Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987. Tíðarandi Gátan um afla- skipstjórann íslendingar eru öðrum þjóðum háðari fiskveiðum. Um aldir var fisk- urinn allt í senn, nauðsynleg fæða, gjaldmiðill og verslunarvara. Á þess- ari öld varð fiskur fyrst og fremst útflutningsvara og langmikilvæg- asta gjaldevristekjulind Islendinga. Allt fram á síðustu kvótatíma var öllum frjáls aðgangur að gæðum sjávar og yftrleitt var nægur fiskur í sjónum. Það vita allir sem nálægt sjómennsku koma, og þarf það ekki einu sinni til, að misjafnlega eru menn fisknir. Elstu heimildir um búskap landsmanna greina frá sjó- kempum sem öfluðu margfalt á við flesta aðra. Á öllum tímum í lífi og starfi þjóðarinnar eru til sögur sem segja frá óvenjumikilli fiskni ein- stakra manna. Oft voru þessir aílamenn sveipaðir dulúð og afli þeirra skrifaður á reikning æðri máttarvalda. Það var í samræmi við tíðarandann að setja óvenjulega at- burði og fátíða í samhengi við yfímáttúrleg öfl, ýmist guð almátt- ugan, álfheima eða satan sjálfan. í byrjun aldarinnai- tóku Islending- ar að sækja sjóinn á vélbátum og duttlungar náttúrunnar máttu sín minna i sókn sjómanna á fjarlæg fiskimið í misjöfiium veðrum. Tækn- inni fleygði fram og skip og út- búnaður varð betri og fúllkomnari. Engu að síður stóðu menn frammi fyrir sömu staðreynd og forfeður þeirra: Sjómenn fiskuðu misjafhlega og oft bar verulega á milli þeirra fáu sem öfluðu mest og hinna mörgu sem fiskuðu í meðallagi. Skipstjórar ábyrgir Það eru skipstjórar sem gerðir eru ábyrgir fyrir gæfú og gengi skipsins. Skipstjórar ákveða á hvaða mið skal halda, hvar og hvemig línan eða netatrossumar skulu lagðar; trollið dregið eða nótinni kastað. Um borð er skipstjórinn nánast einvaldur og áhöfnin á undir honum tekjur sínar og velferð. Þess vegna er ekki óeðlilegt að fyrat og fremst sé litið til skipstjóra þegar leitað er skýringa á misjöfúum aflabrögðum báta og skipa. Nú á dögum er sjaldan vísað til alroættis- ins eða kölska og góður afli skýrður þannig. Yfimáttúrlegar útskýringar em samt skammt undan þó það eigi svo að heita að við lifum á tækniöld „þar sem allt á sér sína skýringuA Draumfarir em stundum nefitdar og sögur sagðar af aflamönnum sem dreymdi fyrir góðum afla og hvar ætti að ná ’onum. Aðrar skýringar em jarðbundnari og segja stundum meira um það hvemig skipstjórar ná aflanum en hvers vegna þeir em aflasælir. Það er talað um „kraftfiskimann" og átt við að hann skirrist ekki við að draga trollið á vafasömum botni með það á hættu að veiðarfærið rifni og eyðileggist Það er kannski til marks um að sjómennskan nýtur minni virðingar en áður að aflasæld skip- stjóra af Suðumesjunum er skýrð með þeim orðum að „hann er á sömu bylgjulengd og þorskurinn". Fræðimenn deila Þótt alþýða raanna hafi lengi velt fyrir sér ástæðum fyrir misjafnri fiskni skipstjóra hafa fræðimenn h'tt sinnt rannsóknum sem gætu varpað ljósi á aflasæld og ástæður fýrir henni. Á síðasta áratug rofaði til og nokkrir útlendir félagsvísindamenn og mannfræðingar birtu niðurstöður sínar á rannsóknum á fiskveiðisam- félögum víða um heim. Flestar niðurstöðurnar hnigu í þá átt að skipstjóranum mætti að meira eða minna leyti þakka góðan afla. Þessar rannsóknir vöktu ekki mikla athygli utan raða félagsvísindamanna, lik- lega vegna þess að þær þóttu stað- festa reynslu sjómanna og annarra sem til sjómennsku þekkja Það hljóp hins vegar fjör i umræð- una þegar íslenskur fræðimaður, Gísli Pálsson, og bandarískur starfe- bróðir hans, Paul Durrenberger, birtu niðurstöður sínar á rannsókn- um á aflabrögðum íslenskra báta. Niðurstaða þeirra félaga var f fáum orðum sú að skipstjórar réðu htlu sem engu um aflasæld báta og skipa. Það sem ræður aflanum, segja Gisli og Durrenberger, er stærð bátsins og fjöldi róðra. Því stærri sem bát- amir eru og því fastar sem sótt er því meira aflast. Það skiptir litlu máli hver karlinn í brúnni er. Rannsóknir Gísla og Durrenberg- ers vöktu athygli hér á landi og erlendis. Fagtimarit eins og Americ- an Ethnologist og Ethnology vitna í niðurstöður þeirra. Ennfremur var rannsókna Gísla og Durrenbergers getið í vísindadálkum erlendra blaða, til dæmis Chicago Tribune og Spectator. Goðsögnin afiífuð? Rannsóknir Gísla og Durrenberg- ers og niðurstöður þeirra virtust kippa stoðunum undan almennu áliti manna að sumir skipstjórar væru gæddir þeim hæfileikum, nátt- úrlegum eða yfimáttúrlegum, að afla meiri fisks en aðrir. Niðurstaða þeirra var studd umfangsmiklum gögnum og rannsóknin vandaðri en áður þekktist. Gísli fór á vettvang á tvær vertíðir í Sandgerði, árin 1979 og 1981, og safnaði ujmlýsingum um sjósókn og aflabrögð. I samvinnu við Durrenberger, sem kennir við Iowa háskólann í Bandaríkjunum, vann Gísli úr upplýsingunum. Þeir félagar gerðu niðurstöðumar kunnar í þrem ritgerðum i bandarísku timaritunum Joumal of Anthropological Re- search og American Ethnologist á árunum 1982 og 1983. Rannsókn Gísla og Durrenbergers á aflabrögðum Sandgerðisbáta á ein- göngu við um botnfiskveiðar, stundaðar með hnu og netum, þar sem uppistaðan í aflanum er ýsa og þorskur. Þeír sögðu að aflamismim á milli báta mætti að mestu leyti rekja til stærðar báts og fjölda róðra. Að hætti félagsvísindamanna settu Gísh og Durrenberger fram niður- stöður sínar í formi talna. Það má lesa úr tölunum að þessir tveir þætt- ir skýri misjöfn aflabrögð báta að 70 til 85 prósent leyti. Þau 15 til 30 prósent, sem ganga af, eru óútskýrð- ir þættir sem áhrif hafa á aflamagn. Innan þessara 15 til 30 prósenta gætu áhrif skipstjóra leynst þótt Gísli og Durrenberger telji þau hverfkndi lítil. Þessi túlkun hefúr verið vefengd, eins og greint verður frá. Einnig athuguðu Gisli og Durren- berger síldaraflann á ámnum 1959, 1960 og 1961 og dreifingu hans á ail- an flotann. Það var gert til að athuga hvort síldveiðar væru þess eðhs að afburðaskipstjórar nytu sín við þær veiðar þótt ekki væri hægt að rekja veiðar og aflamagn á línu og net til einhverra sérstakra hæfileika skip- stjóra. Því hefúr verið haldið fram að hæfileikar skipstjóra hafi aldrei skipt eins raiklu máli og við södveið- ar á árum síldarævintýrsina í lok sjötta áratugarins og í byrjun þess sjöunda. Sfldin heldur sig í torfum og er dyntótt með afbrigðum, Eina stundina er sjórinn svartur af síld en þá næstu hverfúr sfldin og ekki finnst af henni tangur né tetur. Hæfileikar skipstjóra til að finna síldina annars vegar og kasta rétt á torfumar hins vegar skipti sköpum um aflasæld síldveiðibátanna. Engu að síður komust Gísli og Durrenberger að áþekkri niðurstöðu og fyrri daginn: Það skipti litlu máli hvaða skipstjóri var við stjórn, afl- inn réðst af öðrum þáttum. Við síldveiðar er það heppnin sem ræður úrslitum, segja fr æðimennimir tveir. Blekkíng Meginrúðurstaða félagsvísinda- mannanna Gísla Pálssonar og Pauls Durrenbergers er að aflaskipsfjórinn sé goðsögn sem ekki eigi sér neina stoð í veruleikanum. Ástæður blekk- ingarinnar em af tvennum toga Annars vegar að með tilvisun til afla- og afburðaskipstjóra hafi fólk al- mennt og yfirleitt, og sérstaklega þó sjómenn, útskýrt þá staðreynd að einstakir bátar og skipstjórar fisk- uðu meira en aðrir. Menn komu einfaldlega ekkí auga á þá þætti sem ráða aflamagni, sem aé stærð báts, fjöidi róðra og heppni. Hins vegar að orðsporið, sem fer af skipstjórum, sé mjög míkilvægt fyrir efriahag þeirra sjálfra og útgerðarinnar. Skipstjóri, sem talinn er aflamaður, fær stærri og betri skip og til hans leita góðir sjómenn. Góð áhöfn gerir sjósókn auðveldari og hægt er að róa í verri veðrum, sem skilar sér í meiri afla, og útgerðin, skipstjórinn og sjó- mennimir hagnaat og þéna betur en ella. Á þessa lund er goðsögnin urn afla- skipstjórann útskýrð og afhfuð. En gátan um aflaskipstjórann er hvergi nærri leyst. Fræðimenn em rétt að hefjast handa og umræðan ekki komin langt. Möig rök og gagnrök eiga eftir að hrngast á áður en gátan þykir leyst. Andmæh gegn niður- stöðum Gísla og Durrenbergers eru þegar komin fram og hér á síðunni á móti em kynnt rök Þórólfe Þór- lindssonar prófessors. Þórólfur vill ekki kyngj a því umyrðalaust að afla- skipstjórar séu afgreiddir sem goðsögn. Aflaklær Þjóðsaga á stöplariti. Eggert Gíslason, Þorsteinn Gíslason og Gunnar Her- mannsson lögðu sitt til goðsagnarinnar um aflaklóna sem aldrei brást. Stöplaritin sýna afla þessara manna á sildveiðum árin 1957-1961 borinn saman við meðal- afla.Eggert missti að mestu lejdi af vertíðinni 1960. 30000 -| 20000 - Meðalafli Eggert öíslason Aflamagn í móli og tunnum 10000 1957 1958 1959 1961 30000 20000 10000 - Aflamagn í móli og tunnum 1959 1960 1961 20000 ■ MeSalafli 0 öunnar Hermanns Aflamagn í móli og tunnum 4^ 10000 _________1957 1958 1959 1960 1961 Likindi og raun Ef afli síldarbáta réðst af tilviljun ætti dreifingin að vera eins og sést á efra línuritinu, samkvæmt útreikningum Þórólfe. Á neðra línuritinu sést hvemig aflinn skiptist í raun á milli síldveiðibátanna. Hver punktur táknar einn síldar- bát. Dæmið er af síldveiðinni 1961. Texti: Páll Vilhjálmsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.