Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 38
38
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987.
>
>
Kvikmyndahús
Bíóborg
Sérsveitin
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Angel Heart
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05
Arizona yngri
Sýnd kl. 7 og 11.
Krókódíla Dundee
Sýnd kl. 5 og 9.
Bíóhúsið
Bláa Betty
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bíóhöllin
The Living Daylights
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Hættulegur vinur
sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Morgan kemur heim
Sýnd kl. 7 og 11.
Innbrotsþjófurinn
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Lögregluskólinn
Allir á vakt
Sýnd kl, 5 og 9.
Blátt flauel
Sýnd kl. 5,7.30 og 10.
Háskólabíó
Villtir dagar
Sýnd kl. 7, 9 og 11.10.
Laugarásbíó
Andaboð
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Gustur
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Meiriháttar mál
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Regnboginn
Hættuförin
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Herdeildin
Sýnd kl. 3, 5.20 9 og 11.15.
Dauðinn á skriðbeltum
Sýnd kl. 9.10 og 11.10.
Þrír vinir
Sýnd kl. 3.10 og 5.10 og 7.10.
Hættuástad
Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15.
Otto
Endursýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15.
Herbergi með útsýni
Sýnd kl. 7.
Kvikmyndasjóður
kynnir
islenskar myndir með enskum texta
Atómstöðin
Atomic Station
Leikstjóri: Þorsteinn Jónsson.
Sýnd kl. 7.
Stjömubíó
Óvænt stefnumót
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Hætturlegur leikur
Sýnd kl. 7 og 11.
Wisdom
Sýnd kl. 5 og 9.
LUKKUDAGAR
6. ágúst
8216
Hljómplata frá
FÁLKANUM
að verðmæti
kr. 800.
Vinningshafar hringi í sima
91-82580.
Kvikmyndir
A að höfða bæði til
almennings og fagfólks
- nýtt íslenskt kvikmyndatímarit Irtur dagsins IJós
Bandaríska kvikmyndaleikkonan Lisa Bonet
prýðir forsíðu fyrsta tölublaðs íslenska kvik-
myndatímaritsins Sjónmáls.
„Okkur fannst vanta tímarit af þessari tegund
á markaðinn, við viljum að þetta sé hæfileg
blanda af greinum fyrir almenning og þá sem eru
fagmenn í þessu,“ sagði Helgi Hilmarsson, annar
framkvæmdastjóri Stöku hf. sem hafið hefur út-
gáfu á nýju timariti en það ber nafiiið Sjónmál.
Er því ætlað að fjalla um allt sem tengist kvik-
myndum, myndböndum og sjónvarpi, bæði því
sem er að gerast hér á landi og erlendis.
F>Tsta tölublað kom út í síðustu viku. Er það
82 blaðsíður að stærð og kostar 289 krónur.
Útgáfu- og framkvæmdastjóri, ásamt Helga, er
Bjami Þór Sigurðsson. Ritstjórar blaðsins eru
Gunnar Hersveinn og Jón Egill Bergþórsson en
útlitsteiknarar þess eru Björgvin Olafsson og
Einar Garibaldi.
í þessu fyrsta tölublaði Sjónmáls kennir margra
grasa, þar eru greinar, viðtöl og kvikmyndadóm-
ar auk ýmis konar íréttapunkta úr kvikmynda-
heiminum. „Ætlunin er að blaðið komi út á
tveggja mánaða fresti,“ sagði Helgi „en síðan
munum við gefa út sérrit með því eftir því sem
færi gefst á og er þeim ætlað að taka fyrir ein-
stök máleíni. Eitt slíkt mun fylgja í kjölfarið á
næsta tölublaði sem kemur út um miðjan sept-
ember. Það verður eins konar handbók um
myndbandaupptökur þar sem settar eru fram á
aðgengilegan hátt leiðbeiningar um notkun
myndbandstækja og upptökuvéla en sífellt færist
í vöxt að fólk eignist slíkar upptökuvélar."
- Teljið þið að það sé markaður fyrir tímarit með
sérhæft umíjöllunarefhi eins og kvikmyndir?
„Já, það gerum við enda er ekki ætlunin að
höfða einungis til fagfólks. Slíkt hefur verið reynt
áður en það er of lítill hópur til að hægt sé að
halda uppi slíkri útgáfu. Við reynum að hafa
blaðið með eins fjölbrejdilegu efni og hægt er og
sem höfðar til víðs hóps lesenda því fæstir eru
alveg áhugalausir um það sem fer fram í kvik-
myndaheiminum. Greinaskrifarar í blaðið koma
líka úr ýmsum áttum og það er stefiian að ráða
ekki fasta blaðamenn.
Blaðið hefiir þegar fengið góðar viðtökur og
eins og við er að búast lærum við af þessari frum-
raun og nýtum þá reynslu okkar við útgáfu næsta
tölublaðs," sagði Helgi. -BTH
Á ferðalagi
Möðruvellir í Eýjafirði
Möðruvellir í Eyjafirði eru fomt höíðuðból og
kirkja er þar síðan snemma á kristnum sið.
Möðruvellir í Eyjafirði, kallaðir svo til aðgrein-
ingar frá Möðruvöllum í Hörgárdal, em sögu-
staður og aðsetur höfðingja fyrri tíma.
Það er talið að Guðmundur Eyjólfsson ríki
hafi reist fyrstu kirkjuna á Möðruvöllum um það
bil sem kristni var lögtekin á íslandi árið 1000.
Það var algengt að höfðingjar reistu kirkjur við
bæi sína eftir að kristni fékkst viðurkennd og
löggild á Alþingi. Þótt einhverjir reistu kirkjur
af guðsótta og góðri trú var hitt algengt að höfð-
ingjar héldu kirkjur sér til álitsauka og oft í
ábataskyni. Auðmenn sögualdar léku þann leik
að gefa guði almáttugum kirkju og jörð með því
fororði að þeir og niðjar þeirra héldu fullum
umráðarétti yfir staðnum. Með þessum hætti
komust höfðingjamir undan því að greiða tíund,
skatt þess tíma, og fengu auk þess til sín þann
hluta tíundarinnar sem rann til kirkjunnar.
„Græðum á kirkjunni", var viðhorf höfðingjanna
og kirkjur spmttu eins og gorkúlur á haug. Það
má semsagt rekja til sögualdar þann aragrúa
kirkna sem í landinu em.
Að líkum vom kirkjuhaldarar ekki vandir að
vali þeirra guðsmanna sem kirkjunum þjónuðu.
Raunar var alvarlegur skortur á prestum fyrst
eftir lögtöku kristninnar. Kom hvorttveggja til
áhugi stórmenna að byggja kirkjur og einnig það
að niðurstaða Þorgeirs undir feldinum kom ílest-
um landsmönnum á óvart. Fáir höfðu vit eða
áhuga til að læra prestskap á tíundu öld. Það
leiddi til þess að á fyrstu árum og áratugum
kristni á íslandi kenndu í kirkjum landsins menn
sem oft vissu lítið sem ekkert um kristna kenn-
ingu og ótalandi á tungumál rómversk-kaþólsku
kirkjunnar sem var latína. Trúlega hafa menn
sem ekki vom til annars brúklegir verið dubbað-
ir upp og settir í prestsembætti og þeir síðan
hjalað það sem þeim flaug í hug í það og það
sinnið. Þó er kannski líklegra að óhæfir prestar
noti það óbrigðula ráð sem óhæfir stjómmála-
menn nota enn þann dag í dag. Það er að tuldra
óskýrt í barm sér og helst eitthvað óskiljanlegt.
Á íslandi aukast menn að virðingu tali þeir þann-
ig að enginn skilji þá. Kannski vegna þess að
íslendingar em of háttvísir til að trúa því upp á
menn í opinberum embættum að þeir bulli.
-pal
Kirkjan á Möðruvöllum. Klukknaportið er frá 1781.
MH
MEIRI
HÁTTAR
SMÁ-
AUGLÝSINGA-
BLAÐ
Auglýsingasíminn
27022
Útvarp - Sjónvarp
Stöð 2 kl. 22.10:
Eldur í æðum
og rúmið brennur
sannsöguleg mynd
Mynd, byggð á sannri sögu Franc-
ine Huges, sem segir frá sjálfri sér og
ógæfusömu lífi sínu, verður á Stöð 2
í kvöld. Hún giftist manni sem barði
hana. Þau giftu sig árið 1964 og höfðu
hvorki vinnu né húsnæði. Fljótlega
sýnir hann ýmsa leiðinlega takta, þar
á meðal afbrýðisemi og árásargimi,
sem ágerðust með árunum. Þótt ein-
kennilegt megi virðast em henni allar
bjargir bannaðar. Þau eignast þrjú
böm sem binda hana heimilinu og
hvorki foreldrar hennar né yfirvöld
vildu skipta sér af erjum þeirra hjóna.
Þau skilja að borði og sæng en samt
sem áður fær hún ekki flóafrið fyrir
fyrrverandi eiginmanninum. Að lok-
um greip Francine til örþrifaráða.
Með aðalhlutverk í myndinni fara
Paul LeMat og Farrah Fawcett en hún
hlaut mikið lof fyrir leik sinn í þessari
mynd og vinnur þar í ravm sinn fyrsta
leiksigur. Leikstjóri er Robert Greew-
alds.
Farrah Fawcett vann sinn fyrsta leiksigur í hlutverki hinnar ógæfusömu Franc-
ine Huges sem eiginmaðurinn barði sundur og saman.