Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987.
37 *
Erlendir fréttaritarar
Glistrup hefur
innreið sína á ný
Haukur L. Haukæan, DV, Kaupmarmahöfri;
Mogens Glistrup, stoíhandi Fram-
faraflokksins, lögfræðingur, skatta-
sérfræðingur og tukthúslimur virðist
á ný ætla að hefla innreið sína á
vettvang danskra stjómmála.
Við bak hans styður endumýjaður
og afar hliðhollur flokksbroddur og
með stuðningi hans á þingi eftir
kosningamar í haust getur Glistmp
stjómað gangi ófárra deilumála úr
sæti sínu aftast í þingsalnum. Það
getur gert Poul Schluter forsætisráð-
herra lífið leitt ef hann mun verða
háður stuðningi Framfaraflokksins
eftir kosningar.
Glistrup hefur alls ekki í hyggju
að halda skilyrðislaust hlífiskildi
yfir borgaralegri ríkisstjórn eða eins
og hann segir sjálfur: „Framfara-
flokkurinn er ætíð reiðubúinn til að
taka þá áhættu að verða sakaður
um að hafa komið jafnaðarmanna-
stjóm til valda.“
Einróma stuðningur
Sú skoðun mun verða einróma
studd af þingflokki þeim sem hann
mun að öllum líkindum gegna for-
mennsku fyrir eftir kosningar. Allt
bendir til að í þeim þingflokki muni
aðeins verða dyggir stuðningsmenn
Glistrups. - Tími Framfaraflokksins
sem viðhengis er liðinn og eins tími
uppreisnarseggja er hafa klofið sig
út úr flokknum. í framtíðinni mun
Framfaraflokkurinn krefjast áhrifa
í samræmi við störf flokksins, segir
Glistmp.
Stuðningsmenn Glistmps em allir
í efstu sætum flokksins í ömggum
kjördæmum og sumir í tveimur kjör-
dæmum. Þykir sú staðreynd styðja
sögusagnir um að Glistmp hafi þeg-
ar valið fylgisveina og meyjar á
þingi.
Annar tukthúslimur
í síðustu skoðanakönnun fékk
Framfaraflokkurinn átta þingsæti.
Gæti flokkurinn mögulega fengið
uppbótarþingsæti í höfuðborginni en
kaldhæðni örlaganna hefur komið
því svo fyrir að sá frambjóðandi er
fyrrverandi tukthúslimur eins og
Glistmp sjálfur og hefur setið inni í
fimm hundmð daga af þriggja ára
dómi fyrir fjársvik.
Leiða menn hugann að ímynd
flokksins út á við í því sambandi en
óvíst er hver mun verða talsmaður
flokksins i kosningabaráttunni. Sá
frambjóðandi er helst gæti ógnað
veldi Glistmps í flokknum er Pia
Kjærsgaard frá Fjóni. Af nýlegri
Gallupskoðanakönnun að dæma
vilja kjósendur Framfaraflokksins
helst sjá Piu Kjærsgaard sem odd-
vita flokksins.
Á öndverðum meiði
Hún hafnar öllu tali um pólitískt
ósamlyndi milli hennar og Glistmps.
Þau séu helst á öndverðum meiði
um hvemig stefna flokksins sé kynnt
en ekki hver hún sé. Heimildir innan
flokksins segja að uppgjör milli Glis-
tmps og Kjærsgaards muni ekki
hafa pólitískar afleiðingar heldur
aðeins ákvarða hver muni koma
fram fyrir flokkinn í sjónvarpi í
tengslum við landsfund og fyrir
kosningar.
í viðtali boðar Glistmp afdráttar-
lausa stefnu flokksins þar sem tillit
til ríkisstjómar er ekki efst á baugi.
Sérhveijar framfarir eigi að styðja
en öll óþægindi, eins og álögur og
gjöld, aukin ríkisútgjöld og aukin
skuldasöfaun, fái engan stuðning
framfaraflokksins.
Reynsla Norðmanna
Eins og áður sagði er Glistmp til-
búinn til að velta borgaralegri
ríkisstjóm úr sessi ef þess gerist þörf.
Það hafi þegar verið reynt í Dan-
mörku og Noregi og reynslan hafi
sýnt að það hafi styrkt tilvistar-
gmndvöll flokksins. Segir Glistmp
að margt megi læra af atburðum í
Noregi. Þegar hinir „linu“ í norska
framfaraflokknum hafi samið stefau-
skrá 1985, þar sem stóð að flokkurinn
skyldi styðja hina borgaralegu ríkis-
stjóm í öllum úrslitamálum, hefðu
kjósendur snúið baki við flokknum.
Það hafi verið augljóst því hvers
vegna ættu kjósendur að styðja
fiokkinn sem aðeins var viðhengi
borgarastjómarinnar. Fékk flokkur-
inn tvö þingsæti og þurrkaðist því
sem næst út.
Grefur ekki stríðsöxina
Eftir kosningar hafi flokkurinn
lært af mistökunum og tekið upp
dönsku stefauna. Greiddu þingmenn
hans atkvæði gegn bensínálögum
ríkisstjómarinnar og i maí vom þeir
á móti tillögum hinnar borgaralegu
stjómarandstöðu um aukinn stuðn
ing til atvinnulífsins. í báðum tilfell-
um hafi fylgi flokksins aukist í
skoðanakönnunum og nú sé fylgi
hans 7,6 prósent.
Þegar danski framfaraflokkurinn
Kjami Framfaraflokksins styður
Mogens Glistrup eindregið og eru
stuðningsmenn hans i efstu sætum
flokksins í öruggum kjördæmum.
hefði verið viðhengi Schluterstjóm-
arinnar fyrr á þessum áratug hafi
kosningaúrslitin orðið þau verstu í
sögu flokksins. Glistmp er því alls
ekki á því að grafa stríðsöxina sama
hver á í hlut. Loks segir hann um
stefauna að í fyrsta lagi eigi að
lækka skattana, hækka eftirlaunin,
bæta heilsugæslu sjúkrahúsanna og
loks að takmarka aðgöngu flótta-
fólks til landsins.
<
Breytinga að vænta á
kanadískum innflytjendalögum
Guðrún HjartardótÐr, DV, Ottawa:
Enn einu sinni, þann 12. júlí síðast-
liðinn, þegar 174 sikhar komu upp að
strönd Nova Scotia, vom kanadísk
flóttamannalög gerð að engu.
Þremur vikum síðar var tilkynnt að
forsætisráðherrann, Brian Mulroney,
myndi kalla saman þing úr sumarleyfi
þann 17. ágúst næstkomandi til breyt-
inga á málefaum ólöglegra innflytj-
enda.
í síðustu viku bárust kanadískum
stjómvöldum þau tíðindi að sjötíu og
þriggja ára gamall bátur, Walvik,
hefði lagt úr höfa skammt frá Amst-
erdam í Hollandi 23. júlí síðastliðinn
og að líklegt væri talið að um borð
væri annar hópur flóttafólks Pakist-
ana og sikha á leið til Kanada.
Kanadísk stjómvöld brugðusl skjótt
við og hófu mikla leit að bátnum, er
stóð yfir í þrjá daga eða þar til síðast-
liðinn mánudag að Walvik fannst
suðvestur af Bretlandseyjum með
áhöfaina eina innanborðs. Enginn í
áhöfainni kannaðist við málið og
kostnaðarsöm leit Kanadastjómar því
til einskis.
Ovænt koma 174 sikha til Kanada i siðastliðnum mánuði hefur nú orðið tii þess að margir Kanadamenn krefjast strangari innfiytjendalaga.
Simamynd Reuter
*
Strangari lög
En hvers vegna allan þennan asa
út af 174 sikhum? Á síðasta ári báðust
1500 flóttamenn á mánuði hælis í
Kanada. Óneitanlega vakti koma
sikhanna meiri athygli almennings en
koma flóttamanna gerir yfirleitt svo
að ákveðinn þrýstingur myndaðist á
meðal Kanadamanna. Sá orðrómur
hefur einnig verið á kreiki að þeir
flóttamenn, sem koma eftir ólöglegum
leiðum til landsins, hafi eitthvað
óhreint í pokahominu sem aftri þeim
frá að ganga í gegnum það ferli er
flóttamenn yfirleitt gera er þeir sækja
um landvist í Kanada.
Þessi orðrómur hefur valdið því að
almenningur vill strangari lög um inn-
töku flóttamanna en verið hafa hingað
til. Aðrir em þessu ósammála og þyk-
ir ekki þurfa að herða innflytjendalög-
in. Segja þeir marga flóttamenn ekki
geta farið eftir venjulegum leiðum
þegar þeir mega teljast heppnir að
hafa yfirleitt sloppið lifandi frá heima-
landi sínu. En þeir sem þessum hópi
fylgja em sammála því að einhvetjar
breytingar verði að gera á lögum um
flóttafólk. Þau séu orðin úrelt síðan
þau vom sett fyrir allmörgum árum
er miklu færri sóttu um landvist í
Kanada á ári hverju.
Langur biðtími
Eftir að til landsins kemur tekur það
tvö til fimm ár að fá endanlegt land-
vistarleyfi. Flestir em sammála um að
þennan langa biðtíma þurfi að stytta
sem mest því hann reynist flóttafólk-
inu harla erfiður og er mjög kostnað-
arsamur fyrir ríkið.
Frá síðari heimsstyrjöld hafa
Kanadamenn tekið á móti hvorki
meira né minna en hálfri milljón
flóttamanna en þrátt fyrir þessa háu
tölu er flóttafólk lítill hluti af öllum
þeim er fá landvistarleyfi í Kanada á
ári hveiju. Á þessu ári er gert ráð fyr-
ir að 115 þúsund til 125 þúsund inn-
flytjendur, alls staðar að úr heiminum,
fái landvistarleyfi en einungis 12 þús-
und af þeim verða úr hópi flótta-
manna. Þykir mörgum að fleiri leyfi
ættu að falla í hlut þeirra.
Eftirsótt flóttamannaland
Það er ekki að ástæðulausu að
Kanada er eitt eftirsóttasta landið að
flýja til. Kanadísk stjómvöld hafa
hingað til þótt mun liðlegri við þá en
til dæmis Bandaríkin eða Vestur-
Evrópulönd og fáum hefur verið vísað
frá síðustu árin. Á síðasta ári var
kanadísku þjóðinni veitt Nansen-
orðan sem viðurkenning frá Samein-
uðu þjóðunum fyrir göfuglyndi í garð
flóttafólks. Það má heldur ekki gleyma
því að Kanada er næststærsta land
heims og fólksfjöldi lítill miðað við
flest önnur vestræn lönd. Náttúruauð-
lindir eru miklar og lífsafkoma góð.
Þess vegna spyr kanadíska þjóðin sig
þessarar samviskuspumingar: „Ef við
getum ekki tekið á móti flóttafólki
hver getur það þá?“