Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 36
36
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Ryan O'Neil
og Farrah Fawcett hafa tjáð vin-
um og kunningjum að þau vilji
ólm eignast fleiri börn. Hyggjast
þau hjú gera eitthvað í því máli
hið snarasta. Þau eru þessa dag-
ana að leika í nýrri kvikmynd sem
nú standa yfir upptökur á. Það
er ekki nóg með að parið leiki
saman í myndinni heldur hefur
Redmond, tveggja ára sonur
þeirra, fengið þar smáhlutverk.
Þegar upptökum lýkur segist
Farrah ætla að taka sér frí frá
kvikmyndaleik og öðru frama-
brölti og snúa sér að fjölskyldulífi.
Linda Evans
og John Forsythe, eða Krystle
og Blake í sápuóperunni Dyn-
asty, eiga margt sameiginlegt í
raunveruleikanum þó svo að
málin líti ekkert sérlega vel út í
þáttunum sjálfum. Því í raun og
veru eru þau bæði einlægir
hestavinir og eiga sína eigin reið-
skjóta. Það ku hafa verið fyrir
þeirra tilstilli að hesturinn Allegre
fékk eins stórt hlutverk í þáttun-
um og raun ber vitni. Hver segir
að starfsfólkið geti ekki haft áhrif
á vinnustað sínum?
Cyndi Lauper
hin litskrúðuga rokkstjarna fer
sínar leiðir í einu og öllu. Það er
ekki einungis í klæðaburði og
annarri framkomu sem hún vekur
athygli heldur allur hennar lífs-
máti. Á meðan aðrir djöflast eins
og mest þeir geta í teygjum, togi
og skokki, til að halda sér í formi,
æfir Cyndi karate. Þrisvarsinnum
í viku í þrjá tíma I senn. En það
er ekki eins og að karatetilburð-
irnir einskorðist við karatesalinn.
Hún þykir sýna þessi líka tilþrif á
sviði sem kunnugir segja að rekja
megi beint til þessara karateæf-
inga hennar. Stúlkan hefur
stundað þessa íþrótt í mörg ár
þannig að hreyfingarnar eru ekk-
ert nýjar fyrir henni.
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987.
Eiríkur Fjalar í öllu sinu veldi. Hann Það er enginn maður með mönnum nema hann tjaldi í Dalnum í faðmi fjöl-
sló í gegn rétt eins og honum einum skyldu og vina. Lífið í bænum fer allt fram þar og skapast ólýsanleg
er lagið. Gerði sér lítið fyrir og samdi stemmning.
þjóðhátíðarlag á staðnum við mikinn DV-myndir Ómar Garðarsson
fögnuð áhorfenda.
Rómantíkin blómstrar auðvitað á
þjóðhátíð. Inni í og bak við tjöldin.
Alls staðar eins og við má búast.
, ,Eitt sinn á þjóðhátíd
aUtaf á þjóðhátíð“
Stemmningin á þjóðhátíð í Eyjum er
að sögn kunnugra hreint ólýsanleg.
Strax að vori eru Eyjapeyjar- og meyj-
ar farin að hlakka til. Sem og utanað-
komandi sem þekkja til. Það eru
íþróttafélög bæjarins, Þór og Týr, sem
halda hátíðina til skiptis og er keppst
við að hafa hana sem glæsilegasta í
hvert sinn. Eins og kunnugt er er hún
haldin ár hvert um verslunarmanna-
helgina og virðast þjóðhátíðargestir
vera í einhverju sérstöku uppáhaldi
hjá veðurguðunum því veðrið hefur
yfirleitt verið alveg ljómandi á þjóð-
hátíð. Burtséð frá því hvemig það
hefur verið undangengnar vikur. I ár
var engin undantekning frá því og
eins og gefur að skilja vom allir
kampakátir með veðrið og tilveruna á
þjóðhátíð.
Á fimmtudeginum er þjóðhátíðinni
þjófstartað með balli um kvöldið. Upp
úr hádegi á föstudeginum er hátíðin
sett formlega og fólk flykkist í Dalinn.
Það þykir enginn Vestmannaejdngur
maður með mönnum nema hann tjaldi
í Dalnum í faðmi fjölskyldunnar og
vina. Allir eiga sérstök þjóðhátíðartj-
öld sem eru nokkm stærri en venjuleg
tjöld. Þar em haldnar veislur af ýmsu
tagi og fer allt lífið í Eyjum fram þar
um helgina. Fólk frá fastalandinu
kemur eins og það eigi lífið að leysa.
í hópum þyrpist það til Eyja. Enginn
vill missa af hinni einu sönnu þjóð-
Fólk mætir í sínu fínasta pússi á þjóóhátíð. Þessir yngispiltar kusu kjólfötin.
Með glas í hendinni og frakkana á örmunum, kannski leitandi á mið ungra snóta.
hátíðarstemmningu. „Eitt sinn á þjóð-
hátíð, alltaf á þjóðhátíð," er máltæki
sem hefur verið búið til og lýsir best
því sem lýsa þarf.
Þáð þykir alltaf tíðindum sæta þegar
fyrsta „lundapysjan" finnst á haustin.
Lögreglumaður í Eyjum heldur hér á
þeirri sem talin er vera sú fyrsta í ár.
Fiimbogastaðaskóli í heimsókn á D V
Síðastliðinn miðvikudag fékk
DV 12 krakka úr Finnbogastaða-
skóla, Árneshreppi á Ströndum í
heimsókn. Þau voru á skólaferða-
lagi í Reykjavík í 4 daga. Krakk-
arnir höfðu farið víða og heimsótt
m.a. útvarpshúsið, Þjóðminjasaf-
nið, Rás 2 og skroppið í Hljómská-
lagarðinn og í bíó. Þau voru
sammála um að það væri búið að
vera mjög gaman.
Þessir 12 krakkar eru í eldri
deildinni í Finnbogastaðaskóla og
eru þau á aldrinum 11 til 13 ára.
Kennari þeirra er Gunnar Finns-
son.
- Er þetta ekki óvenjulegur tími
fyrir skólaferðalag?
Gunnar verður fyrir svörum „Jú,
en þetta er besti tíminn fyrir okk-
ur. Á vorin þegar flestir skólar fara
í skólaferðalög þá er sauðburður-
inn í fullum gangi og krakkarnir
taka þátt í störfunum heima hjá
sér. Svo fljótlega eftir það byrjar
heyskapurinn og þá eru allar til-
tækar hendur á fullu. Nú er
heyskapnum að ljúka svo að við
notuðum tækifærið og brugðum
okkur í bæjarferð."
Eirikur Jonsson, safnvörður sýndi krökkunum Ijósmyndadeildina og
myndasafnið.
Ingibjörg Sverrisdóttir tók að sér að útskýra fyrir þeim hvernig blaðinu
er skeytt saman og það sett á plötur áður en það fer i prentun.
DV-myndir JAK