Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritsljórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 Vömhúsið á Setfossi: Hefur játað innbrotið Maður, sem handtekinn var vegna innbrotsins í Vöruhús Kaupfélags Ámesinga á Selfossi, hefur játað að hafa átt þátt í innbrotinu. Ljóst þyk- ir að maðurinn hafi ekki verið einn að verki. Það liggur ekki fyrir nú hverjir stóðu að innbrotinu með honum. Rannsóknarlögreglan óskaði í gær eftir gæsluvarðhaldi yfir manninum í allt að tvær vikur. Von er á úr- skurðinum um miðjan dag í dag. Ur Vömhúsinu var stolið 200 þúsund krónum og skemmdir unnar á af- greiðslukössum og skrifstofu. -sme Millisvæðamótið: Jóhann samdi um jafntefli Jóhann Hjartarson samdi um jafh- tefli við bandaríska skákmanninn Benjamin í gær, í fjórtándu umferð millisvæðamótsins í Szirák. Önnur helstu úrslit urðu þau, að Salov vann Velimirovic, Portisch vann Beliav- sky og skák Nunn og Allen fór í bið. Staðan á mótinu nú, þegar þrjár umferðir eru eftir, er því sú að Jó- hann er enn einn efstur með tíu og hálfan vinning, Salov er í öðru sæti með tíu vinninga, Nunn er með m'u og hálfann og biðskák. Portisch er í fjórða sæti með níu og hálfan vinn- ing og Beliavsky er í fimmta sæti með níu vinninga. í dag hefur Jóhann hvítt á móti Salov sem er í öðru til þriðja sæti. Jóhann teflir svo við Allan á laugar- daginn og við Beliavsky í lokaum- ferðinni á mánudaginn. Sjá nánar um millisvæðamótið í grein Jóns L. Ámasonar í blaðinu í dag. KGK - Sjá bls. 34 LOKI Húsvíkingar ættu að selja veiðileyfi á hollensku selina Sfldarveiksmiðjur ríkisins: Salmonella fannst í mjöli á Siglufirði - um var að ræða sýnl úr 200 tonnum sem hafa verið seld til Englands Við sýnatöku á fiskimjöli hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins ó Siglufirði fyrir skömmu kom i ljós að salmon- ella var í mjölinu. Um var að ræða sýni úr 200 lestum af mjöli sem hafði verið selt til Þýskalands en ekki kom til greina að selja mjölið þangað með salmonellu í. Þess í stað var mjölið selt til Englands en að sögn Isólfs Sigurðarsonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Síldarverksmiðja ríkisins, spyija kaupendur þar ekki um atriði eins og þetta. Sagðist ísólf- ur ekki vita hvort kaupandinn í Englandi hefði verið látinn vita að salmonella heföi fundist í mjölinu. Isólfur sagði að salmonella heföi áður fundist í mjöli hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins og raunar hjá ýmsum fleiri mjölframieiðendum hér á landi. „Menn eru alltaf á nálum út af þessu en illmögulegt virðist að koma í veg fyrir að salmonella komist í mjölið. Sérfræðingar telja að salm- onellan berist í mjölið með fuglasaur en þræmar em alltaf fullar af fugli meðan á loðnubræðslunni stendur," sagði Ingólfur. Kröfur mjölkaupenda í þessum efnum em, að sögn ísólfs, misjafitar. Sumir taka ekki við mjöh nema það sé alveg í lagi, aðrir spyija einskis og gera engar kröfiir varðandi atriöi eins og þetta. Nær útilokað er að koma í veg fyrir að fuglinn komist í loðnuna eða fiskúfganginn sem bræddur er þótt hægt sé að koma í veg fyrir að hann liggi hundruðum saman í loðnuþrón- -S.dór Hollensku selimir: Einn skotinn við Húsavík íslensk friðarsamtök stóðu fyrir táknrænni samkomu við Tjörnina í gærkvöldi. Fjöldi manns var þar samankom- inn. Kveiktu samkomugestir á friðarkertum og létu þau fljóta út á Tjörnina. Var þetta að sögn falleg og Ijúf athöfn í kvöldkyrrðinni. DV-mynd S „Við vorum að vonast til þess að hann færi en þegar hann var búinn að vera þama úti á annan sólarhring var lítið annað að gera en að skjóta hann. Þetta ætti að sýna hversu lítið vit er í því að senda þetta heimshoma á milli,“ sagði Þórhallur Óskarsson hjá Fiskeldisstöðinni við Haukamýri á Húsavík. Einn af hollensku selunum, sem dýravemdunarmenn fluttu hingað til lands, var skotinn í höfninni á Húsa- vík í gær. Selurinn hafði verið að synda í kringum laxeldiskví, þar sem í vom seiði fyrir milljónir króna. „Þetta var meindýr á óæskilegum stað og þar að auki er talið að þetta hafi verið hringanóri," sagði Þórhallur. Leyfi fyrir seladrápinu var fengið hjá lögreglunni og vanur skotmaður fenginn til verksins. Sökk selurinn í hafið eftir skotið en kafað var eftir honum og fannst þá plastmerki sem sýndi hvaðan hann var. -JFJ/KGK Fékk nagla úr byssu í kviðinn Jón G. Haukssm DV, Akureyii Smiður, sem var við vinnu við byggingu Esso við Leíruveginn á Akureyri, fékk í gær nagla í kviðinn úr naglabyssu. Maðurinn var að taka við byss- unni frá öðrum smiði ofan af vinnupalli. Um leið og hann tók við henni fór öryggið af með þeim afleið- ingum að skot hljóp í kvið hans. Maðurinn var þegar fluttur á sjúkrahús. í morgun leið honum eft- ir atvikum en ekki tókst að fá nánari upplýsíngar um hversu alvarleg meiðsli hans væm. íslendingur í Málmey: Dæmdur í 4 mánaða fangelsi Veðrið á morgun: Hægviðri á landinu Hægviðri eða norðangola víðast hvar á landinu. Sums staðar léttskýj- að sunnanlands en skýjað annars staðar. Hiti verður á bilinu 5 til 14 stig. V 5 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Islendingur, 34 ára gamall, var dæmdur í gær til 4 mánaða fangavist- ar af undirrétti í Málmey fyrir að 5 grömm af amfetamíni og 2 grömm af kókaíni fundust í fórum hans í Gauta- borg þann 24.júlí síðastliðinn. 35 ára gömul íslensk kona hafði verið hand- tekin skömmu áður vegna sama máls en hjá henni fundust 60 grömm af amfetamíni og 60 grömm af hassi. Bíð- ur hún nú dóms í Málmey en réttað verður í máli hennar á næsta þriðju- dag. Islendingurinn, sem dæmdur var í gær, hefur ekki áfrýjað dómnum. Hefur hann ekki komið við sögu sænsku fíkniefnalögreglunnar áður. Að sögn saksóknara í fíkniefnamál- um í Málmey má búast við að konan verði dæmd til lengri fangelsisvistar en hún hefur oft komið við sögu sænsku fíkniefnalögreglunnar og af- plánaði mánaðarlangan dóm fyrir fíkniefnasmygl fyrr á þessu ári. Þriðji íslendingurinn, sem situr í varðhaldi í Málmey, verður líklega framseldur til lögreglunnar í Kaup- mannahöfn í þessari viku. -BTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.