Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 6. ÁGtJST 1987. 11 Arasarbatar til Persaflóa Bandaríkin eru nú að bæta sérstak- lega hraðskreiðum árásarbátum við flota sinn á Persaflóa sem vemdar þar skip er sigla undir bandarískum fána. Hafa tveir bátar þegar verið sendir með skipi og er búist við að þeir verði komnir á áfangastað eftir þrjár vikur. íranskir byltingarverðir em enn við flotaæfmgar á flóanum og herma fregnir að þeir séu að æfa sjálfsmorðs- árásir gegn skipum með hraðskreiða báta. Hafa íranar tilkynnt að þeir hafi notað kafbát og hraðbáta við æf- ingamar. Einnig hafi þeir komið fyrir flugskeytum sem skjóta megi strax ef þeim verður ógnað. Þrátt fyir hótanir írana gegn Banda- ríkjunum er búist við að þrjú olíuflutn- ingaskip frá Kuwait sigli undir bandarískum fána i dag til þess að geta notið vemdar Bandaríkjamanna. Fimm japönsk olíuflutningaskip sigldu inn á flóann í gær og út af hon- um aftur. Bandarísk yfirvöld vara nú aftur Bandaríkjamenn við að ferðast til ír- ans vegna hótana gegn Bandaríkjun- um og árása á sendiráð i Teheran. Bandaríkin vömðu einnig við ferðum til írans árið 1981 stuttu eftir að gísl- amir fimmtíu og tveir, sem verið höfðu rúmt ár í gíslingu, losnuðu úr prísund- inni. Skipatryggingafélög í London til- kynntu í gær að vegna aukinnar spennu á Persaflóasvæðinu myndu iðgjöld fyrir skip er sigla þar hækka frá og með deginum í dag. Sumarið ókomið Gurmlaugur A Jónsson, DV, Lundú Maímánuður var sá kaldasti í manna minnum. Sólarstundir í júní- mánuði hafa ekki verið svo fáar síðan 1920 og í júlí, aðal sumarleyfismánuði Svía, hefur rignt með litlum hléum. Sviar em þegar famir að tala um sumarið 1987 sem sumarið er aldrei kom. Flestir hafa þegar tekið út sum- arfrí sitt og binda því ekki miklar vonir við hugsanlegar breytingar á veðrinu í ágústmánuði. Enn bendir heldur ekkert til þess að breytingar séu í vændum. í nýjustu fimm daga veðurspánni segir í upp- hafi, væntanlega til að slá á alla óskhyggju, að orðið sól komi aldrei fyrir í spánni. Þeir Svíar sem ferðuðust suður á bóginn til að flýja rigningamar í Sví- þjóð em ekki mikið ánægðari en þeir sem heima sátu. Hitinn á Grikklandi og Suður-Ítalíu reyndist svo óbærilega mikill að heppilegast var að halda sig innandyra. Sálfræðingar em teknir að tjá sig í blöðum hér um hugsanlegar afleiðing- ar þessa óvenjulega sumars. „Við þurfúm á sól að halda á sama hátt og nauðsynlegt er að hlaða batterí. Ef við fáum ekki nægilega sól minnkar mót- stöðuafl okkar gegn stritinu," sagði einn sálfræðingurinn í blaðaviðtali. „Þær vonir sem við bindum við sum- arfríið geta líka reynst hættulegar. Velheppnað sumarfrí á að bæta úr öllu því sem miður hefur farið. Ef það bregst er hætt við að þunglyndi geri vart við sig,“ sagði sami sálfræðingur. Útlönd Mandela aldar- fjórðung í fangelsi Nelson Mandela, sem um árabil hefur verið sameiningartákn þeim sem berjast fyrir jafnrétti þeldökkra í Suður-Afríku, hefur nú dvalið í fangelsi í aldarfjórðung. Að sögn þeirra sem hafa beint samband við Mandela hefur hann ekki misst móð- inn við dvölina. Mandela afþlánar lífstíðarfangelsi fyrir landráð. PHILIPS - 007 - GETRAUN Aðeins það besta er nógu gott! I myndinni „The Living Daylights" hafa framleiðendur aðeins valið PHILIPS tæki fyrir James Bond - en þau eru yfir eitt hundrað. PHILIPS Við bjóðum áhorfendur James Bond í getraun - leikurinn er í þvi fólginn að í Bíóhöllinni liggja frammi miðar þar sem þú segir til um fjölda PHILIPS tækja í myndinni. - Glæsileg verðlaun: Geislaspilari frá PHILIPS að verðmæti kr. 28.000.- IPGoodrich Bjóðum nú þessi frábæru kjör: A: Útborgun 25% B: Eftirstöðvar á 4-6 mánuðum LT 215/75R15 32xll.50R15LT 235/85R16LT LT235/75R15 33xl2.50Rl5LT 31xl0.50Rl6.5LT 30x9.50R15LT 35x12.50R15LT 33xl2.50R16.5LT 31xl0.50R15LT 255/85R16LT 35xl2.5Rl6.5LT Einnig fólksbílahjólbarðar AMRTsf Jeppadekkin sem duga. Vatnagörðum 14, Reykjavík, s. 83188. ■ ■■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.