KGK Prestskosningamar: Nafnleyndinni aflétt „Það hefúr engin ósk borist frá sóknarbömum í Hjallaaókn um að almennar prestskosningar fari fram en frestur til þess rann út í gær- kvöldi. Frestur til að bera fram mótmæh eða ósk um almennar prestskosningar í Hólaprestakalli rennur út i kvöld,“ sagði Magnús Guðjónsson biskupsritari í samtali við DV í morgun. Magnús sagði að sér kæmi ekki á óvart að dóms- og kirkjumálaráðu- neytið hefði í gær lýst því yfir að nafhleynd umsækjenda um presta- köll fengi ekki staðist en biskups- stofa sendi fyrirapum til ráðuneytis- íns um málið. „Ráðuneytið fer greinilega eftir bókstaf laganna um veitingu prestkalla, ég tel þó að andi þessara laga sé þannig að nafhleynd- ar eigi að gæta.“ Þeir sem sóttu um Hjallapresta- kall auk sr. Kristjáns Einars Þorvarðaraonar, sera það hlaut, voru sr. Guðmundur öm Ragnareson, sr. Torfi Hjaltalín Stefánason og Kristj- án Bjömsson guðfræðikandidat. Um Hólaprestakall sóttu auk sr. Guðroundar Karls Ágústasonar sem það hlaut, sr. Gylfi Jónsson og sr. ólafúr Jóhannsson. -BTH Fjögur handtekin eftir líkamsárás Lögreglan í Reykjavík handtók í gær þrjá karlmenn og eina konu eftir að tilkynnt hafði verið um innbrot í hús við Búðargerði í gærmorgun. Þar var brotist inn og manni sem bjó þar veittir áverkar. Var hann fluttur á slysadeild eftir árásina. Fólkið hafði á brott með sér videotæki og afruglara. Eftir að lögreglunni var tilkynnt um innbrotið féll grunur á ákveðið fólk. Það var síðan handtekið síðar um daginn. Á samastað þess fannst meira þýfi. Fólkið er nú í fangageymslu. Mál þess verður sent til rannsóknarlög- reglu í dag. -sme Félagsmálaráðuneytið: Húsnæðislána- kerfið hrunið I tilkjmningu frá félagsmálaráðu- neytinu, sem send var út í gær, er því beinlínis lýst yfir að húsnæðislána- kerfið sé hmnið og að miðað við óbreytt ríkisframlag og óbreyttan hlut lífeyrissjóðanna til húsnæðislánakerf- isins verði ekki um neinar nýjar framkvæmdir að ræða á félagslegum íbúðarbyggingum á næsta ári. Nú eru 2.645 lánsumsóknir upp á 3,1 milljarð króna óafgreiddar hjá stofh- uninni og er stór hluti þessara umsókna þó orðinn 5 mánaða gamall. Allt lánsfé húsnæðislánakerfisins var uppurið 12. mars síðastliðinn. Þá segir að spenna á fasteignamark- aði hafi stóraukist með tilkomu nýja lánakerfisins. í ágúst 1986, rétt fyrir gildistöku þess, nam fullt lán til kaupa á notuðu húsnæði 84% af útborgun á 100 fermetra 4ra herbergja íbúð í Reykjavík. 1 mars, þegar lánsloforðum var hætt, nam það 66% af útborgun í sömu íbúð. Þá segir að 15% þeirra sem fengu lánsloforð eða um 1.200 aðilar hafi átt skuldlausar eignir upp á 3 milljónir króna hver og af þeim séu 2% að minnka við sig. Bent er á dæmi um einn aðila sem átti 5 íbúðir og fékk lánsloforð til að kaupa þá sjöttu. Á sama tíma var 150 umsóknum eigna- lausra aðila hafnað vegna þess að þeir höfðu of lágar tekjur. Því er lýst yfir í tilkynningunni að meginforsendur lánakerfisins séu brostnar og að ráðuneytið sé nú að leita leiða til að bæta hér úr. -S.dór Vamarliðsþyrla sótti sjómann Rússneskur togari óskaði aðstoðar um klukkan hálftvö í nótt vegna þess að einn skipverja var með botnlangak- ast. Togarinn var þá staddur um 250 sjómílur vestsuðvestur af Reykjanesi. Þyrla frá Vamarliðinu fór og sótti sjó- manninn og var komin með hann til Reykjavíkur klukkan rúmlega sjö í morgun. Ferðin gekk vel enda var veður gott. -sme „Mér finnst hann alveg stórmyndarlegur, finnst þér þaó ekki líka?“ sagði Kristján Jóhannsson söngvari við Ijósmyndara DV þegar hann sýndi honum nýfæddan son sinn. Sonur Kristjáns og Sigurjónu Sverrisdóttur fæddist aðfaranótt þriðjudagsins og var tekinn með keisaraskurði. Hann er stór og myndarlegur, var 21 mörk og 54 sentimetrar við fæðingu. DV-mynd JAK Hninið á þýska fiskmaricaðnum: Fiskurínn er verðlaus ekki er vitað til að óttiim við fisk hafi boríst tíl Bretíands Vilhjálmur Vilhjálmsson sem sér Ekki sagðist Vilhjálmur vita til Snorri Sturluson, Engey, Viðey, yrði að reyna solu. um sölu akipa erlendis fyrir Lands- þess að óttinn við fisk hefði borist Ögri og Vigri. Gísli Hermannason, Markaður fyrir karfa er ekki ann- samband útvegsmanna sagði í til Englands en umboðsmenn í framkvæmdastjóri Ögurvíkur, sagði ars staðar en í Þýskalandi Gísli samtali við DV að umboðsmenn ís- Þýskalandi óttast að umræðan be- í samtali við DV að menn yrðu bara sagði að aðeins 12 til 15 krónur feng- lensku skipanna hefðu haft samband rist til annarra landa Evrópu. að bíða og sjá hveiju fram vindur i just fyrir kílóið af karía hér heima við sig og sagt að engin leið virtist Sjónvarpsstöðvar í nágrannalöndum Þýskalandi. og því væri úr vöndu að ráða hvem- tilþessaðseljafiskumþessarmund- Þýskalandserubyrjaðar aðsegjafrá Ögri selur í Þýskalandi í dag og ig losna ætti við karfann ef þýski ir. Húsmæður lýstu því yfir að þær ástandinu í Þýskalandi eins og skýrt má búast við miklum erfiðleikum að markaðurinn verður í lægð lengi. keyptu ekki fisk eftir umíjöllunina í var frá í DV í gær. selja afiann. Gísli sagði að ekki hefði -S.dór þýska sjónvarpinu á dögunum um Nokkrir íslenskir togarar landa verið hægt að snúa ögra við eftdr orma í fiski. nær eingöngu í Þýskalandi, svo sem að hrunið á markaðnum kom og því Fiskmarkaðurinn í Þýskalandi virðist algerlega hruninn, um stund- arsakir í það minnsta, ef marka má það verð sem nú fæst fyrir karfa. Togarinn Klakkur seldi 206 lestir af karfa í gær og fyrradag og var með- alverðið 31,29 krónur fyrir kílóið. Leyfilegt lágmarksverð er 35 krónur en undanþága var gefin frá því í þessu tilfelli vegna ástandsins á markaðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.