Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. ÁGUST 1987. STARFSKRAFTUR ÓSKAST TIL AFGREIÐSLUSTARFA í VERSLUNINA FRÁ KL. 13-18. Skóverslun Kópavogs, Hamraborg 3. KENNARAR Kennara vantar við grunnskólann á Hellu nk. skólaár. Meðal kennslugreina: Kennsla yngri barna. íslenska og handmennt. Hringið og leitið nánari upplýsinga hjá skólastjóra í síma 99-5943 eða hjá formanni skólanefndar í síma 99-8452. KENNARAR, KENNARAR! Kennara vantar við grunnskólann í Stykkishólmi. Kennsla yngri barna. Ódýrt húsnæði í boði. Upplýs- ingar veita Gunnar Svanlaugsson yfirkennari í síma heima 93-81376 og vinnu 93-81304 og formaður skólanefndar, Ríkharður Hrafnkelsson, í síma heima 93-81449 og vinnu 93-81225. Grunnskólinn Stykkishólmi. Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík er laus til umsóknar nú þegar. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Laugavegi 116, Reykjavík. 4. ágúst 1987, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. BRAUTARHOLTI33 - SÍMI695660. VW Golf GTI (16 ventla) árg. 1986, ekinn aðeins 16.000 km, 5 gíra, topplúga. Einstaklega fallegur bíll. Sérverslun fyrir fluguveiðimenn Laxa- og silungaflugur í öllum stærðum. Sérhannaðar flugustengur. Neoprene vöðlur með áföstum stígvélum kr. 8.600. Sérsaumuð veiðivesti kr. 3.200. Margt nýtt komið og væntanlegt. Ofna girnið komið aftur. Opið á laugardögum ÁRMÓT sf., Flókagötu 62, sími 25352. Neytendur Grænmetismaikaðurinn: Ofan í kokið á neytendum - segir Jónas Bjamason „Lögfræðingi Verðlagsstofijunar finnst það vera til bóta að þessi svo kallaði grænœetismarkaður ætli ekki að starfe samkvæmt lögum. Lögfræðingar, sem við höfum haft samband við, segja, og það er ríkj- andi skoðun, að samráð um verð með þessum hætti, sem þeir ætla sér að hafa, sé ólöglegt og þá getur eng- inn lögfræðingur opinberrar stofh- unar sagt að það sé til bóta,“ sagði Jónas Bjamason, formaður land- búnaðame&dar Neytendasamta- kanna og stjómarmaður í Neytendasamtökimum, um ummæli Gísla G. ísleifssonar lögfræðings hjá Verðlagsstofnun varðandi hinn fyr- irhugaða grænmetismarkað. Jónas sagði að það væri fráleitt af Gísla að tala um að hægt væri að sækja um undanþágu frá lögun- um um bann við verðsamráði. „Hér er verið að ræða um gífurlega við- kvæman og mikilsverðan neytenda- rétt og það er lögfræðingur Verðlagsstofrmnar sem er að gera því í skóna að það sé ekkert annað en að sækja um undanþágu frá lög- unum. Lögfræðingur, sem talar svona, er að búa til bál í kringum Verðlagsstofriun,“ sagði Jónas. „Það er alveg rétt sem Gísli segir að það sé ekki á móti lögunum að margir framleiðendur sameinist í sölufélag og það er alveg rétt. Það er aftur á móti er þvert ofen í kokið á íslenskum neytendum að þvílík samtök hafi einokunarrétt til verð- lagningar eigin afurða, á nauðsynja- vörum íslensks almennings. Málið er ekki að menn myndi samtök held- ur að sllk samtök hafi einokunarrétt til frjálsrar álagningar á nauðsynja- vöru fyrir íslenskan almenning og hafi I raim með reglum fengið ofur- vald á innflutningi einnig," sagði Jónas Bjamason. -JFJ Ekki bara illt... Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Eitt lítið jákvætt atriði hefur komið upp varðandi hið hræðilega kjamorkuslys í Tsjemobyl. Það er áberandi fækkun tilfella af skjaldkirtilssjúkdómi í nýburum á Norður-Ítalíu. Eftir að slysið varð var fólki þar ráðlagt að taka joðsalt til þess að koma í veg fyrir krabbameinsmyndun. Þetta þótti óþarfa aðgerð á sínum tíma en á tímabilinu frá maí til október í fyrra fæddist ekki eitt einasta bam með skjaldkirtilssjúkdóm á Norður- Ítalíu. Að öllu jöfhu hefðu átt að fæðast fimm böm með slíkan sjúkdóm. Joðinntaka er algeng meðferð á skjaldkirtilssjúkdómum. Er nú skrifeð um í hinu virta breska læknablaði Lancet að með því að gefe vanfærum konum joðsalt á meðgöngutímanum megi koma i veg fyrir þennan sjúkdóm hjá nýburum. Nánari rannsóknir þurfa þó að fara fram áður en læknar taka þessa aðferð almennt í notkun. -A.BJ. Reykingar ftýta fýrir ellihrörnun Fyrir utan alla óhollustuna sem snerta reykingar þykir nú einnig fullsannað að reykingar kvenna flýta fyrir ellihrömun þeirra. Konur, sem reykja mikið, em taldar komast á breytingaskeiðið um fimm árum fyrr en þær sem ekki reykja. Þetta þýðir einnig að þá verða konur yngri er þær eiga á hættu að fá hinn skæða hrömun- arsjúkdóm sem kallaður er bein- þynning á íslensku en heitir osteoporosis á flestum öðrum tungumálum. Þriðja hver kona, sem kemst á breytingaskeið, er talin verða þeim sjúkdómi að bráð. Sjúkdómurinn er ólæknandi en hefta má útbreiðslu hans með því að borða kalkríka fæðu. Kalk fáum við úr osti og öðrum mjólkurvörum. Má nefna að mysa er kalkríkasta afurðin sem íslend- ingar framleiða og einhver sú ódýrasta. Það er því heillaráð fyrir konur, hvort sem þær reykja eða ekki, að drekka nokkur glös af mysu á degi hverjum. -A.BJ. U pplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks______ Kostnaður í júlí 1987: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. Besti sjávar- rétturinn 1987 MARSKA Skilafrestur til 15. ágúst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.