Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987. 19 v______________________________________________Tíðarandi Goðsögnin á sér stoð í veraleikanum - segir Þórólfur Þóriindsson prófessor Það er engin heppni að sumir afla meira en aðrir, segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor i félagsvísindadeild Háskóla islands. Það er eitt af sérkennum íslensks samfélags að unglingar og náms- menn taka ríkan þátt í atvinnulífi þjóðarinnar þriðjung eða fjórðung af árinu. Sumarvinna margs náms- mannsins hefur gefið honum ein- stakt tækifæri til að kynnast starfi og vinnusiðum sem eru harla ólíkir því er háskólagenginn maður þekkir ijr skólavist og vísindarannsóknum. Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsvísindadeild Háskóla íslands, var einu sinni tólf ára strákur á síld. Það var þegar sumarsíldveiðar voru stundaðar fyrir norðan og austan land á árunum um og eftir 1960. Þórólfur var þijár sumarvertíðir á bát fóður síns, Þórlinds Magnússon- ar, og hann vill ekki gera mikið úr sjómennsku sinni. „Ég veit að faðir minn glottir ef hann les einhverjar frægðarsögur frá sjómannsárum mínum.“ Aldarfjórðungi síðar situr Þórólfur í herbergi sínu í Odda, húsi félagsvís- indadeildar Háskólans, og skrifar fræðigreinar um það sem hann þótt- ist sjá og skynja á unglingsárunum: Sumir skipstjóranna á síldveiðibát- unum voru aflaklær sem tóku öðrum fram í því að finna og veiða dyntótta síldina. Síldin fyrst og síöan þorskur- inn Gísli Pálsson og Þórólfur eru sam- kennarar í Háskóla íslands. Á meðan Gísli og Durrenberger unnu að sínum rannsóknum fylgdist Þó- rólfur með og gerði athugasemdir og gagnrýndi. Það var ekki fyrr en Gísli og Durrenberger birtu niður- stöður sínar að Þórólfur tók sig til og byrjaði sínar eigin rannsóknir á ástæðum þess að sumir skipstjórar komu með meiri fisk að landi en aðrir. - Ég var og er sannfærður um að niðurstöður Gísla og Durrenbergers eru rangar. Áhrif skipstjóra á afla- sæld eru miklu meiri en Gísli og Durrenberger vilja vera láta. Það er liðið hátt á þriðja ár síðan Þórólfur fór af stað með rannsókn á aflabrögðum síldarskipstjóra á sum- arvertíðunum í lok sjötta og byrjun sjöunda áratugarins. Þórólfur ein- beitti sér að síldveiðunum vegna þess að hann þekkti til þeirra af eig- in raun. Það vó þó þyngst að gögn um síldveiðar eru ítarleg og auðveld- ur aðgangur að þeim. Þótt Þórólfur beini andmælum sínum einkum að niðurstöðu Gísla og Durrenbergers um sfldveiðar er hann þess fullviss að Gísli og Durrenberger hafi einnig stórlega vanmetið þátt skipstjóra á línu- og netabátum sem eru á þorsk- veiðum. „Ég sný mér að þorsknum síðar“, segir Þórólfur. Hvernig á að leysa gátuna Niðurstöður rannsókna Þórólfs er að finna í tveim ritgerðum. Önnur mun birtast í tímaritinu Human Organization en hin er enn óbirt. Einnig skrifaði hann greinina „Að vera eða látast - er aflaskipstjórinn goðsögn?" sem er í afrnælisriti hel- guðu Brodda Jóhannessyni. Þórólf- ur er ekki ánægður með þá grein og segir mál sitt ekki koma nægilega vel fram þar. Rannsóknin á sumarsíldveiðum hér við land árin 1959, 1960 og 1961 leiddi til þeirrar niðurstöðu Þórólfs að skipstjóri á síldveiðibát gat ráðið úrslitum um afla bátsins en hvorki er það stærð báts, hvað honum var haldið lengi að veiðum, né heppni sem réði mestu um aflamagn. Þórólf- ur heldur því fram að til að ráða gátuna um aflaskipstjórann verði að líta á hana frá tveim hliðum. Ann- arsvegar að mæla og bera saman aflamagn skipstjóra yfir allan flot- ann frá ári til árs og fá þannig staðfest hvort og hve mikið bar á milli frammistöðu þeirra fáu sem afla mikið og hinna mörgu sem afla í meðallagi og þar undir. Hins vegar að rekja sögu einstakra skipstjóra sem hafa það orð á sér að vera afla- skipstjórar og komast að þvi hvort þessir menn séu stöðugt á toppnum í lok vertíðar. Ef svo er verður að teljast sannað að sumir skipstjórar eru fisknari en aðrir og þá er að leita skýringa á því hvers vegna frum- kvæði og framlag skipstjóra skipti svona miklu máli. Með öðrum orð- um; hvað skilur á milli aflaskipstjóra og meðalmannsins. f rannsókninni varð vitanlega einnig að taka tillit til mismunandi stærðar báta og hve lengi þeir sóttu veiðar. Heppni útilokuð Gísli og Durrenberger komust að því að við síldveiðar réðst aflasæld að mestu leyti af tilviljun. Úthalds- dagar báta og stærð þeirra gat aðeins skýrt 40 prósent af þeim mis- mun sem var á afla sfldarbátanna. Gísli og Durrenberger sýndu fram á að aflamagn og frammistaða báta breyttist það mikið frá einni' vertíð til annarar að ekki væri ætlandi að skipstjóri breyti miklu. Þórólfur bendir á að starfsbræður sínir hafi ekki tekið tillit til þess að skipstjór- ar, ng sérlega þeir aflahæstu, færðu sig til á milli báta. Skipstjóri sem aflaði vel vertíðina 1959 var kominn á annan og betri bát árið eftir. Ef þetta er tekið í myndina, segir Þó- rólfúr, er niðurstaðan allt önnur. Röð skipstjóranna á aflalistanum breyttist mun minna en röð bátanna. En sagan er ekki nærri öll. Höfúð- verkur Þórólfs var að sýna fram á að heppni var ekki úrslitaatriði á sfldveiðum. Það var ekki einsýnt hvemig best mætti sýna fram á að heppni eða tilviljun skipti litlu máli. Þórólfur tók þann kostinn að búa sér til líkan sem segði til um hvem- ig aíli myndi dreifast á milli allra skipa síldveiðiflotans og bera þá „aflaskiptingu" saman við raun- vemlega aflaskiptingu á milli báta. Þórólfur sagði sem svo að ef tilvilj- un réði síldarafla myndi aflinn á endanum jafriast út og tiltölulega lítill munur yrði á milli bátanna. Þetta er eins og að kasta upp krónu- peningi. Ef peningunum er kastað upp tvisvar getur verið að sama hlið- in komi upp í bæði skiptin. En sé peningnum kastað upp til dæmis 200 sinnum er víst að hvor hlið um sig komi upp því sem næst 100 sinnum. Þórólfur var með undir höndum öll nauðsynleg gögn um afla báta, fjölda þeirra og hvenær þeir hófu veiðar og hvenær veiðum var hætt. Hann fann út meðalveiði hverju sinni sem kastað var á sfldina og um hve mörg köst var að ræða. Síðan var tilviljun látin ráða skiptingu aflans á síld- veiðiflotann. Þessi aðferð sýndi hvemig afli myndi dreifast á milli sfldveiðiflot- ans ef tilviljun eða heppni réði aflasæld. Niðurstaðan var borin saman við raunvemlega skiptingu aflans. Eins og sést af línuritinu hér til hliðar var skipting aflans mun ójafnari í reynd en í tilviljanadreif- ingunni. Það er allt að þvi þrefalt meiri munur á raunvemlegri afla- skiptingu en tilviljunin gerir ráð fyrir. Árið 1961 vom 220 bátar á síld- veiðum. Ef tilviljun réði afla hefði aflahæsti báturinn átt að fá, sam- kvæmt líkindareikningi, milli ellefú og tólf þúsund tunnur síldar á vertíð- inni. I reynd var aflahæsti síldveiði- báturinn sumarvertíðina 1961 með 21.830 tunnur af síld. Með þessum samanburði þóttist Þórólfur geta útilokað að heppni réði afla síldveiðibátanna. Munur- inn á milli tilviljanadreifingar og skiptingar aflans í reynd var einfald- lega of mikill til að heppni gæti hafa ráðið úrslitum. Á máli tölfræðinnar heitir það að munurinn sé „mjög marktækur". Aflaskipstjórar Það vom rúmlega 200 bátar sem hverja vertíð tóku þátt í síldarævin- týrinu um og eftir árið 1960. Ævin- týraljóminn sem leikur um þennan tíma er margslunginn og tekur til sjómennsku, síldarsöltunar í landi, sfldarkvenna og síldarballa og ævin- týralegs gróða síldarkaupmanna. Yfir vertíðina var á hverjum laug- ardegi lesið upp í kvöldfréttum útvarpsins aflamagn síldarbátanna og innbyrðis röð þeirra. Á hádegi á laugardögum var hætt að taka við aflatölum frá löndunarstöðvunum og vikan gerð upp. Sjómenn lögðu kapp á að landa fyrir hádegi á laug- ardögum til að tryggja sér sem best sæti á aflalistanum því hver tunna gat breytt röðinni. Þegar upp var staðið og vertíð lokið vom sauðimir skildir frá höfrunum; aflaskipstjórar sátu í efstu sætum en neðar þeir sem vom síður fisknir. Allra efst trónaði aflakóngur vertíðarinnar og að lík- um var það sæmdarheiti eftirsótt. Þórólfur athugaði frammistöðu einstakra aflaskipstjóra á sumarsíld- veiðunum og hugsaði sem svo að ef sami skipstjórinn væri í röð þeirra aflahæstu ár eftir ár renndi það sterkum stoðum undir goðsögnina um aflaskipstjórann. Þórólfur kann- aði feril þeirra þriggja skipstjóra sem aflahæstir vom á síldveiðum i hring- nót árið 1959 og hafa það orð á sér að vera aflaklær. Þessir skipstjórar em Eggert Gíslason, bróðir hans, Þorsteinn Gíslason, og Gunnar Her- mannsson. Eggert Gíslason ber höfuð og herð- ar yfir þá rúmlega 200 skipstjóra sem stunduðu sumarsíldveiðar með hringnót fyrir norðan og austan land á þessum árum. Skip Eggerts em aflahæst hringnótarbáta vertíðamar 1957, 1958 og 1959 og í öðm sæti árið 1961. Eggert missti að mestu leyti af síldveiðinni árið 1960 vegna þess að hann fór utan að sækja nýj- an bát sem ekki var tilbúinn fyrir vertíðina. Afrek Eggerts verður enn glæsilegra þegar tekið er tillit til þess að árin 1955-1959 var hann skipstjóri á einum minnsta bát síld- veiðiflotans. Bátur Eggerts var 56 tonn en meðalstærð síldveiðibáta á þessum árum var 65 tonn. Þorsteinn Gíslason, bróðir Eg- gerts, var einnig aflasæll með af- brigðum. Hann var í sjöunda sæti 1958, í öðm sæti 1959 og árið 1960 var hann aflakóngur vertíðarinnar. 1961 var Þorsteinn í þriðja sæti. Annar aflaskipstjóri var Gunnar Hermannsson. Á annarri sídarvertíð sinni, 1958, var Gunnar í fimmta sæti og árið eftir í þriðja sæti. 1960 veiddi bátur Gunnars næstmestan afla síldarbátanna. Skák og sjómennska Frammistaða þessara þriggja manna er ótrúlega góð og jöfn ár eftir ár. Á stöplaritum hér til vinstri má sjá hvað þeir fiskuðu mikið um- fram meðalveiði síldveiðiflotans. Þórólfur segist með góðri samvisku útiloka að hér ráði heppni. Áður hafa Gísli Pálsson og Durrenberger ályktað að stærð báts og úthald hafi lítið að segja á síldveiðum. Til að hnykkja á þeirri skoðun sinni að hæfni og geta hvers einstaks skipstjóra er mikilvægur þáttur vel- gengni í síldveiðum bar Þórólfúr saman frammistöðu skipstjóra frá vertíð til vertíðar við frammistöðu hundrað stigahæstu skákmanna heims frá ári til árs. Þórólfur notaði skákmenn til samanburðar vegna þess að það er óvíða þar sem úrslitin eru eins mikið undir einstaklingum komin og í skákíþróttinni. Könnuð var frammistaða skákmanna á árun- um 1984, 1985 og 1986 og frammi- staða síldveiðiskipstjóra árin 1959, 1960 og 1961. Samanburðurinn leiddi í ljós að frammistaða skipstjóra er jafnari frá einni síldarvertíð til annarar en frammistaða hundrað bestu skák- manna heims frá einu ári til annars. Röð skipstjóra á aflalistanum breytt- ist minna en röð stigahæstu skák- manna heims á ELO-listanum. Afburðamaður og meðal- mennska Þórólfur hefúr lagt fram sterk rök fyrir því að framlag skipstjóra skipti miklu í síldveiðum og vera kann að þau gildi líka um fiskveiðar al- mennt. Eitt vantar þó enn og það er skýring á því hvað það er sem gerir skipstjóra að aflaskipstjóra. I ritgerð sinni, sem birtast mun í tíma- ritinu Human Organization, nefhir Þóróflur nokkrar ástæður sem hann telur mikilvægar fyrir velgengni skipstjóra. Skipstjórinn verður að þekkja vel til aðstæðna hverju sinni. Þekking á fisktegundinni er afgerandi fyrir síldveiðiskipstjóra. Síldin heldur sig í misstórum torfum ýmist ofarlega í sjónum eða neðarlega og hreyfir sig mishratt. Hvort síldin er í rauðátu eða ljósátu skiptir töluverðu máli um hegðun hennar. Þessir þættir ákvarða hversu veiðanleg síldin er og hvernig best er að bera sig eftir henni. Skipstjómarkunnátta og þekking á tækjum og meðferð þeirra var og er mikilvæg. Skipstjórar héldu oft bækur um þær athuganir sem þeir gerðu yfir vertíðina og lögðu á minnið hvar og við hvaða aðstæður vel aflaðist. Smám saman mynduðu þeir sér heildarmynd um síldina, hvar hún kom að landi og hvemig hún hagaði sér við ólíkar aðstæður. í samræmi við hugmyndir sínar tóku skipstjór- ar áhættu, yfirgáfu síldarflotann og leituðu sfldarinnar upp á sitt eins- dæmi. Áhættan var ekki síst í því fólgin að koma tómhentur til baka og verða aðhlátursefhi í síldarflotan- um. Afburðaskipstjórar áttu það oft til að fara einforum og finna sfld þar sem engum öðrum datt í hug að leita. Þá em ónefhdir óskýranlegir þætt- ir eins og innsæi og draumar. Vísindin em enn ekki komin á það stig að þau geti vegið og metið slík fyrirbæri. Frumkvæði og sjálfstæði sfldar- skipstjóra gat skipt sköpum og þegar það kom fyrir vertíð eftir vertíð að sömu skipstjóramir „fundu sína síld sjálfir" er einsýnt að þeir höfðu eitt- hvað til að bera sem aðrir höfðu ekki, er ályktun Þórólfs. Áhugi erlendis- áhugaleysi heima Þórólfur hefur haldið fyrirlestra erlendis um rannsóknir sínar á afla- skipstjórum. Efin fyrirlestranna hefúr vakið athygli meðal annars sökum þess að félagsvísindamenn fást í auknum mæli við rannsóknir á frumkvæði einstaklinga í starfi og leik og hvaða gildi það hefúr fyrir atvinnu- og efhahagslíf. Það er hægt að finna hliðstæðu við íslenska afla- skipstjórann í landbúnaðarhémðum Bandaríkjanna þar sem einn bónd- inn fær mun meiri uppskem en nágrannabóndinn þótt þeir rækti sömu jörðina og noti sömu vélamar. Þórólfur segir ekki sömu sögu af áhuganum hér heima á rannsóknum sínum. Hann segist hafa leitað víða stuðnings en oftast komið að luktum dyrum. Eini styrkurinn, sem Þórólf- ur hefúr fengið, er úr Rannsóknar- sjóði Háskóla íslands, en betur má ef duga skal, segir Þórólfur. - Þrátt fyrir að við eigum hvort- tveggja, gögn um sjómennsku og heimildarmenn sem engin önnur þjóð getur státað af, em rannsóknir á sjómennsku, og öðm sem að henni lýtur, í lágmarki hér á landi. Og tíminn er naumur. Einn af öðrum falla þeir frá sem muna eftir vinn- unni á sjónum hér áður fyrr og með þessum mönnum týnast ómetanlegar heimildir. Þetta em mikil menning- arverðmæti sem mega ekki glatast. Ef rétt væri staðið að þessum málum stæðu íslendingar framar öðrum þjóðum í rannsóknum á öllu þvi er varðar sjósókn. Reyndin er allt önn- ur og það ríkir skilnings- og áhuga- leysi um rannsóknir og heimilda- söfhun á þessum grundvallarat- vinnuvegi þjóðarinnar, segir Þórólfur Þórhndsson prófessor gramur. Það er þó ekki á Þórólfi að heyra að hann ætli við svo búið að leggja árar í bát og hætta rannsóknum á sjósókn og sjómennsku. Til þess er áhuginn allt of mikill hjá prófessom- um sem einu sinni var strákur á sfld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.