Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987. 15 Hvers vegna land- búnaðarsýning 1987? BÚ’87 - tímamót fyrir bólsýnismenn „Greinar Aöalheiöar og margra annarra um landbúnaðarmál hafa því miður borið keim af því að ekkert sé að gerast merkilegt í landbúnaðin- um nema gróðureyðing, stöðug offramleiðsla og valdniðsla samtaka hans. Þetta er fjarri sanni. Það munu menn sjá á BÚ’87.“ 14.-23. ágúst koma bölsýnismenn um landbúnað vonandi sem flestir í Reiðhöllina í Víðidal í Reykjavík og þar með beint á vettvang merkra tímamóta. Þar verður haldin Land- búnaðarsýningin BÚ’87, (reyndar stærsta landbúnaðarsýning hérlend- is hjngað til), á 3 hektara svæði. Þar fá þeir nefhilega að sjá hvemig þessi atvinnugrein heíúr bmgðist við kalli tímans, hvað er framundan. Breytingamar í íslenskum land- búnaði em svo stórfelldar að fjarri því fer að almenningur hafi til fulls áttað sig á því. Meira að segja upp- lýstir embættismenn, fjölmiðlaíyll- endur og jafhvel þingmenn em enn að melta gömul tíðindi af land- búnaði og svelgist á. Upplýsingar fyrir þingmenn Æði margir tjá sig um landbúnað þessi misserin án þess að hafa nauð- synlega yfirsýn. Fyrst þetta: Aldrei hef ég reynt að meiða þann góða þingmann Aðalheiði Bjamfreðsdótt- ur, sem ég virði nú meir en flesta aðra starfsmenn löggjafarsamkund- unnar. Hún tuskaði mig til hér í blaðinu um daginn og sagði að ég hefði verið dónalegur við sig í upp- lýsingapistli um landbúnaðarmál. Þykir mér afspymuvont að hafa móðgað Aðalheiði en eiginlega jafrisárt að vera refsað ómaklega. Staðreyndin er svona: Ég hældi þingmanninum fyrir „ágætar tillög- ur“ í þjóðmálum. Hins vegar leyfði ég mér að benda á „í vinsemd", eins og ég sannarlega orðaði það, að orðalag hennar um landbúnaðarmál gæfi til kynna að hún og Borgara- flokkurinn hefðu ef til vill ekki sett sig nógu vel inn í málefni bænda. Og ég er enn á þeirri skoðun. þrátt fynr flenginguna. Á BÚ’87 verður hægt að komast á snoðir um staðreyndimar í þessum efnum. DV sem heimild um land- búnað Refsingartilraunin staðfesti reynd- KjaHarinn Olafur H. Torfason forstöðumaður Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins ar að þingmaðurinn gæti hafa numið fróðleik sinn um landbúnað aðallega úr leiðaraskrifum DV. Aðalheiður segist t.d. hafa það eftir beitarþols- sérfræðingum að orsök stórfelldrar lendeyðingar á afréttum sé „fyrst og fremst ofbeit". Hvar og hvenær sögðu þeir þetta? Áð vísu skal viðurkennt að þessar málsgreinar hafa birst á prenti: „Hinn hefðbundni landbúnaður ber höfuðábyrgð á, að gróður á afréttum minnkar þrisvar sinnum meira en sem svarar uppgræðslu. Ekkert mark er tekið á viðvömnum gróður- fræðinga um hnignun auðlindarinn- ar“. Þetta skrifaði hins vegar ljúflingurinn Jónas Kristjánsson í leiðara DV 9. júlí. Ég hef ekki fund- ið neinn annan marktækan sérfræð- ing sem hefur haldið þessari kenningu fram. Ég fékk hins vegar hann Andrés Amalds, beitarþolssérfræðing Land- græðslunnar, til að koma með 20 blaðamönnum í kynnisferð um dag- inn, m.a. um Grafning og í aðalstöðv- ar Landgræðslunnar í Gunnarsholti að ræða við Svein Runólfsson land- græðslustjóra. Tilefnið var að vekja athygli flölmiðla á baráttu þessara manna, daginn fyrir síðasta áætlað áburðarflug Páls Sveinssonar. Frétt- ir og viðtöl birtust í öllum fjölmiðl- um. Fáeinum dögum síðar efndu 3 útvarpsstöðvar til samskota sem gerðu kleift að fljúga 10 ferðir í við- bót. Vonandi hefur framtak bænda- samtakanna ekki verið ónýtt lóð á þessar vogarskálar. Landgræðslan hefur vegna BÚ’87 grætt upp hið gamla grjótnám Reykjavíkurborgar, en þar er Reið- höllin staðsett. Þar má sjá hvað hægt er að gera á einu þurrkasumri. Landbúnaðurinn hefur brugð- istviðáréttan hátt En hvað sögðu sérfræðingar Land- græðslunnar í ferðinni okkar um daginn við fjölmiðlamenn um bænd- ur ög beitarmál,- og hvað segja þeir yfirleitt? Að bændur séu að eyði- leggja starf þeirra? Nei. Landgræðsl- an leggur jDvert á móti áherslu á, hversu gott samstarf hún á við yfir- gnæfandi meirihluta bænda í landinu. Sérfræðingar hennar harma að sárafáar undantekningar skuli geta komið óorði á alla stétt- ina. Það sem sérfræðingar Land- græðslunnar segja er í hnotskum þetta: Við getum ekki stjómað nátt- úmöflunum, sem orsaka fimbulár eins og 1979 og þurrkaár 1987, kulda- skeið eins og 1965-1971 og 1979-1983. En við getum stjómað beitinni. Og það eigum við að gera hiklaust þeg- ar að sverfur. Og það hefur einmitt víðast verið gert, sem betur fer. En eins og ég sagði í grein minni um daginn og stend við: „Betur má ef duga skal“. Ber eftirfarandi vott um sinnuleysi bænda eða ósvífni í beitarmálum? 1) Beitartíminn hefur verið styttur vor og haust. 2) Sauðfé hefur verið fækkað um 25% á íslandi á síðustu 10 árum. 3) Sífellt fleira fé er beitt í heima- haga allt árið. 4) ítala að frumkvæði bænda er komin í 7 afréttarlönd. 5) Varanleg friðun Geitlandsins í Borgarfirði, Goðalandsins og Þórsmerkur er að verða að raun- vemleika. 6) Bændur greiða að eigin frum- kvæði áburðarskatt á hveija kind sem fer á Biskupstungnaafrétt og víðar. 1 þeim illræmda Grafnings- hreppi leggja þeir til dæmis til 36 tonn af áburði í ár. Hvers vegna má ekki meta þetta mikla og óeigiiigjama starf bænd- anna af drengskap? Hverjum er það í hag að gera samtök þeirra tor- tryggileg, gefa í skyn að þeir hafi ekki dregið úr framleiðslu og spilli afréttum miskunnarlaust? Nauðsyn traustra upplýsinga Gallinn við skrif þingmannsins Aðalheiðar Bjamfreðsdóttur um landbúnaðarmál er ekkert einstæð- ur. Því miður virðist §öldi málsmet- andi fólks byggja málflutning sinn um bændur og störf þeirra á því sem það hefur heyrt á skotspónum hjá einhveiju fólki, lesið eða séð í ein- hveijum fjölmilum eða kynnst í sveitinni. Búið. Enginn leggst á móti því að fólk viðri skoðanir sínar um atvinnumál. Hins vegar er það lágmarkskrafa til þeirra sem valdið og ábyrgðina hafa, að þeir afli sér frumheimilda og traustra gagna, en noti ekki fljóta- skrift fjölmiðla sem gagnabanka eða reiði sig á bijóstvitið. Greinar Aðalheiðar og margra annarra um landbúnaðarmál hafa þvi miður borið keim af því að ekk- ert sé að gerast merkilegt í land- búnaðinum nema gróðureyðing, stöðug offramleiðsla og valdníðsla samtaka hans. Þetta er allt íjarri sanni. Það munu menn sjá á BÚ’87. Samúð þingmannsins með sveita- fólki og dreifbýlisfólki er greinileg. Áhugi Aðalheiðar á bættum sam- göngum, menntakerfi og fjölbreytt- ari atvinnumöguleikum varðar fjöregg landsbyggðarinnar. Það er þýðingarmikið að eiga slíka mál- svara á þinginu. En þýðingarmest af öllu er að þingmennimir og fjöl- miðlafólkið gangi fram fyrir skjöldu og átti sig á því, hvaða stétt þjóð- félagsins kreppir mest að sér núna, hvar er verið að spara með nýtingu innlendra aðfanga, hvar er verið að hrinda nýjungum í framkvæmd. Þess vegna BÚ’87 Til að fólk þurfi ekki að rogast með ranghugmyndimar lengur. Til að sjá að landbúnaðurinn er ekki þjóðaróvinur númer 1, 2 og 3. Til að sannfærast um að hann er ekki skrímslið sem étur upp skattpening- ana ykkar. Til að sjá að íslendingar em einna fremstir þróaðra þjóða við að miða landbúnað sinn við innan- landsþarfir og gera hann hagkvæm- an. Þetta em tímamótin á 150 ára afmæli búnaðarsamtaka á íslandi. Og í lokin til að forðast misskiln- ing: BÚ’87 er sjálfstætt fyrirtæki, kostað af sýningargjöldum 60-70 fyr- irtækja, samtaka og stofhana og aðgangseyri gesta. Ólafur H. Torfason. Götur eru ekki bflastæði Þeim, sem óku út á þjóðvegina til að skoða landið sitt um verslunar- mannahelgina, duldist ekki hve stórkostlegar framfarir hafa orðið í uppbyggingu þjóðvegakerfisins á síðustu árum. Það er allt í einu orð- ið virkilega gaman að aka um falleg- ar sveitir án þess að þurfa að gæta sín á næstu holu eða hnullungi. Ég er líka núna farinn að geta notað fimmta gírinn á bílnum mínum, án þess að brjóta lög. Val á nýjum vegarstæðum hefur líka stórbatnað og þeir víða felldir mjög vel að aðliggjandi landslagi. Sárið sem vegimir mynda er grætt upp jafhóðum eða efni flutt að þar sem landslag er sérstaklega við- kvæmt. Tengingum við þessa vegi hefur verið fækkað og þær lagfærð- ar. Þar sem mið- og hliðarlínur hafa líka verið málaðar á þessa vegi eru þeir víða til algerrar fýrirmyndar um verklegar framkvæmdir og gefa öðr- um framkvæmdaraðilum góða viðmiðun. Hér hefur vel og mark- visst verið haldið á málum. Við hönnun og uppbyggingu þjóðvega- kerfisins hafa menn fært sér í nyt og virt þá þekkingu og reynslu sem er til á þessu sviði. Lausnin ekki að kenna einum eða öðrum um Þegar í þéttbýlið kemur er því miður ekki sömu sögu að segja en í þéttbýli slösuðust hátt í þúsund manns á síðasta ári í umferðarslys- KjaUaiinn Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur og arkitekt um. Þó að tryggingafélögin auglýsi það núna að meirihluti slysa verði vegna gáleysis ökumanna þá er ekki nema hálf sagan sögð með því. Þetta er álíka fráleitt og að verksmiðjueig- andi skellti allri skuldinni á starfe- mennina ef þeir slösuðust við hættulegar vélar. Lausnin í þessu máli er ekki sú að kenna einum eða öðrum um heldur að búa til hættu- minna og öruggara umhverfi. Þetta er síður en svo auðvelt verk og fjölmörg atriði sem nauðsynlegt er að taka tillit til og hafa i heiðri alveg eins og við hönnun og upp- byggingu þjóðvegakerfisins ef við ætlum að búa til öruggt umhverfi. Eitt þeirra atriða sem virðast hafa farið fram hjá mörgum er að götur eða gangstéttir eiga ekki að vera bílastæði heldur á að leggja bílum utan gatna. Götur eru til þess að aka bílum á. Ef þetta er ekki gert þá verður gatan hvorki örugg fyrir öku- menn eða vegfarendur. Það hjálpar að biðja fólk að gæta sín, en það skapar ekki öruggt umhverfi. Þar sem nauðsynlegt er að leggja bílum á götur, eins og til dæmis í gömlum bæjarhlutum sem voru skipulagðir áður en einkabílar komu til sögunn- ar, þá verða þessar götur þar með að bílastæðum og geta ekki flutt umferð á öruggan hátt. „Að leggja bil á götu sem ætluð er til umferðar er álíka fráleitt og að fara með hjónarúm sitt þangað og búa þar um sig.“ Ekki geymslusvæði fyrir lausafé Að leggja bíl á götu sem er ætluð til umferðar er álíka fráleitt og að fara með hjónarúmið sitt þangað og búa þar um sig. Þessar götur eru byggðar fyrir almannafé til að flytja umferð en ekki til að verða geymslu- svæði fyrir flutningatæki og annað lausafé fólks og þar með slysagildr- ur. F>TÍr mörgum árum ók ég á unga stúlku inni á Rauðalæk. Ekki vegna þess að ég æki hratt eða ógætilega heldur vegna þess að hún var að elta bolta og hljóp út á götuna milli tveggja bíla sem hafði verið lagt þar. Stúlkan féll meðvitundarlaus í götuna en hlaut að öðru leyti ekki aðra áverka en skrámur og heila- hristing. Meðan hún var að ná sér hafði ég nægan tíma til að hugsa um skipulagið á Rauðalæknum. Þar hafði í upphafi verið skipulögð mun gisnari byggð en íbúðum síðan verið fjölgað þannig að bílamir komust hvergi nærri fyrir á tilætluðum bíla- stæðum. Auðvitað hefði þá átt að skipuleggja sérstök bílastæði til hliðar við Rauðalækinn vegna þess að hann þarf að flytja umtalsverða umferð og tiyggja þannig öryggi bæði íbúa og vegfarenda. Þama var verið að hliðra sér við þeim kostnaði sem það hefur í för með sér að búa til ömggt umhverfi. í dag vitum við miklu meira um bifreiðaeign og þróun hennar en þegar Rauðalækurinn var skipu- lagður og byggður. Við vitum líka mun betur en þá hvemig á að búa til ömgg bílastæði og gatnakerfi í þéttbýli og ömggt umhverfi. Hvemig væri að taka þessum málum álíka tak á næstu árum og hönnuðir þjóð- vegakerfisins hafa tekið á þjóðveg- um landsins? Gestur Ólafsson. ,,Þó að tryggingafélögin auglýsi það núna að meirihluti slysa verði vegna gáleysis ökumanna þá er ekki nema hálf sagan sögð með því.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.