Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Pólitískur sumartími Ríkisstjórnin hefur ekki fengið við upphaf ferils síns hinn venjulega tíma friðar og hvíldar, sem notið hafa flestar ríkisstjórnir, er myndaðar hafa verið í sumarfríi Alþingis. Þvert á móti hefur allt gengið á göflunum í kringum hana. Og þetta er af hennar eigin völdum. Sjálfur stjórnarsáttmálinn vakti mikla óánægju langt út fyrir raðir stjórnarandstöðunnar. Síðan kom fálmið og fátið við framkvæmd og frestun fyrstu aðgerða. Land- búnaðurinn hefur fengið að leika lausum hala. Útgáfa spariskírteina og nýtt söluskattstig magna ófriðinn. Merkilegt er, að ríkisstjórn skuli lenda í svona mikl- um hremmingum við upphaf ferils síns. Eiginlega ætti hún að vera mjög sterk. Hún hefur verulegan þingmeiri- hluta að baki sér og tiltölulega ósamstæða stjórnarand- stöðu á móti sér, Hún ætti því að þora að taka á málum. Um þessar mundir þarf þjóðin einmitt fumlausa ríkis- stjórn, sem þorir. Óveðursskýin hrannast á loft. Verzl- unarráð spáði fyrr í vikunni stóraukinni verðbólgu næstu árin, gengislækkun eftir áramót og átökum á vinnumarkaði í kjölfar verðbólgu og skattahækkana. Álit Verzlunarráðs er óvenju harðort. Þar segir, að fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skattheimtu gangi þvert á meginstefnu hennar í skattamálum. Ennfremur, að ekkert hafi verið stokkað upp í allt of dýrum velferð- armálum á borð við landbúnað og húsnæðislánakerfi. Ríkisstjórnin hefur mest misstigið sig í landbúnaðar- málum og ríkisfjármálum. Óbreytt landbúnaðarstefna var fyrsta samkomulagsatriðið. Stjórnarsáttmálinn staðfesti nýja búvörusamninginn og fjögurra ára þrælk- un neytenda og skattgreiðenda í þágu kinda og kúa. Landbúnaðarráðherra hefur á fyrstu vikum ríkis- stjórnarinnar fengið að ganga berserksgang við að efla þrönga sérhagsmuni í landbúnaði. Einkum hefur honum orðið verulega ágengt við að þrengja völ neytenda á grænmeti á hagstæðu verði. Full einokun er í augsýn. Meira að segja hefur íslenzkum málvenjum verið breytt á svipaðan hátt og alræðisstjórnin gerði í sög- unni „1984“ eftir George Orwell. Að undirlagi land- búnaðarráðherra notar ríkisstjórnin orðin „nýtt“ yfir gamalt grænmeti og „markað“ yfir grænmetiseinokun. Fyrsta skref ríkisstjórnarinnar í eigin fjármálum var að hafna niðurskurði og sparnaði í ríkisrekstri og taka upp stefnu hækkaðra skatta, sem mun leiða til átaka á vinnumarkaði að mati Verzlunarráðs. Hefðbundinn landbúnaður og önnur hefðbundin hít eru heilagar kýr. Annað skrefið í ríkisfjármálunum var að reyna að hækka vexti á spariskírteinum án þess að hækka þá. Stjórnin reyndi að komast hjá hinni óhjákvæmilegu staðreynd, að mögnuð innrás ríkissjóðs á lántökumark- aðinn mun breyta hlutföllum framboðs og eftirspurnar. Ríkisstjórnin virðist hafa takmarkaðan skilning á fjármálum. Hún kvartar um, að aukinn ríkishalli stafi af vansköttun ársins. Samt er sífellt verið framhjá fjár- lögum að greiða úr ríkissjóði og skuldbinda hann á annan hátt til að kaupa óperur og mjólkursamsölur. Þriðja skref stjórnarinnar fólst í að bæta við sölu- skattsþrepi, sem leggst á harðfisk, en ekki saltfisk, suma svaladrykki, en ekki aðra, soðin svið, en ekki ósoðin og svo framvegis út í það fáránlega. Hún hefur flækt söluskattinn og boðið heim auknum skattsvikum. Verkhræðsla og fálm á þessum mörgu sviðum hefur magnað ótrú fólks á stjórninni, aflað henni stjórnarand- stöðu utan Alþingis og gert sumarfríið pólitískt. Jónas Kristjánsson „Sú samþykkt byggingarnefndar Reykjavíkur sem hér hefur verið fjallað um vekur hins vegar vonir um að nú sé orðin breyting. Ákvörðun nefndarinnar er vonandi stefnumarkandi." Nýlega ákvað byggingameíhd Reykjavíkur að svipta bygginga- meistara réttindum sínum. Þessi ákvörðun var tekin sökum þess að hann innréttaði í óleyfi íbúðir í gömlu atvinnuhúsnæði. Þrátt fyrir ítrekaðar áminningar hafði meistar- inn ekki breytt húsinu aftur til samræmis við samþykktar teikning- ar. Að sögn fjölmiðla hefur það ekki gerst í þrjá áratugi að byggingar- nefrid afturkalli réttindi meistara. Þessi atburður hlýtur að marka þáttaskil í byggingaeftirliti í höfuð- borginni. Fram að þessu hefur ekki verið fylgst sérstaklega með bygg- ingu ósamþykktra íbúða og ekki hefur verið amast við þeim með svo ákveðnum hætti. 6% íbúða ósamþykktar Ekki er vitað með vissu hversu margar íbúðir í Reykjavík hafa ekki hlotið samþykki byggingaryfirvalda. Þó má telja víst að ekki færri en 6% allra íbúða í borginni séu ósam- þykktar. Þær hafa orðið til á löngum tíma. Ýmsar ástæður liggja því að baki að þær voru innréttaðar. Borg- aryfirvöld hafa ekki sýnt þessum íbúðum sérstakan áhuga. Áf þeim sökum liggja ekki fyrir greinargóðar upplýsingar um fjölda þeirra, stærð, ástand, staðsetningu eða annað sem máli skiptir. Greinarhöfundi er ekki kunnugt um nema eina úttekt á óleyfisíbúðum í Reykjavík. Hún var gerð 1975. Þegar könnunin var gerð voru nálægt 2.200 ósamþykktar íbúðir í borginni. Flestar voru í gömlu borgarhverfunum. Þær voru almennt litlar, tvö eða þrjú herbergi. óleyfisíbúðir tölvuskráðar í 14 ár Upplýsingamar voru unnar úr tölvuskrám Fasteignamats ríkisins. Húsaskoðunarmenn stofriunarinnar hafa lengi skoðað kerfisbundið allar íbúðir í borginni. Lýsingar þeirra á stærðum íbúða, ástandi þeirra og innréttingum eru tölvuskráðar. Á meðal þeirra þátta sem skoðunar- menn athuga er hvort íbúðir eru samþykktar. Ósamþykktar íbúðir eru teiknaðar inn á samþykktar byggingamefiidarteikningar. Stærð- ir þeirra em einnig reiknaðar út. Þennan hátt hefur Fasteignamat ríkisins haft í tvo áratugi. Tölvu- skrár sem innihalda upplýsingamar hafa verið aðgengilegar í 14 ár. Það er ljóst að ef áhugi hefði verið á því að fylgjast með óleyfisíbúðum í höf- uðborginni á þessu tímabili heföi á hverjum tíma mátt styðjast við að- gengilegar upplýsingar. Óleyfisíbúðir í stórum húsum Ýmislegt hefur breyst á þeim 12 árum sem liðin em frá þvi að áður- nefrid úttekt var gerð. Einhverjar KjaUariim Stefán Ingólfsson verkfræðingur eftir litlum íbúðum var einna mest 1983 til 1986. Þá var til dæmis ótrú- lega lélegt húsnæði í gömlu hverf- unum boðið til sölu sem litlar íbúð- ir. „Húsnýtingarstefna“ Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að gamalt húsnæði í elstu hverfum Reykjavíkur hafi verið end- umýjað og innréttingum breytt. Það á bæði við um íbúðarhús og atvinnu- húsnæði sem ekki hefur staðist kröfur tímans. Þessi þróun er já- kvæð. Það er tímabært að huga betur en gert hefur verið að nýtingu eldra húsnæðis. Það hefur verið nefiit „húsnýtingarstefna". Hún eyk- ur endingu húsnæðis og er þjóð- hágslega hagkvæm. Til þess að endurbygging gamalla húsa þjóni „Þess eru of mörg dæmi að endurbygging gamalla húsa eigi meira skylt við brask en vandaða byggingarstarfsemi.“ af þeim íbúðum, sem ekki vom sam- þykktar 1975, hafa þegar hlotið viðurkenningu byggingamefiidar. Einnig hafa verið innréttaðar nýjar óleyfisíbúðir. Eftir 1975 hefur verið reist mikið af stórum einbýlishúsum og raðhúsum. Flest þeirra em tvær eða þrjár hæðir. Af þeim sökum er oft auðvelt að innrétta litlar íbúðir í þeim. Þetta hafa eigendur húsanna í mörgum tilfellum notfært sér. Margt ungt fólk hefur hafið búskap sinn í litlum ósamþykktum íbúðum sem innréttaðar hafa verið í húsum foreldranna. Margir hafa einnig ráð- ist í byggingu húsnæðis sem er stærra en þeir réðu við. Þeir hafa oft innréttað íbúðir til bráðabirgða og leigt þær út. Þegar um er að ræða þriggja hæða stór raðhús er oft auðvelt að innrétta í kjallaranum og loka á milli hæða. Þess þekkjast jafnvel dæmi að nýlegu raðhúsi hafi verið skipt upp í þrjár 60 fermetra íbúðir. Vöntun á litlum íbúðum Undanfarin ár hefur verið mikil vöntun á litlum íbúðum í Reykjavík. Sérstaklega hefur verið skortur á einstaklingsíbúðum og tveggja her- bergja íbúðum. Óleyfisíbúðir hafa mætt hluta af þessari þörf. Þó að margar þeirra séu eins og fyrr segir notaðar innan fjölskyldna eða til leigu hafa einhveijar þeirra verið seldar á fasteignamarkaði. Mest er þó selt af ósamþykktum íbúðum í gömlu borgarhverfunum. Eftirspum tilgangi sínum verður þó að gæta þess að íbúðir, sem innréttaðar eru í þeim, uppfylli kröfur sem við gerum í dag til húsnæðis. Byggingaraðili, sem hefur það markmið eitt að hirða sem mestan ágóða af endurbyggingu hvers einstaks húss, reynir á hinn bóginn að koma fyrir eins mörgum íbúðum og kostur er. Jafrdramt vandar hann sem minnst til breyt> inganna. Þegar þannig er staðið að verki verða íbúðimar litlar, innrétt- ingar óvandaðar og sameign lítil sem engin. Byggingaeftirlit í Reykjavík hefur hingað til ekki megnað að veita þeim aðilum aðhald sem þann- ig standa að verki. Þess em of mörg dæmi að endurbygging gamalla húsa eigi meira skylt við brask en van- daða byggingarstarfsemi. Stefnubreyting byggingar- nefndar? Eins og áður segir hefur bygging- amefiid Reykjavíkur góða mögu- leika á því að fyljast með því hvemig staðið er að innréttingu ósam- þykktra íbúða. Hingað til hefur nefhdin þó ekki sýnt því áhuga. Sú samþykkt byggingamefridar Reykjavíkur, sem hér hefur verið flallað um, vekur hins vegar vonir um að nú sé orðin breyting á. Ák- vörðun nefndarinnar er vonandi stefnumarkandi. 1 framhaldi af henni verður fróðlegt að fylgjast með frek- ari aðgerðum varðandi innréttingu og sölu óleyfisíbúða í Reykjavík. Stefán Ingólfsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.