Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987. Útlönd DV Bíll, bókabúð og túlkur lykilatriðin Frakka skortir sannanir gegn meintum sprengjumönnum Rúmum mánuði eftir að franska lögreglan hóf umsátur sitt um sendi- ráð írana í París er enn óljóst hvaða þátt dularfulli túlkurinn Vahid Gordji. sem sagður er vera annar valdamesti maðurinn í sendiráðinu, átti í sprengjutilræðunum í París í fyrrahaust. Þann 17.júlí síðastliðinn slitu Frakkar stjómmálasambandi við ír- ana vegna þess að írönsk yfirvöld neituðu að afhenda Gordji til vfir- heyrslu um meinta aðild hans að sprengjutilræðunum. Frá 30.júní hefúr sendiráð írana í París verið umkringt til þess að Gordji leggi ekki á flótta. Þrettán manns biðu bana og um tvö hundruð og fimmtíu særðust í sprengjutilræðunum sem hófust í desember 1985 og héldu áfram í sept- ember 1986. Samtök. er sögðust styðja arabíska samviskufanga. tóku á sig ábyrgð á sprengjutilræðunum og kröfðust lausnar þriggja skæru- liða sem sitja í frönskum fangelsum. Grunaðir Franska lögreglan sakaði bræður líbanska skæruliðans Georges Ibra- him Abdallah, sem er kristinn marxisti, um sprengjutilræðin og lýst var eftir þeim um allt Frakk- land. En rannsóknardómarinn, er tók að sér málið snemma á þessu ári, hefúr beint rannsókn sinni að gruggugum undirheimi bókstafstrú- aðra múhameðstrúarmanna sem verið hafa í sambandi við íran. Frá því í mars síðastliðnum hafa átján múhameðstrúarmenn verið settir í steininn, sakaðir um glæpsamlega starfsemi og fyrir að hafa í fórum sínum ólögleg vopn og sprengiefni. Leynifundir Af játningum þeirra, sem láku til franskra fiölmiðla. má sjá að um er að ræða virk samtök innflytjenda frá Mið-Austurlöndum. Virðist starf- semi þeirra bæði bvggð á ótta og hugsjónum. Leynilegir fundir eru tíðir og þeim berst sprengiefni fyrir fé sem ekki er vitað hvaðan kemur. Aðeins hefur verið hægt að bendla þrjá fanganna beint við sprengjutil- ræðin í fyrra. Var einn þeirra gripinn er hann var að keyra sprengiefni um París en sprengiefni fannst hjá hin- um tveim. Hinir fangamir eru grunaðir um óbeina aðstoð við sprengjutilræðin og um að ráðgera fleiri sprengjutilræði. Tengslin við íran þykja samt ekki sterk. Franskt blað birti nýverið hluta af meintri skýrslu leyniþjón- ustunnar. Þar kom fram að sprengjumenn hlytu menntun í íran og hlýddu skipunum íranskra yfir- valda um að „flytja byltinguna út“. Innanríkisráðherra Frakka, Charles Pasqua, neitar tilvist slíkrar skýrslu og segir að frönsk yfirvöld hafi aldr- ei bendlað íran beint við sprengjutil- ræðin. Uppljóstranir Uppljóstranir þess er gripinn var fyrir að flytja sprengiefni og leyni- legar segulbandsupptökur urðu til þess að fleiri voru gripnir auk þess sem grunur féll á Gordji, að því er heimildarmenn rannsóknaraðila segja. Þeir bæta því þó við að sann- anir vanti gegn Gordji. Líbaninn Mohamed Muhadjer, sem rak bókabúð múhameðstrúar- manna í úthverfi Parísarborgar þar til hann var handtekinn í mars, er álitinn vera aðaltengiliðurinn við Gordji. Samkvæmt lögregluskýrsl- um, sem fréttamenn hafa komist yfir, er talið að það hafi verið bifreið Muhadjers sem sprengju var varpað úr að fataverslun þann 17.september í fyrra. Bifreiðin fannst síðar í bílsk- úr Gordjis. Tilbúningur Lögfræðingur Muhadjers segir skýrsluna vera tilbúning. Segir hann skjólstæðing sinn hafa verið notað- an til þess réttlæta Gordjimálið. Lögfræðingurinn viðurkennir reyndar að Muhadjer hafi keypt notaðan BMW og gefið Gordji en heldur því fram að bíll sá er vitni sáu hafi hvorki verið sama módel né eins á litinn. Segir hann lögregl- una ekki hafa skilað skýrslu um rannsókn á bílnum þar sem hún viti að það er ekki sami bíllinn. Muhadj- er var náinn vinur Gordjis, að sögn lögfræðingsins, og fékk hann bóka- sendingar frá Iran gegnum hann. Árekstur Gordji hefur þegar verið yfirheyrð- ur tvisvar af frönsku lögreglunni, 1985 og 1986. I þetta skipti leitaði Samkvæmt lögregluskýrslum á bif- reið, er sprengju var varpað úr i Paris í september í fyrra, að hafa fundist í bílskúr íranska „túlksins" Vahid Gordjis. Hann hefur leitað hælis í sendiráði írana og neitar að svara spurningum frönsku lögregl- unnar. Símamynd Reuter hann hælis í sendiráði lands síns og þarf þess vegna ekki að mæta til yfirheyrslu, að því er írönsk yfirvöld fullyrða. Heimildarmaður í tengslum við rannsóknaraðilana segir að líklegt þyki að Gordji hafi átt einhvem þátt í sprengjutilræðunum. Hann sé aftur á móti sú manngerð er aldrei mundi taka þátt á beinan hátt. Nú rekist á það sem lögreglan hefur á tilfinningunni og skortrn- rannsókn- ardómara á sönnunargögnum. Sami heimildarmaður segir einnig að líklega hafi ekki ein samtök stað- ið að baki tilræðunum heldur hafi ýmsir aðilar, óvinveittir Frakklandi, unnið saman. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson Þykir Breskir fjölmiðlar hafa undan- fama daga háð harða baráttu gegn þeirri ákvörðun breskra stjómvalda að bókin „Spycatcher" skuli bönnuð innan breska samveldisins. Þykir þeim bannið brjóta í bága við þær hugmyndir sem nútíma samfélag gerir sér um málfrelsi, auk þess að forsendur aðgerðanna gegn verkinu þykja illskiljanlegar. Telja margir Qölmiðlamenn í Bret- landi að með þessu móti sé einungis verið að beija höfðinu við stein þar sem bókin hafi þegar verið gefin út í Bandaríkjunum og hljóti því að berast til Bretlands einnig, auk þess að málaferli og bönn veki of mikla athygli á fremur slælega skrifaðri og óábyggilegri bók. ekki Ónákvæmar endurminningar Bókin „Spycatcher“ er endur- minningar fyrrum starfsmanns gagnnjósnadeildar bresku leyni- þjcnustunnar. Bókin er, að sögn, rituð með aðstoð rithöfúndar en þyk- ir ekki bera þess merki. í umsögnum um bókina er tekið til þess hversu ónákvæm frásögn hennar er. Ártöl eru röng í mörgum tilvikum, jafnvel svo að tímasetning í bókinni er ekki sjálfri sér sam- kvæm. Þykir slíkt bera vott um að höfundur muni ekki það sem hann fjallar um of greinilega. Breska tímaritið Economist bendir á í grein um bókina að venjulegur lesandi geti í raun ekki vegið og metið sannleiksgildi þess sem Wright fullyrðir um atburði bak við leyndarhjúp njósnaheimsins. Segir tímaritið að draga megi þó ályktanir um slíkt af því hvemig Wright fer með atburði sem öllum séu kunnir og ónákvæmni sú sem gætir í slíku hjá honum bendi óneitanlega til þess að hann sé ekki of áreiðanleg heim- ild um annað. Þá þykir mörgum þeim er fjallað hafa um „Spycatcher" skorta mikið á að Wright renni stoðum undir full- yrðingar sínar. Til dæmis styðji hann verð nær ekkert ávæning sinn um sam- særi gegn Harold Wilson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, en Wright fullyrðir að MI5 hafi ætlað að koma honum úr embætti árið 1974. Grundvallaratriði Það sem vakir fyrir Thatcher, með því að fá bókina bannaða í Bret- landi, er enda ef til vill ekki að koma í veg fyrir útbreiðslu efriis hennar. Forsætisráðherrann hefur þegar lýst því yfir að útgáfa „Spycatcher" brjóti fyrst og fremst i bága við ákveðin grundvallaratriði, sem hún sé ekki reiðubúin að gefa eftir. Þeir sem ganga til starfa fyrir bresku leyniþjónustuna sveija ákveðna þagnareiða í upphafi starfs. Ljóst er að Peter Wright hefur þver- brotið þá eiða sína með bókinni, hversu nærri eða fjarri sannleikan- um sem hún er. Má telja næsta víst að breskum stjómvöldum þyki það illt fordæmi er njósnarar taka sér sjálfdæmi um hvaða leyndarmál þeir opinbera á þennan máta og að Thatcher treysti sér ekki til annars en berjast gegn því með öllum til- tækum vopnum. Alltvitað Breskir fjölmiðlar gagnrýna enda ekki svo mjög bannið við útgáfu „Spycatcher“. Þeim er mun meiri þymir í augum að mega ekki fjalla um bókina nú þegar hún hefur verið gefin út í Bandaríkjunum og allir vita því allt um það sem í henni stendur. Tímaritið Economist tók enda ekki neinum vettlingatökum á stjóm- völdum nú í vikunni. Ritið birti umsögn um bókina í nýjasta tölu- blaði sínu, nema í þeim eintökum sem fóm á markað í Bretlandi. Þar var viðkomandi síða auð, að öðm leyti en því að á henni var stutt orð- sending sem hljóðaði svo: „Economist er lesið af 1,5 milljón- um lesenda í 170 löndum. í öllum þessum löndum, nema einu, er á þessari síðu að finna umsögn um „Spycatcher", bók eftir fyrrverandi starfsmann MI5, Peter Wright. Und- antekningin er Bretland, þai- sem bókin og umsagnir um hana hafa verið bannaðar. Þessi síða er auð hjá 420.000 lesendum okkar þar - og löggjafinn er asni.“ Tímaritið byggir gagnrýni sína á stjómvöld á því að tilgangslaust sé að banna birtingu á því sem þegar er á almannavitorði. Enda sé bók Peter Wright ekki þess virði að gera veður út af henni. í raun sé Wright ekki annað en hrokafullt gamal- menni sem ekki geti talist of ábyrgt orða sinna og að lesendur bókarinn- ar muni ekki taka mark á því sem í henni er sagt. Þingmenn bresku stjómarand- stöðunnar munu líklega taka undir með Economist, enda hafa leiðtogar hennar þegar hafið opinberan upp- lestur úr bókinni í Hyde Park í Lundúnum, fjölmiðlum til mikillar ánægju, Thatcher vafalítið til jafn- mikillar gremju. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, er ákveðin í að stöðva útgáfu bókarinnar „Spyc- atcher“ þar í landi. Þykir frúnni þar ástæða til að halda í grundvallaratriði, þótt bókin komist á Bretlandsmarkað sem innflutt og slagurinn veki ef til vill meiri áhuga á henni en efni hennar gefur tilefni til. „Spycatcher" leggur ekkert nýtt fram um ætlað samsæri gegn Harold Wilson meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra. Wright ber fram dylgjur þar að lútandi en leggur lítið fram þeim til sönnunnar. Peter Wright er nú orðinn liðlega sjötugur og dvelur langtímum á sjúkrahúsum vegna hjarta- sjúkdóma. Frásögn hans í „Spycatcher" þykir ónákvæm, hroðvirknisleg og ekki verulega trú- verðug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.