Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987. Spumingin Hvað finnst þér um nýja söluskattinn? Ásmundur Jakobsson: Mér líst illa á hann. Mér finnst að það ætti að reyna að draga úr sköttum en þessi skattur er spor í ranga átt. Hanna Svavarsdóttir: Ef þetta er tímabundin ráðstöfun þá er þetta í lagi en ef svo er ekki þá er verið að koma aftan að fólki. Erla Bjarnadóttir: Þetta er alveg hroðalegt. Eg var að kaupa í bakaríi og þá var allt í einu kominn Bald- vinsskattur. Sigurdís Laxdal: Alveg hörmung. Sigurður Kristinsson: Bara della. Erla Reynisdóttir: Alveg ömurleg. Það væri nær að setja skatt ó munað eins og video og myndlykla. Lesendur Stutt Lesandi hringdi: Ég get ekki lengur orða bundist yfir dagskrá ríkissjónvarpsins. Hugsa sér að á sunnudagskvöldið um verslunar- mannahelgina lauk dagskrá þeirra klukkan 2220. Og frídagur daginn eftir. Hver er eiginlega meiningin með þessu? Er verið að neyða fólk til að fá sér afruglara eða hvað? Mér finnst þetta a.m.k. einkennileg aðferð til að mæta samkeppni. Þá var ástandið betra þegar hreinlega var lokað í mánuð vegna sumarleyfa. Núna eru þeir ekki einu sinni færir um að halda gangandi dagskrá. Og það er allt sumarið sem er svona. Dagskráin er bara til málamynda, mannskapurinn er meira eða minna í sumarfríi. Þetta er atriði sem brýnt er að laga. Hafa þessir háu herrar í útvarpsráði aldrei leitt hugann að því að svo gæti farið að þeir þyrftu einhvem tímann að standa í samkeppni, að hvenær sem er gæti sprottið upp sjónvarpsstöð sem veitti bæði þeim og vídeóleigunum samkeppni? Eg veit vel að Stöð 2 kem- sjonvarpsdagskrá Lesanda finnst kastað til höndum í innlendri dagskrárgerð og sumt sem boðið er upp á finnst honum beinlínis ósmekklegt. ur aldrei til með að keppa við hvorki einn né neinn, til þess er dagskrá þeirra allt of einhæf. En til eru fleiri aðilar sem áhuga hafa á að opna sjón- varpsstöð. Og nú er talað um að opna fyrir fimmtudagana. í guðanna bænum, ráðið meiri mannskap óður en til þess kemur. Annars þurfum við, þessir sem borga afhotagjöldin, að burðast með sumardagskrá allt árið. Annað sem vert er að athuga er inn- lend dagskrárgerð. Kæru sjónvarps- menn. Þó Stöð 2 kasti til höndum og geri ömurlega þætti er það engin af- sökun til að lækka standardinn. Haldið þið virkilega að einhver hafi gaman af þessum spumingaleikjum, sem auk þess að vera hrútleiðinlegir eru svo illa gerðir að leit er að nokkru jafh ósmekklegu. Það getur verið að svona dagskrárgerð kosti lítið, en þarf virkilega að hafa þetta svona illa gert? Ég vona bara að þetta standi til bóta, því fólk lætur varla bjóða sér upp á svona ósmekklegheit miklu lengur. Góð Hafliði Helgason hringdi: Ég vil koma á framfæri þakklæti til Ferðaskrifstofu ríkisins. Þannig er að ég fór í ferð til Póllands og kom við á Englandi í bakaleiðinni. Bára hjá Ferðaskrifstofu rfkisins gerði fyrir mig ferðaáætlun sem stóðst alveg 100% og er ég ósegjanlega ánægður með ferð- ferð ina og alla tilhögun hennar. Bára er frábær starfskraftur. Einnig vil ég koma á framfæri þakk- læti til áhafhar þotu Flugleiða 202 sem flaug frá Keflavík til Kaupmanna- hafhar þann 16. júlí síðastliðinn fyrir frábæra þjónustu. Enn um Leiðara Lesandi hringdi: Við erum hér nokkrir aðilar á vinnu- stað sem erum alveg gáttaðir á framkomu Jóns Óttars Ragnarssonar sjónvarpsstjóra í þættinum Leiðari síðastliðið fimmtudagskvöld. Þama var Halldór Ásgrímsson leiddur ffarn á móti nokkrum líffræð- ingum og í ofanálag var Jón Óttar gasprandi með sína skoðun. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á svona ffamkomu við ráðherra þjóðarinnar. Enn um A-ha Helga skrifar: Ég hef aldrei skemmt mér jafn vel og ó tónleikum A-ha. Ég gat ekki ímyndað mér að hljómsveitin væri svona góð og að söngvarinn (Morten Harket) væri svona æðislegur, eins og raunar allir í hljómsveitinni. Mig langar til að þakka ykkur sem fenguð hljómsveitina til að koma til íslands og vona að þið fáið hana til að koma aftur næsta ár. Takk fyrir. Andarnefja. Aðeins sáust 176 slíkar í talningunni. Hvalimir hverfa Hvalavinur hringdi: Hvalir em eins og kunnugt er far- anddýr í höfunum. Hvalatalningin, sem nýlega fór ffam víða um höf og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum, sýnir að þeir hvalir, sem Islendingar veiða, em í útrýmingarhættu því þeir sáust fáir. Sem dæmi um þetta sáust aðeins 370 langreyðar, en íslendingar ráðgera að veiða 80 dýr þetta árið. Sama er að segja um hrefnumar, 260 dýr, en íslendingar hyggjast veiða 40 hrefnur í ár. Ef aðrar hvalveiðiþjóðir fæm að dæmi íslendinga þá væri lítið eftir af þessum hvalastofnum eftir 3-4 ár, því fjölgun hvala er hæg. Hvalakýmar ganga lengi með og kálfurinn fylgir móður sinni fyrstu árin. Aftur á móti var talinn nokkur íjöldi smærri hvala, eða um 3.000, en hvala- dráparar græða víst ekki nóga peninga á að veiða þó í „visindaskyni". Hvalir af öðrum tegundum sáust við talninguna en svo fáir að trúlega verð- ur ekki langt þar til þeir hverfa að mestu. Hvalimir hafa hlutverk í lífkeðju sjávar. Væri það ekki mikil ógæfa ef Islendingar stæðu að útrýmingu þeirra vegna hroka, siðleysis og græðgi fárra manna? Og ljótur arfur handa næstu kynslóð. Listamaðurinn Hrafh Þrír reiðir kennarar hringdu: Við erum héma þrír sem erum alveg hjartanlega ósammála Sárreiðum sem skrifaði grein undir fyrirsögninni Hælbítar Hrafhs. Við sóum hestaatið og þetta var eins og að snarvitlausir menn væm þama á ferð. Þama var att saman tveimur grað- hestum sem búið var að trylla og það á stað þar sem þeir gátu vel farið sér að voða. I ofanálag var ýtt í þá með pijónum. Hesturinn hefur löngum staðið ís- lendingum fyrir hugskotssjónum sem þarfasti þjónninn og að bera slíkt á borð fyrir mann og kalla það list er alveg fyrir neðan allar hellur. Það sem Sárreiður kallar gífuryrði þeirra sem keppast við að ausa Hrafh auri em ekki annað en eðlileg viðbrögð íslend- inga, sá sem að eys Hrafn auri er enginn nema hann sjálfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.