Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987. 13 Neytendur Einnota hlutir leggja hinn vestræna heim að fotum sér Einnota hlu* ir eru að verða æ al- gengari. Allir þekkja slíka hluti og taka varla eftir þeim lengur sem ein- hverju sérstöku.Við þekkjum einnota borðdúka, munnþurrkur og borð- búnað bæði úr plasti og pappa. Hér á landi eru t.d. einnota rakvélar sem eru síst dýrari en rakvélar sem eru marg- nota en í þær þarf að kaupa rándýr blöð. Nefria má ýmsa aðra hluti sem m.a. eru notaðir í heilbrigðiskerfinu eins og t.d. einnota nálar, hitamælar og lök. Erlendis er einnota rúmfatnað- ur mikið notaður á sjúkrahúsum og jafiivel á heimilum. Einnota símar innan við 1000 kr. 1 Bandaríkjunum er farið að fram- leiða einnota síma sem þar eru seldir á innan við 1000 kr. Gert er ráð fyrir að símar þessi geti dugað í eitt ár en eftir það er þeim fleygt. Sl. ár voru seldir 120 þúsund slíkir símar i Bandaríkjunum. Fyrirtækið sem þá framleiðir gerir ráð fyrir að árið 1990 verði salan komin í 2,5 millj- ónir tækja! Einnota myndavélar hafa haldið innreið sína fyrir alvöru í Bandaríkj- unum. Þar hafa verið á markaðnum tvær gerðir af slíkum myndavélum. Kodak vél sem gerð er fyrir 35 mm filmu og Fuji vél sem gerð er fyrir filmukassettu. Þessar myndavélar komu fyrst fram í Japan en Fuji fyrir- tækið seldi þar 1,5 milljón véla fyrstu sex mánuðina sem þær voru á mark- aði. Þeir gera sér því góðar vonir um að Bandaríkjamarkaðurinn bregðist vel við. Kodak vélin kostar tæpa 10 dollara en Fuji vélin er ódýrari, kostar tæpa 7 dollara í Bandaríkjunum. Einnota vélar eru komnar á íslensk- an markað, við sáum þær i verslunar- glugga og kostuðu þær innan við 500 kr. Listinn lengist alltaf En listinn yfir einnota hluti lengist alltaf ár frá ári. Talið er víst að innan skamms verði farið að framleiða ein- nota sjónvarpstæki og tölvur. Talið er að linsur sem hægt er að nota í nokkrar vikur séu á teikniborðinu og að Gillette fyrirtækið, sem kom með einnota rakvélina á markaðinn, sé einnig með einnota tannbursta í burð- arliðnum. Tannburstinn er þannig að í honum er hæfilegt tannkrem fyrir nokkurra daga notkun. Gert er ráð fyrir að ekki sé langt undan að farið verði að framleiða hreinlætistæki í baðherbergi og véla- flytjum i einnota hús? kost eldhússins sem ekki duga nema takmarkaðan tíma. Meira að segja hafa bílar verið nefndir sem einnota tól framtíðarinn- ar. Þá er átt við hluta bílanna, eins og t.d. vélina. Sú vél yrði gerð úr plasti og það ódýr að þegar hún bilaði yrði henni hent. Segja má að nú séu á markaðnum einnota úr. I Bandaríkjunum er hægt að fá ágætisúr sem kosta ekki nema 5 dollara eða sem svarar 200 kr. ísl. Það kostar hins vegar 150 dollara eða 6000 ísl. kr. að taka armbandsúr í sundur og hreinsa það samkvæmt upp- lýsingum úrsala í New York. Og ekki er talið ólíklegt að á 21. öldinni búum við í húsum sem verði úr mjög ódýrum efnum og taki ekki nema örfáa daga að reisa. Þeim verði síðan hent eða þau endumýjuð með nýjum húsum frekar en að halda þeim við eins og gert er við venjuleg hús í dag. Dökku hliðarnar En allir þessir einnota framtíðai-- hlutir hafa sínar dökku hliðar. Flestir hlutimir em úr plasti þannig að málm- framleiðendur sjá sína sæng útbreidda Nú er hægt að kaupa einnota myndavélar, einnig hér á landi. og verða að draga saman seglin. Umhverfisvemdarsinnar benda á að of mikið af plastframleiðslu hafi í för með gífúrlegt vandamál hvað varðar eyðingu þessara efha . Um það bil 8% af öllu sorpi sem urðað er í Bandaríkj- unum árlega er plast sem ekki eyðist í náttúrunni. Ekki líður á löngu þar til stórborgimar vestanhafs verða uppiskroppa með land til þess að urða sorpið. Ekki er möguleiki á að brenna plast- inu. Sumar tegundir gefa frá sér eitraðar lofttegundir og aðrar eiga sinn þátt í að mynda hið illræmda súra regn. Hagfræðingar og umhverfisvemdar- sinnar vestanhafs telja að neytendur séu ekki látnir greiða nægilega hátt verð fyrir þau áhrif sem plasthlutimir hafa á bæði þjóðfélagið og umhverfið. Ef framleiðendur einnota rakvélar- innar þyrftu að taka þátt í kostnaðin- um við að eyða henni myndu þeir vanda betur til hennar svo hún yrði betur samkeppnishæf við margnota rakvélar. Enn sem komið er hafa ekki verið sett nein lög hvað þetta varðar og er ekki talið að hætt verði við notkun einnota hluta eða framleiðslu þeirra þótt umhverfisvemdarmenn láti í sér heyra. Þetta er tímanna tákn. Fólk hefúr meiri áhuga á því sem ekki er varan- legt í dag er haft eftir bandarískum neytendasérfræðingi.' En hann telur hins vegar ekki nokkra hættu á því að vandaðir hlutir sem eiga langa líf- daga verði úr sögunni fyrir fullt og allt. Byggt á N.Y.Times -A.BJ. gamla gátan: (er i sjó og sekkur ekki, tyrir björg og brotnar ekki... o.s.frv. nýtt gildi. EINSTAKT TÆKIFÆRI Til sölu tveir gullfallegir Porsche 924 árg. 1985, beint frá Porsche verksmiðjunum í Stuttgart. Þessir tveir bílar voru í eigu Porsche AG og eru algjörlega eins og nýir. Okkur tókst að fá þessa bíla á hreint frábæru verði og er þetta tækifæri sem ekki býðst aftur. Steingrár, sanseraður, með rafm. topplúgu, rúðum og speglum, sportstólum og stýri ásamt ýmsu öðru, ekinn 21.800 km. Verð kr. 880.000,- (Stgr. 850.000,-). Silfurblár, sanseraður, með Blaupunkt útv/segulb., rafm. spegl- um, sportstýri og m.fl., ekinn 25.400 km. Verð kr. 830.000,- (Stgr. Porsche 911 tur’bo árg. 1976, dökkgrænn, sanseraður gullmoli með öllu, þ.m.t. rafm. sóllúgu, rúðum og speglum og compl. leðurinnréttingu, ekinn aðeins 85.000 km frá upphafi. Þetta er fyrsta árgerðin af þessum sjladgæfa og eftirsótta alvöru sportbíl. Eftir tveggja ára leit fundum við þetta eintak. Einn eigandi frá upphafi og algjörlega tjónlaus. Hröðun 0-100 á 4,2 sek. Hámarkshraði ca 270 km. Verð kr. 1.450.000,- (Stgr. 1.250.000,-). Porsche 911 árg. 77/85, vínrauður dekurbíll, með gangverki og compl. undir- vagni undan Carrera 1985, vél 231 hö. Verð ca. 900-950.000. Porsche 944 árg. 1983, hvítur, með rafm. rúðum, -speglum, topplúgu, Blau- punkt útv./segulb. og aflstýri, ekinn 115.000 km, í langkeyrslu nær eingöngu, toppástand. Verð kr. 880.000,- (Stgr. 850.000.-) Porsche 924 árg. 1981, dökkgrár, sanseraður, með miklu af aukahlutum, fallegur bíll, í endursölu frá einum af okkar viðskiptaaðilum, ekinn ca 85.000 km. Verð kr. 630.000,- (Staðgr. 580.000,-). Getum nú boðið upp á lánakjör samkv. samkomulagi. umboðið - Austurströnd 4 - s. 611210.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.