Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 34
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987. ' ' 34 Tarðaifarir Skarphéðinn Waage lést 24. júlí sl. Hann fæddist 24. desember 1909. For- eldrar hans voru Magnús Waage og Himinbjörg Jónsdóttir. Eftir skóla- göngu vann hann ýmis störf til ársins 1935 er hann réðst til Lýsisverk- smiðjunnar Hauks, varð síðar verkstjóri hjó Lýsissamlagi íslenskra botnvörpunga 1964, verkstjóri í byggingavinnu, vann hjá Pósti og síma og í versluninni Staumnesi þar til hann hóf störf hjá versluninni Vogue 1970. Hann giftist Málfríði Tómasdóttur en hún lést árið 1967. Þau hjónin eignuðust fjóra syni. Síð- ustu árin bjó Skarphéðinn með Hólmfríði Eyjólfsdóttur. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Þorsteinn Guðni Einarsson verð- ur jarðsunginn frá Siglufjarðar- kirkju í dag, 6. ágúst, kl. 14. Gísli Friðriksson verður jarðsung- inn föstudaginn 7. ágúst kl. 11.30 frá Akraneskirkju. Útför Gunnþórs Björnssonar, Firði, Seyðisfirði, fer fram frá Seyðis- fjarðarkirkju föstudaginn 7. ágúst kl. 14. Jarðsett verður að Vallanesi síðar hinn sama dag Gunnar Friðleifsson, sem lést 28. júlí, verður jarðsunginn föstudaginn 7. ágúst kl. 13.30 frá kapellunni í Fossvogi. Árný Jóna Pálsdóttir, Lyngbrekku 7, Kópavogi, lést þann 27. júlí 1987 á Borgarspítalanum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Tilkyririingar Minningargjöf um hjónin Stefán Jónsson rithöfund og önnu Aradóttur Nýlega hefur Hvítársíðuhreppi borist veg- leg gjöf frá erfingjum Stefáns Jónssonar rithöfundar, er það hálft bókasafn Stefáns ásamt peningagjöf að upphæð kr. 325.000 sem ætluð er til frekari bókakaupa og ' kaupa á bókahillum. Gula bókin, neytendahandbók í risaupplagi auk enskrar útgáfu Bókaforlagið Svart á hvítu gaf Gulu bók- ina fyrst út á afmælisári höfuðborgarinnar undir nafninu Borgarskráin, merkilega nýjung sérstaklega ætlaða neytendum. Hún hafði að geyma upplýsingar um fyrir- tæki, stofnanir og þjónustu ásamt nákvæmum götukortum yfir höfuðborgar- svæðið. I október kemur út ný skrá og verða þéttbýlisstaðir á Suðumesjum, Selfoss, Hveragerði, Akranes og Akureyri með. Notkunarmöguleikar Gulu bókarinnar eru margþættir. í fyrsta hluta eru nákvæm fjórlita götu- kort af ofangreindum stöðum, auk höfuð- borgarsvæðisins og þjónustukort ýmiss konar. Kortunum fylgja ítarlegar götu- skrár með tilvísunum í þau. Sú nýbreytni verður tekin upp að merkja inn húsnúmer á kortin og er víst að það mun mælast vel fyrir og auðvelda neytendum til muna að finna þá þjónustu er þeir leita að. I öðrum hluta er sjálf viðskiptabókin sem er þríþætt. 1 fyrsta lagi skrá með upp- lýsingum um fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í stafrófsröð með tilvísun í kortin til að auðvelda væntanlegum við- skiptavinum að staðsetja þá aðila er þeir leita að. 1 öðru lagi er þjónustuskrá með yfir 1000 þjónustuflokka í stafrófsröð þar sem fyrirtæki eru flokkuð eftir þeirri þjón- ustu sem þau veita. 1 þriðja lagi umboð- skrá sem greinir frá vörumerkjum, nafni umboðsaðila ásamt vörulýsingu. í þriðja hluta verður götu- og númera- skrá, þ.e. fyrirtæki verða skráð eftir götum. 1 fjórða hluta verða síðan almennar upplýsingar allt frá neyðarupplýsingum til opnunartíma safna. Gula bókin verður einnig gefin út í 10.000 eintökum í enskri útgáfu; þannig nýtist hún sem alþjóðleg viðskiptaskrá fyrir Island ásamt því að verða handhæg uppsláttarbók fyrir erlenda sem innlenda ferðamenn hér á landi. Ensku útgáfunni verður komið á framfæri erlendis með aðstoð Útflutningsráðs Islands. Henni verður einnig dreift á hótel hérlendis og aðra þá staði er tengjast erlendum við- skiptum og þjónustu við ferðamenn. Gula bókin verður gefin út í 110 þúsund eintökum í handhægu A5 broti sem passar t.d. vel í hanskahólf bíla. Póstur og sími mun sjá um að dreifa henni inn á hvert heimili í landinu í október næstkomandi, neytendum að kostnaðarlausu. Þessi neyt- endahandbók er prentuð í stærsta upplagi sem um getur hér á landi að símaskránni undanskilinni. Vinnsla Gulu bókarinnar er í fullum gangi og gengur vel. Skráning fyrirtækja stendur yfir til 15. ágúst. Tónleikar á Kjarvalsstöðum Lisa Sokolow spuna-og jass-söngkona frá New York heldur tónleika á Kjarvalsstöð- um, Kjarvalssal, í dag Fimmtudag 6.ágúst, kl.20.00. Lisa er 33 ára gömul og menntuð í klass- ískum söng en hefur sungið með jass- hljómsveitum frá unga aldri. Undanfarin ár hefur Lisa þróað sinn eigin söngstíl sem er frumlegur og persónulegur þar sem hún blandar saman mörgum stíltegundum. Hún syngur aðallega frumsamin verk og hefur haldið tónleika víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Lisa kom síðast fram á jasshátíðinni í Montreux við góðar und- irtektir. Hún á nú leið um ísland og heldur aðeins þessa einu tónleika. AKRANES VAXANDIBÆR Á VESTURLANDI EFi BYI VÆKST PÁ VESTLANDET A OROWING TOWfÍ Iti THE WEST Hörpuútgáfan Ný litmyndabók um Akranes Hörpugáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja litamyndabók er nefnist „Akranes. Vaxandi bær á Vesturlandi." 1 henni eru um 90 litmyndir sem Friðþjófur Helgason ljósmyndari hefur tekið sérstaklega vegna útgáfu þessarar bókar. Texta bókarinnar ritaði Gunnlaugur Haraldsson safnvörður og er þar rakin saga Akraness í stórum dráttum, frá landnámstíð til okkar tíma. Textinn er auk þess að vera á íslensku, á dönsku og ensku og sama er að segja um myndatexta. Litmyndabók um Akranes hefur ekki verið til fyrr en nú með útkomu þessarar bókar. Henni er ætlað að vera heimild um bæinn og er þess vænst að hún veki áhuga þeirra sem sækja Akranes heim, veiti þeim innsýn í sögu staðarins með svipmyndum frá bænum, m.a. af at- vinnustarfsemi og mannlífi. Auk mynda frá Akranesi eru í bókinni myndir frá nokkrum stöðum í nágrenni bæjarins. Bókin „Akranes. Vaxandi bær á Vestur- landi“ er merkt heimildarrit um Akranes og bætir úr brýnni þörf sem verið hefur fyrir bók af þessu tagi um árabil. Bókin er prentuð á vandaðan pappír, þannig að litmyndir skili sér sem best og fór öll vinnsla hennar fram í Prentsmiðjunni Odda hf. I gærkvöldi Jón Guðmann Pétursson fjármálastjóri: Fréttir rikissjónvarpsins bestar Ég.reyni nú alltaf að ná fréttum. Mér finnst vanta eitthvað í daginn ef ég missi af þeim. í gærkvöldi var engin sérstök frétt sem vakti at- hygli mína en fréttin kvöldið áður um Jóhann Hjartarson var skemmtileg. Það er alveg stórkost- legt ef stráknum tekst að komast í áskorendamótið, einn besti árang- ur íslensks skákmanns frá upphafi. Ég horfi oft á fréttir hjá báðum stöðvunum og finnst mér fréttirnar á Stöð 2 hafa batnað mikið og sí- fellt vinna á. En ég er nú ekki kominn með afruglara þannig að ég horfi á rík- issjónvarpið þegar ég sit fyrir framan kassann. í gærkvöldi sá ég auk frétta bara þáttinn um Pétur mikla. Það er nokkuð góður þátt- ur; Pétur hlýtur að hafa verið magnaður náungi. Annars er íþróttaefni mitt uppá- hald og reyni ég alltaf að fylgjast með því. Það sem ég hef séð af íþróttaefni á Stöð 2 er mjög gott og gæti farið svo að þess vegna fengi ég mér á endanum afruglara. Bjarni Fel hefur þó staðið sig mjög vel með sína þætti. En ásamt íþróttum og fréttum horfi ég helst á innlenda dagskrárgerð, umræðu- þætti og þess háttar. I útvarpi hlusta ég ekki á neitt annað en íréttir og alltaf á gufu- fréttimar. Um daginn heyrði ég þó fréttir á Stjörnunni og þótti mér þær nokkuð ferskar og öðruvísi uppbyggðar. Skemmtileg tilbreyt- ing frá því sem maður á að venjast. En á heildina litið eru það fréttir ríkissjónvarpsins sem mér finnast besta og mest spennandi fjölmiðla- efnið. Tapað - Fundið Spakmæl Gullhringur tapaðist Gullhringur með hvítum steini tapaðist sl. föstudag. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 43931 eða 40140. Fundarlaun. Þar sem Ijósið er skærast er skugginn dýpstur. Goethe Millisvæðamótið í Szirak; Jóhann styrkti stöð- una með jafintefli - er einn efstur að þremur umferðum óloknum Jóhann Hjartarson stórmeistari hefur frábæra möguleika á að tryggja sér eitt þriggja efstu sætanna á millisvæðamótinu í Szirak í Ung- veijalandi og vinna sér þátttökurétt í áskorendakeppninni í Kanada í byijun næsta árs. í 14. umferð, sem tefld var í gær, gerði harrn stutt jafh- tefli við bandaríska stórmeistarann Joel Benjamin eftir að hafa unnið fimm skákir í röð. Jóhann er þá einn efstur á mótinu með 10'/2 v. Næstur kemur Salov, Sovétríkjunum, með 10 v., Nunn frá Englandi með 9‘A v. og biðskák, Ungveij- inn Portisch hefur 9‘/2, Beljavsky 9 v. og Ulf Andersson er í 6. sæti með 8V2 v. Mesta athygli vakti í gær að Port- isch kafsigldi Beljavsky með svörtu mönnunum í Benóní-vöm, sem hann teflir ekki nema til hátíðarbrigða. Portisch á því enn möguleika á að komast áfram þó margir hafi verið búnir að afskrifa hann eftir jafntefli við Allan, neðsta mann mótsins, á þriðjudag. Portisch er reyndastur allra á þessu millisvæðamóti. Frá 1964 hefur honum ávallt tekist að tryggja sér sæti í áskorendakeppn- inni og eflaust mun hann leggja allt í sölumar í síðustu umferðunum. Jóhann stendur best að vígi allra en ljóst er þó að hart verður að hon- um sótt. Bót er í máli að hann á hvítt gegn hættulegustu keppinaut- unum, Salov og Beljavsky. Hann teflir við Salov á morgun, síðan við Kanadamanninn Allen og loks Beljavsky í lokaumferðinni á mánu- dag. Nunn á eftir að ljúka skákinni frá því í gær, og tefla við Beljavsky, Portisch og Larry Christ- iansen; Salov mætir Jóhanni, de la Villa og Bouaziz; Portisch teflir gegn Christiansen, Nunn og Velimirovic og Beljavsky teflir við Nunn, Velim- irovic og Jóhann í lokaumferðunum. Friðrik Ólafsson vann sér rétt til þess að tefla í áskorendakeppninni 1959 eftir millisvæðamótið í Portoroz í Júgóslavíu 1958. Síðan hefur eng- um íslenskum skákmanni tekist að verða meðal efstu manna á milli- svæðamóti. Jóhann hefur teflt af miklu öryggi fram að þessu og ef hann heldur áfram að vanda sig blasir sæti í áskorendakeppninni við. Fjórtán skákmenn eiga þar þátttökurétt. Þrír efstu menn úr þremur milli- svæðamótum: Short, Speelman og Sax úr mótinu í Subotica, þrír frá Szirak og þrír frá mótinu í Zagreb, sem hefst í ágúst. Að auki þeir fjórir sem komust lengst í síðustu heims- meistarakeppni (Sokolov, Jusupov, Vaganjan og Timman) og einn heimamaður að vali kanadíska skáksambandsins. Tveir og tveir tefla stutt einvígi innbyrðis og að þeim loknum standa sjö skákmenn eftir. Áttundi maður bætist þá í hóp- inn - sá sem bíður lægri hlut í heimsmeistaraeinvígi Karpovs og Kasparovs sem haldið verður í Se- villa á Spáni í október. Þessir átta tefla síðan einvígi þar til einn áskor- andi stendur uppi. Skák Jón L. Arnason Lítum á sigurskák Jóhanns við Mi- los úr 13. umferð. Jóhann nær meira rými út úr byijuninni en taflið er þófkennt og Brasilíumanninum tekst að halda í horfinu. Það var ekki fyrr en saxast fór á tímann í lok setunnar að Jóhanni tókst að snúa á hann og er tímamörkunum var náð var staða hans gjörunnin. Milos sá ekki aðra leið en að gefast upp. Hvítt: Jóhann Hjartarson. Svart: Milos (Brasiliu). Aljeldns-vöm. 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 Bg4 5. Be2 e6 6. (1-0 Be7 7. c4 Rb6 8. Rc3 0-0 9. Be3 d5 10. c5 Bxf3 11. gxf3 Rc8 12. f4 f5 13. Khl Hf/ Þetta afbrigði Aljekíns-vamarinn- ar leiðir jafiian til þungrar stöðubar- áttu því að taflið er lokað og enginn hægðarleikur að bijótast í gegn. Hvítur er talinn eiga heldur betri möguleika því að hann á meira lými. Síðasti leikur svarts er nýjasta fram- lagið til skákfræðanna. Hann undirbýr g7- g6 og Hg7 til þess að mæta þrýstingi hvíts eftir g-línunni. 14. Hgl g6 15. b4 Rc6 16. b5 Ra5 17. Da4 b6 18. Hacl Bh4 19. Rbl! Riddarinn staldrar við heima til þess að ná í nesti og nýja skó því að hann ætlar í langferð yfir á kóngsvænginn. Þessi áætlun hefur reyndar sést áður í þessu afbrigði, fyrst, að ég held, í einni af skákum Bandaríkjamannsins Roberts Byme. 19. - De8 20. Db4 Hg7 21. Rd2 Bd8 22. Rf3 Re7 23. Rg5 Rc8 24. Rf3 Re7 25. Hg3 Dd7 26. c6 De8 27. Rg5 Rc8 28. Rf3 Jóhann endurtekur leiki því að hann hefur lakari tíma. Þannig fær- ist hann nær tímamörkunum við 40. leik án þess að þurfa að huga að nýjum vandamálum. En hér missir mótheiji hans þolinmæðina. Með 28. - Re7 hefur hann öll tök á að halda jafnvæginu. 28. - a6? 29. bxa6 R8a7 30. Da4! Be7 Svartur virðist ekki hafa gætt sín á því að hann getur með hvomgum riddaranum drepið á c6 vegna 31. Bb5 sem vinnur mann - drottningin er valdlaus í borðinu. 31. Bd2! R5xc6 32. Bb5 Rxb5 33. Dxb5 Rb4 34. Dxe8+ Hxe8 35. Hxc7 Bf8 36. Hb7! Hxb7 37. axb7 Rc6 Rökvís taflmennska Jóhanns hefur borið ávöxt. Ekki gekk 37. - Hb8 vegna 38. Rg5 og e-peðið fellur. 38. Hgl He7 39. Hcl Rb8 40. Hc8! Hxb7 Og á meðan Jóhann var að hugsa sig um fyrir næsta leik gafst Milos upp. Staða hans er gjörtöpuð. Eftir 41. Rg5 Rd7 42. Rxe6 (hótar 43. Bb4) Hb8 43. Hc7 fellur Rd7 óbættur. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.